Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Lesbók 11 Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Evrópski menningarminjadagurinn – 6. september Torfhús í fortíð og nútíð Opið hús í húsasafni Þjóðminjasafnsins Bustarfell, Glaumbær, Laufás og Víðimýrarkirkja Sjá dagskrá á www.thjodminjasafn.is Þrælkun, þroski, þrá? - Síðasta sýningarhelgi! Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is. Söfnin í landinu Sumarsýning á nýlegri íslenskri hönnun úr safneign Húsgagnageymsla safnsins opin almenningi Opið fim. til sun. kl. 13 - 17 Lyngási 7 • 210 Garðabær sími 512 1526 www.honnunarsafn.is Aðgangur ókeypis LISTASAFN ASÍ 29. ágúst til 20. september Valgerður Hauksdóttir Áttir og áttleysur Ný grafíkverk og ljósmyndir Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is 28. ágúst - 1. nóvember Lífróður - Föðurland vort hálft er hafið Sunnudag 30. ágúst kl. 15 - Sýningarstjóraspjall Opið 11-17, fimmtudaga 11-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ANDANS KONUR Gerður Helgadóttir Nína Tryggvadóttir París – Skálholt Kaffistofa –Barnahorn – Leskrókur Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS Hveragerði FALINN FJÁRSJÓÐUR: GERSEMAR Í ÞJÓÐAREIGN? 10.7. - 18.10. 2009 Sýning á verkum úr söfnum ríkisbankanna þriggja ásamt völdum kjarna úr verkum Listasafns Íslands. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Leiðsögn á sunnudag kl. 14 í fylgd Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur sýningarstjóra. HÁGDEGISLEIÐSÖGN þriðjudaga kl. 12.10 -12.40 á íslensku föstudaga kl. 12.10-12.40 á ensku SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt og íslenskir listmunir. Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR. www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Sýningar opnar alla daga: Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk. ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á. Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins. Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar. Gögn frá valdatíma Jörundar hundadagakonungs fyrir 200 árum. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI Listasafn: Flökkuæðar - Loftfar Opnaði 4. sept. Inga Þórey Jóhannsdóttir Bíósalur: Eggert Guðmundsson - Verk í eigu bæjarbúa - Opnaði 4. sept. Bátasafn: 100 bátalíkön, Byggðasafn: Völlurinn Opið virka daga 11.00 - 17.00, helgar 13.00 - 17.00 Ókeypis aðgangur reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com Velkomin á sýningar safnins: Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu Opið alla daga kl. 10-17 • www.minjasafnid.is Nonnahús: Bernskuheimili barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna. Opið alla daga kl. 10-17 • www.nonni.is Gamli bærinn Laufási - Upplifðu lifnaðarhætti Íslendinga í kringum 1900 Opið alla daga kl. 9-18 • www.minjasafnid.is É g hef verið að horfa á sjón- varpsþættina Mad Men, virki- lega fína þætti um bandaríska auglýsingamenn um miðbik síðustu aldar sem súpa á viskíi á vinnutíma og daðra við ritarana. Þetta eru virkilega vel skrifaðir þættir sem koma sífellt á óvart. Persónurnar eru glæsilegar. Eins hef ég verið að horfa á þætt- ina Entourage sem fjalla um kvikmyndabransann í Hollywood, þar sem fylgst er með frægum leikara og fylgdarliði hans. Ein af uppáhaldspersónum mínum í þeim þætti og þó víðar væri leitað er umboðsmaðurinn Ari Gold, hann er skemmtilega leiðinlegur. Síðan fór ég á Tarantino-myndina Inglourious Bas- terds, fannst hún stórkostleg. Handritið er verulega vel skrifað og vondi gæinn, nasistinn Hans Landa, er með skemmtilegri illmennum sem ég hef séð í langan tíma. Hápunkturinn í lokin var sérstaklega fínn. Þá var ég líka mjög ánægður með myndina The Hurt Locker, hún hélt mér spenntum allan tímann. Þar er áhugaverð innsýn í hersetuna í Írak og líf hermannanna þar. GLÁPARINN | Þormóður Dagsson ... er með skemmti- legri ill- mennum sem ég hef séð í langan tíma. Höfundur er tónlistarmaður. LAUGARDAGUR Listaspírur er rólegt fólk upp til hópa og því er lífinu tekið með ró á laugardagsmorgnum. Eftir að hafa teygt vel úr sér í rúminu og dorm- að aðeins er tilvalið að rölta á Hemma og Valda á Laugavegi og fá sér morgunkaffi með hinum bóhemunum, ekki gleyma treflinum heima því haustgusturinn getur leikið hálsinn grátt. Eftir kaffi og heimspekispjall skal rölt niður á Lækjartorg og strætisvagn tekinn til Hafn- arfjarðar því þar skal dvalið næstu tímana. Kl. 13 hefst málþing í Hafnarborg, menning- ar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, um hafið og sjálfsmynd þjóðarinnar. Málþingið er í tengslum við sýninguna Lífróður sem var opnuð þar um síðustu helgi. Meðal þeirra sem halda fyrirlestra í Hafnarborg eru Ingibjörg Þórisdóttir, dramatúrg, sem ætlar að fjalla um íslensk leikrit og hafið, Terry Gunnell, þjóðfræðingur mun fara yfir sagnir um sjórekin lík á Íslandi og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur ræð- ir um stöðu og ímynd kvenna í sjó- mannalögum. Málþinginu lýkur klukkan hálf fjög- ur og þá er tilvalið að rölta í Hafn- arfjarðarleikhúsið sem er ekki langt frá og sjá Humanimal sem er sýnt þar kl. 16 á leiklistarhátíðinni Lókal. Listaspírur þurfa líka að borða og hvað er betra en að seðja sárt hungr- ið á hinum heimilislega veitingarstað Laugaási í Laugardalnum. Fá sér rammíslenskt lambakjöt með nýjum kartöflum, káli og sósu. Eftir þessa miklu máltíð er tilvalið að halda í bæinn og tvista af sér síðuspikið á skemmtistöðum miðborgarinnar. Hita upp á Hemma og Valda og halda svo á Kaffibarinn. SUNNUDAGUR Eftir annasaman gærdag þarf staðgóðan morgunverð: skokka út í bakarí, hræra í nokkrar vöfflur og hella upp á ilmandi kaffi með von um að einhver kíki við í morg- unkaffi. Fátt er betra en að hefja daginn á hressandi samræðum. Mikið er um hátíðir af ýmsu tagi um þessar mundir og um að gera að nýta sér það. Leiklistarhátíðinni Lókal lýkur í dag og því síðasti séns til að sjá eitthvað. Kl. 15 verður verkið Rauður eftir Ástbjörgu Rut Jónsdóttur sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. Í sýn- ingunni, sem er blanda af leikhúsi, dansi og tón- list, koma fyrir tíu þekktir íslenskir ást- arsöngvar. Bókmenntahátíð hefst í kvöld og stend- ur til 12. september. kl. 20 í Iðnó munu rithöfundarnir Steinar Bragi, Johan Harstad, Bergtóra Hanusardóttir, Lou- is López Nieves og Junot Diaz lesa upp. Endaðu kvöldið í Iðnó og farðu svo snemma í bólið svona einu sinni. ingveldur@mbl.is Helgin | Hjá listaspírunni Hátíðir og haustið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.