Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 1
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
íþróttir
Spennuleikir Íslandsmótið í íshokkí er orðið hörkuspennandi eftir tvo sigra SR á meist-
urunum frá Akureyri um helgina. Bæði liðin vængbrotin í seinni leiknum sem SR vann, 5:4 2
Íþróttir
mbl.is
JÓN Benedikt
Gíslason, fyr-
irliði Skauta-
félags Akureyrar
og íshokkímaður
ársins, er hand-
arbrotinn og
leikur ekki með
SA næstu vik-
urnar. Jón brotn-
aði í leik gegn SR
á föstudags-
kvöldið og tjáði Morgunblaðinu að
hann þyrfti að vera með höndina í
gipsi næstu sex vikurnar. Að sögn
Jóns er því óvíst hvort hann verður
búinn að ná sér að fullu þegar úr-
slitakeppnin hefst en þar á SA titil
að verja.
Jón á fjölmarga landsleiki að
baki og hefur leikið með fé-
lagsliðum í fimm löndum: Kanada,
Finnlandi, Danmörku og Kína, auk
Íslands. Þegar Jón lék í Kína varð
hann fyrsti atvinnumaður Íslend-
inga í íþróttinni. kris@mbl.is
Sá besti með
brotna hönd
Jón Benedikt
Gíslason
BESTI og markahæsti leikmaður
Íslandsmótsins í knattspyrnu karla,
Guðmundur Steinarsson, er á leið
frá Keflavík til Vaduz frá Liechten-
stein sem leikur í svissnesku úrvals-
deildinni. Guðmundur mun gangast
undir læknisskoðun hjá félaginu á
fimmtudag. Guðmundur staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að hann muni skrifa undir
sex mánaða samning með mögu-
leika á árs framlengingu, að því
gefnu að hann standist lækn-
isskoðun. Síðari hluti deildarinnar
hefst 7. febrúar. kris@mbl.is
Guðmundur á
leið til Vaduz
Morgunblaðið/Kristinn
Ofurefli Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík reynir að fara framhjá KR-ingnum Jason Dourisseau. KR lék Keflavík grátt í bikarnum í gærkvöld. »3
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
Hermann leikur nú sitt annað tímabil
með Portsmouth en hann var í lyk-
ilhlutverki hjá liðinu sem vinstri bak-
vörður í fyrra þegar það varð enskur
bikarmeistari og hafnaði í 8. sæti úr-
valsdeildarinnar. Þetta var besta
tímabil félagsins í marga áratugi.
Í ágústmánuði fékk Harry Red-
knapp, þáverandi stjóri Portsmouth,
tvo vinstri bakverði til liðs við sig.
Armand Traore frá Arsenal og Nadir
Belhadj frá Lens, báða sem láns-
menn. Hermann hefur lítið fengið að
spreyta sig frá þeim tíma og hafði
fengið samþykki fyrir því frá Adams
að leita fyrir sér annars staðar frá og
með janúarmánuði en samningur
Hermanns við Portsmouth rennur út
í vor.
„Það er rétt, á föstudag var málið
nánast í höfn og til stóð að Hermann
færi í læknisskoðun og undirskrift
hjá Reading á mánudag (í dag).
Adams kom síðan að máli við hann
eftir æfingu á laugardaginn og lagði
þunga áherslu á að hann yrði um
kyrrt hjá félaginu til vorsins. Það
skýrist vonandi á allra næstu dögum
hvað verður en Adams hefur þetta í
hendi sér,“ sagði Ólafur Garðarsson,
umboðsmaður Hermanns, við Morg-
unblaðið í gær.
Sinnaskipti Tony Adams gagnvart
Hermanni eru athyglisverð, ekki síst
vegna þess að frá því í lok ágúst hafa
Redknapp og hann aðeins einu sinni
teflt honum fram í leik í úrvalsdeild-
inni. Hermann var lykilmaður í geysi-
sterkri vörn Portsmouth síðasta vet-
ur en nú er varnarleikur liðsins mun
slakari og eina breytingin á vörn liðs-
ins er sú að Traore kom í stað Her-
manns. Belhadj hefur aðallega leikið
sem vinstri kantmaður, en einnig í
bakvarðarstöðunni. Vörnin hefur ver-
ið opnari, ekki síst vegna þess að
Traore er betri í því að sækja en verj-
ast, en styrkleikar Hermanns felast
miklu frekar í varnarleiknum sjálf-
um.
Portsmouth hefur ekki náð að
fylgja eftir góðu gengi á síðasta tíma-
bili og er aðeins þremur stigum frá
fallsæti í hnífjafnri deild. Án efa sér
Adams Hermann sem vænlegan kost
til að þétta varnarleikinn betur en til
að fá Eyjamanninn sterka til að verða
um kyrrt hjá félaginu þarf hann
væntanlega að tryggja honum fast
sæti í liðinu frá og með næsta leik.
Hermann hefur látið það í ljós á af-
gerandi hátt að hann ætli ekki að sitja
lengur á varamannabekk félagsins og
sé á förum frá félaginu að öllu
óbreyttu.
Steve Coppell, knattspyrnustjóri
Reading, þekkir Hermann vel, fékk
hann til Crystal Palace frá ÍBV fyrir
hálfu tólfta ári, og það kemur ekki á
óvart að hann skuli falast eftir honum
til að styrkja Reading enn frekar í
baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni.
Þar stendur Reading ágætlega að
vígi í öðru sæti deildarinnar. Með
Reading leika sem kunnugt er þeir
Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn
Gunnarsson og þá er Gylfi Þór Sig-
urðsson í aðalliðshópi félagsins og
hefur spilað nokkra bikarleiki með
liðinu í vetur.
Readingförinni frestað
Læknisskoðun og undirskrift Hermanns Hreiðarssonar hjá Reading slegið
á frest Sinnaskipti hjá Tony Adams sem vill halda Hermanni til vorsins
Hermann
Hreiðarsson
Tony
Adams
HERMANN Hreiðarsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, gengur að öll-
um líkindum til liðs við enska 1. deild-
arliðið Reading á næstu dögum, ef
samkomulag um það næst við Tony
Adams, knattspyrnustjóra Portsmo-
uth. Adams greip inní málið á laug-
ardaginn þegar allt stefndi í að Her-
mann myndi skrifa undir hjá Reading
í dag, mánudag, og lagði hart að hon-
um að vera um kyrrt hjá Portsmouth
til vorsins.
GUÐMUNDUR
Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í
handknattleik,
kom ekki til
landsins með ís-
lenska landslið-
inu í gær. „Ég fer
til Króatíu í
fyrramálið og
verð þar með
fyrirlestur fyrir
dómara á heimsmeistaramótinu,
bæði á þriðjudaginn og miðviku-
daginn,“ sagði Guðmundur í sam-
tali við Morgunblaðið eftir sigurinn
á Bosníu í gær.
Guðmundi var boðið að „messa“
yfir þeim dómurum sem dæma á
heimsmeistaramótinu sem hefst í
Króatíu á föstudaginn, og þáði
hann boðið. Hann verður þó ekki
þar á meðan mótið stendur yfir og
kemur heim á fimmtudaginn, eftir
að hafa rætt við dómarana.
skuli@mbl.is
Guðmundur
til Króatíu
Guðmundur Þ.
Guðmundsson