Morgunblaðið - 30.01.2009, Síða 2
Morgunblaðið/Ómar
HÁTT í hundrað konur mættu á stofnfund nýrrar stjórnmálahreyfingar
Neyðarstjórnar kvenna sem haldinn var í gær. Ragnhildur Sigurðardóttir,
einn talsmanna, segir að rennt hafi verið blint í sjóinn en mæting og stemn-
ing á fundinum framar vonum. Ákveðið var að gefa nýjum meðlimum rými
til að kynna sér málin áður en formlega verður kosin stjórn og línurnar
lagðar og hefur því verið boðaður framhaldsstofnfundur í næstu viku.
Fjölmenni á stofnfundi
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
ÚTSÖLULOK 20-80% AFSLáTTUR
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„ÞETTA var bara alveg frábært, við afhentum þetta fyr-
ir framan svona 30 fjölmiðlamenn, bæði útvarpsmenn,
blaðamenn og ljósmyndara og kvikmyndatökumenn,“
segir Heimir Karlsson, útvarpsmaður á Bylgjunni.
Hann afhenti í gær, ásamt Kolbrúnu Björnsdóttur,
eldri borgurum í Hull á Englandi gám fullan af íslensk-
um ullarpeysum sem Íslendingar gáfu í þessa söfnun.
Uppátækið hefur vakið mikla athygli og segist Heimir
aldrei hafa átt von á öðru eins. „BBC sendi hingað
myndatökulið frá London sem fylgdi okkur í allan dag til
að gera mynd sem verður sýnd í fyrramálið og þýska
sjónvarpið ARD var líka með okkur.“ Til viðbótar við það
fóru þau Kolbrún í fjölmörg útvarpsviðtöl, þ.á m. á BBC
World sem útvarpað er um allan heim.
Prjónagleði Íslendinga og samkennd með bágstöddum
Bretum mun því vonandi bæta þá slæmu ímynd sem Ís-
land hefur nýverið skapað sér. „Já, já, menn eru að tala
um að þetta sé það besta sem hefur komið fyrir okkur
eftir bankahrunið,“ segir Heimir og hlær. „Það kom ber-
lega í ljós í spjalli okkar við aldraða hér að þetta mun
koma að góðum notum, enda búið að vera ægilega kalt og
húsin illa kynt og svo er spáð miklum kulda í næstu
viku.“ Eldri borgarar í Hull muni því án efa hugsa hlý-
lega til Íslendinga það sem eftir lifir vetrar. Heimir segir
þá feðga Njál Harðarson og Gísla Njálsson sem áttu
hugmyndina að söfnuninni eiga heiður skilinn og Íslend-
inga alla fyrir frábærar undirtektir. una@mbl.is
Peysurnar vöktu lukku
Lopinn Heimir Karlsson fékk góðar viðtökur í Hull.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
ALLT kapp er nú lagt á að koma
bankastarfsemi í landinu í við-
unandi horf svo mögulegt sé að
koma til móts við fyrirtæki og
heimili.
Ríkisbankarnir þrír, Nýi Glitnir,
Nýi Kaupþing banki og NBI, sem
urðu til í kringum innlenda starf-
semi gömlu bankanna þriggja sem
fóru í þrot í byrjun október, hafa
ekki getað þjónustað fyrirtækin
með nægilegu afli, að mati for-
svarsmanna fyrirtækja sem Morg-
unblaðið ræddi við. Rík áhersla er
lögð á að styrkja bankastarfsemina
í landinu. Þetta þarf að gerast
hratt, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, svo mögulegt verði að
„lina högg“ margra fyrirtækja sem
glíma við rekstrarvandamál.
Fyrst og fremst þurfa mörg fyr-
irtæki á lánafyrirgreiðslu að halda.
Önnur þurfa að breyta lánum og
laga þau að breyttum veruleika í
rekstri sem bankahrunið framkall-
aði. Mikill fjármagnskostnaður,
vegna hárra vaxta og gengisfalls
krónunnar, hefur framkallað bráða-
vanda hjá mörgum fyrirtækjum.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær bendir allt til þess
að lengri tíma muni taka að meta
eignir og skuldir gömlu og nýju
bankanna en áætlun stjórnvalda og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF)
gerir ráð fyrir. Líklegt er að ríkið
muni geta lagt nýju bönkunum til
385 milljarða í eigið fé í lok apríl en
ekki í lok febrúar eins og áætlun
stjórnvalda og IMF gerir ráð fyrir.
Endurfjármögnun bankanna lýkur
því síðar en ráð var fyrir gert.
Rætt um hagræðingu
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur undanfarnar vikur
verið rætt um hvort sameina eigi
tvo af ríkisbönkunum. Fyrst og
fremst er horft til þess að of mikill
kostnaður sé við rekstur bankanna
þriggja, miðað við starfsemi þeirra,
og staða ríkissjóðs bjóði ekki upp á
möguleika á „neinu bruðli“ eins og
einn viðmælenda komst að orði.
Helst eru það Nýi Kaupþing banki
og Nýi Glitnir sem þykja líklegir til
þess að verða sameinaðir. Af því
verður þó ekki fyrr en eftir nokkra
mánuði, líklega ekki minna en hálft
ár, þar sem tryggja þarf að bank-
arnir séu stöðugir í rekstri og með
skýra efnahagsreikninga áður en
til sameiningar getur komið.
NBI, sem stofnaður var úr
gamla Landsbankanum, er stærst-
ur bankanna miðað við bráða-
birgðaefnahagsreikning með um
200 milljarða í eigið fé. Nýi Glitnir
er með um 110 milljarða og Nýi
Kaupþing banki með um 75 millj-
arða.
Viðmælendur Morgunblaðsins
eru á einu máli um að talsvert fleiri
starfi í bönkunum en raunveruleg
þörf er á miðað við umfang starf-
semi þeirra. Á móti segja aðrir að
álagið á bankastarfsmönnum
sumra deilda sé mjög mikið í nú-
verandi ástandi en minna á öðrum,
einkum þeim sem starfa við verð-
bréfaviðskipti og útlánasamninga.
Sameining
ríkisbanka
verið rædd
Aðgerðir miðast að því að efla nýju
ríkisbankana þrjá á sem stystum tíma
Í HNOTSKURN
» Nýi Glitnir er sá bankisem kominn er lengst í því
að uppfylla kröfur til að koma
til móts við fyrirtækin sem rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokksins
og Samfylkingarinnar setti
fram.
» Unnið er að því á vegumstjórnvalda hvernig taka
skuli á erfiðleikum vegna
vanda fólks við að greiða af
lánum í erlendri mynt. Eins og
greint hefur verið frá í Morg-
unblaðinu kemur til greina að
skuldbreyta lánunum í hefð-
bundin verðtryggð lán í krón-
um þar sem miðað er við þá
gengisvísitölu sem var þegar
lánið var tekið.
VÖRUKARFA ASÍ hefur hækkað
mest í lágverðsverslunum, og þar
af mest í Bónus, á tímabilinu frá því
í apríl 2009, þegar verðlagseftir-
litið hóf mælingar á körfunni í öll-
um helstu matvöruverslunarkeðj-
um.
Vörukarfan inniheldur allar al-
mennar mat- og drykkjarvörur
heimilisins. Á þessu níu mánaða
tímabili hefur hún hækkað um 30-
35% í lágverðsverslunum, en um 24-
26% í klukkubúðum.
Af þeim tíu verslunarkeðjum þar
sem verðið er mælt tróna Bón-
usbúðirnar á toppnum, því þar hef-
ur verðið hækkað um 35,4% frá því
í apríl. Næst kemur Kaskó með
34,1% hækkun, þá Nettó með 30,6%
og Krónan með 29,4%, minnsta
hækkun lágverðsverslana.
Í klukkubúðunum hefur verð
körfunnar hækkað mest í Sam-
kaupum-Strax, 26,4%, í 11-11 um
24,6% og í 10-11 um 23,8%. Minnst-
ar hafa hækkanir verið í Nóatúni,
14,3%, og Hagkaupum, 14,5%.
Vörukarfan
hefur hækkað
mest í Bónus
Morgunblaðið/Golli
Bónus Hækkaði mest allra.
UM 100 manns
höfðu seint í gær-
kvöldi skráð sig í
hóp áhugamanna
á Facebook um
að stofnað verði
almenningshluta-
félag um Árvak-
ur, útgáfufélag
Morgunblaðsins.
Þrír menn eru
skráðir fyrir
hópnum, þeir Andrés Jónsson, Þórir
Andri Karlsson og Bogi Örn Emils-
son. Í efnislýsingu kemur fram að nú
séu nýir tímar, það sé ekkert lögmál
að auðmenn eða ríkið eigi fjölmiðla.
Gert er ráð fyrir því að framlög
hluthafa verði á bilinu 100 þúsund til
ein milljón króna. Stefnt er að því að
1% íslensku þjóðarinnar taki þátt í
framtakinu um að eignast Morg-
unblaðið, sem verði þá „í eigu fólks-
ins, óháð stjórnmálaöflum og við-
skiptablokkum“. una@mbl.is
Vilja stofna
hlutafélag
Af Facebook-
síðunni.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
VINNUMÁLASTOFNUN áætlar
að allt að 18.000 manns verði án
vinnu í lok maímánaðar, ef fram
heldur sem horfir, og að milli 15.000
og 16.000 verði á atvinnuleysisskrá í
lok febrúarmánaðar, þegar áhrifa
hópuppsagna í haust gæti að fullu.
Spurður um spár Vinnumálastofn-
unar um atvinnuleysi á næstu mán-
uðum segir Gissur Pétursson, for-
stjóri stofnunarinnar, að ráðgert sé
að hlutfall atvinnulausra fari í 10
prósent í maímánuði, sem jafngildi
því að alls um 18.000 manns verði án
vinnu á landinu öllu.
Til að setja þessar tölur í sam-
hengi telur Gissur að erlendir starfs-
menn hafi verið flestir hátt í 20.000
og að um þriðjungur, eða 6.000
manns úr þeim hópi, hafi nú snúið
aftur til síns heima.
Án fordæmis á síðari tímum
Karl Sigurðsson, forstöðumaður
vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofn-
un, tekur undir það með Gissuri að
atvinnuleysistölurnar nú séu án for-
dæmis á síðari tímum.
„Þetta er alveg nýr veruleiki. Ég
þekki ekki söguna nógu vel en á síð-
ustu áratugum er þetta alveg nýtt.
Við höfum aldrei séð atvinnuleysi
hærra en á milli sjö og átta prósent í
einum mánuði, í janúarmánuði 1995
held ég að það hafi verið.“
Inntur eftir því hversu margir
Vinnumálastofnun áætli að muni
bætast á atvinnuleysisskrá í febrúar
segir Karl að miðað við þróunina í
janúar megi þó ætla að á milli 2.500
og 3.000 muni bætast á skrána í febr-
úar, en á vef Vinnumálastofnunar
kemur fram að fjöldi atvinnulausra
sé nú 12.879. Því verði um og yfir
15.000 á skránni í febrúarlok.
„Alveg nýr
veruleiki“
Allt að 18.000 á atvinnuleysisskrá í maí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Niðursveifla Mörg störf hafa
glatast í byggingariðnaðinum.
Í HNOTSKURN
»Vinnumálastofnun gerirráð fyrir að allt að 500
manns fari af atvinnuleys-
isskránni þegar janúar er
gerður upp og er þá m.a. átt
við einstaklinga sem hafa far-
ið í nám eða fengið aftur
vinnu, auk skráðra sem ekki
reynist hafa bótarétt.