Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Lesbók 11 É g fór á frumsýningu Draumalandsins um dag- inn; myndin stóðst mínar væntingar og er alls ekki síðri en bókin. Þetta er efni sem all- ir Íslendingar verða að sjá. Mér finnst í raun að það ætti að sýna Draumalandið í öllum skólum lands- ins, til að vega upp á móti öllum heilaþvotti í þjóð- félaginu sem miðar að því að hleypa erlendum auðjöfrum með stórskerta siðferðiskennd óheft inn í landið. Ég horfi mjög lítið á sjónvarp en tek tarnir þar sem ég horfi á heilar sjónvarpsseríur í einum rykk. Ég var að klára sjónvarpsþáttaröðina Mad Men, þar sem umfjöllunar- efnið er auglýsingabransinn í New York á sjöunda áratugnum. Hönnun sjöunda áratugarins er í miklu uppáhaldi hjá mér, en hún birtist í þátt- unum á mjög fágaðan máta, bæði í tísku og húsgögnum. Þá er sú verkaskipting eftir kyni og kynþáttum sem tíðkaðist á þessum tímum ekki síður áhugaverð og eitt af því sem límir augun við skjáinn. Ég hef minnkað bíóferðir töluvert undanfarin ár því mér leiðist veru- lega langar auglýsingar áður en mynd hefst, og líka þetta séríslenska hlé, sem brýtur upp söguþráðinn og kemur manni úr stuði. Ég fór þó í bíó í New York nýlega og sá The Wrestler, mynd með eftirminnilegri endurkomu Mickeys Rourkes, sem gerði garðinn frægan í mínu ung- dæmi í myndinni 9½ Weeks. Í Wrestler er hann virkilega sannfærandi sem úrræðalaus glímukappi í leit að nýrri vinnu eftir frægðarferil. Það sem mér finnst þó eftirminnilegast við myndina er hversu táknrænn söguþráðurinn er um líf margra sem festast í starfi, eins og ofurfyr- irsætur, fótboltahetjur og poppstjörnur, til dæmis, þar sem frægðin varir stutt og menn þurfa að lifa í skugganum af sjálfum sér. GLÁPARINN | Katrín Elvarsdóttir Mér finnst í raun að það ætti að sýna Draumalandið í öllum skólum landsins, til að vega upp á móti öllum heilaþvotti í þjóðfélaginu. Höfundur er ljósmyndari. U ndanfarin ár hefur mér alltaf þótt ánægju- legt að hlusta kantötur Bachs þegar stærstu hátíðir kirkjuársins nálgast. Þær geyma ýmsa fjársjóði sem alltaf er jafngaman að og veita manni alveg sérstaka innsýn inn í heim Bachs. Ekkert síður en í stóru passíuverkunum og öðrum viðamiklum verkum eins og h-moll messu. Ein kantata sem ég hlustaði mikið á fyrir nokkrum árum heitir Ich hatte viel Bekümmernis og hefur lengi verið uppáhaldi hjá mér. Nú nýverið hlustaði ég á hana aftur og fannst hún jafnvel sterkari en áður. Kannski á boðskapurinn alveg sérstaklega vel við þessi misserin. Við höfum jú öll miklar áhyggjur. Ég ætla nú samt að áhyggjur Bachs hafi að mestu verið af öðrum toga en þær sem Ís- lendingar hafa nú um stundir en samt er samhljómur í ýmsu. Það ótrúlega við tónlistina í kantötunni er það að þrátt fyrir að sungið sé hástöfum og margradda „Ich hatte viel Bekümmernis“ fær tónlistin mann til að gleyma áhyggjum hvort sem er af daglegu amstri eða hinum dýpri vandamálum sem til að mynda þjóðarskútan stendur frammi fyrir og snertir daglegt líf okkar allra. Flutningurinn er frá 1976 og er það Bachsveit Helmuth Rillings sem annast hann. Ég verð að segja að mér finnst alveg ótrúlegt hvað þessar upptökur Rillings eldast vel. Vissulega er flutningurinn mjög rómantískur og leikið er á nútímahljóðfæri en ekki upprunaleg hljóð- færi en það kemur ekki að sök því að tilfinningar tónlistarinnar kom- ast allar til skila enga að síður. Að vísu væri gaman að heyra Ich hatte viel Bekümmernis með mönnum eins og Maasaki Suzuki eða Philippe Herreweghe og sjá hvort þeirra túlkun er mjög frábrugðin en þeir leita báðir mjög að hinum upprunalega tóni tónlistar Bachs. Þær geyma ýmsa fjár- sjóði sem alltaf er jafn- gaman að og veita manni alveg sérstaka innsýn inn í heim Bachs. Hlustarinn | Matthías Birgir Nardeau Höfundur er óbóleikari É g er loksins að koma mér í kynni við bækur Einars Kárasonar, Óvinafögnuð og Ofsa, í tilefni af sjónvarpsviðtali sem ég átti við hann fyrir flunkunýjan vef: http:// www.sagenhaftes-island.is . Þetta er auðvitað Meistaradeildin. Einar opnar söguheim Sturlungu og hugmynda- fræðina um ferðalag hetjunnar upp á gátt. Frásagnarhátturinn svolítið eins- og í raunveruleikaþáttunum Survivor eða Hell’s Kitchen, og mannlegt eðli samt við sig hvort sem er 1209 eða 2009. Ég var látinn lesa Njálu sem refsingu fyrir óþekkt þegar ég sat eftir í Laugarnesskólanum í gamla daga og hef verið þétt þreyttur á fornsögum síðan. Þetta stöff kveikir aftur á móti rækilega í mér, hittir rakleitt fyrir í bókasafninu mínu ritsafn Josephs Campbells og skrif hans um goðsögur og ævintýri. Einar skrifast á við kjarn- ann í Sturlungu, með rétta stafsetningu og það sem Lax- enss var hengdur fyrir út af Gerplu, svona sló og slær hjarta þjóðarinnar. Það er mikill galdur að geta sagt sögu, þetta var löngum frægur frasi í kvikmyndaheim- inum: ,,Ég er fyrst og fremst að segja sögu“ sögðu allir leikstjórar í viðtölum. En það þarf meira til en bara: Einu sinni var … Góður sögumaður er eins og góður málari, fléttar saman litum og formum, en erfitt að sjá nákvæm- lega í hverju snilli liggur. Það er líka skuggalegt, en spennandi að tengja söguefnið í Óvinafagnaði og Ofsa við pólítík í tilefni af kosningunum í dag, niðurlagið í Óvina- fagnaði sem sýnir að sagan endurtekur sig alltaf og án undantekninga: „Og skálmöldin hófst á ný, blóðugri en nokkurntíma fyrr …“ Lesarinn | Þorsteinn Joð Einar skrifast á við kjarnann í Sturlungu, með rétta stafsetn- ingu og það sem Laxenss var hengdur fyrir út af Gerplu, svona sló og slær hjarta þjóðarinnar. Höfundur er sjónvarpsmaður Draugasetrið Stokkseyri Draugar fortíðar, hljóðleiðsögn og sýning Opið allar helgar frá kl. 14-18 Opnum fyrir hópa á öðrum tímum www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is sími 483-1600 895-0020 Icelandic Wonders Safn um álfa, tröll og norðurljós Opið allar helgar frá kl. 14-18 www.icelandicwonders.com info@icelandicwonders.com sími 483 1600, 895 0020. Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna! Þrælkun, þroski, þrá? Ljósmyndir af börnum við vinnu. Leiðsögn á íslensku alla sunnudaga kl. 14. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Setrin í landinu Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Listasafn: Hulda Vilhjálmsdóttir Byggðasafn: Völlurinn Bátasafn: 100 bátalíkön Bíósalur: Verk úr safneign Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Ókeypis aðgangur reykjaensbaer.is/listasafn LISTASAFN ASÍ Bjargey Ólafsdóttir Stungið af til Suður-Ameríku og Keiko Kurita tree/sleep Síðasta sýningarhelgi Opið 13-17 alla daga nema mánud. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is 4. apríl – 10. maí 2009 Veðurskrift: Guðrún Kristjánsdóttir Fjölskylduleiðsögn sunnudaginn 26. apríl kl. 14 Síðdegisdjass í kaffistofu 26. apríl kl. 15 Opið 11-17, fim. 11-21, lokað þri. www.hafnarborg.is • Sími 585 5790 Aðgangur ókeypis NOKKRIR VINIR 13.2.-3.5. 2009 LEIÐSÖGN Sunnudag kl. 14-15 í fylgd Halldórs B. Runólfssonar safnstjóra DIETER ROTH – PUZZLE Heimildarmynd Hilmars Oddssonar um myndlistarmanninn Dieter Roth er sýnd í sal 2. UNG BÖRN NJÓTA MYNDLISTAR - Sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans í Rvík á jarðhæð. SES - design: Kynning á hönnuðinum Sigríði ELfu Sigurðardóttir í Safnbúð Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10-12.40 Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mán. Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR. www.listasafn.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.