Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 8
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þ að er ekki sama Jón og nób- elsverðlaunahafinn Jón í íslenskri bókmenntaumræðu. Því að ef Jón nóbelsverðlaunahafi er útlenskur þá verða líklega töluvert færri dálksentimetrar sem fara undir bókina hans en bók nafna hans. Þýddar bæk- ur hafa ekki enn komið við sögu Íslensku bók- menntaverðlaunanna og því var það heilmikil lyftistöng þegar Bandalag þýðenda og túlka tók sig til og stofnaði sérstök þýðing- arverðlaun fyrir nokkrum árum, en þau voru nú veitt í fimmta sinn. Í þetta sinn voru kennarar í spænsku, rit- höfundur og forleggjari meðal tilnefndra, en aðeins einn tilnefndra hefur þýðingarnar að aðalstarfi. Það er Árni Óskarsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hafa þýðingar fag- urbókmennta að aðalstarfi. „En ég er ekki að þýða neinar fagurbókmenntir núna og hef ekki verið að gera það frá áramótum. Eftir bankahrunið varð allt í einu svo dýrt að kaupa réttinn á þýðingum og það virðist vera mikill samdráttur í þessu, hversu lengi sem það end- ist,“ segir Árni og bætir við: „Nú er ég bara að þýða fyrir Seðlabankann og álíka aðila.“ Forleggjarinn í hópnum, Guðrún Vilmund- ardóttir hjá Bjarti, er hins vegar öllu bjart- sýnni. „Við gefum út færri þýddar bækur núna í vor en á sama tíma í fyrra. En fólk virðist enn vera að kaupa sér bækur og á meðan svo er getum við gefið þær áfram út af fullum krafti. Rétturinn hefur náttúrlega rok- ið upp en það er þó ekki dýrasti liðurinn. Þýð- ingin sjálf er dýrust, svo kemur prentunin og loks rétturinn. Einhverjir sem við höfum verið að kaupa réttinn af hafa sýnt skilning á ástandinu og svo miðast réttindagreiðslur líka oft að einhverju leyti við verðlagninguna hjá okkur,“ segir Guðrún og segir að auðvitað bíti kreppan eitthvað. „En ég held – 7-9-13 – að hún bitni miklu verr á ýmsu öðru en bókaút- gáfunni, þannig að maður vill ekki barma sér. Þýðingar á miklum stórvirkjum eru mjög erf- iðar í vöfum fyrir útgefendur því þýðingin er svo dýr. Samt eru slík verk gefin út jafnt og þétt, það er starfandi þýðingarsjóður sem gerir slíkt kleift.“ Guðrún segir þau vissulega hafa besta yfirsýn yfir þau málsvæði sem mörgum Íslendingum eru töm, svo sem Norð- urlöndin og ensku, frönsku, spænsku og þýsku málsvæðin. „En maður reynir að hafa öngla úti til fjarlægari svæða og kynna þannig hluti fyrir íslenskum lesendum sem þeir myndu ekki reka augun í ella.“ En hvað vantar í íslensku þýðingaflóruna? Þeir Sölvi Björn og Óskar nefna báðir Dante sérstaklega og Erla Erlendsdóttir segir markaðinn kannski hafa skapað ákveðna fá- breytni hvað varðar val á verkum til útgáfu. „Hvað varðar bókmenntir frá hinum spænskumælandi heimi, sem telur yfir 20 þjóðir, þá virðast oft sömu höfundar verða fyrir valinu og fyrir vikið gleymast margir glimrandi góðir höfundar. Það má kannski segja að markaðhugsunin hafi ráðið of miklu um bókaútgáfu á Íslandi síðustu árin eða jafn- vel áratuginn.“ Bókmenntaþýðingar gætu líka vel verið leið út úr erfiðri stöðu. Gefum Sölva Birni loka- orðin: „Fyrir utan það eitt hvað bókmennta- þýðingar auðga menningu okkar eru þær býsna lúmskur vettvangur til að virkja og við- halda samskiptum við aðrar þjóðir. Ég myndi aldrei líta á þetta sem lúxusvöru. Bókmenntir eru lífæð milli landa og við megum ekki gleyma því. Það voru ekki bókmenntirnar sem komu okkur í þessa stöðu sem við erum í í dag en ég myndi veðja á þær frekar en margt ann- að þegar kemur að því að halda í okkur lífinu.“ Lýsari og gyllir Árni Óskarsson: Nafn mitt er rauður e. Orhan Pamuk Árni Óskarsson er ötull þýðandi og hefur þýtt verk höfunda á borð við Salman Rushdie, Ian McEwan og DBC Pierre. „Ég var búinn að vinna á Máli og menningu í ein tíu ár og á meðan ég var þar þýddi ég eitthvað. En svo ákvað ég að hætta þar og fara að vinna sjálf- stætt og síðan hefur þetta bara þróast,“ segir Árni sem aðallega hefur þýtt fagurbók- menntir en einnig rit í jafn ólíkum fögum og hagfræði, sagnfræði og mannfræði. Nafn mitt er rauður er fyrsta bók tyrk- neska nóbelsverðlaunahöfundarins Pamuks sem kemur út á íslensku og snaraði Árni henni af ensku. En er öðruvísi að þýða ekki úr frummálinu? „Ekki í meginatriðum. Maður er sér meðvitandi um það að þetta sé þýðing en maður hefur ekkert annað að styðjast við. Þannig að maður veit ekkert hvað dettur út, hvaða blæbrigði hverfa á leiðinni, sem gerist alltaf – um leið og önnur verða til. En mér skilst að þessar bækur Pamuks hafi verið þýddar úr ensku á hin Norðurlandamálin, hann fer yfir ensku þýðingarnar sjálfur og það er ákveðin trygging fyrir því að þær þýð- ingar séu almennilega gerðar.“ En hvernig var glíman við þessa sögu frá Tyrklandi sextándu aldar? „Hún var mjög skemmtileg og maður þurfti að setja sig svo- lítið inn í annan sögulegan veruleika og fram- andi aðstæður. Það er mikið talað um myndir í bókinni og það var stundum dálítið snúið að glíma við. Til dæmis er mikið fjallað um hesta- teikningar og hestamyndir. Nú er ég ekki hestamaður og þurfti að leita til hestamanna og spyrja hvað þessi og hinn líkamshlutinn Lífæð milli landa Hjörleifur Sveinbjörns- son hlaut íslensku þýð- ingarverðlaunin síðast- liðinn fimmtudag. Hér er rætt við Hjörleif og aðra sem tilnefndir voru og vöngum velt yfir stöðu þýðinga í íslensku bók- menntalífi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 8 LesbókBÓKMENNTIR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.