Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 BókmenntahátíðLesbók 7 Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is K enýjumaðurinn Ngugi wa Thiong’o hefur lengi skipað sér á bekk með mestu rit- höfundum Afríku. Þó hefur hann búið drýgstan hluta starfsævinnar á erlendri grund. Verk hans eru fjölbreytt, leikrit, sögur, ritgerðir, smásögur, gagnrýni og verk fyrir börn. Í Mau Mau uppreisninni á sjötta áratugnum lifðu Ngugi og fjölskylda hans miklar raunir, sem markað hafa allt hans líf og skáldskap. Ferill Ngugis hófst með leikritinu The Black Hermit frá 1963 og skáldsögunni Weep Not, Child, sem kom út árið 1964, en bæði verkin voru rituð á ensku. Það átti einnig við um tvær aðrar af helstu bókum hans, Grain of Wheat frá 1967 og Petals of Blood frá 1977. Ngugi var afar ósáttur við stjórnarfar í landi sínu, og leikritið I Will Marry When I Want frá árinu 1977 olli slíku uppnámi að stjórnvöld settu hann í öryggisfangelsi 31. desember það ár, án þess að birta honum kæru og bönnuðu bókina. Þar tók hann þá ákvörðun að hafna enskri tungu, máli valdhafanna, og skrifa framvegis á móðurmáli sínu, gikuyu. „Hvert einasta tungu- mál á sinn rétt til lífs, svo það geti auðgað menn- ingu mannsins. Í mínum huga skiptir ekki máli hversu margir eða fáir tala mál, það á alltaf sinn tilvistarrétt. Tungumálið er eins konar lager þekkingar og reynslu sem skiptir máli fyrir þá sem lifa. Ég hugsa stundum um það hversu fá- tæklegri menning samtímans væri, ef gríska hefði dáið út. Ég held við skiljum öll hve mikilvægt það er fyrir okkur í dag, að hafa átt bæði grísku og lat- ínu og það sama gildir um öll önnur tungumál. Ég get ekki ímyndað mér það ef Íslendingar hættu að tala íslensku, þið sem eigið svo gríð- arlangan arf í andlegri sköpun, sem geymir meðal annars Íslendingasögurnar, arf alls mannkyns. Ngugi segir það hafa verið sér gríðarlega mik- ilvægt að geta með skrifum sínum á gikuyu vak- ið athygli á tungumálum Afríku, sem hann segir hafa þurft að þola ofríki evrópskra tungumála á mjög neikvæðan hátt. „Þótt tungumálin í Afríku séu mjög mörg, þá er líka mjög margt fólk sem talar þau. En þegar menntamenn þessara sam- félaga geta ekki skrifað á móðurmáli sínu, þá eru þeir að vista hugmyndir og reynslu í tungumáli sem þeirra eigið fólk þekkir ekki. Það er alvar- legt vandamál í Afríku hvað nútíma þekking á erfitt uppdráttar. Það gerist vegna þess að ensku- og frönskumælandi yfirstéttir einoka umræðuna á þeim tungumálum. Almenningur hefur ekki sama aðgang að þekkingarauðlindum á eigin máli.“ Amnesty International útnefndi Ngugi wa Thiong’o samviskufanga og barðist fyrir frelsun hans. Svo fór að ári síðar, í desember 1978 var hann látinn laus. Honum var þó ekki vært í land- inu, var útilokaður frá vinnu. Hann samdi leik- ritið Devil on the Cross í fangelsinu og meðan hann var á Englandi að kynna verkið fékk hann spurnir af því að til stæði að ráða hann af dögum við heimkomuna til Kenía. Ngugi dvaldi í Bretlandi frá 1982-’89 og í Bandaríkjunum frá 1989-2002 og á þeim tíma reyndu stjórnvöld í Kenýju stöðugt að fá hann framseldan. „Hið skrifaða orð, jafnt og það talaða, er hefð spámannsins á öllum tímum og í allri menningu. Í kristinni-gyðinglegri hefð er biblían vel þekkt bók spámanna. Og spámennirnir eru þeir sem sem eru ekki sáttir við valdhafana. Rithöfundar um allan heim eru angi af þessari hefð, sem svo oft greinir á við valdið. Stjórnvöld vilja halda í það sem er, spámaðurinn talar um breytingu og möguleika, og þess vegna verður valdið hrætt, því er ógnað af nýjum hugmyndum og það er ástæðan fyrir því að harðstjórar vilja ryðja orðs- ins mönnum úr vegi. Þeim er ekki um það að fólk spái í það sem gæti orðið, meðan þeir vilja halda í það sem er. Líkaminn þarfnast matar og drykkjar til að þrífast, en hugurinn þarf að eiga möguleika á andlegri sköpun og tjáningu. Þar er uppspretta hugmyndaflugsins, ímyndunaraflsins og alls þess skapandi í okkur og án þess værum við ekki neitt. Og hvað er það sem nærir ímyndunaraflið? Jú, það er listin, hverju nafni sem hún nefnist. Hún nærir ímyndunaraflið til að skapa meira, hugsa víðar, sjá það sem gæti orðið. Þess vegna er listin svo mikilvæg fyrir alla okkar tilvist.“ Fyrstu ár sín í útlegð eyddi Ngugi wa Thiong’o miklum tíma í mannréttindabaráttu og stuðning við afríska flóttamenn. Hann fór þá til Svíþjóðar að læra kvikmyndasögu. Í Bandaríkjunum varð hann prófessor við Yale-háskóla, og síðar við New York-háskóla þar sem hann gegndi tveimur prófessorsstöðum, annars vegar í samanburðarbókmenntum, og hins vegar í leikhússfræðum. Hann er nú pró- fessor við Kaliforníuháskóla í Irvine, og fer víða til fyrirlestrahalds. Skáldsagan Wizard of the Crow, frá 2006 er af mörgum talin hans mesta verk til þessa. Þá hafði hann ekki gefið út skáldsögu í 20 ár. Spámaður gikuyu tungu Ngugi wa Thiong’o „Listin nærir ímyndunaraflið til að skapa meira, hugsa víðar, sjá það sem gæti orðið.“ NGUGI WA THIONG’O | Upplestur, Iðnó 8. sept. kl. 20. Fyrirlestur, Hátíðarsal HÍ 9. sept. kl. 15. Stjórnvöld vilja halda í það sem er, spámaðurinn talar um breytingu og möguleika, og þess vegna verður valdið hrætt... Í öryggisfangelsinu hugsaði ég auðvit- að stöðugt um það hvers vegna verið væri að gera mér þetta. Ákvörðunin um að hafna tungumáli valdsins var auðveld. Ég skrifaði Devil on the Cross í fangelsinu, og skrifaði hana á kló- settpappír. Ég hef aldrei litið til baka. Bækur er hægt að þýða og bækurnar mínar hafa verið þýdd- ar á önnur mál.“ Ofsóknum á hendur Ngugi wa Thiong’o var hvergi nærri lokið þótt hann væri leystur úr fangelsi og forseti landsins, harðstjórinn Daniel arap Moi lét margoft til skarar skríða gegn honum. Árið 1986 sótti Ngugi bókmenntaráð- stefnu í Harare, höfuðborg Zimbabwe. Moi sendi aftökusveit á hótelið til að drepa Ngugi, en öryggisvörðum frá Zimbabwe tókst að koma í veg fyrir morðið. Sama ár kom eitt þekktasta verk Ngugis út, skáld- sagan Matigari, satíra byggð á þjóðsögu á gikuyu-máli. Moi taldi aðalpersónu sög- unnar raunverulega og gaf út tilskipun um að handtaka hana hvar sem til hennar næðist, en þegar hann áttaði sig á því að persónan var skálduð var bókin „hand- tekin“ í hennar stað. Sveitir lögreglu- manna fóru í bókabúðir um allt landið og á bókalagera, og gerðu hana upptæka. Árið 2004, tveim árum eftir fall harð- stjórnar Mois, ákváðu Ngugi og kona hans að heimsækja ættland sitt að nýju. Eftir þrjá daga í Kenía réðust fjórir leigumorð- ingjar á þau og misþyrmdu þeim hrotta- lega. Þeim tókst að flýja. Hættulegur Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þ egar þetta viðtal birtist verður Sofi Oks- anen líklega umkringd iðjagrænum skógi. Hún kann að hugsa með sér: varð stærsta kjarnorkuslys sögunnar virkilega hérna? Það var að minnsta kosti það sem ég hugsaði þegar ég ferðaðist til Chernobyl með þremur samlöndum hennar, og Sofi ætlaði að leggja í hann daginn eftir að viðtalið var tek- ið. Fyrst Chernobyl, svo Ísland. Hún er finnsk-eistnesk, býr í Finnlandi en á eistneska móður. Og fyrsta skáldsagan hennar, Kýr Stalíns, sótti nafn sitt til ógæfu eistneskra forfeðra hennar. „Þetta er geit,“ segir hún um kúna og útskýrir málið betur fyrir ringluðum blaðamanni. „Eistlendingar sem fluttir voru til Síberíu á fimmta áratugnum fóru að kalla Síb- eríu kú Stalíns. Það er sterk hefð fyrir mjólkur- búskap í Eistlandi. En samkvæmt opinberum áróðri Sovétsins voru sovéskar kýr þær bestu í gervallri veröldinni. Þannig að þegar Eistar voru sendir til Síberíu sáu þeir ekki eina einustu kú, þannig að þeir fóru að kalla geiturnar kýr Stalíns.“ Í bókinni blandar Oksanen átröskun saman við skrifræðislega kúgun Sovétríkjanna á Eystrasaltslöndunum, með eistneskar konur og örlög þeirra í forgrunni. Vinsælir og óvinsælir sjúkdómar Næsta bók, Baby Jane, fjallar einnig um rösk- un. „Hún fjallar um þunglyndi og kvíðaröskun. Ég vildi skrifa um kvíðaröskun því þótt hún sé jafn algeng og átröskun þá er lítið fjallað um hana. Þetta er eitthvað sem fjölmiðlar hafa ekki sýnt neinn áhuga, ólíkt átröskun,“ segir skáld- konan og segir kyndugt hvernig einn sjúkdóm- ur sé fjölmiðlavænni en annar. En það er þriðja bókin, Hreinsun, sem við stöldrum lengst við. Hún er væntanleg á ís- lensku að ári og fjallar um örlög þjóðarinnar og kynslóðabilið sem hrun Sovétsins skapaði, en sagan gerist að mestu á fimmta áratug síðustu aldar sem og í byrjun þess níunda. „Sjálf var ég var mjög nákomin afa mínum og ömmu í Eist- landi og eyddi þónokkrum tíma þar. Þá var pabbi að vinna í Sovétríkjunum í ein 30 ár og ég þvældist líka með honum. En þegar ég var að undirbúa Kýr Stalíns tók ég eftir því að finnskir jafnaldrar mínir mundu oft ekki eftir Sovétríkj- unum og höfðu fæst komið þangað. [Oksanen var fjórtán ára 1991, árið sem Eistland lýsti yfir sjálfstæði]. En það eru hrikaleg vandamál í Eystrasaltslöndunum sem rekja má til fortíðar Sovétsins. Eitthvað sem brýnt er að skrifa um fyrir finnska lesendur. Ég hafði líka rekið mig á að það er ekki fjallað um hversdagslífið í Eist- landi kommúnismans í vestrænum bók- menntum.“ Auglýst eftir nýju orði yfir jöfnuð En hvernig reyndust umskiptin konum í Eist- landi? „Þetta voru mjög óstöðugir tímar og slík- ir tímar eru konum oftast hættulegir. Velferðarkerfið hrundi með Sovétkerfinu. Þjóð- félagið varð mjög óstöðugt og þetta var gróðr- arstía skipulagðrar glæpastarfsemi. Mansal og annar óþverri grasseraði og ég vildi lýsa þess- um raunveruleika. Eftir að Sovétríkin féllu varð líf fólks mjög erfitt, mansal varð mikið vanda- mál og er enn, kreppan hefur ekki bætt þar úr,“ segir Oksanen og bætir sorgmædd við: „Ég sé ekki neina lausn.“ En var Sovétið þá skárra? „Það má segja að Sovétríkin hafi ekki haft þessi nútímavandamál. En á hinn bóginn eyðilögðu þau jafnaðarstefn- una. Þegar þú reynir að tala um jafnaðarstefnu eða málefni kynjanna þá kemstu oft ekkert áleiðis í Eystrasaltsríkjunum, flestum er sama, telja þetta ekki mikilvægt málefni. Það er að hluta til út af því að Sovétríkin voru, op- inberlega, land jöfnuðar. Raunveruleikinn var vitaskuld allt annar, en það var hinn opinberi áróður. Þannig að orðið jöfnuður er ekki mjög jákvætt lengur, við verðum að finna upp nýtt orð yfir jöfnuð og skylda hluti,“ segir hún og bætir við: „Ég er að vinna í því.“ En hvernig horfa samskipti þjóðanna hennar tveggja við henni? „Finnar ferðast mikið til Eistlands og það eru margir Eistar að vinna í Finnlandi. En Eistar og Finnar eiga í mjög mis- munandi sambandi við Moskvu. Þannig að ef Rússar níðast á Eistum þá vita finnskir pólitík- usar ekki hvað þeir eiga að segja eða hvernig þeir eiga að hegða sér,“ segir hún og segir þetta sérstaklega hafa verið vandamál undanfarin tvö ár. „Svo giftust margir finnskir karlar eist- neskum konum á níunda og tíunda áratugnum. Það hefur breyst, nú eru finnskir karlar að feta sig austar og giftast frekar rússneskum og taí- lenskum konum.“ En næsta verk, er það á leiðinni? „Ég bíð bara eftir að hafa tíma til að skrifa, ég hef ekki haft þann tíma síðan ég gaf út Hreinsun, ég hef verið að reyna að skrifa í eitt og hálft ár. Ég veit hvað ég ætla að skrifa um, ég hef unnið rann- sóknarvinnuna en hef bara ekki haft tíma til að skrifa.“ Og hvað rænir tímanum? „Bók- menntahátíðir, þýðingar bókanna minna og kynningarstörf. Svo kom ég nálægt leikhús- uppfærslu í Finnlandi og ritstýrði líka greina- safni sem kom út síðasta vor, Óttinn bak við okkur öll, um sögu Eistlands síðustu árin,“ segir hún áður en ég hleypi henni úr símanum á vit geislavirkra ævintýra. Frá Serbíu til Chernobyl Ójafn jöfnuður „Orðið jöfnuður er ekki mjög jákvætt lengur, við verðum að finna upp nýtt orð.“ SOFI OKSANEN | Viðtal, Norræna húsið 9. sept. kl. 12. Upplestur, Iðnó 9. sept. kl. 20. „Það hefur breyst, nú eru finnskir karlar að feta sig austar og giftast frekar rússneskum og taílenskum konum.“É g var að tala við Tapio Koivukari, finnskan rithöf- und sem ég var að þýða bók eftir sem á að koma út núna fyrir jól- in. Hann rétti mér þessa bók þegar ég var að fara heim í jólafrí í fyrra og sagði: „Næst skaltu þýða þessa.“ Og skömmu seinna hafði Forlagið samband við mig.“ Þannig lýsir Sigurður Karlsson því hvern- ig hann fékk það verkefni að þýða þriðju bók Sofi Oksanen, Hreinsun. Nafnið er bein þýðing á finnska titlinum. „Hreinsun í þeirri merkingu sem það er notað um hreinsanir Stalíns.“ Sigurður er þó rétt að byrja á verkinu, enda á bókin ekki að koma út fyrr en á næsta ári og hann er bjartsýnn á að glíman við finnska textann gangi vel. „Þetta er góður texti að lesa og hún hefur gott vald á málinu og beitir því oft listilega. En fyrst og fremst er þetta er alveg mögnuð frásögn um lífið í Eistlandi á þessum tíma, stóran hluta síðustu aldar. Fyrst undir Sovétinu, næst undir nasismanum og svo aftur undir Sovétinu. Og svo loksins eftir að landið fær sjálfstæði. Hún skrifar líka þannig texta að það er mjög erfitt að hætta að lesa bókina þegar maður er byrjaður.“ Sigurður Karlsson Hreinsun að hætti Stalíns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.