Morgunblaðið - 30.01.2009, Page 18
NÚ STYTTIST í að átakið Karlmenn og
krabbamein hefjist, en Krabbameinsfélag Ís-
lands er önnum kafið við undirbúninginn fyrir
þetta tveggja vikna átak sem hefst í mars.
Eins og í fyrra hefur hann Steinar hafið störf
sem talsmaður átaksins, en hann hefur hafið
söfnun á vinum á samskiptavefnum Facebook,
og nú þegar eignast tæpa 1.400 vini. Steinar
hvetur alla Facebook-meðlimi til að heimsækja
síðuna og styðja gott málefni! Í ár snýst her-
ferðin um lífsstíl, heilsu og mataræði, en hollur
og góður matur ásamt hreyfingu hjálpar mjög
við að draga úr líkum á krabbameini. Fleiri
karlar en konur greinast með krabbamein, en
hingað til hefur lítið verið um það rætt. Nauð-
synlegt er að karlmenn þekki helstu einkenni
krabbameins og geti þannig leitað sér lækn-
ingar fyrr en ella.
Mikilvægt er að þekkja ákveðin líkamleg
einkenni og bregðast rétt við þeim verði þau
viðvarandi. Ýmis einkenni svo sem hósti og
þvagtregða benda ekki alltaf til alvarlegs sjúk-
dóms en geta þó verið einkenni um krabba-
mein.
Því er nauðsynlegt að bregðast við einkenn-
um því líkur á lækningu eru meiri því fyrr sem
krabbamein greinist.
Hefur þú orðið var við eitthvert þessara ein-
kenna? Ef svo er leitaðu læknis sem fyrst.
1. Langvarandi óþægindi í munni og koki eða
breyting á rödd (hæsi).
2. Þrálátur hósti.
3. Óþægindi frá maga eða ristli.
4. Blóð í þvagi.
5. Erfiðleikar við þvaglát.
6. Hnútur í eista/pung.
7. Einkennileg varta eða breyting á fæðing-
arbletti á líkamanum.
8. Hnútar eða þykkildi á líkamanum.
Steinar vinsæll á Facebook
Átakið Karlar og
krabbamein hefst
í mars
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Undanfarin tíu ár hef ég verið að geraþað sem kallað er „semi permanentmakeup“ eða „cosmetic tattoo“ en íþví felst meðal annars að gera var-
anlegar augnlínur, augabrúnir og línur á varir.
Mig hafði lengi langað til að bæta við mig
Medical tattoo og ég lét verða af því í fyrrasum-
ar. Ég fór á námskeið til Bretlands, hjá einu öfl-
ugasta fyrirtæki á þessu sviði,“ segir Undína
Sigmundsdóttir snyrtifræðingur sem býður nú
fyrst allra hér á landi upp á svokallað Medical
tattoo. „Slík meðferð hentar vel fyrir þá sem
vilja bæta útlit í kjölfar slysa, skarðs í vör, öra á
húð eftir aðgerðir t.d. eftir brjóstastækkun eða
brjóstaminnkun, sem og önnur ör á húðinni.
Eins hentar þetta til að gera vörtubaug eftir
uppbyggingu brjósta og einnig við gerð auga-
brúna hjá fólki sem er í lyfjameðferð.“ Undína
segir að þegar hún vinni með ör á líkama fólks
sé hún fyrst og fremst að búa til betri lit í örið og
gera það samlitara húðinni í kring. „Í þessa
meðferð þarf fólk að koma í fimm til tíu skipti
svo vel megi vera. En örið hverfur auðvitað
ekki, heldur verður það minna áberandi.“
Hárleysi og skortur á litarefni
Undína segir að medical tattoo nýtist einnig
vel fyrir fólk með sjúkdóma, eins og Alopecia og
Vitiligo. „Þeir sem hafa Alopecia sjúkdóm,
missa öll líkamshár og þá getur komið sér vel að
láta til dæmis tattúvera á sig augabrúnir og
augnlínu. Vitiligosjúkdómurinn lýsir sér aftur á
móti meðal annars í því að líkaminn missir lita-
frumur á litlum eða stórum svæðum og þá eru
hvítar skellur á húðinni. Með Medical tattoo er
hægt að tattúvera þessi svæði með lit sem er
hvað líkastur húðlitnum á heilbrigðu svæð-
unum.“
Ætti að vera í tryggingakerfinu
Undína segir að Medical tattoo sé mikið not-
að fyrir konur og karla sem greinst hafa með
brjóstakrabbamein og hafa þurft að láta nema
brott brjóst og hafa farið í uppbyggingu á nýju
brjósti. „Tæknin í Medical tattoo gerir mögu-
legt að búa til, lita og skyggja vörtubaug og
geirvörtu og þannig er sköpuð sem eðlilegust
ásýnd brjóstsins. Þetta er mjög mikil ná-
kvæmnisvinna, vörtubaugurinn þarf að vera í
samræmi við heilbrigða brjóstið, liturinn þarf að
vera réttur og svo framvegis. Það er alveg frá-
bært að sjá hvað þessi tækni getur gert útlit
brjóstsins eðlilegt. Þessi meðferð skiptir af-
skaplega miklu máli fyrir hvern einstakling sem
hefur gengið þennan veg og er fyrir marga loka-
punkturinn í langri og erfiðri meðferð,“ segir
Undína.
„Ég hef kynnt þetta lýtalæknum og þeir hafa
sýnt þessu mikinn áhuga sem vonandi getur
leitt til náins samstarfs í framtíðinni. Því miður
er kerfið þannig í dag að tryggingakerfið borgar
ekki fyrir Medical tattoo til að skapa ásýnd
vörtubaugs og geirvörtu á brjóst kvenna sem
fengið hafa brjóstakrabbamein, en vonandi
verður það þannig í framtíðinni.“
Örlitameðferð nýtist víða
Morgunblaðið/Golli
Að störfum Undína mundar nálina þar sem hún vinnur að því að laga lit á öri á fæti.
Vandasamt Örlitameðferð er mikil nákvæmn-
isvinna og fólk þarf að koma í nokkur skipti.
Hún hefur sérhæft sig í því sem
kallað er Medical tattoo eða
húðflúri sem unnið er með til að
laga ör á húð fólks, einnig til að
lita hvít svæði sem skortir litar-
efni. Eins tattúverar hún vörtu-
baug á ný brjóst hjá konum sem
hafa þurft að láta byggja upp
brjóst eftir aðgerð vegna krabba-
meins.
„Fólk þarf að koma oft og örið
hverfur auðvitað ekki, heldur
verður það minna áberandi.“
„OKKUR hefur vissulega vant-
að hér á Íslandi manneskju
með þessa kunnáttu, en við
sem vinnum við að byggja upp
brjóst á konur sem hafa þurft
að fara í brottnám, viljum að
húðflúrið sé gert í samráði við
okkur,“ segir Þórdís Kjart-
ansdóttir lýtalæknir. „Best af
öllu væri ef þetta væri gert af
hjúkrunarfræðingum á sjúkra-
húsum, á lýtalækningadeildum
þar sem konurnar hafa verið í
meðferð vegna uppbyggingar
brjósta, nú eða á læknastofum
okkar.“
Þórdís segir að nokkrir
þeirra hjúkrunarfræðinga sem
hún starfi með hafi sýnt því
áhuga að mennta sig á þessu
sviði. „Undína hefur vissulega
mikla reynslu af húðflúri, þá
er ég fyrst og fremst að hugsa
um litaval og blöndun. Rétt er
að leita leiða til að nýta þekk-
ingu hennar til að þróa sem
best þessa þjónustu við konur.“
Ekki húðflúr til skrauts
Þórdís vann í tíu ár úti í
Frakklandi og segir að þar
hafi sérhæfður hjúkrunarfræð-
ingur á lýtalækningadeildinni
séð um að búa til vörtubauga
með húðflúri og þá í fullri sam-
vinnu við læknana.
„Það er líka miklu eðlilegra
fyrir konurnar því þær eru
ekki að fá sér húðflúr til
skrauts heldur eru þær að
ljúka uppbyggingu á brjósti og
þær hafa gengið í gegnum erf-
iða reynslu í tengslum við að
hafa greinst með krabbamein
og að hafa þurft að gangast
undir brottnám brjósts. Ég sem
lýtalæknir vil líka hafa um það
að segja hvar vörtubaugurinn
er staðsettur nákvæmlega og
fleira sem skiptir máli í þessu
samhengi.“
Hluti af læknismeðferð
Þórdís segir að geirvörtuna
sjálfa sé ekki hægt að búa til
með húðflúri en vörtubauginn
sé aftur á móti hægt að búa til
á mismunandi hátt.
„Stundum er hægt að taka
ysta hluta vörtubaugsins af
heilbrigða brjóstinu og nota
hann til að búa til vörtubaug á
nýja brjóstið. Oftast er tekin
húð af innanverðu læri kon-
unnar og ef sú húð er of ljós
þá er hægt að laga hana til
með húðflúri. Loks er svo hægt
að búa til nýjan vörtubaug með
húðflúri.“
Að því er kostnaðinn við
húðflúr varðar, telur Þórdís
eðlilegt að hann sé end-
urgreiddur af sjúkratrygg-
ingum enda sé um hluta af
læknismeðferð að ræða undir
stjórn lýtalæknis.
Í samráði við lýtalækna
Precision Plus M-tækið, sem notað er íörlitameðferð, má einnig nota með
svokallaðri þurri nál og tækni sem nefnd
er „MCA (Multitrepannic Collagen Ac-
tuation). Tæknin felst í því að erta efsta
húðlagið. Við það örvast starfsemi húð-
arinnar, eykur litarefni hennar og colla-
gen og kallar fram eðlilegan litarhátt á
því svæði sem orðið hefur fyrir áverk-
um. „MCA-tæknin er áhrifarík meðferð
sem endist í langan tíma.
Vel gróið ör má gera samlitt húðinni
með örlitameðferðinni eða MCA-
tækninni. Oft verður erting húðarinnar
með MCA-tækninni til að mýkja örið.“