Morgunblaðið - 05.01.2009, Side 8

Morgunblaðið - 05.01.2009, Side 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 SVÍAR áttu ekki í vandræðum með að leggja Kúveita að velli á fimm landa mótinu en þjóð- irnar áttust við í Kristianstad í gærkvöld. Sví- ar, sem eru að undirbúa sig fyrir þátttöku á HM í Króatíu, unnu 21 marks sigur, 39:18, en munurinn í leikhléi var aðeins fjögur mörk, 14:10. Í seinni hálfleik tóku Svíararnir öll völd á vellinum. Þeir náðu upp mjög sterkri vörn og markvarslan var góð og heimamenn skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupp- hlaupum. Hornamaðurinn Henrik Lundström skoraði 10 mörk fyrir Svía, Jan Lennartsson kom næstur með 8 og þeir Jonas Larholm og Matti- as Gustafsson gerðu 4 mörk hver en Svíar mæta Túnisum í Malmö á morgun eftir leik Íslend- inga og Egypta. Svíar ætla sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Króatíu en þar leika þeir í riðli með Króötum, Spán- verjun, Suður-Kór- eumönnum, Kúveitum og Kúbumönnum. Svíar hafa fjórum sinnum hampað heimsmeistaratitlinum, 1954, 1958, 1990 og 1999. Þeir voru ekki á með- al þátttökuþjóða á HM í Þýskalandi fyrir tveimur árum. gummih@mbl.is 21 marks sigur Svía gegn Kúveitum Ola Lindgren BRASILÍUMAÐURINN Adriano er í miklum vandræðum gagnvart vinnuveitendum sínum Inter Mílanó. Framherjinn fór í jólaleyfi til heimalandsins en hann mætti ekki á fyrstu æfingu liðsins eftir jólafrí. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins La Gazzetta dello Sport eru forráðamenn Inter ekki ánægðir með framferði leikmannsins og gæti hann þurft að greiða 150.000 evrur í sekt eða um 25 milljónir kr. Javier Zanetti fyrirliði Inter segir í viðtali á heimasíðu félagsins að Adriano verði að fara eftir þeim reglum sem allir aðrir leik- menn liðsins fari í einu og öllu eftir. Adriano er 26 ára og hefur hann verið samningsbundinn Inter frá árinu 2001. Hann var í láni hjá Fiorentina og Parma á árunum 2001-2004. Þjálfari Inter, Jose Mo- urinho, hafði mikla trú á leikmanninum í upphafi keppnistímabilsins og sýndi honum traust með því að velja hann í byrj- unarliðið. Portúgalski þjálfarinn er ekki sáttur við framkomu Adriano á undanförnum vikum og er talið að Inter ætli sér að losa sig við leikmanninn í janúar. Adriano greiðir risasekt til Inter Adriano Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is „Þetta var hreint út sagt bara mjög lélegt hjá okkur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari Íslands, við Morgunblaðið í gær um frammistöðu síns liðs. „Við eigum að gera miklu betur og ég er hundfúll með þetta. Fyrri hálfleik- urinn var í sjálfu sér ágætur hjá okk- ur, en vörnin ekki nógu góð. Við vor- um síðan bara skelfilegir í seinni hálfleik.“ Hvort sem hátíðarnar sitja ennþá í strákunum okkar eða íslenska liðið hafði lítinn tíma til að stilla saman strengi sína fyrir mótið er það ljóst að frammistaða liðsins í gær er ekki til eftirbreytni. Fyrri hálfleikur var jafn, en Svíar þó alltaf einu skrefi á undan. Eftir að jafnt hafði verið milli liðanna eftir að fyrri hálfleik lauk, 18:18, spýttu þeir sænsku í lófana meðan dofi færðist yfir leikmenn Ís- lands. Varnarleikur Íslands í fyrri hálf- leik var ekki til að hrópa húrra fyrir, en sóknin var að sama skapi ágæt. Dæmið snerist síðan að segja má við í seinni hálfleik, því þá var sókn- arleikurinn ansi bágborinn, meðan vörnin var þokkaleg fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Það hélt þó ekki lengi og B-lið Svía átti ekki í teljandi vandræðum með að skora að vild gegn Íslandi. Engin ástæða til að örvænta Þrátt fyrir þetta neyðarlega tap er þó engin ástæða til að örvænta. Æf- ingaleikir eins og þessir eru auðvitað frábær vettvangur til að leyfa minna reyndum mönnum að spreyta sig og leyfa mönnum að sýna sig og sanna. Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson átti til að mynda góða inn- komu í fyrri hálfleik, var sprækur í sókninni og skoraði að auki 4 mörk. Þar fyrir utan fékk Sturla Ásgeirs- son að spila allan leikinn í vinstra horninu í fjarveru Guðjóns Vals Sig- urðssonar. Sturla átti í sjálfu sér engan stórleik, með frekar lélega skotnýtingu, en skoraði engu að síð- ur 4 mörk í leiknum. Það má þó kannski taka með í reikninginn að Sturla hefur ekki fengið að spila eins mikið með félagsliði sínu, Düssel- dorf, í Þýskalandi í vetur, eins og vonir stóðu til. Markahæstur í liði Íslands var þó Logi Geirsson með 8 mörk, þar af þrjú mörk úr vítaköstum. Kjörið tækifæri að sanna sig „Það verður að koma í ljós núna á næstu dögum í þessum fimm leikjum sem við eigum eftir að leika í þessari landsleikjatörn hvort menn eru til- búnir í slaginn. Ég er með marga nýja menn í liðinu og fékk aðeins eina æfingu með liðinu fyrir þennan leik við Svíþjóð B. Það er auðvitað alltof lítill tími, en ég ætla ekkert að fela mig á bak við það. Næst eru það Egyptar. Það er mjög verðugt verkefni. Hver og einn leikmaður þarf að líta í eigin barm og koma tilbúinn í þann leik og ég mun svo auðvitað breyta einhverjum áherslum í okkar leik eins og þurfa þykir. Þessir leikir eru kjörið tæki- færi fyrir nýja menn að sanna sig. Þannig við gerum bara ráð fyrir að menn muni sýna betri frammistöðu í næstu leikjum. Við skulum allavega vona að þetta gangi betur hjá okkur í næsta leik,“ sagði Guðmundur. Niðurlæging gegn varaliði  Guðmundur Guðmundsson ósáttur við leik íslenska landsliðsins gegn b-liði Svía  Fáir leikmenn stóðu undir væntingum  Sigurbergur Sveinsson fær hrós Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnilegur Sigurbergur Sveinsson, stórksytta Hauka, var sá eini sem stóð fyrir sínu gegn b-liða Svía. Í HNOTSKURN »Íslenska liðið leikur gegnEgyptalandi í næsta leik á morgun, þriðjudag. »Fjölmargir leikmenn úrsilfurliði Íslands eru ekki með á mótinu í Svíþjóð. Má þar nefna Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson, Snorra Stein Guðjónsson og Alexander Pet- ersson. ÍSLENSKA karlalandsliðið í hand- knattleik var kjöldregið þegar það tapaði fyrir B-liði Svíþjóðar í gær, 36:28 á sex liða minningarmóti um Staffan Holmquist í Svíþjóð. Mikið vantaði í íslenska liðið frá því á Ól- ympíuleikunum síðasta sumar, en það á þó ekki að vera nein afsökun fyrir jafn stóru tapi fyrir mönnum sem ekki komast í aðallið Svía sem keppir á HM í Króatíu síðar í þessum mánuði. Magnús ÞórGunn- arsson leikmaður úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur tekur út leikbann gegn FSu í Iceland Ex- press-deildinni 9. janúar nk. Aga- nefnd KKÍ úr- skurðaði landsliðsbakvörðinn í leik- bann þar sem hann fékk tvær óíþróttamannslegar villur í leik gegn Snæfelli. Þetta er í annað sinn á leik- tíðinni sem Magnús er úrskurðaður í leikbann og á ný missir hann af leik gegn FSu.    Zydrunas Il-gauskas, miðherji NBA- liðsins Cleveland Cavaliers, verður líklega frá keppni í einn mánuð vegna meiðsla. Miðherjinn há- vaxni hefur leikið allan sinn feril með Cleveland eða frá árinu 1996. Hann er 2,18 m á hæð og er fæddur í Litháen. Ilgauskas meiddist í leik gegn Philadelphia 10. desember sl. þar sem hann sneri sig á ökkla. Hann missti af þremur leikjum í kjölfarið en meiðslin reyndust alvar- legri en í fyrstu var talið. Ilgauskas hefur skorað tæplega 15 stig að með- altali í leik á ferlinum en hann er lyk- ilmaður í Cleveland sem er á meðal bestu liða NBA-deildarinnar.    Mickael Pietrus, leikmaður Or-lando Magic í NBA-deildinni, er þekktur fyrir að geta stokkið hátt og troðið boltanum í körfuna með til- þrifum. Pietrus mun ekki sýna slík tilþrif á næstunni þar sem hann braut bein í úlnliðnum í leik gegn Detroit á mánudag. Þar reyndi bakvörðurinn að troða boltanum í körfuna en hann slasaðist þegar hann lenti ofaná Jas- on Maxiell framherja Detroit. Piet- rus hefur skorað tæplega 12 stig að meðaltali í leik í vetur en hann lék áð- ur með Golden State.    Olíuríkið Katar hefur hug á því aðsækja um að vera gestgjafar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer árið 2018. Saud al Moh- annadj, forseti knattspyrnu- sambands Katar, segir að ákvörðun um umsóknina verði tekin á allra næstu vikum. Næsta heimsmeist- aramót fer fram í Suður-Afríku árið 2010 og keppnin fjórum árum síðar fer fram Brasilíu.    Austurrískaskíðakonan Nicole Hosp meiddist á hné í upphitun fyrir heimsbikarmótið í Króatíu í gær og verður hún frá keppni næstu sex vikurnar. Það þýðir að hún miss- ir af heimsmeistaramótinu sem hald- ið verður í Val d’Isere í Frakklandi í byrjun næsta mánaðar. Fólk sport@mbl.is Mutombo verður þar með elsti leikmaður NBA-deildarinnar. Þann titil bar Sam Cassell leikmaður meistaraliðs Boston Celtics sem er 39 ára. Mutombo er 2,18 m á hæð og lék hann 39 leiki með Houston á síðustu leiktíð eftir að kínverski miðherjinn Yao Ming fótbrotnaði. Það var Ming sem hafði ítrekað samband við Mutombo og óskaði eftir því að hann tæki til- boði forráðamanna Houston. Mutombo hefur leikið í 17 tímabil í NBA- deildinni og verður þetta því 18. tímabil hans. Houston hefur ekki náð góðum ár- angri það sem af er árinu. Liðið hefur unnið 20 leiki og tapað 12 og situr það í 9. sæti Vesturdeildar. Houston er ekki inni í úrslitakeppn- inni eins og staðan er núna. „Þetta verða mínir síðustu leikir í NBA-deildinni. Börn- in mín hafa hvatt mig til þess að taka fram skóna og leika á ný. Ég stóðst ekki freist- inguna og ég er ánægður að fá tækifæri hjá þessu félagi. Yao Ming fær eflaust starf hjá háskólaliðum í framtíðinni við að ná í efnilega leikmenn. Hann hringdi í mig 2-3 sinnum á dag og hann hætti ekki fyrr en málið var í höfn,“ sagði Mutombo í viðtali við Houston Chronicle. Mutombo á að baki 1.187 leiki í deildinni með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jer- sey, New York og Houston. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti varnarmaður deild- arinnar, 1995, 1997, 1998 og 2001. Nat Hickey er elsti leikmaðurinn sem hefur leikið í NBA. Hann lék einn leik með Provi- dence Steamrollers 1947-1948, þá 46 ára gam- all. Mutombo samdi við Houston  Hinn 42 ára gamli miðherji frá Kongó verður elsti leikmaður NBA-deildarinnar ÞRÁTT fyrir að vera 42 ára gamall er miðherjinn Di- kembe Mutombo eftirsóttur í NBA-deildinni og í gær samdi hann við Houston Rockets út leiktíðina. Dikembe Mutombo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.