Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 2 LesbókSKOÐANIR A nnað kvöld, þegar kosningum verður lokið og dagskrá sjónvarpsstöðv- anna því komin í samt lag, er á dag- skrá Ríkissjónvarpsins bresk heimild- armynd sem í fljótu bragði virðist nokkuð áhugaverð. Myndin nefnist Blindsight og er frá árinu 2006. Hún segir frá sex blind- um unglingum frá Tíbet sem klífa Lhakpa Ri-tindinn norður af Mount Everest í Hi- malajafjöllum. Eins og gefur að skilja var um mikla háskaför að ræða, enda betra að hafa öll skynfæri í lagi þegar hæstu fjöll heims eru klifin. Margir Tíbetar trúa því að blint fólk sé andsetið og foreldrar áðurnefndra barna vilja ekkert af þeim vita, þau eru fyrirlitin í heimaþorpum sínum og samfélagið hafnar þeim. Blindur kennari og ævintýrakona sem stofnaði fyrsta og eina blindraskól- ann í Tíbet bjargaði hins vegar börnunum. Fjallagarpurinn Erik Weihenmayer, sem einnig er blindur, kom í heimsókn í skól- ann eftir að hann kleif Everest og skipu- lagði gönguna sem tók þrjár vikur. Myndin er á dagskrá RÚV kl. 21.25 ann- að kvöld. jbk@mbl.is Blind börn í háskaför MÆLT MEÐ Klífa tind í Himalajafjöllum S amkvæmt áreið- anlegum heim- ildum hefur fjölg- að mjög í hópi stjórnleysingja á Íslandi frá því búsáhaldabylt- ingin hófst og það er ekki laust við það að venjulegt fólk sé allt í einu farið að velta fyrir sér grundvallarspurn- ingum á borð við hversu gott stjórntæki lýðræði er í raun og veru. Það stefnir í uppstokkun og vinstribeygju í kosningunum í dag en er það nóg? Förum við ekki fljótt aftur í sama þenslu- farið? Hvernig væri að prófa eitthvert alveg nýtt kerfi til að stjórna þessu landi? Við erum ekki það mörg sem búum þar og fer að sögn fækkandi. Við gætum prófað að í stað þess að hagsmuna- og minnihlutahópar reyni stöðugt að hafa áhrif á þingheim fengju þeir eitt kjör- tímabil á 20 ára fresti eða svo. Þannig gætu ör- yrkjar og fatlaðir fengið eitt kjörtímabil, sam- kynhneigðir annað og þar fram eftir götunum og kjósendur gætu einungis kosið fólk úr þeirra röðum fyrir hverjar kosningar … kannski ekki svo gott í framkvæmd en því ekki að vera svolít- ið djörf, höfum við einhverju að tapa nema skuldunum úr því sem komið er? dagurfoto@gmail.com ÞETTA HELST Nýtt kerfi? Stjórnleysi Er kominn tími á nýtt kerfi? eins og ekkert væri sjálfsagðara og deila flokkafulltrúarnir með sér öskubakka og vindlapakka. Faðir minn var einn þeirra sem aðstoðuðu fólk við að koma á kjörstað. Í Siglufirði var m.a. konan Bína, sem útsendarar flokkanna lögðu metnað sinn í að ná taki á. Einn kjördag- inn var faðir minn fyrstur. Undir öfund- araugum hinna kaus Bína og þegar faðir minn leiddi hana út af kjörstaðnum spurði hann stundarhátt svona til að strá salti í sár hinna: „Þú hefur kosið Framsóknarflokkinn, Bína mín?“ „Ja, það var nú það, Jóhann minn,“ svaraði Bína. „Ég gat ómögulega gert upp á milli svo ég krossaði bara við þá alla.“ Andlitið er mér sagt að hafi hrunið af föður mínum, en fulltrúar hinna flokkanna brostu breitt og skellihlógu þegar pabbi og Bína voru farin af kjörstað. freysteinn@mbl.is Komið á kjörstað Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kosningaframkvæmd var með miklu persónulegri hætti áður fyrr þegar flokkarnir fylgdust með kjósendum Þ ær eru orðnar nokkrar kosningarnar í minni tíð. Og hefur margt breytzt frá þeim fyrstu fram til kosninganna í dag. Áður fyrr finnst mér að hafi verið gengið mun harðar fram í kjósendaveiðum og fulltrúar flokkanna voru á kjörstað og merktu við þá sem kusu svo hægt væri að hringja í hina og hvetja þá til þess að mæta á kjörstað. Á myndinni bíður kjósandinn þolinmóð, því kjörseðill var ekki afhentur fyrr en tryggt var að fulltrúar flokkanna hefðu lokið sínu bók- haldi. Myndin er tekin í Miðbæjarskólanum 1978, en í þeim alþingiskosningum töpuðu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fylgi, en A-flokkarnir; Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur, unnu stóra sigra og varð af vinstristjórn undir forsæti Framsóknar, þótt minnsti flokkurinn væri. Við sjáum á myndinni að menn reyktu á kjörstað Þ að hefur verið gósentíð í fjölmiðlalandi þessa síðustu viku fyrir kosningarnar, engin gúrka þar. Fyrir utan kosn- ingaslaginn bar þá frétt hæst að Land- helgisgæslan eyddi síðustu aurum sínum í æsi- spennandi eltingarleik við harðsvíraða smyglara í mikilli ölduhæð úti á ballarhafi. Sér- sveitarmenn eru ekki öfundsverðir af því hlut- skipti að þurfa fyrst að láta sig síga úr þyrlu nið- ur í varðskip og skoppa síðan í slöngubát og klöngrast um borð í skútu gráir fyrir járnum. Það fór svolítið glamúrinn af þessari svaðilför í nákvæmri lýsingu Fréttablaðsins á fimmtudag- inn var en þar er því lýst hvernig einn sérsveit- armaður hékk í stálvír utan á smyglskútunni en var svo þungur á sér vegna alvæpnis og útbún- aðar að hann komst ekki upp fyrir eigin ramm- leik en félagi hans í gúmbátnum átti bágt með að ýta undir rassinn á honum sökum þess að björgunarvestið hans bilaði. Vestið blés út í óþökk sérsveitarmannsins og hamlaði öllum hreyfingum. Á meðan stóðu smyglararnir þæg- ir og prúðir og gátu væntanlega ekki hjálpað til þar sem þeim hafði verið skipað að lyfta hönd- um í uppgjöf sinni. Fjölmiðlar fylgdust grannt með elting- arleiknum við smyglarana og útvarpað var beint frá blaðamannafundi lögreglu og landhelg- isgæslunnar. Lögreglan stendur sig vel í al- mannatengslunum og það að sýna staflana af vel innpökkuðum fíkniefnum sem víti til varn- aðar er klárlega góður leikur en hverjum datt í hug að það væri smart að stilla lögreglukonum sitthvorumegin við stæðurnar? Blaðaljósmynd- urum og sjónvarpstökumönnum er vorkunn, þeir hamast við að mynda stæður af hassi á eins áhugaverðan máta og mögulegt er en lögreglan reynir að lífga upp á þessa dauflegu vöruútstill- ingu með teinréttum lögreglukonum. Þær standa líkt og um heiðursvörð sé að ræða, stara út í loftið og láta flössin og ljósmyndasmellina ekkert á sig fá. Væri ekki áhugaverðara að leyfa blaðamönnum að mynda lögregluna að rann- saka innihaldið að hætti CSI í stað karlrembu- legrar uppstillingar með þeim örfáu konum sem hafa valist í þetta fag? Það var ekki laust við að frásögnin af elting- arleiknum við smyglarana minnti töluvert á glæpafléttur úr fjölmörgum barna- og unglinga- bókum frá seinni hluta síðustu aldar. Smygl- aratemað var algengt í þessum bókaflokki þó að það rímaði ekki sérlega vel við íslenskan veru- leika. En nú ættu barnabókahöfundar að geta yddað blýantana og látið bólugrafna spæjara taka til við smyglarahasar á nýjan leik. Fregnir af hinum misvitru smyglurum sem töldu sig geta trítlað í land í fámennu plássi austur á fjörðum í síðustu viku vetrar með hundrað kíló af fíkniefnum án þess að nokkur tæki eftir því rak á fjörur fjölmiðla um leið og hin nýja og lítt ígrundaða stefna Sjálfstæð- isflokksins í gjaldmiðilsmálum landsmanna. Ill- ugi Gunnarsson tilkynnti í lok síðustu viku á fundi um Evrópuskýrslu síðustu ríkisstjórnar að réttast væri fyrir Íslendinga að láta Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn hafa milligöngu um málið og að þannig gætum við tekið upp evru án aðildar að Evrópusambandinu. Í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag birtist síðan heilsíðuauglýsing þar sem formaður flokksins, Bjarni Benedikts- son, telur þetta vera „trúverðuga leið að upp- töku evru“. Daginn eftir var þessi hugmynd skotin í kaf eins og hver önnur smyglskúta í Speglinum, fréttaskýringaþætti RÚV. Percy Westerlund, sendiherra ESB í málefnum Nor- egs og Íslands, sagði yfirlýsingar Sjálfstæð- isflokksins á misskilningi byggðar. Hann sagði að stefna ESB væri skýr og að ekki kæmi til greina að leyfa ríki sem hefði ekki aðild að taka upp evru og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði í þokkabót ekkert með málið að gera. Þetta var ennfremur staðfest af Joaquín Almunia, pen- inga- og efnahagsmálastjóra ESB. Jón Karl Helgason, dósent við Háskóla Íslands, fjallaði um umræðuna um aðild Íslands að ESB í Fréttablaðinu í vikunni sem leið og líkti viðhorfi margra stjórnmálamanna til aðildarumsóknar við söguna af manninum með tjakkinn. Maður sá sannfærir sjálfan sig á langri göngu um að bóndinn á næsta bæ muni örugglega ekki vilja lána sér tjakk og byrjar samtalið við bóndann á því að hreyta í hann ónotum. Sú líking er nokk- uð góð, margir hafa áhyggjur af því fyrirfram að ESB muni heimta aðgang að auðlindum Sjálf- stæðisflokksins … afsakið þjóðarinnar, en nið- urstaða í þær vangaveltur fæst að sjálfsögðu ekki fyrr en sótt verður um. Í lok kosningabar- áttunnar verður að gefa Sjálfstæðisflokknum prik fyrir kaldhæðna kímnigáfu fyrir þá hug- mynd að láta þá Kasper, Jesper og Jónatan skemmta fyrir sig á fjölskylduhátíð á sum- ardaginn fyrsta. dagurfoto@gmail.com FJÖLMIÐLAR DAGUR GUNNARSSON Morgunblaðið/Júlíus Fjölmiðlafundur „...hverjum datt í hug að það væri smart að stilla lögreglukonum sitthvorumegin við stæðurnar?“ Sjálfstæðisflokkurinn fær prik fyrir kímnigáfu fyrir þá hugmynd að láta þá Kasper, Jesper og Jónatan skemmta fyrir sig. Tekst að smygla evrum um borð í þjóðarskútuna? Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent Merkt við kjósandann Öskubakki á borði og kaffibrúsinn bak við borð. Flokkarnir fylgdust með sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.