Morgunblaðið - 30.01.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
FYRSTA vika febrúarmánaðar
hvert ár er tannverndarvika og í ár
er lögð sérstök áhersla á tannþráð-
inn og daglega notkun hans undir
slagorðinu „Taktu upp þráðinn“.
Gert hefur verið stutt kennslu-
myndband um notkun tannþráðar
sem sjá má á heimasíðu Lýð-
heilsustöðvar.
Einnig er vakin athygli á því að
öllum 3, 6, og 12 ára börnum stend-
ur til boða ókeypis eftirlit hjá tann-
læknum.
MorgunblaðiðKristinn
Tannverndarvika
UMBOÐSMAÐUR barna og tals-
maður neytenda hafa gefið út ít-
arlegar leiðbeiningareglur um
aukna neytendavernd barna.
Í reglunum felst m.a. að börn eigi
ekki að þurfa að sjá auglýsingar í
barnatíma í sjónvarpinu eða verða
fyrir markaðsáreiti í skólanum.
Lagt er til að tekin verði upp
hollustuvottun og að einungis vörur
sem uppfylla þá vottun megi aug-
lýsa á ýmsum stöðum eins og t.d. í
kringum bíósýningar, á dvd-diskum
fyrir börn, á áberandi stað í íþrótta-
mannvirkjum, eða auglýsa með
teiknimyndafígúrum eða frægum
persónum sem höfða til barna.
Takmarka auglýs-
ingar fyrir börn
FAGRÁÐ geðhjúkrunar á Land-
spítala í samvinnu við Rannsókn-
arstofnun í hjúkrun við Háskóla Ís-
lands og Landspítala heldur í fyrsta
sinn vísindadag geðhjúkrunar. Til-
gangurinn er sá að gefa geðhjúkr-
unarfræðingum tækifæri til að
kynna þróunar- eða rannsókn-
arverkefni sín. Flutningur erinda
fer fram í dag, föstudag, kl. 10-15 í
stofu c-103, Eirbergi, Eiríksgötu
34. Allir velkomnir.
Geðhjúkrun
AFMÆLISFUNDUR í tilefni 9 ára
afmælis GSA-samtakanna (Greys-
heeters Anonymous) á Íslandi verð-
ur haldinn í Safnaðarheimili Vídal-
ínskirkju í Garðabæ. á laugardag
frá kl. 10-16. GSA eru 12 spora-
samtök fyrir matarfíkla.
Gestafyrirlesari verður Joel H.
frá Bandaríkjunum, en hann hefur
viðhaldið stöðugu fráhaldi af Gráu
síðunni í 14 ár.
Fundur matarfíkla
Í FYRRADAG fékk Fjölsmiðjan,
sem er vinnusetur fyrir ungt fólk,
afhentan veglegan styrk upp á 11
milljónir kr. úr hendi Eysteins
Helgasonar, framkvæmdastjóra
Kaupáss, vegna sölu bókar Nóatúns
“Veisla með fjölskyldu og vinum“.
Framleiðsla bókarinnar var styrkt
að fullu af styrktarsjóði Norvikur
og Nóatúni.
Bókin var seld í Nóatúnsversl-
unum fyrir jólin og rann sölu-
andvirðið óskert til Fjölsmiðjunnar.
Bókin varð í 5. sæti yfir mest seldu
bækur á síðasta ári.
Styrkurinn mun fara í nýja tón-
listardeild sem í mörg ár hefur ver-
ið draumur að stofna en eins á að
efla hússtjórnardeildina til muna.
Fjölsmiðjan fær 11
milljóna kr. styrk
Nafn blaðamanns
Við vinnslu greinar í Viðskiptablað
Morgunblaðsins í gær, þar sem
fjallað var um viðtal við Davíð Odds-
son seðlabankastjóra í Kastljósi 7.
október á síðasta ári, féll niður nafn
blaðamannsins sem vann textann í
blaðið. Hann heitir Þórður Snær
Júlíusson og er blaðamaður á við-
skiptaritstjórn Morgunblaðsins.
LEIÐRÉTT
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN fara ekki var-
hluta af efnahagsástandinu frekar
en aðrir. Reykjavíkurborg ákvað í
byrjun janúar að hætta við fyrirhug-
aða hækkun frístundakorta úr 25
þúsund í 40 þúsund krónur.
Nú í vikunni lagði borgin svo fyrir
tómstundaráð viðaukasamning um
endurskoðaða fjárveitingu til
íþrótta- og æskulýðssamninga,
vegna samninga sem undirritaðir
voru í janúar 2008. Vegna efnahags-
ástandsins og vegna lækkunar út-
gjalda í fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar hefur því verið ákveðið
annars vegar að fresta fyrirhugaðri
fjölgun á styrkhæfum tímum úr 44 í
50 á viku, og aftengja vísitölubind-
ingu. Greiðsla ársins 2009 verður því
ekki bundin við vísitölu neysluverðs.
Í ofanálag halda svo margir styrkt-
araðilar, sem íþróttafélögin hafa
reitt sig mjög á, að sér höndum.
Hækka almennt ekki gjöldin
Íþróttafélögin reyna eftir sem áð-
ur að hækka ekki æfingagjöld og svo
virðist sem enn sé ekki um mikið
brottfall að ræða eða að foreldrar
treysti sér ekki lengur til að greiða
fyrir íþróttaiðkun barna sinna.
„Það hefur ekki verið meira brott-
fall hingað til en venjulega,“ segir
Guðrún Sigurþórsdóttir hjá Sund-
félaginu Ægi. „Við setjum æfinga-
gjöldin á haustin þannig að þau
haldast óbreytt allavega fram á
sumar og það eru rosalega margir
sem nýta sér frístundastyrkinn
núna. En svo veit maður ekki hvað
verður í haust þegar fólk verður
styrklaust, hvort þá verði mikið
brottfall.“
Hjá Júdófélagi Reykjavíkur feng-
ust þau svör að allar leiðir væru
skoðaðar til að forðast hækkun æf-
ingagjalda. „Við reynum bara að
þrauka.“ Sömu sögu segir Þóra
Gunnarsdóttir, gjaldkeri listhlaupa-
deildar Skautafélags Reykjavíkur.
„Hin eiginlegu æfingjagjöld þurfum
við ekki að hækka, en við verðum að
stoppa alla aukahluti. Við getum t.d.
ekki fengið aukaþjálfara að utan til
að bæta getu skautaranna eða boðið
þeim upp á sumarnámskeið. Svo
höfum við yfirleitt haft glæsilega
vorsýningu en ég sé ekki fram á að
það verði af því, og keppnisferðirnar
norður varð að flauta af því þetta
var orðið of dýrt fyrir krakkana.“
Guðjón Guðmundsson, formaður
Knattspyrnufélags Reykjavíkur,
segir svipaða sögu, gjöld verði ekki
hækkuð og grunnstarfið haldist
óbreytt en skorið niður í viðbótar-
ferðum. „Það er ekki hægt að leggja
á foreldra að borga stórar upphæðir
til viðbótar við æfingagjöldin.“
Morgunblaðið/Kristján
Boltastrákar Enn hefur ekki mikið brottfall orðið úr íþróttastarfi barna.
Íþróttafélögin reyna
að hækka ekki gjöldin
Borgin hefur ekki getað hækkað fjárveitingu eins og til stóð
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga frá 10-18
20% aukaafsláttur
af útsöluvörum
str. 36-56
VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík, samþykkti á
stjórnarfundi sínum í gær að efnt yrði
til prófkjörs fyrir alþingiskosningar í
vor.
Marta Guðjónsdóttir, formaður
Varðar, segir einhug hafa ríkt um
þessa ákvörðun. „Þetta er venju sam-
kvæmt, að kjördæmisráðin taki
ákvörðun um hvaða aðferð er beitt til
þess að raða upp á lista. Ég lagði það
til við mína stjórn að efnt yrði til próf-
kjörs og það var samþykkt einróma
með öllum greiddum atkvæðum.“
Næst á dagskrá að sögn Mörtu er því
endanleg samþykkt og skipulagning
prófkjörsins.
„Fulltrúaráðs-
fundur verður
auglýstur, þar
sem allir félagar í
fulltrúaráði hafa
seturétt, og þar
verður tillaga
stjórnar borin
upp til sam-
þykktar og dag-
setning og nánari
framkvæmd ákveðin.“
Fulltrúaráðsfundur verður haldinn
laugardaginn 7. febrúar næstkom-
andi. una@mbl.is
Ákveðið að efna til
prófkjörs í Reykjavík
Marta
Guðjónsdóttir