Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 15
Morgunblaðið |15 Góð heilsa byrjar með einum göngutúr enda margar ástæður fyrir því að göngutúrar eru frábær hreyfing. Það þarf engin sérstök áhöld til að ganga, það má ganga nánast hvar sem er og flestir geta farið í göngutúr. Þar að auki er það frábært fyrir heilsuna. Reglulegir göngutúrar geta haft jákvæð áhrif á of háan blóðþrýsting og of mikið kól- esteról, en hvort tveggja stuðlar að hjarta- sjúkdómum. Göngutúrar hafa líka áhrif á jafnvægi og þjálfa upp jafnvægisskynið þannig að minni hætta er á að viðkomandi detti. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ell- inni því eldra fólk hefur minna jafnvægi. Auk þess styrkja göngutúrar bein og liði. Göngutúrinn er mun betri fyrir liðina en hlaup eða eróbikk því höggin eru minni. Aðrir kostir reglulegra göngutúra eru þyngdartap, meiri orka og betri svefn. Photos Heilsurækt Það er hollt og gott að ganga reglulega. Góðir göngutúrar Það getur tekið sinn tíma að venja börn á aðra fæðu en brjóstamjólk. Mikilvægt er að gefa sér nógan tíma til að venja barnið á matinn og vera viðbúinn því að hann gæti endað víðar en uppi í munni barns- ins, til dæmis á veggjum og gólfi! Góður tími dagsins Gott er að velja tíma dags þegar barnið er ekki of þreytt eða svangt og í byrjun getur verið góð hug- mynd að gefa því smá brjósta- mjólk eða mjólkurblöndu skömmu áður til að það verði ekki jafn pirrað á að borða úr skeið. Gefðu þér nægan tíma og ekki neyða barnið til að borða, taktu frekar smá hlé og reyndu aftur seinna. Hitaðu aðeins lítið magn matar í hvert skipti og hvettu barnið til að borða sjálft um leið og það hefur aldur til. Ullabjakk Gefa þarf börnunum tíma til að venjast nýju fæði. Gott fyrir barnið Talað er um að 90 prósent þess sem við höfum áhyggjur af verði aldrei að veruleika. Hvort sem það er töl- fræðilega nákvæmt eða ekki er það veruleiki sem margir kannast við. Hve miklum tíma sóum við í að þjást yfir einhverju sem gæti mögu- lega gerst? Hve oft bregðumst við ekki rétt við því við hræðumst mögulegar afleiðingar? Að hafa áhyggjur af framtíðinni leysir ekki yfirvofandi vandamál heldur lamar það gjörðir okkar í nútímanum. Það veldur álagi, gerir það að verk- um að viðkomandi er líkamlega og andlega þreyttur og eyðileggur það sem annars gæti verið góður dagur. Næst þegar áhyggjur banka upp á er gott að hafa í huga að allir geta undirbúið sig fyrir framtíðina en fáir geta sagt fyrir um hana. Best er því að gera það sem maður getur og gleyma því sem maður hefur enga stjórn á. Áhyggjur Stöðugar áhyggjur geta haft lamandi áhrif. Engar óþarfa áhyggjur ókeypis smáauglýsingar mbl.is Árskort í líkamsrækt og sund Á 29.990 kr. ÁRSKORTið Á 27.990 kr. Tveir saman aðeins 2.499 kr. á mánuði. Bjóðum Visa/Euro léttgreiðslur kortið gildir í líkamsrækt og sund á Báðum stöðVum nautilus í kópaVogi – sundlaug kópaVogs og íþróttamiðstöðinni salahVErfi. sundlaug kópavogs / sími 570 0470 íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 www.nautilus.is ný nautilustæki // stórir salir með lausum lóðum // mikill fjöldi hlaupabretta fullkomin þrektæki // ný sjónvörp salur fyrir spinning-/hjólatíma Ókeypis prufutími undir leiðsögn þjálfara. panta þarf tíma með fyrirvara – 16 ára aldurstakmark. aðeins 2.333 kr. á mánuði á mann. Bjóðum Visa/Euro léttgreiðslur. tilboðið gildir til og með 2.-12. janúar 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.