Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 4
M ér líður eins og ég sé á hlaupum í miðri vísundahjörð sem stefnir á fullri ferð út fram yfir bjargbrún. Ég get ekki stöðvað flæðið og verð að fylgja með, enda staddur í miðri hjörðinni, en hugsa engu að síður: Ekki ætla ég að hlaupa fyrir björg. Ég verð því að finna leið til að breyta stefnunni hjá vísundahjörðinni allri.“ Í upphafs- atriði heimildarmyndarinnar Stríðsmaður sorpsins (Garbage Warrior) notar arkitektinn Michael Reynolds þessa myndlík- ingu til þess að lýsa þeirri sterku meðvitund sem hann hefur haft alla sína starfsævi fyrir þeirri óheillastefnu mannkynsins sem hefur leitt til hnattrænnar hlýnunar og mun gera jörðina óbyggilega breyti mannskepnan ekki háttum sínum. Það er hið síðastnefnda sem Reynolds hefur helgað krafta sína, þ.e. að nota byggingarlistina til þess að finna leiðir fyrir mann- kynið til þess að hefja umhverfis- og vistvæna lífshætti. Reyn- olds hefur, allt frá því að hann nam byggingarlist fyrir 30 ár- um, hafnað öllum viðteknum aðferðum og hugmyndum greinarinnar og prófað sig áfram með húsagerðarlist og skipulagsstefnu sem miðar að algerri sjálfbærni. Útkoman úr þrotlausu starfi og tilraunamennsku á landsvæðum í Taos- sýslu í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum eru byggingar sem Reynolds kennir við jarðskip (earthship). Þetta eru fjöl- skylduheimili sem byggð eru úr jarðefnum og sorpi, sem hafa innbyggt varma- og kælikerfi, rotþró og sorpvinnslukerfi, safna regnvatni í brunna, beisla vindorku og nýta sólarljós til ræktunar á grænmeti og ávöxtum. Engar rafmagnslínur liggja inn í jarðskipahverfin, engar vatnsleiðslur eða orkugjaf- anet af nokkru tagi tengjast hverfunum. Vegir eru einfaldar slóðir og búfjárrækt er ástunduð í kringum heimilin. Í raun þurfa íbúar hverfanna því ekki að leita út fyrir heimili sín fremur en þeir vilja. Hverfin eru byggð upp í samvinnu, þar sem fjármagnið sem hver og einn leggur til rennur beint til heimilis þeirra, en lóðirnar eru einfaldlega gefnar. Íbúarnir þurfa ekki að sinna starfi utan heimilis til að vinna fyrir mat og orkureikningum, og ekki skulda þeir neitt í húsunum sín- um. Þeir geta því í raun lifað af landinu í faðmi náttúrunnar. Sjálfbær heimili Heimildarmyndin um Michael Reynolds fjallar um feril þessa merkilega frumkvöðuls í vistvænum lífsháttum sem óhætt er að segja að hafi ætíð farið sínar eigin leiðir. Reynolds segist hafa verið furðu lostinn þegar hann nam byggingarlist, hversu fjarri greinin væri frá því að taka mið af fólki og þörfum þess. Byggingarlistin væri hins vegar drifin áfram af hagsmunum lóða- og fasteignabraskara, og greinin hefði því misst af því tækifæri að vísa veginn í átt að vistvænum lífsháttum. Hún miðaði hins vegar að hinu gagnstæða, að viðhalda kerfi sem er óumhverfisvænt og lætur sig umhverfisspjöll og hnattræna hlýnun engu varða. Reynolds hóf sitt starf fyrir 30 árum og segir að þá hafi hann unnið út frá því markmiði að þróa húsa- MYNDIR VIKUNNAR HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR Garbage Warrior Fjallar um feril merkilegs frumkvöðuls í vistvænum lífsháttum sem óhætt er að segja að hafi ætíð farið sínar eigin leiðir. Leiðir til þess að lifa af Garbage Warrior (2008) | Oliver Hodge V iñicius Gageiro Marques ólst upp í Porto Alegre í Rio Grande do sul, héraði syðst í Brasilíu. Foreldrar hans eru há- skólaborgarar, móðirin sálfræðiprófess- or og faðirinn prófessor í stjórnmálafræði og fyrrverandi ráðherra. Hann var bráðger, lærði frönsku sem barn, bjó í París í fjögur ár frá þriggja ára aldri til sjö ára, og lærði ensku af sjálfum sér. Marques var listhneigður og byrjaði snemma að teikna og mála, gera myndskeið og semja tónlist og taka upp. Tónlistina hljóðritaði hann sjálfur, lék á bassa, trommur, gítar og hljóm- borð, raddaði og hljóðritaði í ýmsum her- bergjum á heimili sínu eftir því hvaða andrúms- loft hann vildi skapa í viðkomandi lagi. Hann var yfirleitt einn síns liðs og átti fáa vini. Textar laganna voru ýmist á ensku, frönsku eða portúgölsku, en inntak þeirra var yfirleitt það sama; depurð, tregi og vonleysi; í bland við bulltexta harmaði Marques hlutskipti sitt, sagð- ist þrá hvíld dauðans og lausn frá til- finningaflækjum og höfnun. Hann var nefnilega alvarlega veikur, þunglyndur, og leiddi til þess að hann svipti sig lífi á heimili sínu skömmu áður en hann varð sautján ára. Netið var annað líf Marques, eins og foreldrar foreldrar hans áttuðu sig á þegar þau tóku að rýna nánar í líf sonar síns. Þar átti hann sér aukasjálf, Yoñlu, átti fjölda vina og tók þátt í ýmsum netsam- félögum, þar á meðal sjálfsvígsáhugasamra, og sendi frá sér tónlist, tugi laga sem hann hafði samið og tekið upp, en einnig átti hann það til að taka fyrir lög annarra lista- manna. Á fartölvu hans og ut- análiggjandi diskum fundu þau svo talsvert af lögum, alls vel á annað hundrað, og úr því völdu þau á plötu sem gefin er út til að minnast Yoñlu, enda taldi hann að tónlistin gæti læknað öll mein þótt ekki hafi honum tekist að lækna sjálfan sig. Tónlist Yoñlu hefur verið lýst sem blöndu af Badly Drawn Boy, Radiohead, Tortoise og Nick Drake, en í þá blöndu er óhætt að bæta listamönnum eins og Vitor Ramil, Caet- ano Veloso, Gilberto Gil, sem Yoñlu dáði, og fleiri Tropicalia-listamönnum, jafnvel Os Mut- antes, en Yoñlu svipar til þeirra í því að hann var óhræddur við að krydda tónlist sína með nánast hverju sem er. Plata Yoñlu, „A Society in Which No Tear is Shed is Inconceivably Mediocre“, kom út um daginn með fjórtán lögum úr safninu sem Yoñlu lét eftir sig. Sumt á skífunni er býsna hrátt, eins og vonlegt er, annað ber þess merki að vera gert af unglingi, nema hvað, en flest er þó hrein- asta afbragð. arnim@mbl.is PLÖTUR VIKUNNAR ÁRNI MATTHÍASSON Depurð, tregi og vonleysi A Society in Which No Tear is Shed is Inconceivably Mediocre | Yoñlu Bráðger Viñicius Gageiro Marques, sem tók sér listamannsnafnið Yoñlu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 4 Kvikmyndir D úóið The Thermals átti eina skemmtilegustu plötu ársins 2006, The Body The Blood The Machine, sem dró upp mynd af Bandaríkjunum sem þjóðfélagi trú- aröfga og óstjórnar og lyktar með kjarnorkustyrjöld. Að loknum slíkum hamförum er ekki mikið eftir, hefði maður haldið, en þau Hutch Harris og Kathy Foster áttu sitthvað ósagt, brugðu sér í hljóðver og tóku upp aðra plötu; Harris sá um gítara og söng og Foster um allt annað. Á nýju Thermals- skífunni, Now We Can See, er Harris enn að velta fyrir sér heimalandi sínu og hvað það var sem gerðist eiginlega. Á The Body the Blood the Machine var lausnin sú að snúa aft- ur til sjávar, verða einfrumungur að nýju, en upphafslag plötunnar, When I Died, hafnar þeirri lausn: Þótt umbúnaði sé breytt breytist ekki innihaldið – við sitjum uppi með okkur. Keyrslan á plötunni er mikil en beiskjan minni; víst er allt farið til fjand- ans, en það er í lagi vegna þess að við fór- um öll saman. Now We Can See | The Thermals Sameiginlegt skipbrot Happatalan þrettán POPPKLASSÍK JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON Á því herrans ári 1999 sendu Damon Al- barn og félagar hans í bresku hljóm- sveitinni Blur frá sér sína sjöttu plötu, sem hlaut hið einfalda nafn 13. Fram að þeim tíma hafði Blur getið sér orð sem eins konar holdgervingur brit- poppsins svokallaða þar sem hún lék létta og hressa, en oft á tíðum mjög góða popptónlist. Á 13 kvað hins vegar við nýjan og töluvert þroskaðri tón, og greinilegt að þeir félagar vildu láta taka sig alvarlegar en áður hafði verið gert. Það tókst, enda varð útkoman besta blata Blur hingað til. Árið áður hafði Damon Albarn stofnað hlið- ar-hljómsveitina Gorillaz, og greinilegt að sköpunarþörfin var komin langt út fyrir „ein- falt“ brit-poppið. Það heyrist glögglega á 13, enda tilraunamennskan allsráðandi. Margir töldu Albarn til að mynda genginn af göflunum þegar fregnir bárust af því að hann hefði fengið heilan gospelkór til liðs við sig í einu laganna. „Blur og gospel? Hvernig í ósköpunum getur það gengið saman,“ spurðu menn. Íslandsvin- urinn vissi þó nákvæmlega hvað hann var að gera, en úr varð fyrsta lag plötunnar, hið stór- góða „Tender“. Lagið komst í annað sæti breska vinsældalistans og efasemdarraddirnar þögnuðu. Tvö lög til viðbótar náðu töluverðum vin- sældum, hið allt að því langdregna en jafnframt stórskemmtilega „Coffee & TV“ og hið hug- ljúfa „No Distance Left to Run“ sem Albarn mun hafa samið í ástarsorg eftir að hafa hætt með Justine Frischmann, söngkonu rokksveit- arinnar Elastica. Fleiri frábær lög er að finna á plötunni, þá sérstaklega hið ofursvala og trip-hop-skotna „Trailer Park“ og svo lagið „Trimm Trabb“ sem byrjar rólega, en breytist svo í kraftmikinn rokkslagara þar sem gítarleikarinn Graham Coxon nýtur sín út í ystu æsar. 13 er án efa besta plata Blur hingað til, og töluvert betri en síðasta plata sveitarinnar, Think Tank sem kom út árið 2003. Eftir sex ára hlé er sveitin nú aftur komin í gang, og ætla þeir félagar m.a. að koma fram á nokkrum tón- leikum á árinu. Þá eru talsverðar líkur taldar á nýrri plötu, og ekki annað hægt en að vona að hún komist þó ekki sé nema bara með tærnar þar sem 13 hefur hælana. jbk@mbl.is H ugsanlega þekkja ekki margir nafnið Allah Rakha Rahman, en þekkja þó kannski tónlist eftir hann í ljósi þess að hann er einn afkastamesti og vinsælasti tónsmiður okkar tíma. Rahman semur aðallega kvik- myndatónlist og víst eru myndirnar sem hann hefur vélað um flestar aðeins gerðar fyrir indverskan markað og sjást því ekki á Vesturlöndum, en hér er þó sýnd mynd- in Slumdog Millionaire sem er einmitt með mús- ík eftir Rahman og fjallað var um í blaðinu fyrir stuttu. Hér er þó önnur skífa til umfjöllunar; The Best of A.R. Rahman, safnplata með helstu verkum Rahmans. Á skífunni eru fjórtán lög, hvert öðru betra og bera höfundi sínum vitni um hugmyndaauðgi og smekk- vísi. Líklegt verður að telja að val á skífuna ráðist að einhverju leyti af útgáfu- samningum, en það er þó enginn ókostur; ef setja á saman marktækt safn af músík eftir svo afkasta- mikinn tónsmið dugir skammt að ætla að koma því á einn disk. The Best of | A.R. Rahman Hugmyndaauðgi Tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.