Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 3
E ins og lesendur taka eftir er Lesbók þessarar viku lögð undir umfjöllun um Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem hefst á morgun. Vegna þessa þótti pistilhöf- undi tilhlýðilegt að stinga dægurtónlist- arumfjöllun vikunnar undir sama hatt og rýna í hljómsveitir og listamenn sem hafa sterka tengingu við bókmenntageirann, beint eða óbeint. Auðvitað lá fyrir að burðargreinin yrði um hljómsveit sem kallar sig The Books þó að tengsl hennar við bókmenntirnar liggi hvað skýrast í sjálfu nafninu. Nei, The Books eru ekki skáld sem gera tónlist í hjáverkum, né eru textarnir innblásnir af guðlegri náð- argáfu a la Bob Dylan eða Morrissey. En þó að slíkt sé ekki fyrir hendi er vel djúpt á þessari gæðasveit, sem er reyndar dúett, skipaður gítarleikaranum og söngvaranum Nick Zammuto og sellóleikaranum Paul de Jong. Þeir félagar stofnuðu sveitina fyrir tíu árum í New York og er tónlistin tilraunatónlist; blanda af henti- bundinni raftónlist og þjóðlagatónlist. The Bo- oks eiga að baki þrjár breiðskífur, en sú fyrsta, Thought for Food, kom út árið 2002 á þýska merkinu Tomlab (eins og hinar reyndar líka). Þeir félagar kynntust þegar þeir bjuggu í sömu blokkinni, de Jong bauð Zammuto yfir til sín í mat og snemma varð þeim ljóst að þeir höfðu svipaðar hugmyndir um tónlistarlega nálgun. Þegar Thought for Food kom út var hún óð- ar rómuð fyrir tóngæði; það hvernig hljóð- bútar úr ýmsum áttum voru saumaðir við tón- list þeirra félaga þótti hreinasta listaverk; aðgengilegheit sameinuð við duglegt daður við jaðarinn. Platan er sannkallað heilafóður, eins og ýjað er að í titlinum, þar sem setningunni „food for thought“ er skemmtilega snúið á rönguna. Síðasta verk sveitarinnar var platan Music for a French Elevator and Other Short Format Oddities (2006) en sveitin vinnur að nýrri plötu sem er byggð á … sjálfshjálp- arkassettum. Frekar en bókum … arnart@mbl.is (BÓMENNTA)TÓNLIST ARNAR EGGERT THORODDSEN Tónlist sem opin bók Thought for Food (2002) | The Books MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Lesbók 3KVIKMYNDIR | TÓNLIST É g hef nú þegar skrifað um forvitnilegan og jafnframt ómissandi hlut barna í hryllingsmyndum, þar sem dularfullur ótti við frumhvatir ungviðisins birtist í allri sinni blóðugu dýrð. En við þann flokk óg- urlegra barnamynda er hægt að bæta enn ein- um undirflokknum, einfaldlega með því að stíga skrefi framar barnæskunni og færa sig alla leið inn í móðurlífið. Þær eru kannski ekki margar, óléttumyndirnar í hryllingskanónunni (ætli Rosemary’s Baby (1968) sé ekki kjör- dæmi um slíkan hrylling), en þótt smár sé hef- ur flokkurinn sannarlega látið í sér heyra með nýlegri viðbót frönsku nýgræðinganna Bustillo og Maury: À l’intérieur, eða Inside. Sarah er ung ólétt kona sem lendir í bílslysi og missir unnusta sinn. Hún og barnið lifa af, en Sarah er miður sín eftir atvikið og á erfitt með að ná aftur tengingu við umheiminn. Hún er komin langt á leið á meðgöngunni þegar hún ákveður að eyða jólahátíðinni ein heima, fjarri faðmi fjölskyldu og vina. Það kvöld er hún of- sótt af dularfullri konu sem mun gera allt til að myrða ófætt barnið sem Sarah ber undir belti. Söguþráðurinn er næstum því of einfaldur til að virka og gæti auðveldlega sokkið ofan í algjört vitleysufen, en leikstjórarnir halda rétt á spöðunum og viðhalda spennu frá upphafi til enda, með reglulegum kinnhestum til áhorf- enda. Fyrir utan vandaða leikstjórn og vel smíðaða umgjörð er það leikkonan Béatrice Dalle (Betty Blue, 1986) sem heldur heiðri myndarinnar á lofti, en hún leikur illkvendið af skuggalegri sannfæringu og kemur því sem hefði getað verið algerlega óþekkt indí-mynd upp á annað og hærra plan. Ofbeldið er yfir- gengilegt og ýkjulegt, sem gæti orðið fyndið undir ákveðnum kringumstæðum, en þar sem umgjörðin og grunnsagan er spiluð af alvöru verður til einkar óþægileg blanda sem gerir að verkum að áhorfendur annaðhvort engjast í óskilgreindri tilfinningahræru eða slökkva ein- faldlega á myndinni og tvista til að gleyma. Sjálfur þurfti ég að ná mér niður eftir áhorf- ið og hreinsa hugann eftir bestu getu, þar sem hugarheimur leikstjóranna hafði teygt vel og vandlega á ímyndunaraflinu mínu. Ég á það til að lifa mig sterklega inn í margt sem ég horfi á, en þar sem ég var að niðurlotum kominn eftir ofsóknir Dalle gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort hér væri ekki um að ræða mynd sem hefði enn sterkari áhrif á kvenkynið – hvað þá óléttar og verðandi mæður. Efnivið- urinn er áhugaverður hvað kynjafræðina varð- ar, þar sem kvikmyndagerðarmennirnir eru karlmenn, en aðalpersónurnar konur, og ég hefði gaman af því að heyra skoðanir þess eðlis frá áhugasömum. Þess má til gamans geta að á spjallþræði á vefsvæði myndarinnar á iMD- B.com er innlegg frá notandanum „cecenig- htmare“ sem segist elska hryllingsmyndir, en verandi ólétt kona spyr hún ráða hvort hún eigi að leggja í þessa mynd. Fyrirspurninni fylgir haugur af svörum þar sem henni er ráðlagt að láta hana vera. Því næst svarar cecenightmare með þökkum og bætir við að um leið og þetta barn sé fætt ætli hún að vinda sér í hryllinginn. Heyr heyr! gunnaregg@gmail.com KVIKMYNDIR GUNNAR THEODÓR EGGERTSSON Hryllingur Fyrir utan vandaða leikstjórn og vel smíðaða umgjörð er það leik- konan Béatrice Dalle sem heldur heiðri myndarinnar á lofti, en hún leikur illkvendið af sannfæringu. Blóðug meðganga À l’intérieur [2007] | Alexandre Bustillo & Julien Maury S íðasta færslan í þessu Bókmenntatónlist- arþema sameinar tvo þætti úr þeim fyrri; bæði er nafn sveitarinnar einkar bókmenntalegt (nafn sveitarinnar vísar til franska skáldsins Paul Ver- laine) en tónlistin var auk þess svo- fellt gáfumannapopp, fáguð kammer- og barokkskotin tónlist með djúp- spökum, útpældum textum. The Ver- laines er nýsjálensk sveit og var lengi vel flaggskip hinnar merku útgáfu Fly- ing Nun Records og leiddi draumapoppsbylgj- una þar í landi, sem var í skemmtilegri mót- sögn við hrátt og hart drullublúsrokkið sem Ástralarnir ástunduðu af krafti á sama tíma. Viðkvæmnisleg, varfærin en um leið þéttofin og marglaga popptónlist Verlaines náði hæstu hæðum á þessari plötu hér, Bird Dog, og því vel við hæfi að ljúka þessum bókmenntahátíðartónlistarþætti með henni. Framhald á næsta ári! Bird Dog (1987) | The Verlaines Ómþýðir bókabéusar Ó líkt Books má tengja Gil Scott-Heron vel og duglega við bókmenntahefðina. Tón- listarmaður og skáld sem hefur haft mikil áhrif á réttindabaráttu banda- rískra blökkumanna með ljóðum sín- um og tónlist, en með henni bjó hann til ramma sem átti eftir að verða not- aður óspart af seinni tíma röppurum. Þekktasta lag hans er „The Revolution Will Not Be Televised“ og þegar fyrsta plata hans kom út, Small Talk at 125th and Lenox (1970) hafði hann þegar gefið út ljóð og eina skáldsögu. Winter in America er fimmta plata Heron, kom út 1974, og er jafnan kölluð til sem hans besta verk; inni- haldið tilfinningaþrungið, fallegt en um leið hárbeitt. Platan inniheldur m.a. lagið „The Bottle“, þar sem Heron tekst á við samfélagsmein sem plagar margan kúgaðan bróðurinn, þ.e. alkóhól- isma. Winter in America (1974) | Gil Scott-Heron Sál skáldsins L eikstjórinn Francis gerði nokkrar með- algóðar hryllingsmyndir fyrir Hammer- stúdíóið á sínum tíma en er annars að mestu óþekktur, rétt eins og handritshöfund- urinn Brian Comport, sem byggði handritið á eigin skáldsögu. En Girly er einn af fjölmörgum týndum gullmolum sem er sárt saknað á DVD. Unnendum absúrd og úrkynj- aðra gamanmynda er ráðlagt að gera leit að þessu ágæta furðu- verki, annaðhvort á VHS eða ein- faldlega til niðurhals á vefnum, því um er að ræða einkar hressa sögu um afbakaða enska hástéttarfjölskyldu sem níðist á lægri stéttum samfélagsins með barns- legum hlutverkaleikjum, sem enda oftar en ekki illa. Föðurlaus fjölskyldan samanstendur af móður, fóstru, syni og dóttur, sem tæla róna og útigangshippa inn í slotið til sín og leika sér að þeim. Þeir sem klúðra leiknum eru „send- ir til englanna“. Systkinin eru sér- staklega barnaleg og oft reikar myndin inn í senur sem gætu verið úr saklausri fjölskyldumynd – en hún ratar vandlega aftur út í svörtu kómedíuna og kemur sífellt á óvart. Mumsy, Nanny, Sonny and Girly [1970] | Freddie Francis Litlu börnin leika sér Chocolate er í sjálfu sér ekkert merkileg mynd og í raun frekar hefðbundin aust- urlensk slagsmálamynd að forminu til. Hún er vel gerð, full af flottum bardaga- senum og skemmtileg í alla staði, en það sem gerir hana reglulega sérstaka og hefur komið þessari taílensku hasarmynd á kvikmyndahátíðarrúntinn er aðalleik- onan „JeeJa“ Yanin (Yanin Vismitananda). Chocolate er frumraun hennar á hvíta tjaldinu, en Yanin hefur þegar verið út- nefnd sem nýjasta bomban í bar- dagalistum austra. Kvenhasarhetjur í asískum slagsmálamyndum eru sjaldséðar og Yanin þykir bera af í listrænum ofbeldislátum í hlutverki hinnar einhverfu Zen, sem ræðst gegn mafíunni í von um að innheimta skuld- ir sem móðir hennar á inni. Zen situr föst í eigin heimi og lærir bardagabrögðin í gegnum endalaust sjónvarpsgláp, sem kemur sér vel þegar hún þarf að lumbra á illmennum í massavís. Yanin fylgir vinsældum Chocolate eftir með Raging Phoenix (2009), þar sem hún skiptir út einhverfunni fyrir hipphopp og blandar saman taek- wondo og breikdansi. Einhverf slagsmálatík Chocolate [2008] | Prachya Pinkaew Lærðir The Books eru pælarar, eins og nafnið gefur til kynna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.