Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 12
12|Morgunblaðið
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Margir líta á ársbyrjunsem góðan byrj-unarreit fyrir heil-brigt líferni og hollt
mataræði en því miður endist það
ekki alltaf út árið. Guðjón Davíð
Karlsson leikari viðurkennir að
hann sé svolítill túramaður í holl-
ustu. „Ég hugsa um hvað ég set
ofan í mig en ég er ekkert heila-
þveginn af hollustu. Hins vegar
missi ég mig stundum alveg í hina
áttina og fæ mér sætindi og annað
óhollt. Mér finnst það voðalega
gott. En svo tek ég mig á og þá
líður mér miklu betur en þá þarf
ég stundum að sýna mikinn vilja-
styrk. Ég þarf að passa mig því
ég finn að þegar mikið er að gera
má ég ekki missa mig í þungan
mat. Það er til dæmis mikið að
gera í leikhúsinu um jólin og ég
geri mér alveg grein fyrir því að
maður má ekki alveg tapa sér í
gleðinni. Jólin eru náttúrlega ynd-
islegur tími og maður verður að
leyfa sér að detta í nammi-
skálarnar. Allt er gott í hófi og ég
held að það sé gott að hugsa holl-
ustuna þannig. Maður má ekki
missa sig, í hvoruga áttina, og ég
reyni að sigla meðalveginn.“
Erfitt að koma sér í ræktina
Guðjón segist reyna að hreyfa
sig daglega og er til dæmis í
stanslausri hreyfingu þessa dag-
ana í sýningunni Fló á skinni í
Borgarleikhúsinu. „Það er eins og
eróbikktími en utan þess reyni ég
að mæta í ræktina en verð að við-
urkenna að ég er túramaður í því
líka. Ég tek svona góðar syrpur í
ræktinni en svo dett ég út aftur.
Það er ótrúlega skrýtið hvað get-
ur verið erfitt að drífa sig af stað
og svo finn ég þegar ég er mætt-
ur og kominn í rútínu hvað þetta
er ótrúlega þægilegt. Svo ef mað-
ur dettur úr taktinum þá getur
verið svakalega erfitt að komast í
stuð aftur. Það er minn akkilles-
arhæll en ég er ekkert sér-
staklega svona „í kjólinn fyrir jól-
in“ týpa. Ég reyni að komast í
kjólinn allan ársins hring. Ég fer í
göngutúra og reyni að hreyfa mig.
Ég er nýbakaður faðir þannig að
það er mjög gott að fara út með
barnavagninn og viss hreyfing í
því.“
Elda úr góðu hráefni
Guðjón segir að þó hann hugsi
eitthvað um hollustu þá velti hann
því kannski ekki mikið fyrir sér
þegar hann eldar. „Ég vildi að ég
gæti svarað því játandi að ég hugsi
mikið um hvað ég set í matinn en
ég geri það nú ekki. Ég hef reynd-
ar mjög gaman af því að elda. Ég
fer ekki mikið eftir uppskriftum
heldur hef ég gaman af til-
raunaeldamennsku. Samt elda ég
ekki óhollan mat, mér finnst gam-
an að elda úr góðu hráefni og gott
hráefni hlýtur að vera hollt,“ segir
Guðjón og kímir. „Ég er samt oft-
ast með hollustu á bak við eyrað
og til dæmis þegar ég versla. Svo
reyni ég að hafa fjölbreytileikann í
fyrirrúmi og borða fisk nokkrum
sinnum í viku auk þess að hafa
kjöt og kjúkling reglulega.“
Óhollustu í annríki
Verst er mataræði Guðjóns þeg-
ar mikið er að gera í vinnunni og
segist hann eiga erfitt með að
finna jafnvægi þá. „Þá þarf ég oft
að borða eitthvað á hlaupum og
það eru eiginlega verstu stund-
irnar þegar ég þarf að grípa eitt-
hvað og borða í bílnum á leiðinni á
milli staða. Þá er ég að deyja úr
hungri og verð að velja eitthvað
sem ég get gripið með mér en er
líka mettandi og gefur mér orku.
Þá líður mér ekkert rosalega vel
og ég fæ alltaf móral. Eftir á velti
ég síðan fyrir mér af hverju ég
fékk mér ekki ávöxt eða eitthvað
Þarf stundum að sýna mikinn viljastyrk
Guðjón Davíð Karlsson leikari segist ekki heila-
þveginn af hollustu þó vissulega hugsi hann um
hvað hann láti ofan í sig. Hann reynir líka að vera
duglegur að hreyfa sig en viðurkennir að stund-
um sé erfitt að koma sér í ræktina.
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Davíð Karlsson: „Allt er gott í hófi og ég held að það sé gott að
hugsa hollustuna þannig. Maður má ekki missa sig, í hvoruga áttina.“
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Svokallaðar ketilbjöllur verðaæ vinsælli í líkamsrækt ídag en þá eru gerðar æfing-ar í hóptíma með nokkurra
kílóa bjöllur, annaðhvort eina eða
tvær. Alda Hanna Hauksdóttir
íþróttakennari kennir líkamsrækt
með ketilbjöllum en hún heillaðist af
bjöllunum fyrir ári. „Það sem heill-
aði mig við bjöllurnar var fjöl-
breytnin í æfingunum og hvað þjálf-
unin tók ótrúlega mikið á alla
vöðvahópana. Það kom skemmtilega
á óvart. Svo finnst mér þetta mjög
skemmtileg þjálfun og það er ekki
nauðsynlegt að vera lengi með bjöll-
urnar. Ég á bjöllu heima og stundum
tek ég nokkrar æfingar sem taka
bara um tuttugu mínútur, sem er
mjög fínt.“
Unnið með allan líkamann
Alda Hanna segir að æfingar með
ketilbjöllunum dragi fleiri vöðva og
liði inn í hreyfinguna en hefð-
bundnar æfingar með lóðum og þar
liggi sérstaða bjallanna. „Þetta virk-
ar eins og keðjuverkun því það er
tekið á öllum vöðvahópum og úthald-
ið eykst líka. Þetta eru samhæfðar
æfingar sem koma inn á alla vöðva-
þætti og það myndast svona hreyf-
ing á vöðvakeðjunum. Það er alltaf
verið að vinna með allan líkamann
og sérstaklega miðju líkamans þar
sem styrkurinn þarf að vera,“ segir
Alda Hanna sem viðurkennir að það
sé mikið stuð í tímum með ketil-
bjöllur. „Við hreyfum okkur með
kúlunum. Fyrst hitum við upp og
það gerum við bæði með bjölluna og
án hennar. Svo er keyrsla í 30-40
mínútur þar sem við notum bjöll-
urnar.“
Töluverð átök
Ketilbjöllurnar eru misþungar,
léttustu bjöllurnar eru átta kíló og
þær þyngstu 36 kíló. „Stundum not-
um við tvær bjöllur en stundum bara
eina, allt eftir því hversu mikla
keyrslu við viljum taka. Það eru ekki
margar endurtekningar í æfingum
með bjöllunum því um leið og við-
komandi getur gert ákveðna æfingu
með bjöllu sex sinnum án þess að
hafa mikið fyrir því er kominn tími
til að fá sér þyngri bjöllu. Viðmiðið
er að konur byrji með átta kílóa
bjöllur en sterkar og vanar konur
byrja kannski með 12 kílóa bjöllu.
Óvanir karlmenn byrja með 12 kíló
en vanir með 16 kíló. Ég er komin
upp í 12 kílóa bjöllu og fer bráðum
að prófa 16 kíló en það geri ég hægt
og rólega. Það er töluverður munur
á þessum fjórum kílóum og því vinn
ég með báðar þyngdirnar til að byrja
með,“ segir Alda Hanna en bætir við
að átökin séu talsverð. „Ég hef feng-
ið fólk í tíma hjá mér sem hefur lyft í
mörg ár og er svo uppgefið eftir tíma
með bjöllunum því þetta er öðruvísi
þjálfun.“
Hálftími er nóg
Þyngdarpunkturinn á ketil-
bjöllum er á öðrum stað en í venju-
legu lóði. Formið og sú staðreynd að
kúlan getur færst í kringum höndina
veldur því að auknar kröfur verða á
jafnvægi og samhæfingu þegar æft
Samhæfðar æfingar með bjöllum
Líkamsrækt með ketilbjöllum verður sífellt vinsælli en kostur bjallanna
er helst sá að þær reyna á alla vöðvahópa. Æfingin þarf ekki að taka
meira en 40 mínútur enda talsverð átök.
Morgunblaðið/Kristinn
Alda Hanna Hauksdóttir: „Æfing með bjöllunum virkar eins og keðju-
verkun því það er tekið á öllum vöðvahópum og úthaldið eykst líka.“
Krefjandi Þjálfun með ketilbjöllur
tekur á en er mjög skemmtileg að
sögn Öldu Hönnu Hauksdóttur.
Byggð á
tilfinningavinnu og
slökunaröndun.
Sjálfshjálparbók.
Námskeið fyrir fagfólk
og aðra.
Þaulreynd og
árangursrík
sjálfstyrking!
Sjá nánar
www.baujan.is
Sími 699 6934
Baujan, sjálfstyrking