Morgunblaðið - 30.01.2009, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
Það er eitthvað aumkunarvert viðþað hvernig farið hefur fyrir
eigum Glitnis í Noregi eftir banka-
hrunið. Í Morgunblaðinu í gær er
greint frá því að starfsmenn Glitnis
Securities sem keyptu fyrirtækið á
50 milljónir 12. október af skila-
nefnd Glitnis hafi átta dögum síðar
selt helming fyrirtækisins og einum
hundraðshluta úr prósenti betur
fyrir sömu upphæð. Starfsmenn-
irnir fengu sem
sagt hálft fyrir-
tækið frítt upp í
hendurnar.
21. október ífyrra var
annað dóttur-
félag Glitnis í
Noregi, Glitnir
Bank ASA, selt á
300 milljónir norskra króna. Síðar
kom í ljós að þetta var aðeins einn
tíundi af eigin fé bankans. Í þokka-
bót er bankinn nú verðmetinn á um
tvo milljarða norskra króna. Á
nokkrum mánuðum hefur verð-
mæti hans því sjöfaldast.
Í framhaldi má rifja upp annaðmál og óskylt. Í desember tapaði
ríkið máli gegn Kárahnjúkaverk-
takanum Impregilo vegna vangold-
inna vörsluskatta undirverktaka.
Ríkinu var gert að endurgreiða
Impregilo 1,23 milljarða króna.
Ástæðan fyrir því að málið fór
svona var einföld. Í samningana við
Impregilo gleymdist að setja
ákvæði um að fyrirtækið bæri
ábyrgð á skilum vörsluskatta eins
og algengt er að gert sé.
Hér eru þrjú mál, sem bera ekkibeinlínis vitni yfirburðum Ís-
lendinga í fjármálum. Hvernig get-
ur svona nokkuð gerst? Eru þetta
blekkingar, bolabrögð eða glópska?
Þau sýna í það minnsta að KarlMarx hafði rétt fyrir sér þegar
hann sagði að sagan endurtæki sig,
fyrst sem farsi, síðan sem harm-
leikur. En hvað kallast þá þriðja
skiptið?
Karl Marx
Fyrst farsi, svo harmleikur
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
$$%
%%
!
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
"&"
"& #&"
&"
'& #&"
#& #& '&
*$BC
!"
#$
%&
! !
#
' !
&
*!
$$B *!
(
)*$
$)$
!
+!
<2
<! <2
<! <2
(
* %$,
-$.%!/
D2
E
62
(
! #$!
)
&
*
!
&
*
B
+#
,
&
/
-
.'!"#$!
)
% &
/ 01%%$ $!22
%!$ $3!
!$,
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
LANDSSAMBAND lögreglumanna íhugar nú úr-
sögn úr BSRB. Ástæðan er viðbrögð eða öllu held-
ur viðbragðaleysi Ögmundar Jónassonar for-
manns verkalýðsfélagsins, við mótmælum
undanfarið þar sem lögreglumenn stóðu í ströngu.
„Þetta verður skoðað út frá heildarhagsmunum
lögreglumanna og þegar það er búið verður nið-
urstaðan kynnt fyrir mönnum,“ segir Snorri
Magnússon, formaður Landssambands lögreglu-
manna. „En það eru háværar raddir um þetta
núna í ljósi meintra ummæla eða ummælaleysis
Ögmundar Jónassonar. Menn eru þar svolítið að
spyrða þetta við pólítíkina og veru hans í Vinstri
grænum og þá um leið ummæli þingmannanna
Atla Gíslasonar og Álfheiðar Ingadóttur í garð
lögreglumanna.“ Vísar hann þar til aðkomu Álf-
heiðar að mótmælum við lögreglustöðina við
Hverfisgötu í nóvember sl. og ummæla Atla um
lögreglu við mótmæli við Alþingishúsið.
Hvað Ögmund varðar segir Snorri að lögreglu-
menn séu ósáttir við þögn hans í þessu sambandi.
„Menn vilja meina að hann hefði átt að koma fram
þegar menn stóðu í ströngu við Alþingishúsið og
fordæma þessar hreinu og kláru líkamsárásir á
lögreglumenn með grjóthnullungum og öðru.
Hann hafi átt að gera það á mjög afgerandi hátt.“
Snorri undirstrikar þó að huga þurfi að heildar-
hagsmunum í þessu sambandi og að ferli úrsagnar
sé langt og strangt. T.a.m. geti úrsögn eingöngu
orðið á þingi lögreglumanna sem næst verði haldið
árið 2010. Þó sé hægt að boða til aukaþings, standi
vilji manna til þess. Þá hafi lögreglumenn fellt til-
lögu um úrsögn úr BSRB fyrir nokkrum árum.
Lögregla íhugar úrsögn úr BSRB
Mislíkar viðbragðaleysi Ögmundar Jónassonar í tengslum við mótmæli undanfarið
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
RV
U
N
IQ
U
E
01
09
03
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lengri
opnun
artími
í verslu
n RV
Opið m
án. til
fös. frá
8.00 til
19.00
Lauga
rdaga
frá 10.0
0 til 17.
00
Rekstrarvörur
- fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili,
sem vilja spara og hagræða!
@