Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 13
hollara. Svo er eitt sem ég er að
vinna í núna en það er sú stað-
reynd að ég verð alltaf rosalega
svangur eftir sýningar. Við sýnum
oft tvær sýningar á föstudögum
og laugardögum og þá er ég búinn
upp úr klukkan eitt. Þá er ég allt-
af orðinn ofboðslega svangur og
það er ekki besti tíminn til að
belgja sig út af mat. Ég stend á
gati hvernig ég leysi þetta en hlýt
að finna úr því,“ segir Guðjón
Davíð að lokum.
Ritzkjúklingur Góa
2 sætar kartöflur
1 poki spínat
1 krukka Fetaostur
Fjórar kjúklingabringur
Ritzkex
Mangó chutney
Aðferð: „Kartöflurnar eru
hreinsaðar, skornar í sneiðar og
lagðar í eldfast mót. Því næst er
spínatinu dreift yfir og fetaost-
urinn fer svo yfir spínatið. Það er
allt í lagi að smá af olíunni fari
með. Þessu næst eru kjúklinga-
bringurnar teknar og skornar í
þrennt og þeim lokað á pönnu
ásamt mangó chutneyinu. Bring-
urnar eru svo lagðar í eldfast mót
og ritzkexið mulið yfir. Eldfasta
mótinu er svo stungið inn í ofn og
þetta eldað í um það bil 30 mín-
útur.
Þetta er einstaklega fljótleg og
þægileg uppskrift sem ég fékk
hjá tengdó. Þetta á alltaf vel við
og fer afskaplega vel í maga.
Gott er að bera þennan rétt fram
með fersku salati.“
Morgunblaðið |13
Hausinn þarf að vera í lagi þegar erf-
iðar áskoranir banka upp á. Ef hug-
urinn er ekki upp á sitt besta eru meiri
líkur á að teknar séu rangar ákvarð-
anir og brugðist of hratt við. Til að
halda huganum ferskum er ekkert
sem jafnast á við góðan svefn. Sumir
segja að undirmeðvitundin vinni á
vandamálunum á meðan líkaminn
hvílist og þess vegna sé auðveldara að
finna réttu lausnina að morgni. En
kannski er það vegna þess að heilinn
er virkastur eftir góðan nætursvefn. Í
stað þess að vaka lengi kemurðu
meiru í verk með því að fara í rúmið
og loka augunum. Þannig helst hug-
urinn ferskur og þú getur útilokað
vandann þegar þú þarft að sofa. Því ef
þú ert þreytt/ur allan daginn og við
það að sofna um eftirmiðdaginn gæt-
irðu verið að búa til fleiri vandamál en
þú leysir.
Svefn er mikilvægur
Ferskur hugur Það er ekkert
sem jafnast á við góðan svefn.
er með kúlunum, að sögn Öldu
Hönnu. „Þegar æft er með lóðum er
því frekar verið að einangra og vinna
með einn vöðva en í bjöllunum er
unnið með alla vöðvana. Það er verið
að styrkja allan líkamann og það er
mikið byggt upp á því að vera með
miðjuna spennta.“
Alda Hanna segir að bjöllurnar
henti byrjendum jafnt sem vönum
en þó þurfi byrjendur að fara í kynn-
ingartíma. „Þetta geta allir gert,
hvort sem það er vanur íþróttamað-
ur eða óþjálfaður einstaklingur en sá
síðarnefndi fer bara hægar af stað.
Hins vegar er þetta svolítil tækni
þannig að allir þurfa að fara í grunn-
tíma sem eru reglulega fyrir þá sem
hafa áhuga. Um leið og tæknin er
komin er lítið mál að gera æfingar út
frá henni,“ segir Alda Hanna sem
kennir tíma í ketilbjöllum í Vegg-
sporti auk þess sem hún er afleys-
ingakennari í Mjölni. „Kosturinn við
ketilbjöllur er að það er ekki nauð-
synlegt að þræla sér út í einn eða tvo
klukkutíma. Hálftíma keyrsla með
bjöllunni er meira en nóg.“
Ketilbjöllur Bjöllurnar eru frá 8
kíló að þyngd og allt að 36 kíló.
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is
Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til
að koma þér af stað á mjög árangursríkan
og einfaldan hátt. Tilgangur ámskeiðisins
er að koma þér á æðra stig hvað varðar
líkamlega og andlega heilsu.
Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur
3 öflugir brennslutímar
2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara
Vikulegar mælingar
Ítarleg næringarráðgjöf
Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna
Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu
Hollustudrykkur eftir hverja æfingu
Takmarkaður fjöldi
6:30, 7:30, 10:00, 12:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku
Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi.
2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest
út úr holla matnum sem þú ert að borða.
3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun
Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun
hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.
4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi
Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja
líkamann á náttúrulegan hátt.
Ný námskeið hefjast 5. janúar
Skráning er hafin í síma 444 5090 eða
nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is
Hilton Reykjavík Nordica Hotel
Suðurlandsbraut 2
Sími 444 5090
nordicaspa@nordicaspa.is
www.nordicaspa.is
fyrir konur og karla
María Másdóttir
Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og
árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til
samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og
starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás
og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka.
Frábær leiðsögn, frábær stöð og mesta aðhald sem hægt er að fá.
Betra en einkaþjálfun! Svo er líka fínt að kílóin fuku og orkan hefur
aukist og almenn vellíðan. Ég missti 6,2 kg á 4 vikum. Ég gerði þetta af
skynsemi og þú getur það líka!
MISSTUM 23 KÍLÓ ÉG GERÐI ÞETTA AF SKYNSEMI
ÞÚ GETUR ÞAÐ LÍKATIL SAMANS Á 3 MÁNUÐUM
Kristbjörg og Guðbjörg Sveinbjörnsdætur