Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 12
Í
nýju smásagnasafni Þórarins Eldjárns eru
ellefu smásögur sem allar bera sterk ein-
kenni höfundarins. Þær eru vel byggðar,
skrifaðar á fallegu máli, fíngerðar og háðsk-
ar og sögumenn og aðalpersónur eru yfirleitt
karlar. Fyrsta sagan í bókinni, Kauði, er alger-
lega dæmigerð Þórarinssaga. Sögumaður lýsir
ókunnugum manni, dregur upp einstrengings-
lega mynd af honum í huga sér, fær manninn á
heilann án þess að skeyta um hann að öðru leyti.
Þegar kauði deyr kemur allt annað hljóð í
strokkinn. Svipað þema er á ferð í Sillu á
Klömbrum, fordómar byggðir á útliti og fram-
komu annars fólks koma í veg fyrir frekari
kynni. Síðasta sagan í safninu, Flökkusaga, ber
líka sterk höfundareinkenni. Hamskipti og sam-
runi hafa löngum verið Þórarni hugleikin, þ.e.
hvernig fólk breytist, skarast eða rennur saman
við eitthvað annað, t.d. hugmynd, þráhyggju
eða persónu. Nafnið er tvírætt, þetta gæti verið
flökkusaga, hún segir frá tveimur félögum sem
taka að sér að endurlífga forna þjóðhætti með
því að flakka um landið og skemmta fólki í eins
konar útrásarprókjekti til eflingar ferðaþjón-
ustu. Annar þeirra starfaði í blómlegu fyrirtæki,
fékk feitan starfslokasamning en gerist föru-
maður eftir fortölur félaga síns. Hann lifir sig
svo inn í hlutverkið að hann leggst út í alvör-
unni. Það er leitt að þessi persóna heitir bæði
Sigurgeir og Sigurjón (155) en slík villa má ekki
fara framhjá forleggjaranum. Í Skáldu fær
hundtík mál og mannlega skynsemi, ritstíflað
skáld fær innblástur frá tíkinni sem liggur yrkj-
andi fram á lappir sínar og gruflar í því hvernig
skáldinu tekst að klúðra öllum góðu hugmynd-
unum sem hún sendir honum. Og hún hugsar
með sér: „Hann er ansi fastur í þessu hvimleiða
hagmælskufari sem ég held að sé reyndar
stærri partur af hans vandamáli en honum er
ljúft að viðurkenna“ (48). Hugur manns og tíkur
sameinast í ljóðlistinni, samband er komið á
þótt það sé „brenglað“ (enn tvíræðni). Tíkin
yrkir alveg snilldarlega um skáldið að strauja
skyrtu:
Þó járnsins lófi
glói
geri sléttar og felldar
flíkur allar
tekst mér eigi
allt að einu
mitt líf að slétta
(48)
Smásögur Þórarins geta sumar virkað sléttar
og felldar og látið lítið yfir sér í einfaldleika sín-
um og fáguðum húmor. En þær geta líka verið
lúmskar og beinskeyttar og ýtt harkalega við
lesanda sem er að sofna á verðinum. Samfélags-
gagnrýni er víða finna í verkum Þórarins og
nokkrar sagnanna í safninu sækja efnivið sinn í
firringu og bankahrun. Þar segir frá borgum
sem taka ekkert mið af fólkinu sem í þeim býr
og frá mönnum sem eru hugtómir og rauntómir,
„holmenni“ (79) en hefjast til vegs og virðingar í
samfélagi sem horfir mest á hylkið og ytra byrð-
ið. Það væri gaman að heyra meira um hol-
mennin, þeir eru gott efni í skáldsögu.
Í Draugaborg talar fólk ekki um annað
en peninga, „Já, það var til svo mikið
af peningum og svo mikið af ríku
fólki. Að minnsta kosti að því er talið
var þótt fæstir hefðu séð það…“
(115). Og í Hvaðefsögu er á yf-
irborðinu gert góðlátlegt grín að
hrepparíg og byggðastefnu en
undir er táknræn mynd af holu
fjalli sem hrynur á sautjánda júní.
Íþróttabyltingin er dæmisaga þar sem hag-
ræðing, hagnaður, vöruþróun og kostun halda
innreið sína í íþróttaiðkun með undraverðum
árangri. Eftirlit með lyfjanotkun hafði lengi taf-
ið fyrir framförum og var það því lagt niður. Í
kjölfar þess þöndust markhópar út, ný met voru
sett og allir urðu jafnir og frjálsir. Einhverjir
nöldrarar börðust gegn þessari þróun en áttu
engin rök „gegn sigrandi viðhorfum nýrra tíma“
(93) og voru álitnir fordómafullir afturhalds-
seggir. Þetta má auðveldlega heimfæra upp á
atburði síðustu mánaða hér á landi. Um snilld-
artök Þórarins á smásagnaforminu þarf ekki að
fjölyrða. Samfélagsgagnrýni hans hefur hins
vegar aldrei verið eins beitt og í þessum sögum
enda er hlutverk skáldskaparins nú sem aldrei
fyrr að skilgreina veruleikann, fletta ofan af
svikunum og segja satt.
Morgunblaðið/Golli
Þórarinn Eldjárn „Um snilldartök Þórarins á smásagnaforminu þarf ekki að fjölyrða. “
BÆKUR
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
Samfélagsgagnrýni
hans hefur hins vegar
aldrei verið eins beitt
og í þessum sögum
enda er hlutverk skáld-
skaparins nú sem aldrei
fyrr að skilgreina veru-
leikann, fletta ofan af
svikunum og segja satt.
SMÁSÖGUR | Alltaf sama sagan
Eftir Þórarin Eldjárn. Vaka-Helgafell 2009. 159 bls.
bbbbn
Já það var svo mikið til af peningum...
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
12 LesbókGAGNRÝNI
Leiklist
Þjóðleikhúsið – Utan gátta eftir Sigurð
Pálsson
„Ótrúlega margt þarf að
gerast til að leiksýning nái
flugi. Leikarar þurfa að
fara á kostum, texti,
hreyfing, hljóð og mynd
þurfa að renna saman í
eina heild svo úr verði
samfellt listaverk. Allt
þetta gerist í Utan gátta.
Það má vart á milli sjá hver hinna listrænu þátta
er bestur en í því er einmitt galdur verksins
fólginn og þá ekki síður „skipstjórans“ Kristínar
Jóhannesdóttur. Þegar upp er staðið fer áhorf-
andinn með þá tilfinningu út í kvöldkulið að
hann hafi upplifað eitthvað óumræðilega fyndið,
satt, beitt, fallegt – og ljótt. Eitthvað sem hefur
jafna skírskotun í hefðina og samtímann, í hið
kvenlega og karllæga, hið háfleyga og alþýð-
lega. Og samt er engin leið að segja frá því sem
sýningin fjallar um. Til þess hefur hún of víða
skírskotun. En hún á mikið erindi við okkur öll í
dag, því þar er tekist á við sammannlegan veru-
leika venjulegs fólks, ótta þess, vonir og veik-
leika á einstakan máta.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Dans
Hafnarfjarðarleikhúsið – Húmanimal eftir Ég
og vinir mínir
„Verkið er afar áhuga-
vert. Það er eins konar
leiðangur þar sem verið
er að kanna hvatir
mannsins, þ.á m. kyn-
hvötina og hvar mun-
urinn liggur á ást og of-
beldi. T.a.m. er atriði
milli karls og konu þar
sem þau slást heiftar-
lega. Síðar í verkinu er annað atriði sem sýnir
sama fólk elskast. Munurinn er ekki ýkja mikill.
Margt í verkinu er ekki ný sannindi, þó kemur
ýmislegt á óvart því hópurinn nálgast viðfangs-
efnið með öðrum hætti en maður sér hvers-
dags. Kannski erum við dýrslegri en við þorum
að viðurkenna. Hópurinn sýnir með skemmti-
legum hætti að maðurinn er vissulega dýr og
ekki eingöngu í hegðun sinni heldur einnig lík-
amlega, eins og í ógleymanlegu atriði þar sem
leikarar sýna bök sín á þann hátt að allt mann-
legt við líkama þeirra hverfur nánast.“
Ingibjörg Þórisdóttir
Kvikmyndir
Karlar sem hata konur – leikstjóri Niels
Arden Oplev bbbbn
„[Larsson] fær sannkallaða víkingaútrás fyrir
andúðina á spillingunni á meðal auðmanna-
aðalsins. Karlar sem hata konur er árás á kyn-
þáttafordóma, siðleysi og úrkynjun með hrika-
legu, ofbeldisfullu ívafi sem er sannkallaður
vítiskokteill úr fáguðum ófögnuði; Lömbin
þagna með slettu úr subbumyndum á borð við
Saw og Hostel.“
Sæbjörn Valdimarsson
Í GANGI
SVARTBÓK
KOMMÚNISMANS
Ýmsir höfundar/Hannes
H. Gissurarson þýddi
Kommúnisminn var einn
afdrifaríkasti þátturinn í
sögu tuttugustu aldar. Eftir
fall hans í Mið- og Austur-
Evrópu varð aðgangur að
upplýsingum greiðari og það
hafa höfundar þessarar bókar
nýtt sér, og áætla þeir, að kommúnisminn hafi kostað
hátt í 100 milljónir manna lífið. Honum hafi hvarvetna
fylgt fjöldamorð, hungursneyðir, nauðungarflutningar
stétta og þjóðflokka, sýndarréttarhöld, aftökur og
þrælkunarvinna. Bókin hefur komið út á öllum
heimstungum, víða verið á metsölulistum og leitt til
fjörugra umræðna.
828 bls.
AUÐGINNT ER BARN Í
BERNSKU SINNI.
Fyrning kynferðisbrota gegn
börnum.
Svala Ísfeld Ólafsdóttir,
Gerð er grein fyrir
refsipólitískum sjónarmiðum
sem lágu að baki breytingum
á fyrningarreglum almennra
hegningarlaga vorið 2007.
Samkvæmt þeim skulu tiltekin
alvarleg kynferðisbrot gegn
börnum ekki fyrnast. Aðdragandi breytinganna og rökin
fyrir þeim bera vitni um ný viðhorf til slíkra brota þar
sem aukið tillit er tekið til brotaþola og sérkenna brot-
anna. Í bókinni er að finna margvíslegan fróðleik um
þennan brotaflokk, sérkenni hans og afleiðingar brot-
anna fyrir þolendur.
149 bls.
SAGA VIÐSKIPTA-
RÁÐUNEYTISINS
1939-1974
Hugrún Ösp Reynisdóttir
Hér er saga viðskiptaráðu-
neytisins rakin frá upphafi
til ársins 1994. Dregið er
fram hvernig viðskiptastefna
stjórnvalda þróaðist frá höft-
um til viðskiptafrelsis þar sem
frjáls samkeppni fyrirtækja,
valfrelsi neytenda og leiðbein-
andi hlutverk ríkisins eru ráðandi. Lýst er þætti ráðu-
neytisins í mótun umræddrar stefnu og framkvæmd
hennar. Sérstök áhersla er lögð á þá málaflokka sem
lítið hefur verið fjallað um í fræðiritum, s.s Marshall-
aðstoðina, verðlagsmál, viðskipti við Austur-Evrópuríkin
og efnahagssamvinnu Norðurlandanna.
218 bls.
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003
ALMANAK FYRIR
ÍSLAND 2010.
Auk dagatals flytur
almanakið margvíslegar
upplýsingar, s.s. um
sjávarföll og gang himin-
tungla. Lýst er helstu fyrir-
bærum á himni, sem frá
Íslandi sjást. Einnig stjörnu-
kort, kort sem sýnir áttavita-
stefnur á Íslandi og kort sem
sýnir tímabelti heimsins. Þar er
að finna yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar,
veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og
tímann í höfuðborgum þeirra. Fjallað er um vetrarbraut-
ina, björtustu fastastjörnurnar, tímaskiptingu jarðar-
innar, reikistjörnurnar ofl. Þá má nefna grein um
Góupáska, sem eru mjög sjaldgæfir, og sumarpáska.
Loks eru í almanakinu upplýsingar um helstu merkis-
daga fjögur ár fram í tímann.