Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 30
30|Morgunblaðið Það þarf ekki að mæta í glænýjum galla í ræktina frekar en maður vill en sumt er nauðsynlegt að hafa með sér. Til dæmis stór og góð íþróttataska sem rúmar vel skó, föt, handklæði og snyrtidót. Best og hreinlegast er að hafa skóna í poka á botninum. Vatnsbrúsann eða flöskuna má ekki vanta en brúsann er mikilvægt að þvo reglulega svo og að skipta um flösku því slíkt get- ur reynst gróðrarstía baktería. Sokka er best að hafa án sauma til að þeir nuddist ekki við fæturna. Eftir góða líkamsrækt er fátt betra en að fara í heita sturtu og mörgum sem finnst þægilegt að taka með sér sjampó, krem og annað slíkt í litlum og léttum umbúðum. Þægilegt Snyrtivörur í minni um- búðum eru hentugar í ræktina. Nauðsynlegt í ræktina Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Orkumeiri eftir föstu Elísabet Reynisdóttir næring-arþerapisti fastar reglulega ogsegir það hafa mjög góð áhrif á líkamann. Hún segir þó mikilvægt að fasta undir eftirliti. „Það á ekki hver sem er að fasta, því það getur verið misjafnt líkamsástand á fólki og svo getur fólk verið veikt eða illa fyrirkallað, bæði and- lega og líkamlega. Eins getur fasta haft miklar breytingar í för með sér, til dæm- is hjá fólki sem hefur verið á lyfjum því ef það fer í harða föstu þá getur það orð- ið fárveikt, þannig að það er aldrei gott að fasta einn. Hins vegar er sniðugt að hvíla líkamann og borða bara grænmet- issúpu og léttsoðið grænmeti í þrjá daga. Þá er maður í raun að hvíla allt kerfið og hreinsa út úr líkamanum með því að borða miklar trefjar. Fólk á þó aldrei að fara af stað og fasta án þess að hafa kynnt sér málið og leitað sér þekk- ingar.“ Mismunandi leiðir Elísabet segir það vera sérstaklega sniðugt að fasta eftir langar matartarnir, eins og jól og páska. „Þá höfum við borðað mikið af reyktum mat, mikla fitu og mikið af sykri. Í slímhúðinni eru frumur sem endurnýja sig á fjögurra daga fresti. Þess vegna ákveða margir að taka viku í föstu, þá er byrjað á að trappa sig niður í 2-3 daga og svo er mjög einfalt fæði í fjóra daga. Þetta hjálpar frumunum í slímhúðinni að endurnýja sig og þannig vinnum við matinn betur og fáum meiri orku,“ segir Elísabet og bætir við að það séu margar mismunandi leiðir til að fasta. „Sumir léttsjóða hollt græn- meti en aðrir fara á strangt, lífrænt mataræði. Svo virðist vera útbreiddur misskilningur hjá konum sem fasta en nota samt snyrtivörur, sjampó og annað. Ef þú ert að fasta af heilum hug þá notarðu engin efni því efnin fara jafnt inn í líkamann, hvort sem þú smyrð þeim á húðina eða borðar þau.“ Alls ekki megrun Það er þó eitt sem fólk má aldrei gera, að sögn Elísabet- ar, og það er að líta á föstu sem megrunarkúr. „Það eru stærstu mistökin sem hægt er að gera, að ætla að losa sig við nokkur kíló með því að fasta. Það á alltaf að hugsa um föstuna sem hreinsun, til að hvíla líffærin eftir mikið álag. Ef við erum skynsöm þá vinnum við allt öðruvísi úr matnum okkar eftir föstu. Ensímin hafa fengið tíma til að jafna sig og þá er auðveldara að brjóta matinn niður. Gerlaflóran í ristlinum sem hjálpar til við að brjóta niður matinn er að heila sig í föstu þannig að það skiptir gríðarlegu máli að fasta,“ segir Elísabet sem segir sér alltaf líða mun betur eftir föstu. „Líðanin er ofboðslega góð eftir viku föstu og maður er orkumeiri. Fyrst þegar maður er að fasta þá kem- ur höfuðverkur og slappleiki en ef maður nær að halda þetta út þá líður manni gríðarlega vel. Oft er maður líka að taka til í andlegu hliðinni þegar maður fastar og andlega er þetta svolítil rússíbanareið.“ Varhugaverð hreinsun Alfons Ramel, doktor í nær-ingarfræði, segir engarvísindalegar rannsóknir styðja það að það sé hollt fyrir fólk að fasta reglulega. „Það er mikilvægt að spyrja um magn föstunnar og hver sé tilgangur hennar. Ef markmiðið er góð lík- amsþyngd þá er fasta ekki það besta en það skiptir líka máli hversu langt tímabilið er. Í tveggja daga föstu er yfirleitt bara vökvatap en ekki fitutap og það hefur því frekar lítil áhrif á þyngdarstjórnun. Ef of þungur einstaklingur vill byrja á föstu sem nýtt upphaf og breyta svo yfir í hollt mataræði þá er það auðvitað í lagi. En það eru engar rannsóknir sem styðja að það sé hollt að fasta reglulega.“ Líka góðar bakteríur Alfons segir að það sé margt sem hafa þarf í huga ef fólk ætlar að fasta. „Til dæmis þegar fasta er not- uð sem hluti af ristilhreinsun og alls kyns hægðalos- andi efni eru tekin sem geta verið varhugaverð. Slæmu bakteríurnar skolast vissulega út en líka þær góðu og það er spurning hvað það tekur langan tíma að byggja þær aftur upp. Mér finnst þessi hugsun um ristilhreinsun ekki byggð á góðum grunni,“ segir Alfons en tekur fram að það sé vissulega góður punktur að líffærin þurfi hvíld. „En er það ekki hvíld ef maður sefur í átta eða tíu klukkutíma? Ég er ekki á móti því að borða mjög lítið eftir að við höfum borð- að mjög mikið, til að koma strax í veg fyrir þyngd- araukningu. Það er ekki vitlaus hugmynd en mun verri er sú að það þurfi að hreinsa ristilinn reglu- lega.“ Ein vika skiptir ekki höfuðmáli Alfons ítrekar að fasta sé ekki nauðsynleg til að hreinsa líkamann. „Eiturefni í líkamanum safnast saman í fituvefnum og eru oft fituleysanleg sem þýð- ir að fituvefurinn geymir þessi efni en ef það er þyngdartap þá fara efnin inn í blóðið. Með því að fasta verður niðurbrot á fituvefnum og þessi efni fara út í blóðið og fara jafnvel í heila eða vöðva sem er kannski miklu verra en að hafa þessi efni í fitu- vefnum. Þótt efnin fari út í blóðið er ekki þar með sagt að líkaminn geti losað sig strax við þau því þau geta farið í aðra vefi líkamans. Það er því nauðsyn- legt að kynna sér föstu vel áður en farið er af stað og helst að fara til læknis og sjá hvað hann ráðleggur. Svo er líka hægt að velta fyrir sér hve mikil áhrif fasta í eina viku hefur. Ég held að það skipti meg- inmáli hvað maður borðar og gerir hinar 51 vikurnar á ári.“ Vellíðan eða vandræði eftir föstu? Margir vilja byrja nýtt ár með heilbrigðum lífsstíl og ákveða jafnvel að fasta í nokkra daga til að hreinsa líkamann eftir ofgnótt matar og drykkja yfir hátíðirnar. Ekki eru allir á sama máli um hvort fasta sé góð fyrir líkamann en ljóst er að alltaf er nauðsyn- legt að kynna sér slík mál vel áður og fá jafnvel ráð hjá lækni. Að fasta Það eru til margar leiðir til að fasta og ein þeirra er til dæmis að borða ekkert nema grænmetissúpu í nokkra daga. Elísabet Reyn- isdóttir: „Það á ekki hver sem er að fasta.“ Alfons Ramel: „Það er því nauðsynlegt að kynna sér föstu vel áður en farið er af stað og helst að fara til læknis og sjá hvað hann ráð- leggur.“                                 !  """#$%&'()&*)+)#),                   - .   • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna undirstöðefni sem eru okkur lífsnauðsynleg á sama hátt og prótín, vítamín, steinefni o.fl. Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum Lífsnauðsynlegar fitusýrur á hverjum degi! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum sem byggja upp ónæmiskerfið og hafa áhrif á:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.