Morgunblaðið - 30.01.2009, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
Til ættleiðingar Myntkörfustrákurinn var meðal þeirra stúdenta sem útrásarvíkingum og fjárfestum bauðst að ættleiða á Háskólatorgi HÍ í gær.
Kristinn
Baldvin Jónsson | 29. janúar
Icesave-málið á án nokk-
urs vafa að fara fyrir
dómstóla …
… mest í því fólginn að
komast að því hvaða
dómstólar ættu að taka
málið fyrir?
Við samþykkjum ekki
að þetta fari fyrir breska
dómstóla og þeir án efa
munu ekki una niðurstöðum íslenskra
dómstóla. Þá er vafamál hvort Evr-
ópudómstóllinn tekur svona mál fyrir og
hvort hann hefurþá eitthvert úrskurð-
arvald í málinu yfirhöfuð.
Meira: baldvinj.blog.is
Friðrik Hansen Guðmundsson | 29.
jan.
Helreið Seðlabankans í
boði IMF heldur áfram
Með þessari
vaxtaákvörðun Seðla-
bankans kristallast enn á
ný forgangsröðun þeirra
sem stjórnað hafa sam-
félaginu undafarin ár.
Á fyrsta farrými eða á „Saga Class“ í
íslenska samfélaginu eru fjármagnseig-
endur og efnafólk sem á fé á banka.
Hagsmunir þess hafa algjöran forgang
og öllu skal kostað til í þeirri viðleitni
að koma í veg fyrir að hagur þess sé
skertur á nokkurn hátt. Ekki má skerða
fjármagnstekjur þeirra í svo mikið sem
einn mánuð í hörðustu kreppu þjóð-
arinnar. . . .
Meira: fhg.blog.is
ÞAÐ ER orðin klisja að segja
að heimurinn fari minnkandi.
Það er eflaust rétt, þökk sé sí-
fellt betri fjarskiptum og lág-
gjaldaflugfélögum. En heim-
urinn fer einnig stækkandi,
fæst okkar verða þess vör, með
hætti sem vekur upp grundvall-
arspurningar um stjórnmál,
efnahagsmál og öryggismál er
varða okkur öll.
Í stuttu máli sagt er íshellan
á norðurskautinu að bráðna – hratt og aug-
ljóslega. Svæði heimsins sem að mestu hafa ver-
ið óaðgengileg á sögulegum tíma eru nú að opn-
ast. Af þessum sökum hugar NATO nú að
framlagi sínu til öryggis og stöðugleika á norð-
urslóðum. Íslensk stjórnvöld og NATO stóðu
sameiginlega að meiri háttar málþingi í Reykja-
vík í dag og í gær þar sem farið var yfir þessi
viðfangsefni, sem og hugsanlegt hlutverk
bandalagsins við að aðstoða norðurskautsríkin
og alþjóðasamfélagið við að takast á við þau. Ég
tel að NATO geti lagt sitt af mörkum til að efla
stöðugleika á svæðinu með marg-
víslegum hætti.
Siglingar: Minnkandi íshella mun
leiða til aukinna skipaferða á norð-
urskautssvæðinu. Það bendir til að
við þurfum að búa okkur undir hugs-
anleg slys. Bandalagsþjóðirnar ráða
yfir nauðsynlegum búnaði og tækj-
um til að sinna leit og björgun og til
að bregðast við umhverfisslysum og
náttúruvá. Þá hefur Evró-
Atlantshafssamhæfingarstöð NATO
um hamfaraviðbrögð yfirgripsmikla
reynslu af að samhæfa slíkar björg-
unaraðgerðir og hjálparstarf.
Orkuöryggi: Eftir því sem eftirspurn eftir
orku eykst skiptir orkuöryggi sífellt meira máli.
Það á ekki hvað síst við um norðurslóðir, en við
bráðnun heimskautaíssins verður hægara um
vik að komast að orkuauðlindum sem áður voru
óaðgengilegar. NATO getur orðið að liði með
margvíslegum hætti: með söfnun og samþætt-
ingu upplýsinga af ýmsum toga, með því að
stuðla að stöðugleika, efla alþjóðlegt og svæð-
isbundið samstarf, aðstoða við stjórnun afleið-
inga og með því að aðstoða við verndun mik-
ilvægra mannvirkja og búnaðar.
Samráð: Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna er sá lagarammi sem gildir um Norður-
Íshafið, en nú þarf að beita honum við þær nýju
aðstæður sem loftslagsbreytingar hafa í för
með sér. Þegar hefur risið ágreiningur meðal
ríkjanna fimm sem land eiga að Norður-
Íshafinu um hvernig draga beri mörk 200 mílna
efnahagslögsögu þeirra og um hversu langt
landgrunn þeirra nái. Fjögur þessara ríkja geta
rætt áhyggjuefni sín á vettvangi NATO.
Öryggismál: Eftir því sem heimskautaísinn
minnkar auka norðurskautsríkin, þ.m.t. Rússar,
hernaðarumsvif sín á svæðinu. NATO-ríkin
geta einnig rætt hvort auka eigi umsvif banda-
lagsins í heild á svæðinu. Við skulum þó ekki
efna til árekstra í þessum heimshluta. Banda-
lagsríkin jafnt sem Rússar eiga lögmætra hags-
muna að gæta á svæðinu. Norðurskautsríkin
hafa átt með sér ágætis samstarf. Við gætum
notað NATO-Rússlandsráðið til þess að efla
gagnkvæmt traust um þessi mál milli Rússa,
þeirra norðurskautsríkja sem aðild eiga að Atl-
antshafsbandalaginu, sem og annarra banda-
lagsríkja. Umfram allt ber okkur að vinna sam-
an: NATO og Rússar hafa þegar starfað saman
við leit og björgun, sem og við annars konar
hamfarastjórn. Við verðum að byggja á þessari
sameiginlegu reynslu er við tökumst á við sam-
eiginleg verkefni á norðurslóðum.
Alhliða umræður: Þær breytingar sem stöð-
ugt meiri bráðnum heimskautaíssins hefur í för
með sér valda mörgum ríkjum áhyggjum.
Norðurskautsráðið er enn helsti vettvangur
umræðna og samstarfs meðal norðurskauts-
ríkja. Engu að síður tel ég að þörf sé á al-
þjóðlegu samstarfsneti – raunverulegri „alhliða
nálgun“. Saman þurfum við að öðlast betri
skilning á því sem er nú þegar að gerast á norð-
urslóðum og átta okkur á því hvað líklegt sé að
gerist í framtíðinni. NATO ætti að vinna með
öðrum, þ.m.t. ESB, að því að íhuga hvernig best
sé hægt að styðja við og styrkja aðgerðir hverra
annarra.
Loftslagsbreytingar á norðurslóðum hafa
greinileg áhrif á öryggismál – sem þýðir að
NATO verður að láta sig svæðið nokkru skipta.
Sameiginlegt og óskipt öryggi hefur verið
grundvallargildi NATO í 60 ár. Framlag NATO
í glímunni við þetta nýja viðfangsefni í öryggis-
málum mun byggjast á þeim grundvelli.
Eftir Jaap de Hoop
Scheffer »Ég tel að NATO geti lagt
sitt af mörkum til að efla
stöðugleika á svæðinu með
margvíslegum hætti.
Jaap de Hoop Scheffer
NATO og norðurslóðir
Höfundur er framkvæmdastjóri NATO.
VEGAGERÐIN hefur
að ósk minni aftur hafið
undirbúning og auglýsingu
útboða vegna verkefna á
næstu misserum í sam-
ræmi við gildandi sam-
gönguáætlun og fjárveit-
ingar ársins 2009. Í
nóvember var ákveðið að
bíða með öll verkútboð þar
til séð yrði hver yrði fram-
vinda efnahagsmála og
hversu umfangsmikil
lækkun framlaga til vegamála yrði.
Þrátt fyrir 6 milljarða króna
lækkun útgjalda á þessu ári blasir
við að árið verður annað mesta
framkvæmdaár sögunnar í vega-
málum. Á síðasta ári runnu um 25
milljarðar króna til framkvæmda
og í ár mun tæplega 21 milljarður
fara til framkvæmda. Aðrir stórir
liðir í vegamálum eru rúmir 5 millj-
arðar til viðhalds, 3,7 milljarðar til
vetrar- og sumarþjónustu á vegum
Höfum í huga að flýtiframkvæmdir
ríkisstjórnarinnar vegna nið-
urskurðar aflaheimilda voru allar í
landsbyggðarkjördæmunum þrem-
ur. Nú þegar er unnið að mörgum
viðamiklum framkvæmdum á höf-
uðborgarsvæðinu og margar til við-
bótar eru komnar á útboðsstig og
verða boðnar út á næstunni.
Ljóst er að þegar framlög lækka
frestast einhver verkefni sem kom-
in voru á áætlun. Önnur ástæða er
sú að vegna aukinnar verðbólgu og
verðbóta sem Vegagerðin verður að
greiða verktökum upp að vissu
marki hrökkva fjárveitingar ekki
eins langt og ráð var fyrir gert. Ég
geri mér samt sem áður vonir um
að þessi verkefni sem við frestum
nú komist á dagskrá á næsta ári og
því mun hönnun og annar und-
irbúningur halda áfram.
Arðbær verkefni
Vegaframkvæmdir eru yfirleitt
með arðbærustu verkefnum í nú-
tímaþjóðfélagi. Samgöngubætur
eru til þess fallnar að stytta leiðir,
auka öryggi og sameina byggðir. Í
strjálbýlu landi getur hins vegar
stundum verið erfitt að sýna fram á
ótvíræða arðsemi. Vega- og sam-
göngumannvirki lúta ákveðnum
hönnunar- og öryggisstöðlum og
það er hvorki eðlilegt né réttlæt-
anlegt að gefa afslátt frá þeim þótt
umferð sé lítil. Af þessum sökum
þurfum við að vega og meta hverja
framkvæmd í þessu samhengi.
Nýr sæstrengur verður senn
tilbúinn og samningaviðræður við
Símann vegna háhraðatenginga á
landsbyggðinni eru á síðustu metr-
unum þrátt fyrir erfitt árferði.
Þessar tvær framkvæmdir á sviði
fjarskipta geta skipt sköpum í at-
vinnuuppbyggingu næstu árin.
Í lokin vil ég ítreka að þótt hæg-
ist lítillega á nýframkvæmdum í bili
verður samt varið um 5 milljörðum
króna til viðhalds á vegakerfinu á
árinu og tæplega 21 milljarði verð-
ur varið til vegaframkvæmda. Það
eru líka framkvæmdir sem skipta
máli, þær eiga sér stað um landið
allt og eiga þátt í að halda uppi at-
vinnu.
vegar. Þessi og fleiri verkefni verða
boðin út næstu vikur og mánuði.
Með því er ætlunin að nýta komandi
sumar sem mest til framkvæmda.
Einnig er ætlunin að dreifa útboð-
um nokkuð yfir árið.
Við val á verkum hef ég lagt
aukna áherslu á suðvesturhorn
landsins og á samgöngubætur sem
krefjast mikils mannafla. Er í fyrst-
unni miðað við að um helmingur af
þeim 6-7 milljörðum króna sem til
ráðstöfunar eru fari í verkefni á
Suðvesturlandi og hinn helming-
urinn skiptist á önnur landsvæði.
og 1,4 milljarðar
fara til að styrkja
ferjur og sérleyf-
ishafa í fólks-
flutningum og
innanlandsflugi.
6-7 milljarðar
til nýrra út-
boða á árinu
Áætlað er að
um 14 milljarðar
af framlaginu til
nýframkvæmda
ársins séu þegar
bundnir í verkefnum sem komin
voru af stað í fyrra. Eru það all-
mörg og umfangsmikil verkefni.
Milli 6 og 7 milljarðar króna verða
til ráðstöfunar í ný verkefni á árinu
og er val á þeim langt komið. Þeg-
ar er hins vegar hægt að bjóða út
verkefni sem komin voru á útboðs-
stig og má þar nefna kafla á Rang-
árvallavegi, Vestfjarðavegi milli
Kjálkafjarðar og Vatnsfjarðar og
veginn milli Vopnafjarðar og hring-
Eftir Kristján L. Möller » Þrátt fyrir 6 millj-
arða króna lækkun
útgjalda á þessu ári
blasir við að árið verður
annað mesta fram-
kvæmdaár sögunnar í
vegamálum.
Kristján L. Möller
Höfundur er samgönguráðherra.
Vegaframkvæmdir boðnar út að nýju
BLOG.IS