Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 5
vera hvort Trier láti sér ögrunina eina nægja,
gerir myndin eitthvað annað en að fara viljandi
og hálfhlæjandi yfir mörk, ýta á útpælda
hnappa og að festa í sessi fyrri skoðanir manna
á Trier? Er um viðbót við höfundarverkið að
ræða, endurtekningu, öfgun eða útúrsnúning?
Svarið er allt þetta. Að horfa á Antichrist, að
fylgjast með þeim undarlega seiði sem þar er
framreiddur, er líkt og að verða vitni að sólkerfi
splundrast inn á við. Þessi mynd er eins konar
innsprenging sálarlífs leikstjórans, og ef þetta
væri einhver annar en von Trier liggur við að ég
myndi segja ferilsins líka. Antichrist fjallar um
geðveiki, um hrun sjálfsins, og það eru vitanlega
margar ólíkar leiðir til að nálgast slíkt efni, hina
splundruðu og rústuðu vitund. Algengt er að
leitað sé á vit raunsæislegra framsetning-
araðferða en önnur aðferð tengist vægum súr-
realisma líkt og sjá má dæmi um í Englum al-
heimsins. Afstrakt nálgun eins og hjá David
Lynch og Polanski getur verið áhrifarík. Trier
fer hins vegar lengra. Hans mynd er risavaxin
allegóría um hugarástand á heljarþröm, mynd
sem vindur fram á óskiljanlegan hátt inni í sál-
arlífinu og vitundinni, hann umbyltir táknkerf-
inu þannig að veruleikaviðmiðin hverfa hvert á
fætur öðru. Hægt er að lesa myndina sem írón-
íska úttekt leikstjórans sjálfs á höfundarverki
sínu þar sem hann öfgar ýmsa þætti sem hafa
verið áberandi. Myndin er t.d. svo transgressíf
að maður veltir fyrir sér hvort Trier sé ekki öðr-
um þræði að hæðast að sjálfri hugmyndinni um
að „fara yfir mörkin“. Meginþráðurinn tengist
þó heilögu stríði leikstjórans við myndir hins
kvenlega, táknmyndir upphafnar jafnt sem nið-
urtraðkaðar, stríð sem hann hefur háð mestan
hluta ferilsins.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009
5
A
nne B. Ragde vakti athygli á nýliðinni
bókmenntahátíð í Reykjavík, enda hefur
þríleikur hennar um fólkið á Neshov
notið vinsælda hér á landi.
Sagan hófst með Berlínaröspunum, og var
síðan rakin áfram í Kuðungakröbb-
unum í kjölfarið. Nú er nýkomin út
lokasagan, Á grænum grundum, en
þar er sagan leidd til lykta.
Ragde vakti fyrst athygli fyrir ævi-
sögu sína um Sigrid Undset, sem
hún hugsaði fyrst og fremst fyrir
unga lesendur og hlaut verðlaun fyrir.
Fyrsta skáldsaga hennar fyrir full-
orðna var Berlínartígurinn, sem naut
strax vinsælda.
Þríleikurinn um fólkið á Neshov er þó vin-
sælasta verk hennar til þessa. Búið er að
þýða verkið á fjölda tungumála – um tuttugu
hingað til – og yfirfæra í sjónvarpsseríu sem
rösklega milljón manns fylgdist með í
Noregi þegar hún var sýnd þar.
Í Verdens Gang segir m.a. um bókina
að „Anne B. Ragde sé snillingur í að
lýsa angist fólks þannig að þolanlegt
sé að lesa um hana. Ekkert mannlegt
er henni óviðkomandi.“ Dómur í Fin-
ancial Times vakti athygli vegna
þess hversu lofsamlegur hann var
og átti sinn þátt í því að koma
Ragde á kortið í alþjóðlegu sam-
hengi.
Á grænum grundum | Anne B. Ragde
Fólkið á Neshov
K
apalsjónvarpsstöðin banda-
ríska HBO hefur verið á sig-
urgöngu um alllangt skeið
og með myndaröðinni The Wire
umbreytti hún bæði stöðlum og
möguleikum sjónvarpsþáttaforms-
ins. Um skeið átti stöðin í vand-
ræðum, bestu þættirnir luku allir
göngu sinni á svipuðum tíma. Nú
þykir upprisa hafa átt sér stað,
HBO á að hafa sannað sig í enn eitt
skiptið með vampíruþáttum sem
nefnast True Blood. Því fer þó
fjarri að um sé að ræða myndefni
er standist samanburð við blóma-
skeið rásarinnar,
þætti á borð við
Oz, Wire, Deadwo-
od, Rome, eða Six
Feet Under. Höf-
undur síðast-
nefndu seríunnar,
Alan Ball, er reynd-
ar hér að verki en
útkoman virðist
marka upphaf ein-
hvers konar hnign-
unarskeiðs. Í stað
samfelldrar
söguþróunar og
knýjandi dramatíkur fá áhorfendur
hér útgáfu af unglingaþætti, sam-
bland af Twilight-barnabókunum
og Gossip Girl-slúðurþáttunum,
kryddað blóðugri fjöldamorð-
ingjasögu og framreitt í umhverfi
sem reyndar ætti að svínvirka,
skemmtilega sveittri smáborg í Lo-
uisiana með allri sinni suðurríkja-
gotnesku, en sem reynist bæði fá-
tæklegt og óraunsætt (þrjú hús,
einn bar, grasflöt, það er „rým-
issköpun“ þáttanna). Söguheim-
urinn er óröklegur, morðgátan illa
skrifuð og fjarstæðukennd, sam-
skipti persóna
klisjukennd þar
sem þau eru ekki
óskiljanleg, sam-
svörun vampírisma
og minnihlutahópa
kjánaleg. Eina hug-
takið sem nær utan
um þættina er
„kitsch“ en ým-
islegt bendir til að
metnaðurinn hafi
verið meiri, og því
er hér um að ræða
mikil vonbrigði.
True Blood (2008-9) | Alan Ball
Vampíruklúður á HBO
Þ
að var ekki laust við að hjartað tæki smákipp
þegar ég rölti inn í Eymundsson í miðborg-
inni í vikunni og sá að þar var til eitt eintak
af þriðju og síðustu bókinni í þríleik sænska
rithöfundarins og blaðamannsins Stiegs Larssons.
Sem ákafur reyfaralesandi í áratugi þóttist ég hafa
komist í feitt þegar ég byrjaði að lesa bókina Konur
sem hata karla eftir Stieg Larsson sumarið 2007. Ég
vissi lítið um Larsson annað en að þessi bók hafði
vakið athygli þegar hún kom fyrst út í Svíþjóð árið
2005. Þá fjallaði hún um blaðamann og ég hef alltaf
verið sérstaklega veikur fyrir blaðamannareyfurum.
Þegar ég svo sá bókina í danskri þýðingu á útsölu í
bókabúð í Kaupmannahöfn ákvað ég að fjárfesta í
henni og framhaldinu, Stúlkunni sem lék sér að eld-
inum, sem einnig var þarna til sölu.
Væru hefðbundnar án Lisbeth
Karlar sem hata konur væri tiltölulega hefðbundin
norræn spennusaga um leit að morðingja ef söguper-
sónan Lisbeth Salander kæmi ekki þar við sögu, hún
er persóna sem lesandinn er fljótur að stilla sér upp
við hliðina á. Í Stúlkunni sem lék sér að eldinum
er hlutverk Lisbeth stærra og þar fær
lesandinn að vita um þá atburði sem
mótuðu líf hennar í æsku. Þetta verður
til þess að samkenndin með persónunni
eykst enn meira og síðustu kaflanir eru
næstum erfiðir aflestrar, jafnvel fyrir
harðnaða spennusagnalesendur.
Ég las bækurnar tvær í einni lotu og hef
síðan verið að sverma fyrir þriðju og síð-
ustu bókinni, en frásögnin í henni hefst
sama kvöldið og Stúlkunni sem lék sér að eldinum
lýkur. Bókin virðist þó ekki hafa tekið mikið hillu-
pláss í íslenskum bókabúðum til þessa; ég veit, ég
veit, ég hefði getað pantað hana á netinu en af því
varð aldrei.
Á meðan hefur svo sem verið nóg framboð af öðru
efni fyrir áhugamenn um Stieg Larsson og bæk-
urnar hans. Larsson er orðinn að einskonar tragískri
hetju, sem lést áður en fyrsta bókin kom út, og síðan
hafa sambýliskona hans og ættingjar tekist á um arf-
leifð hans fyrir opnum tjöldum. Þá hafa Íslendingar
eins og aðrir Norðurlandabúar getað fylgst með því
hvernig Lisbet Salander líkamnaðist í (íslensk)
sænsku leikkonunni Noomi Rapace svo varla verður
betur gert. Ég var afar ánægður með þá kvikmynd
og hlakka til að sjá myndirnar sem gerðar hafa verið
eftir hinum bókunum tveimur.
Markmið ferðarinnar með Larsson
En nú má ég ekki vera að því að sitja lengur og
skrifa. Ég er kominn á bólakaf í Loftkastalann sem
var sprengdur því ég ætla ekki að bíða eftir mynd-
inni, sem væntanlega verður sýnd í vetur. Bókin sem
ég fjárfesti í er ekkert áhlaupaverk, 703 síður með
örsmáu letri og á sænsku í þokkabót. Framvindan er
ekki eins hröð og í fyrri bókunum tveimur en undir-
aldan er þeim mun þyngri. Ég er að verða hálfnaður
og það er, held ég, að renna upp fyrir mér hvað Lars-
son ætlaðist fyrir þegar hann lagði upp í þessa lang-
ferð með blaðamanninum Mikael Blomkvist og Lis-
beth Salander: að koma því á framfæri að það séu
gráu, sjúku og andlitslausu karlarnir, sem hafa kom-
ið sér fyrir bakvið tjöldin í valdastofnunum og ráðsk-
ast þar með einstaklinga og jafnvel heilar þjóðir, sem
hata konur mest.
Og þó, kannski ætlaði Larsson bara að skemmta
sér og öðrum með góðum glæpasögum. gummi-
@mbl.is
Stúlkan sem lék sér að eldinum | Stieg Larson
Á langferð með Lisbeth Salander
Salander Í annarri bókinni eru upplýsingar um það sem mótaði líf Lisbeth í æsku.
BÆKUR VIKUNNAR
EFTIR GUÐMUND SV.
HERMANNSSON
H
var á venjulegt millistéttarfólk að takast
á við samviskuspurningar nútímalífs?
Hvar eiga Vesturlandabúar að takast á
við örlög nágranna sinna í fátækum löndum
heims? Geta þeir sloppið með því að hafa
skoðanir á hlutskipti hinna
óheppnu, kúguðu og fyrirlitnu; eða
verða þeir að sýna hug sinn í verki?
Allt þetta og auðvitað miklu
meira til tekst bókin Býfluga eftir
Chris Cleave á við, en hún kom ný-
verið út hjá bókaforlaginu Bjarti.
Verkið fjallar um ung hjón sem fara á
framandi slóðir í frí. Þar verða þau
vitni að hryllilegum atburði sem hefur
afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau. Sagan
ber nokkur einkenni spennusögu og spannar
söguþráð er tæpir á stærstu málaflokkum
samtímans; alþjóðavæðingu, innflytjenda-
málum og persónulegri ábyrgð okkar allra á
meðbræðrum okkar og -systrum. Atburð-
urinn hryllilegi verður til þess að stía
ungum millistéttarhjónunum í sundur og
snúa öllum þeirra viðhorfum til tilver-
unnar og hvors til annars á hvolf. Í dómi
sem birtist í breska dagblaðinu Guardi-
an þegar verkið kom út á frummálinu
segir að „ef verkið rambi á barmi
melódrama, þá sé það sami ágalli og
var á verkum Charles Dickens og
verði til af sömu ástæðu. Nefnilega
þeirri að þeim sé alvara.“
Býfluga | Chris Cleave
Samviskuspurningar
S
vo virðist sem frekari sönn-
unar þurfi ekki við að með
nýjum framleiðslustjóra
HBO, Sue Naegle, sé blómaskeiði
stöðvarinnar lokið. Nú hefur birst
á sjónarsviðinu þáttaröð sem
nefnist Hung (Kýldur) og fjallar
um unglingakörfuboltaþjálfarann
Ray sem í krafti íturvaxinna kyn-
færa gerist karlhóra. Með hlut-
verk Rays fer Thomas Jane, sem
áhorfendur kannast e.t.v. úr Si-
deways, en leikstjóri þeirrar
myndar, Alexander Payne, kemur
einmitt að gerð þáttanna. Því
verður ekki neitað að söguþráð-
urinn, þegar honum er varpað
fram sem stuttri lýsingu, hljómar
eins og þunnur þrettándi, brand-
ari sem engan
veginn geti
haldið þátta-
röð á floti.
Nokkuð er til í
því en þó kem-
ur á óvart
hversu hressir
og skondnir
þættirnir eru á
köflum. Sam-
anburður við True Blood er þátt-
um þessum a.m.k. í vil. Hér er
ekki á ferðinni djúpstæð rannsókn
á kynímyndum eða kyngervi en
þættirnir eru heldur ekki full-
komlega ómeðvitaðir um víddir
efnisins, og hversu auðvelt er að
skrika fótur í þessu samhengi.
Leikarar eru með afbrigðum góðir
og samband Rays við Tanyu, mis-
heppnað ljóðskáld sem tekur að
sér að vera „pimpinn“ hans og
breytir auglýsingaímynd hans úr
„fylginaut“ í „gleðigjafa“, er bráð-
fyndið og lifandi. Yfir röðinni svíf-
ur ákveðinn léttleiki og tvímæla-
laust má hafa gaman af henni
enda þótt spurningar vakni um
sumar þær forsendur sem sögu-
fléttan gefur
sér. Vafi leikur
ekki á því að
kraftmeira efni
og úthugsaðra
þarf til að
tryggja orð-
spor stöðv-
arinnar og
áframhaldandi
heilsu.
Hung (2009) | C. Burson og D. Lipkin
Gleðigjafinn mikli
Bækur