Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 9
Íslendingabók Ara fróða er verðlögð á ríflega 5 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt innan við 600 þúsund íslenskar krónur hjá Ruuds Antikvariat. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is S kálholtsbækur til sölu, var yfirskrift auglýsingar sem birtist í Morg- unblaðinu á sunnudag. Um var að ræða sex bækur, fimm titla, sem auð- sýnt var að væru fornar, prentaðar í Skálholti á árunum 1687-1690, á þeim stutta tíma sem prentsmiðja var starfrækt þar. Fyrsta veraldlega prentið Rósa Þorsteinsdóttir sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir bækurnar merkilegar fyrir aldurinn og prent- söguna, og þá staðreynd að þarna séu fyrstu veraldlegu bækurnar sem prentaðar voru hér á landi. Gnægð andlegra bóka Ólöf Benediktsdóttir bókasafns- og upplýs- ingafræðingur á Árnastofnun segir að árið 1688 hafi íslensk fornrit verið gefin út í fyrsta sinn hér á landi, af Skálholtsprentsmiðju. „Það voru Landnámabók, Íslendingabók Ara fróða og Kristni saga. Landnámabók var gefin út fyrst þeirra af Einari Eyjólfssyni en prentari var Hendrick Kruse. Í formála segir Þórður byskup Þorláksson að svo sé Guði fyrir þakk- andi að hér á landi sé þegar góð gnægð af and- legum bókum en með því hann merki að lands- menn sumir girnist líka að fá gamlar historiur og fræðibækur þá hafi hann látið þessa gömlu sögubók á prent út ganga.“ Á Árnasafni og í Seðlabanka Ólöf tekur undir með Rósu um hve merkar bækurnar séu og segir að þær hafi mikið sögu- legt og menningarlegt gildi. „Þær eru til að minnsta kosti á Landsbókasafninu, safni Seðlabankans og hér á Árnastofnun. Sjálfsagt eru þær líka til á helstu söfnum erlendis sem eiga gamlar íslenskar prentbækur, til dæmis á Fiske-safninu í Cornell og Konunglega safninu í Kaupmannahöfn og líklega á fleiri bókasöfn- um.“ Hvað kosta bækurnar? Erfitt er gera sér í hugarlund hvað svona bæk- ur gætu kostað. Ein þeirra, Íslendingabók Ara fróða er til sölu á norræna fornbókanetinu Ru- uds Antikvariat. Þar er hún verðlögð á ríflega 5 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt innan við 600 þúsund íslenskar krónur. Ólöf segir verð að hluta fara eftir framboði og eftirspurn, en stundum sé afsláttur líka veittur ef fleiri bæk- ur eru keyptar en ein og ein. Ari Gísli Bragason bóksali nefnir einnig ástand bókanna. Það skipti máli hvort þær séu í góðu ástandi. Fáir einstaklingar eiga þær allar „Þetta fer eftir eintökunum. Ef það eru við- gerðir á þeim, eða ef eitthvað vantar í þær skiptir það miklu máli. Þessar bækur eru til á söfnum, en ég býst við því að fáir einstaklingar eigi þær allar saman. Kristnidómssagan er kannski algengust ef ég ætti að flokka þær eft- ir því hve mikið fágæti þær eru, og Landnáma hefur sést nokkuð á síðustu árum, eins og saga Ara fróða. Ég man þó ekki eftir að þessar bækur hafi verið boðnar sem heild á mínum ferli í fornbókasölu – í 15-20 ár.“ Veraldlegu bækurnar fágætari Að sögn Ara Gísla voru prentaðir tæplega 50 bókartitlar í Skálholti á þeim tíma sem prent- smiðja var þar. „Mest af því er guðsorð. Ver- aldlegu bækurnar eru því meira fágæti og áhugaverðari þess vegna, án þess að lítið sé gert úr guðsorðinu.“ Bækurnar sex gætu, að mati Ara Gísla kost- að ekki minna en tvær og hálfa milljón króna séu þær í topp standi. „Ef þær eru viðgerðar eða skemmdar yrði verðið þó sennilega ekki undir 1,2-1,4 milljón króna.“ Landsmenn girntust gamlar historiur Fáheyrt er að sex bækur úr Skálholts- prentsmiðjunni gömlu séu boðnar til sölu í einu. Allar eru þær um veraldleg efni. Morgunblaðið/Ómar Saga þess haloflega herra Olafs Tryggvaskonar Kongs Prentuð 1690 í Skálholtsprentsmiðju. Þessi mynd er af eintaki Árnastofnunar, ekki því sem er til sölu. Sex bækur prentaðar í Skálholtsprentsmiðju undir lok sautjándu aldarinnar auglýstar til sölu Brynjólfur biskup S veinsson Hann vann ötullega að því að prentsmiðja yrði stofnuð í Skál- holti og var áhugamaður um út- gáfu. Hann mætti andstöðu Hólabiskups í áformum sínum, og það kom í hlut eftirmanns hans á biskupsstóli, Þórðar Þorlákssonar að prenta fyrstu bókina þar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Lesbók 9BÓKMENNTIR Í bók sinni Auðlegð Íslendinga, Reykjavík, 1995, segir Böðvar Kvaran: „Ekki fer milli mála að sautjándu aldar bækur prentaðar á Íslandi hafa lengi verið mjög fágætar og því í háu verði. Á það sérstaklega við um hinar svonefndu veraldlegu bækur frá Skálholti. Má vera að efni bókanna hafi ráðið hér miklu, þar sem fornsögurnar hafa vafalítið þótt eftirsóknarverðar til lestrar eða a.m.k. tilbreyting frá öðru lesefni, sem á boðstólum var. Óhætt mun að segja að flestir af stærri söfnurum síðari áratuga hafi átt eintök af forsögum Þórðar biskups, jafnvel allar, en því er varla til að dreifa lengur. Er alger undantekning, ef þær koma fram í sölu hér heima, en þess helzt að vænta hjá merkari fornbóksölum erlendis. Þannig voru allar umræddar bækur boðnar til sölu í tvennu lagi á uppboði í Ósló snemma árs 1991. Annars vegar útgáfurnar fjórar frá 1688 og var áætlað verð til leiðbeiningar vænt- anlegum kaupendum 150.000 norskar krónur, en hins vegar Ólafs saga Tryggvasonar frá 1689-90 sem var metin á 100.000. Er skemmst frá því að segja að ekki komu fram boð á uppboðinu í samræmi við þessar áætl- anir og voru bækurnar því dregnar inn. Þá kom ein hinna fyrrnefndu bóka, Landnáma, fram hjá þekktri fornbókaverzlun í New York stuttu síðar, gott eintak, en verðið hátt, 7.500 dollarar. Sést af þessum dæmum að umræddar bækur eru ekki árennilegar, ef þær bjóðast, enda þótt þær séu metnar verulega hærra erlendis en hér heima.“ Grönlandia edur Grænlands saga ur islenskum Sagna bookum og annalum og a latinskt maal. Kristendooms saga hliodande um þad hvornenn christen tru kom fyrst a Island at forlage þess haloflega herra Olafs Tryggvasonar Noregs kongs. Schedæ Ara prests froda um Island. Sagan Landnama um fyrstu bygging Islands af Nordmönnum. Saga þess haloflega herra Olafs Tryggvasonar Kongs. Fyrre parturinn. Hliodar um Ætt upp- vögst og athafnir Olafs kongs, aþur hann kom til Ríkis í Norvegi með ödru því fleyra er þar at hnygur. Saga þess haloflega herra Olafs Tryggvasonar. Seirne partur. Hliodande um þa Atburdi er skiedu sydann Olafur Kongur kvam til Ríkis í Norvegi. Skálholtsbækurnar Ekki árennilegar ef þær bjóðast E igandi Skálholtsbókanna, sem ekki vill gefa upp nafn sitt, kveðst ekki vita nokk- urt dæmi til þess að svo margar bækur úr Skálholtsprentsmiðju hafi komið á markað í einu. „Ólafs saga Tryggvasonar var til sölu 1992 í Ósló – það var sæmilegt eintak, ekki gott. Um aðrar sölur veit ég ekki.“ Eigandinn segir eintökin sín einstök. „Þau eru allavega ekki til betri í heiminum. En hvort til eru jafngóð eintök skal ég ekki segja um. Ólafs saga Tryggvasonar er mjög sérstök, með þessu sjaldgæfa titilblaði. Halldór Her- mannsson lýsir titilblaðinu í Islandicu og það er vitað um nokkur eintök bókarinnar í heiminum sem hafa það. Sumir hafa látið sér detta í hug að það hafi verið prentað seinna, en það er þá allavega mjög langt síðan það var. Bækur með þessu titilblaði voru komnar í umferð fyrir 1800, þannig að það eru þá að minnsta kosti 200 ár síðan það hefur verið falsað ef sú er raunin.“ Seljandinn segir eintök sín góð, og nánast gallalaus, fyrir utan smávegis viðgerðir á Grön- landiu. „Hitt er nánast stráheilt.“ Eigandinn segir erfitt að segja til um verðið, en að Sothebys uppboðshúsið í London hafi vilj- að fá bækurnar á uppboð þar í júní. „Mér fannst þó rétt að bjóða bækurnar til kaups á Íslandi, til þess að Íslendingar hefðu þá það forskot ef menn vildu halda þeim hér á landi. Sérfræð- ingur þaðan sagðist myndu setja lágmarksverð á bindin tvö af Ólafs sögu Tryggvasonar, 17 þús- und pund en telja að sagan muni seljast á mun hærri upphæð. En það er erfitt að reyna að meta upphæðirnar, því þetta er einstakt og erf- itt að segja til um verð á einhverju sem aldrei hefur komið í sölu. Þessar bækur hafa verið á Íslandi síðustu 70- 80 árin og jafnvel lengur. Ég keypti þær fyrir all- mörgum árum, og áður voru þær í eigu þjóð- þekkts manns.“ Eigandinn kveðst selja bækurnar til að verja fasteignir. Íslendingar fá forskot

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.