Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 Lesbók 9 Gæði verkanna yfir peninga hafin Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður hefur í áranna rás komið sér upp persónulegu safni myndverka eftir innlenda og erlenda listamenn. Hann segir hér frá einkennum og eðli safnsins. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is É g hef alltaf haft safnaraeðli í mér. Ég safnaði drasli sem strákur og setti upp á vegg, samblandi af skeljum og öðru dóti. Þessi árátta er ennþá í mér, ég á draslkassa hér og þar á vinnustofunni,“ segir Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður. Hann hefur gegnum árin komið sér upp mynd- arlegu og afar persónulegu safni myndverka eftir aðra listamenn. „Þegar ég var kominn af alvöru út í myndlistina og farinn að kynnast listamönnum hér heima og erlendis fór ég að safna verk- um,“ segir Helgi. „Ég skil ekki alveg þessa ástríðu, en það jafnast þó ekkert á við að hafa frumverkin sjálf fyrir augunum. Þá fær maður safann úr verkinu. Ég hef safnað verkum eftir fólk á mínum aldri og yngra, og einnig af ástríðu einhverju til hliðar við það, eins og verkum eftir eldri listamenn.“ Þar á meðal eru myndverk eftir Jóhannes Kjar- val, Karl Kvaran og Eyborgu Guðmundsdóttur. Hluta af safni Helga má sjá á heimili þeirra Margrétar Lísu Steingrímsdóttur en þar hafa þau starfrækt Ganginn, rómaðan sýningarstað, í á þriðja áratug. „Gangurinn er að hluta til tengdur þessari söfnun því mörg verkanna eru eftir fólk sem hefur sýnt í honum. Ég hef safnað listamönnum til að koma hingað og eftir standa þessi verk eins og vörður frá ferð þeirra,“ segir Helgi og bætir við að hann eigi ekki verk eftir alla sem hafa sýnt í Ganginum en marga þó. Mik- ið er um að Helgi skiptist á verkum við aðra myndlistarmenn. Það gerir söfnun myndlistarmannsins ólíka söfnun þess sem greiðir fyrir verkin. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef eignast, mér finnst þetta litla safn mitt vera stórt á einhvern hátt,“ segir hann. „Þetta eru oft verk sem auka rýmið á einhvern hátt. Eru ekki alltaf útblásin en hafa hlýlega nærveru. Ætli ég eigi ekki fleiri verk eftir útlendinga, en marga þeirra met ég afar mikils sem listamenn.“ Stór hluti safns Helga er ekki innrammaður eða tilbúinn til sýningar en hann breytir reglulega um upphengingu heima hjá sér, í þeim rýmum íbúðarinnar sem Gangurinn nær ekki til. „Svo er ég alltaf með jólasýningu úr safninu í Ganginum, til að hafa friðsæl jól. Sýningarnar eru nefnilega misfriðsamar,“ segir hann og brosir. „Svo hengi ég líka upp verk í húsinu okkar í Dölunum; þar setti ég síðast upp litla sýningu á einum vegg sem varð laus þegar ég flutti í nýju vinnustofuna. Mér finnst ánægjulegt að sitja þar og glápa á þá sýningu, sem samanstendur af mörgum verk- um.“ Helgi segir notalegt að vakna ætíð til nýs dags með listaverk allt í kringum sig. „Það er mjög þægilegt að láta rifa í augun með þessi verk í svefnherberginu. Myndlist er starf mitt og áhugamál. Ég er eiginlega aldrei með myndir eftir mig heima þannig að þetta er ákveðin hvíld frá vinnustofunni. Eitt er allavega öruggt, söfnun sem þessi kemur peningum ekkert við; ég tapa frekar peningum á þessu en hitt. Margir safnarar eru alltaf að tala um hvað verk kosta, mér finnst ekkert varið í að hugsa um pen- ingahliðina þótt ég viti að í safninu eru verk sem eru einhvers virði. Gæði verkanna eru yfir peningana hafin!“ Standa ákveðin verk nær hjarta Helga en önnur? „Nei, en mér þykir vænt um að eiga frekar góð verk eftir marga sem ég hef sýnt með. Ég held ég eigi góð verk eftir þá all- flesta enda hef ég verið á vinnustofum þeirra og getað valið úr. Það eru ekki alltaf stór verk en þeir sem þekkja vel til vita að lítil verk eru ekki alltaf verstu verkin,“ segir hann og brosir. „Ég á til að mynda mjög góða mynd eftir ítalska listamanninn Salvo. Þeg- ar fréttist að ég ætti hana höfðu nokkrir ítalskir safnarar sam- band og vildu kaupa hana. Ég hefði getað grætt á því – en þetta er eitt verkið sem ég sé þegar ég vakna þessa dagana.“ Ég skil ekki alveg þessa ástríðu, en það jafnast þó ekkert á við að hafa frumverkin fyrir augunum. Þá fær maður safann úr verkinu. SAFNARINN K ötturinn Kasper mjálmar kveðju sína í stofu á Skólavörðustígnum og þar sitja með okkur þau Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson og Lise Sinclair, tónlist- armenn og ljóðskáld. En skáldið sem var upp- haflegt tilefni komunnar er hvergi sjáanlegt, hann var enn í Litháen þegar viðtalið var tekið. „Ég kynntist Aðalsteini Ásberg síðasta sumar í Crear á Skotlandi,“ segir Gintaras Grajaus- kas mér nokkrum dögum fyrr, þar sem hann er staddur í Litháen og ég á Íslandi. „Þar tókum við þátt í alþjóðlegu verkefni sem ljóðskáld sem einnig starfa sem tónlistarmenn og þýðendur tóku þátt í. Við vorum frá Skotlandi, Íslandi og Litháen og unnum saman efni sem við fluttum meðal annars á bókmenntahátíðinni í Edinborg og munum gera það sama í Reykjavík og von- andi seinna meir í Vilnius. Sveitina köllum við Berserkina [sem hljómar keimlíkt á öllum mál- unum, berserkas á lithásku og berserks á ensku] og við stefnum á að taka líka upp efni og vinna áfram saman, enda samstarfið mjög gott,“ en auk áðurnefndra þremenninga eru Ástvaldur Traustason og Jerry Cambridge [sem því miður komst ekki til Reykjavíkur] einnig í sveitinni. Krosseignatengsl listamanna Nokkrum dögum seinna enduróma Aðalsteinn Ásberg og Lisa orð hans og Aðalsteinn bætir við: „Okkur var stefnt á þetta litla menningar- setur á vesturströnd Skotlands, þetta er frá- bær staður, gamall sveitabær sem hafði verið kominn í eyði en hann var byggður upp að nýju og þarna er flottur tónleikasalur með tveimur flyglum og gistiaðstaða. Þarna vorum við fimm saman og höfðum eina viku til að vinna saman. Ég held það hafi orðið til ein níu lög við texta og þetta eru tómar krosstengingar. Ég þýddi ljóð eftir skoska skáldið sem var með okkur, munnhörpuleikarann Jerry Cambridge, og bjó til lag við íslensku þýðinguna. Síðan hjálp- uðumst við alltaf að við að gera lögin tilbúin fyrir flutning. Ástvaldur bjó til lag við enska þýðingu á ljóði eftir mig og fékk Lisu til að syngja. Svo urðu til blúsar til að nota við ljóð Gintaras Grajauskas, hann er bassaleikari. Þetta var ótrúlega fjölbreytt og fór fram úr björtustu vonum.“ Verkefnið er á vegum sam- takanna Rithöfundar án landamæra – Literat- ure Across Frontiers og hafa Sigurður Páls- son, Sigurbjörg Þrastardóttir og Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir öll tekið þátt í starfi samtak- anna áður. Spjallið fer ýmist fram á íslensku og ensku – við Aðalsteinn skiptum reglulega – en lithásk- an er þó fjarri. „Ég hefði aldrei farið að þýða þetta ef ég hefði ekki aðgang að Gintaras. Ég var að nota enskar og sænskar þýðingar, jafn- vel þýskar, en hann átti oft fleiri en eina þýð- ingu á ensku og svo fékk ég beina, hráa, þýð- ingu frá Gintaras fyrir sum ljóðin. En það mikilvægasta var að hitta hann, heyra hvernig hann les ljóðin og skilja betur ryþmann á bak við.“ Aðalsteinn býr líka svo vel að eiga lithásk- enska vasaorðabók sem hann keypti af rælni í Vilnius fyrir nokkrum árum. „Ég notaði hana ekki nema þrisvar eða fjórum sinnum, bara til að fullvissa mig um að ég væri á réttri leið.“ Bókin sem um ræðir, Beinhvít ljóð, er safn- bók ljóða Grajauskas og er tekin úr fjórum ljóðabókum. Sú elsta er Ljóðaskrá og sú nýj- asta Ljóð af eigin skinni, en það eru þó bæk- urnar tvær á milli sem eru langfyrirferðar- mestar, Beinflautan og Saga nýjustu tíma: Kennslubók fyrir byrjendur. Elsta ljóðið er giska sérkennilegt náttúruljóð og seinna meir fara netljóð að vera áberandi og Aðalsteinn samsinnir því að það stemmi ágætlega við þró- un ljóðagerðar hans. Gintaras tók þátt í að velja titil ljóðasafnsins, en Aðalsteinn bar nokkra mögulega titla undir hann. Litháskt blús-rapp „Samstarfið og vináttan hefur veitt okkur ákveðið frelsi að leika okkur með texta hvort annars,“ segir Lisa. Og hvernig tónlist eru þau að fara að flytja? „Lise hefur verið að vinna í rokkskotinni þjóðlagatónlist og ég hef verið að vinna með vísnatónlist. Ástvaldur kemur svo inn með klassík og djass og Gintaras með blús- inn,“ segir Aðalsteinn og Lisa skýtur inn í að niðurstaðan verði bræðingur, „fusion rather than confusion“. Stundum borgar sig ekki að reyna að þýða. En hver er munurinn á skáldskap Gintaras og tónlist hans? „Hann myndi sjálfur segja að það væri mikill munur, en við sáum hann flytja ljóðin sín, hann var ekki beint að syngja þau,“ segja þau og Lisa kallar þetta „litháskt blús-rapp“. Þá er rétt að rifja upp hvað Gintaras sjálfur hafði um málið að segja. „Tónlistin hefur alltaf verið við hlið bókmenntanna í lífi mínu. Ég held hún hjálpi mér mikið sem skáldi, tónlistin er góð leið til þess að læra að finna rétta formið, finna takt- inn. En ég skrifa bara og hef aldrei kallað sjálf- an mig bara rithöfund eða bara tónlistarmann. Ef ég þyrfti að velja aðeins eitt þá myndi ég velja það að lifa.“ Enda koma áhrifin alls staðar að. „Það er langur listi, frá bókmenntum til kvik- mynda, frá tónlist til hversdagsins. Nafnalistinn yrði jafnvel lengri, allt frá járnsmiðnum afa mín- um til Czeslaw Milosz.“ Flytjum okkur aftur í tíma í þessu marg- radda samtali, sem nú er að ljúka í stofunni á Skólavörðustígnum, en ég spyr hvort Kasper hafi einhverju við þetta að bæta. Hann mjálm- ar fáeinar vel valdar setningar um litháska nú- tímaljóðlist og Aðalsteinn segir: „Ég skil hann ekki, en ég er viss um að þeir Gintaras geta tal- að saman, þeir hafa sama húmor.“ Tónleikarn- ir voru svo viðeigandi lokapunktur á síðasta upplestrarkvöldi hátíðarinnar, list sem lætur hvorki landamæri né mæri listanna hindra sköpunina. Í einlægni værum við reglulega einlæg töluðum við ekki svona mikið um einlægni í raun og veru töluðum við minna eða værum alveg þögul værum við reglulega einlæg segðum við „mínar óeinlægustu samúðar- kveðjur“ eða „með óeinlægri virðingu“. „yðar óeinlægur – Gintaras“ í heildina töluðum við miklu minna værum gagnorðari við héldum ekki áfram að spyrja: hvernig hef- urðu það, hvernig gengur við kæmum okkur að efninu, hvernig er að deyja og við myndum svara í einlægni: ágætt, takk asgeirhi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Skáldbræður „[...]það mikilvægasta var að hitta hann, heyra hvernig hann les ljóðin og skilja betur ryþmann á bak við“, segir Aðlsteinn um Gintaras Grajauskas. Köttur og fjarlægt ljóðskáld Ef ég þyrfti að velja aðeins eitt þá myndi ég velja það að lifa, segir Gintaras.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.