Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 2 LesbókSKOÐANIR S tundum ræður líka frumleiki eða áræði blaða- mannsins mestu við að fá viðmælendur til að tjá sig líkt og hjá blaðakon- unni Louise Petersson í nýjasta hefti The Reykja- vík Grapevine. Þar birtist í fyrsta sinn viðtal við Skapofsa, sem enginn veit í raun hver er, en hann/hún og félagar hafa verið iðin að undan- förnu við að skvetta rauðri málningu á hús vel- þekktra auðkýfinga. Louise sendi nokkrar spurn- ingar á Skapofsa og fékk ansi áhugaverð svör tilbaka. Til að mynda að málningarsketturnar á Hummer Björgólfs Thors hafi verið mistök, því þær skvettur verði bættar af tryggingafélögum. Rauðu málningarskvetturnar á einbýlishúsin séu ekki bættar af tryggingarfélögum og því beiti Skapofsi og félagar hans/hennar þeirri aðferð. Einnig kemur fram í viðtalinu að gjörningurinn sé meðal annars gerður til að vekja athygli erlendra fjölmiðla á mesta bankasvindli Evrópu og að mögulega verði gripið til árásargjarnari aðgerða með tímanum. frettakonan@hotmail.com Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent Í júlímánuði árið 1977 komu virðulegir gestir í opinbera heimsókn hingað til lands. Þetta voru þýsku kanslarahjónin, Helmut og Hannelore Schmidt, og þeirra beið stíf dagskrá, eins og þekkist í slíkum heimsóknum; fundir með forstætisráðherra og forseta – Geir Hallgrímssyni og Kristjáni Eldjárn – og svo ferð til Vestmannaeyja, á Árnastofnun og veisla á Hótel Loftleiðum. Góðum gestum var boðið upp á það besta. Þegar vél Schmidt-hjónanna lenti á Kefla- víkurflugvelli tóku ráðamenn fagnandi á móti þeim og þar voru vitaskuld einnig fulltrúar fjölmiðla sem áttu að sýna lesendum sínum og áhorfendum hvernig móttakan hefði lukk- ast. Fyrir hönd Morgunblaðsins var mættur höfðinginn á ljósmyndadeildinni, Ólafur K. Magnússon. Í blaðinu birtust daginn eftir tvær ljósmyndir Ólafs, myndir sem eru afar fagmannlegar og segja saman sögu atburð- arins. Á annarri taka kanslarahjónin í hendur gestgjafanna þegar þau eru komin út úr flug- vélinni og á hinni standa þau brosandi með ís- lensku forsætisráðherrahjónunum. Í viðamiklu myndasafni Morgunblaðsins er hins vegar þessa mynd líka að finna. Mynd sem sýnir vel snilldarauga og klára hugsun Ólafs K. Ég veit ekki hvort myndin hefur birst áður, en ef svo er ekki þá er kominn tími til að birta hana hér, óskorna eins og Ólafur tók hana. Sjónarhornið er frumlegt en þó svo einfalt; markmiðið eflaust að hreinsa allan óþarfa úr rammanum og sýna heiðursgestinn einan – þar sem hann stingur sér inn í dross- íuna. Þetta er líka mynd af regndropasafninu á stífbónuðu bílþakinu. efi@mbl.is Kanslari og dropar Þegar Helmut Schmidt stakk sér inn í bílinn var Ólafur K. Magnússon á staðnum og myndaði það sem hann sá Y firleitt tjáir fólk sig ekki við fjöl- miðla nema það þjóni ákveðnum til- gagni. Oft fyrir ákveðinn málstað eða í viðskiptalegum tilgangi. En þegar öllu er á botninn hvolft er ákvörð- unin um að tjá sig í fjölmiðlum afar per- sónuleg. Hvort sem viðkomandi er for- sætisráðherra, pólskur verkamaður, málningarslettari eða vændiskona. Margt og mikið hefur verið ritað og rætt um meinta þögn forsætisráðherra í erlend- um fjölmiðlum. Umræðan um þessa ákvörðun og stefnu ráðherrans hefur verið nokkuð einsleit að mínu mati. Pólitískir andstæðingar forsætisráðherrans hafa hamrað á því hversu slæmt það sé að ráð- herrann veiti ekki erlendum fjölmiðlum við- töl. Margir fjölmiðlamenn hafa býsnast yfir ósýnileika forsætisráðherrans út á við og margir flokksfélagar Jóhönnu Sigurð- ardóttur hafa nokkrar áhyggjur af þessu. En er það slæmt að forsætisráðherrann veiti erlendum fjölmiðlum ekki viðtöl? Eða ber það einfaldlega vott um mjög mismun- andi stjórnunarstíl og áherslur núverandi og fyrrverandi forsætisráðherra? Hér verður því ekki svarað, eingöngu velt vöngum. Í gærkvöldi, föstudag, var sjónvarpað á sænsku sjónvarpsstöðinni SVT1 og norsku sjónvarpsstöðinni NRK1, vinsælum spjall- þætti þar sem Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur. Geir var þar ásamt leikkonunni Liv Ullman, Evróvisjón- stjörnunni Alexander Rybak og norska rit- höfundinum Jo Nesbö. Af hverju núverandi forsætisráðherra var ekki meðal gesta veit ég ekki, en miðað við þann gríðarlega áhuga sem erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Jó- hönnu Sigurðardóttur, efast ég ekki um að norskir og sænskir fjölmiðlar séu þar engir eftirbátar. En einhvern veginn sé ég ekki alveg Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir mér í skandinavískum spjallþætti með unga tón- listarmanninum Alexander Rybak og rabba um ástandið á Íslandi. Þar liggur einn meg- inmunurinn á stíl Geirs og Jóhönnu. Erlendir fjölmiðlar hafa sjaldan eða aldr- ei sýnt Íslandi og íslensku þjóðfélagi jafn- mikinn áhuga og síðasta árið. Í miðju fjöl- miðlafárviðrinu á meðan undirstöður íslensks samfélags voru að hrynja og óviss- an um framtíðina var að naga íslenskan al- menning, stóð Geir sína vakt gagnvart er- lendum fjölmiðlum. Eyddi kannski of mikilli orku í það á stundum. En þó að Geir hafi lagt mikið upp úr samskiptum við erlenda fjölmiðla, þarf það ekki að þýða að Jóhanna Sigurðardóttir þurfi að feta í fótspor hans. Einhvers stað- ar hlýtur þó að vera millivegur. Sér- staklega þegar allt á að vera gegnsætt og uppi á borðum. Jóhanna, og ráðgjafar hennar, eru nú í þeirri stöðu að geta valið við hvaða erlenda fjölmiðla hún vill tala við. Þar með valið hvar og með hvaða hætti málstað Íslands er komið á framfæri nú þegar ímynd þjóð- arinnar á erlendri grundu er í molum. Jó- hanna getur nýtt sér þann áhuga sem er fyrir því erlendis að hún er fyrsta konan til að sitja í stól forsætisráðherra Íslands og leiðir íslenskt samfélag á afar viðkvæmum tímum með fyrstu vinstri stjórn landsins við stjórnvölinn. Einnig getur hún nýtt sér áhuga erlendra fjölmiðla á ákvörðun Al- þingis að hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. En það er ekki stíll Jóhönnu. Hún hefur kosið að tjá sig lítið sem ekkert við erlenda og innlenda fjölmiðla. Hvort sem það er út- pæld ákvörðun hennar eður ei, verða allir að virða hennar persónulegu ákvörðun. Pólitískir andstæðingar og samherjar, sem og innlendir sem erlendir fjölmiðlar. En burtséð frá Jóhönnu hef ég saknað þess í fjölmiðlum að undanförnu að ekki sé talað við fleira fólk af erlendum uppruna sem hingað kom í uppsveiflunni. Árin 2005 til 2008 komu hingað 15 þúsund manns er- lendis frá til að vinna og í janúar 2009 voru 11 þúsund Pólverjar skráðir hér á landi. Sérfræðingar Vinnumálastofnunarinnar og Alþjóðahúss lýstu því yfir við fjölmiðla í vikunni að mun færra fólk af erlendum uppruna hefði ákveðið að fara af landi brott nú þegar verulega kreppti að en búist var við. Nokkrar skýringar hafa verið settar fram af fræðingum, en lítið sem ekkert bor- ið á viðtölum við innflytjendur sjálfa. Þar ræður líka hið persónulega val viðmæland- ans mestu. Alveg eins og ákvörðun fyrrverandi vændiskonu um að tjá sig við dag- skrárgerðarkonuna Eddu Jónsdóttur á Rás 1 er einstaklega persónuleg. Til að tryggja hag konunnar sem sagði ótrúlega sögu sína var leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir fengin til að endursegja frásögn konunnar. Þrátt fyrir það var viðtalið ótrúlega áhrifa- mikið og Edda á þakkir skildar fyrir þátta- röð sína sem fjallar um margar hliðar á lagabreytingu á hegningarlögunum er varðar kaup á vændi. Lagabreytingu sem allt of lítið hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum. Kannski af því hin persónulega frásögn er bráðnauðsynleg til að draga fram skýra og nákvæma mynd af umfangi og eðli vændis á Íslandi. Því þarf persónu- legan kjark og þor viðmælandans líkt og í öðrum viðtölum. frettakonan@gmail.com Að tjá sig eða ekki tjá sig Morgunblaðið/Ómar Jóhann Sigurðardóttir Er þögnin meðvitaður stjórnunarstíll eða einfaldlega vörn gegn áreiti? FJÖLMIÐLAR RÓSA BJÖRK BRYNJÓLFSDÓTTIR En þegar öllu er á botninn hvolft er ákvörðunin um að tjá sig í fjölmiðlum af- ar persónuleg. Hvort sem viðkomandi er forsætis- ráðherra, pólskur verka- maður, málningarslettari eða vændiskona. ÞETTA HELST Skapofsi loks tekinn tali Málning Hús Bjarna Ármannssonar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Opinber heimsókn Ljósmyndarar blaðanna fylgjast með öllum hreyfingum opinberra gesta. Þegar Schmidt kanslari kom til Keflavíkurflugvallar var engin undantekning þar á. En þessi mynd er ólík flestum hinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.