Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 1
„Þegar maður les mikið, langar mann til að skrifa sjálfur, að hverfa heim- inum." BENN Q. HOLM „Að vinna einn með rollum upp í fjöllum er töluvert ólíkt því að lifa og starfa í miðbæ Kaupmanna- hafnar." ANNE B. RAGDE „Ég leit á hand- ritið þegar ég var búinn að prenta það út og hugs- aði: Þarna eru ellefu glötuð ár." JUNOT DÍAZ "Ég skrifaði Devil on the Cross í fangelsinu, og skrifaði hana á kló- settpappír." NGUGI WA THIONG’O "Það er eins og heilinn í manni fari á hvolf." NAJA MARIE AIDT „Það er ekkert nýtt í sögunni að illa gangi að miða okkur áfram og við höldum áfram þrátt fyrir það." ALI TARIQ „Þetta snýst í raun um að búa til eitt- hvað úr engu, því það gerist ekkert hjá mér." DAVIS SEDARIS "Ég leita ekki eftir hug- myndum, heldur dreg þær úr reynslu minni og því sem ég upplifi. Ferlið við að skrifa er eins og performans, einsog að hlusta á Sviatoslav Richter spila píanókonsert." JESSE BALL „Ég hef áhuga á því að laumast yfir mörkin og nánast ólöglega ræna frá ljóðlist og... sálma- bókinni og þannig hlutum." MICHAEL ONDAATJE Bókmenntahátíð í Reykjavík Þær hafa verið brenndar á báli, fordæmdar, misskildar, hlaðnar lofi, gleymdar og enduruppgötvaðar. Bækur geta verið víðsjálar en eru þó í flestra hugum ómetanlegar. Lesbók er að mestu helguð þeim erlendu höfundum er stíga á stokk í Reykjavík næstu daga. „Við verð- um að finna upp nýtt orð yfir jöfnuð." SOFI OKSANEN LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 STOFNUÐ 1925 29. TBL. 85. ÁRGANGUR holar@simnet.is FÖRUM Á FJÖLL Glæný bók um gönguferðir á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins. Göngulýsingar og fróðleikur um hvert fjall (jarðfræði og sögur). Fjöldi litmynda og korta. Já, drífðu þig í fjallgöngu! LESBÓK Helgi listaspírunnar Heimspekispjall og sjórekin lík »11 É g velti því einu sinni fyrir mér með ágætum myndlistar- manni hvort nokkur leið væri að skila hugmynd Italo Calv- ino í verkinu Invisible Cities [Ósýni- legar borgir] til fólks öðru vísi en í bók. Niðurstaða okkar var að svo væri ekki. Samtalið er mér minnisstætt vegna þess hve tíðrætt myndlistar- manninum var um það hversu erfitt og dýrt það væri að koma hug- myndum í framkvæmd í myndlist. Ekki síst ef þær væru stórfenglegar í öllum skilningi. Sýningarhúsnæðið, efnisleg eigindi eða takmarkanir, hönnunarmöguleikar og síðast en ekki síst kostnaður, settu stór strik í reikninginn. Oft væru hugmyndir ekki svipur hjá sjón þegar þær loks kæmu fyrir sjónir áhorfenda. Á síð- um bókar væri hins vegar hægt að gera hvað sem er – jafnvel á sömu síðunni. Engu breytti hvort höfundi dytti í hug að fara í ferðalag að miðju jarðar eins og Jules Verne, láta eyj- ur svífa í loftinu að hætti Jonathans Swift eða kanna endamörk ímynd- unaraflsins í gegnum lýsingar á borgum líkt og Calvino. Ólíkt öðrum listgreinum, þarfn- ast bókmenntirnar ekki mikillar umgjörðar. Þær krefjast hvorki sýningarsalar né sviðs, hvorki flytj- anda né flókins eða kostnaðarsams efniviðar. Í persónulegasta skiln- ingi eru bækur nánast eins og bein skilaboð frá höfundi til lesanda, glufa inn í hugskot sem þessir tveir deila á undarlega náinn hátt – jafn- vel þótt þeir séu hvorki samferða í tíma né rúmi. Fyrir tiltölulega lítið fé er hægt framleiða þessa huglægu glufu í formi sem flestir geta nálg- ast. Og tekið með sér þangað sem þeim hentar; í strætó, rúmið, fjall- gönguna og þar fram eftir göt- unum. Öfugt við kvikmynd, mynd- listarverk, tónleika, leik- eða dansverk. Bókmenntahátíð í Reykjavík er stórhátíð fyrir bókmenntaþjóð. Ég get þó ekki annað en spurt af hverju einungis 7 konur eru boðnar til landsins á móti 17 körlum. Er skýr- ingin sú að það eru 9 karlar í stjórn- inni en bara 1 kona? fbi@mbl.is Glufa þvert á tíma og rúm ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Bækur eru nán- ast eins og bein skilaboð frá höf- undi til lesanda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.