Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 1
Eru djassistar mannætur í þriðja lið? Erum við enn að spyrja spurninganna: klassík eða rokk? Bítlarnir eða Stones? Beethoven eða Mozart? Eru tónskáld tónskáld, sama hvað þau semja? Raunveruleikinn er sá að í vikunni tók fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Ham og Orgelkvartettsins Apparats við Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hvað segir það um tónlistina í dag? Eitt sinn var djassinn sagður áþreifanlegt dæmi um hrörnun. Hvað er tónlistin í dag? | 3 Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/hagMorgunblaðið/hag Tónskáld eða hvað? Emiliana Torrini, Jón Leifs, Sigurður Flosason og Jeff Who eiga það sameiginlegt að hafa samið tónlist. Hver er bakgrunnur þeirra í tónlistinni? Fer mat okkar á tónlist þeirra eftir því hvernig þau fara að því að læra að semja tónlist, og hvort verkin eru stór eða smá? Eitt sinn var sagt: „„Jazz“ er nautn fyrir þá sem lítið eru þroskaðir í músík eða hafa frumstæðari músíkgáfu en siðað fólk almennt.“ Það var nefnilega það! LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 STOFNUÐ 1925 8. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Skálholtsbækur Landsmenn girntust gamlar historiur 9 Heilög Jóhanna: Hvað er hægt að kenna við „goðsagnir“?6 8Vítisvélar og réttleysi:Hvernig verður fólk að fjöldamorðingjum? 11Lesarinn:Kolbeinn Bjarnasonles aðallega nótur F leiri þúsund listaverk verða aftur þjóðar- eign. Einfaldlega stórkostlegt! Á tímum þar sem að þjóðinni er þrengt og almenn- ingur er undir mikilli pressu vegna vanda sem hann átti lítinn þátt í að skapa er ekki lítils virði að fá eitthvað verðmætt til baka. Það er vel viðeigandi að það skuli einmitt vera út úr bönk- unum sem almenningur endurheimtir þessi verðmæti. Því miður er vandinn þó ekki leystur með nýjum efnhagsreikningum einum saman. Af þessum þúsundum verka er töluvert af hismi sem þarf að vinsa úr til að mynda kjarn- góða listaverkaeign. Sú vinna er einungis á færi fagfólks. Beinast liggur við að Listasafn Íslands, sjálft höfuðsafn þjóðarinnar á sviði myndlistar, taki þessi verk í sína umsjá. En sá hængur er á þeirri framkvæmd að safnið er ekki stakk búið til að takast á við verkefnið. Það býr við mjög knappan kost, vantar geymslur, sýningarrými, mannskap – allt sem til þarf. Í safni þar sem ekki eru fyrirhugaðar nema 4 sýningar á árinu er tæpast mikið svigrúm til að gleypa jafn- stóran bita og listaverkasöfn bankanna. Einkavæddu bankarnir sinntu þessum söfn- um á margan hátt betur en gömlu ríkisbank- arnir höfðu gert. Ef til vill vegna þess að þeir vissu upp á sig skömmina með það að hafa eign- ast þau fyrir mistök. Eignin má ekki drabbast niður við það að ríkið fái hana til baka. Annað hvort þarf að leggja safninu til nauðsynlegt fjármagn – nú eða leggja þær skyldur á nýju bankana að þeir skaffi sitt til viðhalds og varð- veislu þessarar sögulegu arfleifðar sinnar og styrki þannig Listasafn Íslands og faglegt for- ræði þess yfir þjóðararfinum. Einfaldlega stórkostlegt! ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Það er vel viðeigandi að það skuli einmitt vera út úr bönk- unum sem almenningur end- urheimtir þessi verðmæti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.