Morgunblaðið - 30.01.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 30.01.2009, Síða 14
Eftir að fundi Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms J. lauk eftir miðnætti í gær var ekki endanlega ljóst hvernig ráðuneyti skiptast. Þegar fundur formanna flokkanna hófst í gærkvöldi var staðan hér á myndinni talin líklegasta stjórnin. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SAMSTARF Vinstri grænna og Samfylking- arinnar í ríkisstjórn, sem varin verður falli af Framsóknarflokknum, mun öðru fremur byggjast á því að koma í framkvæmd tíma- settri áætlun um aðgerðir til að hjálpa heim- ilum og fyrirtækjum að takast á við erfiðleika. Í viðræðum flokkanna hafa þessar aðgerðir meðal annars verið kallaðar „björgunarað- gerðir“. Lögð verður áhersla á að flýta því eins og kostur er að fá ríkisbankana, Nýja Glitni, Nýja Kaupþing og NBI, til þess að „virka almenni- lega“ eins og viðmælandi Morgunblaðsins komst að orði. Samvinna við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn verður áfram fyrir hendi en vilji er til þess hjá Vinstri grænum að ræða skilyrði sjóðsins og hvernig þau samræmast stöðunni í landinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins vilja flokkarnir að ferlið verði unnið í sam- ráði við „færustu sérfræðinga“ sem hafa góð tengsl við alþjóðasamfélagið. Telja flokkarnir brýnt að hafa umgjörð um efnahagsáætlunina trúverðuga og betur til þess fallna en verið hefur til þessa að auka traust á alþjóðavett- vangi. Flokkarnir telja Gylfa Magnússon, dós- ent í hagfræði við Háskóla Íslands, geta styrkt efnahagsaðgerðir og samræmt aðgerðir betur en tekist hefur til þessa. Hann mun gegna embætti viðskiptaráðherra. Búsetuúrræði fyrir fólk í vanda Flokkarnir hafa lagt áherslu á að skýr úr- ræði verði ljós, frá fyrsta starfsdegi stjórn- arinnar, fyrir fólk sem ekki getur lengur borg- að af húsum sínum. Þau fælust öðru fremur í því að slaka á innheimtukröfum og gera fólki mögulegt að vera í íbúðum og húsum sínum, a.m.k. tímabundið, meðan leyst er úr greiðslu- erfiðleikum. Þá hafa flokkarnir hug á því að láta kanna til hlítar hvort mögulegt verði fyrir fólk að fá sér- eignarsparnað sinn greiddan út, að minnsta kosti að einhverju leyti, til þess að hjálpa þeim sem eru í „verstu neyðinni“. Í atvinnumálum hafa flokkarnir rætt um að mögulegt verði að koma á sérstökum aðgerð- um til að efla starfsemi fyrir iðnaðarmenn. Meðal annars þannig að endurbótalán verði veitt til viðhalds á byggingum. Auk þess hafa Vinstri græn lagt á það áherslu í viðræðum flokkanna að strax verði undirbúin vinna fyrir ungt fólk á sumarmán- uðum þessa árs. Samkvæmt spám er talið að atvinnuleysi geti náð hámarki á vormánuðum þegar skólum lýkur og nemendur, það er þeir sem eru eldri en sextán ára, koma út á vinnu- markaðinn. Meðal annars hefur verið rætt milli for- svarsmanna flokkanna að umhverfisvænum störfum, eins og skógrækt, verði haldið gang- andi eins og tíðkast hefur víða um land árum saman. Mikil áhersla verður lögð á að gera breyt- ingar á lögum sem taka til gjaldþrota einstak- linga. Flokkarnir eru sammála um að mik- ilvægt sé að breyta þeim til þess að fólk sem verður gjaldþrota eigi meiri möguleika á því að byggja upp „nýtt líf“, eins og einn viðmælenda komst að orði. Áherslan lögð á björgun  Heimilin og fyrirtækin verða í fyrirrúmi  Gjaldþrotalögum breytt  „Hreinsað“ til í stjórnkerfinu Í HNOTSKURN » Vinstri græn og Sam-fylkingin hafa lagt áherslu á það, í viðræðum forystumanna sinna flokka, að verkefni sem þarf að leysa séu ópólitísk. Skipuleggja þurfi áætlanir sem raunhæft sé að hrinda strax í fram- kvæmd. » Að miklu leyti er byggt ááætlun ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Samfylk- ingar sem gerð var í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hún var sett upp og skipu- lögð eftir að bankarnir voru yfirteknir af Fjármálaeftirlit- inu á grundvelli neyðarlaga. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VÆNTANLEG ríkisstjórn hefur náð samkomulagi um að efna til stjórnlagaþings, sem fær það verk- efni að endurskoða stjórnarskrána. Um er að ræða eitt þriggja skilyrða sem Framsóknarflokkurinn setur fyrir því að verja ríkisstjórnina falli en hin tvö eru að ráðist verði í miklar aðgerðir til hjálpar heimilum í land- inu og að kosið verði til Alþingis í síð- asta lagi 25. apríl nk. Ekki er þó ljóst hvenær yrði kosið til stjórnlaga- þingsins en framsóknarmenn leggja til að það verði gert í ágúst eða sept- ember. Forystumenn Framsóknar lögðu áherslu á það á blaðamannafundi í gær að taka yrði endurskoðun á stjórnarskrá úr höndum stjórnmála- manna, enda hefði lítill árangur verið af mikilli umræðu á þeim vettvangi og af störfum pólitískt skipaðra nefnda. Þingflokkur Framsóknar hefur þegar útbúið frumvarp en það þyrfti samþykkt tveggja þinga, enda um stjórnarskrárbreytingu að ræða. Breytingin ætti því að geta náð í gegn eftir kosningar í vor. 63 fulltrúar og þjóðaratkvæði Tvisvar sinnum hefur verið lögð fram tillaga um stjórnlagaþing á Al- þingi; fyrst af Páli Zophaníassyni, þingmanni Framsóknar, árið 1948 og síðan af Jóhönnu Sigurðardóttur, tilvonandi forsætisráðherra, árið 1995. Samkvæmt hugmyndum Fram- sóknar myndi stjórnlagaþing starfa í sex til átta mánuði og endurskoða alla stjórnarskrána. Kosnir yrðu 63 fulltrúar og að auki myndi forsæt- isnefnd stjórnlagaþingsins skipa allt að 31 fulltrúa samkvæmt tilnefning- um almannasamtaka, hagsmuna- samtaka og stjórnmálasamtaka til setu í starfsnefndum þingsins. Þeir myndu hafa tillögurétt og málfrelsi. Allir kjörgengir einstaklingar gætu boðið sig fram að undanskild- um alþingismönnum, varaþingmönn- um, ráðherrum og forseta Íslands. Frambjóðandi þyrfti að hafa 300 meðmæli með framboði sínu og kjós- endur mættu velja allt að sjö nöfn af lista þeirra sem byðu sig fram. Ekki yrði um neina kjördæmaskiptingu að ræða. Embætti forsetans lagt af? Hin nýja stjórnarskrá þyrfti sam- kvæmt hugmyndum Framsóknar að hljóta samþykki 2⁄3 hluta þingmanna og í framhaldinu yrði hún borin und- ir þjóðaratkvæði. Framsóknarmenn leggja einnig til nokkrar hugmyndir sem gætu komið til álita á stjórnlagaþinginu. Má þar nefna að skoðað verði hvernig hægt sé að styrkja Alþingi frekar, t.d. með því að ráðherrar ættu ekki sæti á þingi. Einnig eru uppi hugmyndir um að embætti forseta Íslands yrði lagt af og þjóðin kysi í staðinn for- sætisráðherra sem myndi velja sér samráðherra, líkt og tíðkast í Banda- ríkjunum. Þá er því velt upp hvort breyta megi kjördæmaskipan og fækka þingmönnum. Ætla má að þessar hugmyndir verði útfærðar nánar á næstu dög- um. Stjórnlagaþing gæti tekið til starfa í haust Breytt stjórnarskrá er skilyrði Framsóknar fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Í HNOTSKURN » 1944 voru gerðar breyt-ingar á stjórnarskránni, sem er frá 1874, vegna stofn- unar lýðveldis og endur- skoðun hefur verið á dagskrá síðan þá. » Sérstök nefnd stjórnmála-manna sem var skipuð árið 2005 náði aðeins samkomulagi um eina breytingu. » Sú breyting týndist í deil-um um hvort taka ætti upp ákvæði um þjóðareign á auð- lindum og fór því aldrei í gegn. Morgunblaðið/Kristinn Kosið í haust? 63 fulltrúar verða kosnir til setu á stjórnlagaþingi í haust ef hugmyndir Framsóknarflokksins ná fram að ganga. Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Ragnar Árna- son komu til fundar við Sig- mund Davíð Gunnlaugsson, formann Fram- sóknar, í gær. Sigmundur hefur áður gefið upp að hann hyggist leita út fyrir raðir flokksins eftir ráðleggingum um hvernig eigi að takast á við efnahagsvandann og er þetta hluti af því. „Fundurinn var mjög gagnlegur,“ segir Sigmundur Davíð. halla@mbl.is Leitað til sérfræðinga Sigmundur D. Gunnlaugsson ÞETTA verður tímamótarík- isstjórn hvað jafnréttismál varðar, sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG og til- vonandi fjár- málaráðherra, að loknum fund- um forystu- manna Samfylkingar og VG um minnihlutaríkisstjórn í gær. Ráð- herraskipan liggur enn ekki fyrir en báðir flokkarnir leggja ríka áherslu á jafnt kynjahlutfall. Kona verður í fyrsta skipti for- sætisráðherra og líkur benda til að í fyrsta skipti verði ríkisstjórnin skipuð báðum kynjum til jafns. halla@mbl.is Jafnrétti í fyrirrúmi Steingrímur J. Sigfússon Í viðræðum forsvarsmanna flokkanna um breytingar á stjórn Seðlabanka Íslands, og á fleiri vígstöðvum í stjórnkerfinu, hafa þær verið kallaðar „hreinsunaraðgerðir“. Líklegt þykir að Már Guðmundsson, fyrrverandi að- alhagfræðingur Seðlabankans og núverandi aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans [BIS] í Basel í Sviss, taki við sem æðsti maður Seðlabanka Íslands. Hugsanlegt er að gerðar verði frekari breytingar á bæði Seðlabankanum og FME. „Hreinsunaraðgerðir“ Stjórnarmyndun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.