Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 7

Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Jermain Defoefór beint í byrjunarlið Tott- enham sem sótti Wigan heim í ensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Gengið var frá félagaskiptum hans frá Portsmouth í tæka tíð fyr- ir helgina og hann klæddist því búningnum á ný eftir árs fjarveru. Ekki byrjaði það vel því Wigan sigraði 1:0, Maynor Figueroa skor- aði sigurmarkið í uppbótartíma, og Tottenham situr þar með í fallsæti deildarinnar eftir 21 umferð, ásamt Blackburn og WBA.    Tottenham varð fyrir áfalli seintí leiknum þegar miðvörðurinn Michael Dawson fór meiddur af velli en óljóst er hvort hann verði lengi frá.    Marouane Fellaini, belgískimiðjumaðurinn hjá Everton, er ekki kátur með gula spjaldið sem hann fékk þegar lið hans vann Hull, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Það var tí- unda gula spjald Belgans á tíma- bilinu sem þýðir að hann fer í tveggja leikja bann, og það eru ein- mitt tveir nágrannaslagir gegn erkifjendunum í Liverpool – í úr- valsdeildinni og bikarkeppninni.    Andy Carroll tryggði Newcastlejafntefli gegn West Ham, 2:2, á St. James’ Park á laugardaginn með sínu fyrsta marki í ensku úr- valsdeildinni. Carlton Cole hafði áð- ur komið West Ham yfir með sínu fjórða marki í jafnmörgum leikjum og Íslendingafélagið hefur fengið sjö stig úr síðustu þremur.    Danski fram-herjinn Nicklas Bendt- ner var hetja Arsenal á laug- ardaginn þegar lið hans lagði Bolton að velli, 1:0, á Emirates. Bendtner kom inná sem vara- maður og skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolt- on, tók út leikbann, og missti þar með af sínum fyrsta leik á tíma- bilinu.    Heiðar Helguson og Aron EinarGunnarsson skildu jafnir í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Leikur QPR og Coventry endaði 1:1 og íslensku landsliðsmennirnir, sem báðir spiluðu allan tímann, fengu sitt gula spjaldið hvor. Fólk sport@mbl.is Eftir þessi úrslit og frammistöðu lið- anna tveggja er ljóst að sett verður spurningarmerki við Chelsea og möguleika liðsins á að kljást við Unit- ed og Liverpool um meistaratitilinn það sem eftir er vetrar. Chelsea er reyndar enn í öðru sætinu en nú að- eins stigi á undan United og fjórum á eftir Liverpool. Nemanja Vidic, serbneski miðvörð- urinn, kom United yfir í uppbót- artíma fyrri hálfleiks, með skalla eftir hornspyrnu frá Ryan Giggs. Wayne Rooney bætti við marki um miðjan síðari hálfleik eftir fyrirgjöf frá Pat- rice Evra, og rétt fyrir leikslok inn- siglaði Dimitar Berbatov sigurinn þegar hann þrumaði boltanum í netið af markteig eftir aukaspyrnu Cristia- nos Ronaldos frá vinstri, 3:0. Manchester United á nú möguleika að ýta Liverpool af toppi deildarinnar um næstu helgi. „Það er í okkar höndum, ef við vinnum Wigan á miðvikudag og Bolt- on á laugardag verðum við efstir. Kannski endist það bara til mánu- dags þegar Liverpool mætir Everton en þannig viljum við sjá stigatöfluna á laugardagskvöldið, með okkur sjálfa á toppnum. Sigurinn á Chelsea í dag var gífurlega mikilvægur. Eftir að hafa séð Liverpool gera 0:0 jafntefli við Stoke í gær urðum við að nýta okkur það og vinna. Það tókst, og nú verðum við á toppnum á laugardag- inn kemur ef við leysum okkar verk- efni vel af hendi,“ sagði Wayne Roo- ney við sjónvarpsstöð Manchester United í gær. „Manchester United var betri að- ilinn en við komum hingað til að sigra. Við lékum vel fyrstu 45 mínúturnar en fengum þá á okkur mark og það gjörbreytti leiknum. Eftir það fengu leikmenn United meira svæði til að spila, eins og þeir vilja hafa það,“ sagði Luiz Felipe Scolari knatt- spyrnustjóri Chelsea við BBC. Ekki halda að við séum úr leik „Þessi úrslit setja stórt strik í reikninginn hjá okkur því við spil- uðum alls ekki eins og við ætluðum okkur. En þið skulið ekki halda að við séum úr leik þó við töpum einum leik. Við eigum 17 leiki eftir og munum berjast til síðustu stundar. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en ef við leikum áfram eins og í dag í þremur af næstu fjórum leikum okkar, munum við ekki innbyrða sigra. En nú þurfum við, leikmenn- irnir og ég, að gera upp við okkur hvaða stefnu á að taka. Við getum misst þetta allt frá okkur, eða tekið mótlætinu eins og menn og bætt okk- ar leik,“ sagði Scolari. vs@mbl.is Ætlum að vera efstir næsta laugardagskvöld MEISTARAR Manchester United gáfu heldur betur til kynna í gær að þeir ætluðu sér ekkert annað en topp- sætið í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þeir völtuðu yfir Chelsea, 3:0, í upp- gjöri þessara miklu keppinauta und- anfarinna ára á Old Trafford og hafa nú tapað fæstum stigum allra liða í deildinni. Liverpool er fimm stigum á undan en tapaði tveimur stigum með markalausu jafntefli í Stoke. United gæti náð toppsætinu með því að vinna báða leikina sem liðið á inni. Reuters Fögnuður Leikmenn Manchester United fagna þriðja markinu gegn Chelsea, sem Dimitar Berbatov skoraði undir lok leiksins á Old Trafford í gær.  Man. Utd tók Chelsea í karphúsið, 3:0  Getur komist á toppinn innan viku Í HNOTSKURN »Manchester United færtækifæri á miðvikudaginn til að komast upp fyrir Chelsea og í annað sætið þeg- ar liðið fær Wigan í heimsókn á Old Trafford. »Það er annar frestuðuleikjanna sem meist- ararnir eiga inni. Með sigri yrði United með 44 stig, tveimur stigum á eftir Liver- pool og með leik til góða. »Hinn frestaði leikurinn erheimaleikur gegn Fulham en hann verður leikinn 17. febrúar. TOPPLIÐ Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu heimsótti Stoke City á Brit- annia-leikvanginn. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í leiknum en Liverpool er samt sem áður í toppsæti deildarinnar með 46 stig. En meistarar United eru komnir með 41 stig og eiga tvo leiki til góða. ,,Við byrjuðum vel og stjórnuðum leikn- um. Þeir áttu sín tækifæri og höfðu trúna á að þeir gætu fengið eitthvað út úr leiknum. Við reyndum að skapa marktækifæri í síðari hálfleik og tókst það ágætlega í tvö skipti. En það tókst ekki að skora en það er jafnframt mikilvægt að tapa ekki slíkum leikj- um. Þegar maður spilar gegn liði sem er með tíu menn í vörn þá er það ávallt erfitt verkefni,“ sagði Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC að leiknum loknum. Benitez einokaði nánast fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda leiks- ins vegna ummæla sem hann lét falla um Sir Alex Ferguson, kollega sinn í Manchester. kris@mbl.is Liverpool missteig sig gegn Stoke City Rafa Benítez VANDRÆÐI Reggina halda áfram í ítölsku A-deildinni í knatt- spyrnu. Liðið tapaði 3:2 fyrir Lazio á heimavelli og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Emil Hallfreðsson var ekki í leik- mannahópi Reggina. Makedóninn Goran Pandev reynist ör- lagavaldur Reggina í leiknum því hann skoraði þrennu fyrir La- zio og sigurmarkið á 76. mínútu. Nýjasta stjarnan í ítalska boltanum, David Becham, stökk beint inn í byrjunarliðið hjá AC Milan þegar liðið heimsótti AS Roma í höfuðborgina. Beckham hafði ekki spilað alvöru leik síð- an í október en lék í 89 mínútur í þriggja manna miðvallarlínu Carlo Ancelotti. Liðin sættust á skiptan hlut 2:2 eftir fjörugan leik þar sem hinn nítján ára gamli Alexandre Pato skoraði bæði mörk Mílanóliðsins. Milan er í þriðja sæti deildarinnar, níu stig- um á eftir erkifjendunum í Inter sem eru á toppnum. Ancelotti leyndi ekki hrifningu sinni á Englendingnum, sem verður einungis hjá Milan fram í mars: ,,Ég ákvað að láta Beck- ham byrja inná því hann hefur undirstrikað undanfarna daga hversu klókur, alvarlegur og áhugasamur hann er. Sannur fag- maður sem leggur hart að sér.“ kris@mbl.is Carlo Ancelotti hrífst af David Beckham TVÖ mörk frá Barcelona á síðustu tíu mín- útum leiksins við Osasuna tryggðu efsta lið- inu þrjú stig í gærkvöldi. Xavi jafnaði metin í 2:2 með marki á 80. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Lionel Messi glæsilegt mark og tryggði öll þrjú stigin. Eto’o kom Börsungum yfir á 45. mínútu en síðan komu tvö mörk frá heimamönnum, á 63. mínútu og síðan tíu mínútum síðar og áhorfendur tóku vel við sér en það var ekki lengi. Eiður Smári var á varamannabekknum og kom ekki við sögu. Real Madrid sótti þrjú stig til Mallorcu með því að skora þrí- vegis en heimamenn náðu ekki að koma boltanum í netið. Sevilla vann einnig góðan útisigur á Deportivo La Coruna, 3:1 og eru þau jöfn að stigum, Sevilla og Real með 35 stig, 12 stigum á eftir Börsungum. Valencia varð hins vegar að sætta sig við 3:3 jafn- tefli á heimavelli á móti Villarreal og er því dottið í fjórða sæti með 34 stig. skuli@mbl.is Tvö mörk Börsunga í lokin tryggðu stigin Lionel Messi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.