Morgunblaðið - 30.01.2009, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
✝ Björn EyjólfurAuðunsson fædd-
ist í Reykjavík 4. mars
1955. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítala
21. janúar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Auðuns Auð-
unssonar skipstjóra, f.
25.4. 1925, d. 8.1. 2005,
og Sigríðar Stellu Eyj-
ólfsdóttur, f. 20.1.
1926. Björn var næst-
elstur fimm systkina
en hin eru a) Sæmund-
ur, f. 7.2. 1954 b) Stein-
unn, f. 10.2. 1957, hún á börnin Har-
ald, f. 11.1. 1989, og Lísbetu f. 7.5.
1996, c) Ásdís, f. 8.11. 1960, gift Þórði
Snæbjörnssyni, f. 6.5. 1961, synir
þeirra: Snorri, f. 8.7. 1988, Eysteinn,
f. 11.9. 1991, Friðrik, f. 26.8. 1993,
Björgvin, f. 27.8. 2001, og Auðun
starfaði hann einnig á Kleppsspítala
og innritaðist í nám í sagnfræði við
HÍ. Hann fór 1988 ásamt eftirlifandi
konu sinni, Sigurbjörgu, til náms í
Boston í Bandaríkjunum og nam
þar fjölmiðlafræði við Suffolk Uni-
versity sem hann lauk með BA-
gráðu 1992. Eftir fæðingu dótt-
urinnar Helgu fóru Björn og Sig-
urbjörg til Stokkhólms en þar lagði
hann stund á stjórnmálafræði við
Stokkhólmsháskóla sem hann lauk
með BA-gráðu 1993. Eftir nám sitt
erlendis flutti fjölskyldan heim þar
sem Björn starfaði við ýmis störf
m.a. á meðferðarheimilinu Tindum
og Iðntæknistofnun en síðustu 10
árin starfaði Björn við Matís sem
sérfræðingur í markaðs-, útgáfu- og
kynningarmálum.
Björn verður jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
Yngvi, f. 11.11. 2003.
d) Stella Auður, f.
21.5. 1966, d. 17.9.
2008, börn hennar
Auðun, f. 19.2. 1986
og Fjóla, f. 21.2. 1997.
Björn kvæntist 17.
ágúst 1991 Sig-
urbjörgu Hvanndal
Magnúsdóttur, f. 15.3.
1960, og eignuðust
þau dótturina Helgu
hinn 5. ágúst 1992.
Björn bjó fyrstu ár-
in á Ásvallagötu 20,
en fluttist 9 ára gam-
all á Seltjarnarnes og lauk lands-
prófi frá Mýrarhúsaskóla og síðar
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1975. Hann stundaði sjó-
mennsku frá 14 ára aldri á sumrin
með föður sínum og einnig um nokk-
urra ára skeið eftir stúdentspróf. Þá
Þá er komið að kveðjustund,
hetjulegri baráttu bróður míns er
lokið. Björn eða Böddi, naut þess að
lifa, hann var lifandi maður. Hann
sóttist hvorki sérstaklega eftir eign-
um né vegtyllum en las mikið, ferð-
aðist, horfði á körfu- og fótboltaleiki
með vinum og fylgdist vel með þjóð-
og alþjóðamálum. Af okkur systk-
inunum fimm var hann sá eini sem
var bláeygður og hafði alltaf
ákveðna sérstöðu. Hann var mildari
en við hin, hvasseygðu og dökk-
eygðu, var maður sátta, eiginlega
hjartað í fjölskyldunni.
Mikið var alltaf gott að geta
hringt í Bödda lægi manni eitthvað
á hjarta eða vildi bara spjalla. Hon-
um var eðlislægt að gefa sér tíma.
Skemmtilegur var hann og glöggur,
kímnigáfa hans þroskuð og honum
var illa við yfirborðsmennsku.
Þau hjónin leigðu í mörg ár litla
íbúð á Ægisíðunni, keyptu síðar að-
eins stærri íbúð við Brekkustíg.
Húsakynnin voru þó alltaf lygilega
stór að innan og hægt að koma fyrir
mörgu fólki. Ríkuleg af hlýju, góð-
um mat, bókum og skemmtilegum
samræðum. Hann gaf mikið, var
sem sagt meiri gefandi en þiggj-
andi. Harmur okkar sem eftir sitj-
um er mikill og þá sérstaklega
þeirra Sigurbjargar og Helgu, og
votta ég þeim mína dýpstu samúð.
Mikið tómarúm er eftir svo fínan
mann en minningin lifir og yljar.
Ásdís Auðunsdóttir.
Fyrsta minningin um Björn er
þegar systir mín Sigurbjörg sagði
við mig, ég er búin að sjá HANN!
Hann heitir Björn og er kallaður
Böddi og hann er vinur Rúnars
Marvins og þeir spila brids saman.
Sibba vann hjá Rúnari, Við Tjörn-
ina. Ég ætla að biðja hann að kynna
okkur! Ég varð dálítið undrandi því
Sigurbjörg hafði verið ansi róleg í
karlamálum orðin 27 ára ólofuð og
ekki verið skotin í neinum, svo vitað
var, lengi. Og hún sagði, hann er al-
veg eins og Sam Neil, alveg rosa-
lega myndarlegur, þú trúir því ekki
og á lausu 32 ára, barnlaus og hún
var með dásamlegan ljóma í aug-
unum. Hún ætlaði sér þennan
mann.
Svo leið ekki á löngu að hann
bauð henni út. Hún ákvað að fara í
hárauða flauelskjólinn sem hún
hafði saumað sér, með löngum erm-
um, axlapúðum og upp í háls að
framan og fleginn langt niður á bak
að aftan. Við Ester systir litum hvor
á aðra og fannst hann kannski að-
eins of fínn en hún var alveg örugg
og svo ótrúlega spennt og svo fal-
leg. Svo birtist Björn með rauða rós
og gaf henni. Þetta var í febrúar
1988 og það varð ekki aftur snúið.
Eftir það sagði maður alltaf Sibba
og Böddi í sama orðinu.
Á þessum tíma var Sigurbjörg
búin að ákveða að fara í söngnám til
Boston. Ég man að hún var ekki
spennt að fara frá honum og vildi fá
hann út til sín. Hann væri hvort eð
er ekki búinn með háskólanám, með
flott stúdentspróf frá MR og alveg
upplagt að hann skellti sér líka. Úr
varð að hann fór til hennar og hóf
nám í fjölmiðlafræði við Suffolk
University í Boston. Þau dvöldu þar
við góðan orðstír í fjögur ár og
kynntust þar sínum góðu, tryggu
sameiginlegu vinum. Þau komu
heim á sumrin til að vinna og sum-
arið 1991 giftu þau sig í Dómkirkj-
unni og veisla var haldin á veit-
ingastaðnum Við Tjörnina. Ári síðar
fæddist Helga dóttir þeirra sem
varð augasteinn föður síns. Hún er
falleg og skemmtileg blanda af báð-
um foreldrum sínum.
Björn var mikill fjölskyldumaður,
tók þátt í öllum störfum heimilisins
af stakri alúð og prýði. Ekki var
laust við smá öfundartilfinningu þá
einu sinni að komið var í heimsókn
fyrir hádegi og hann var með
gúmmíhanskana á fullu og sagði,
Sibba sefur, var með söngæfingu
seint, við skulum hafa hljótt, ég
ætla bíða með að ryksuga þar til
hún vaknar. Böddi þreif en Sibba
puntaði heimilið. Hann bjó til sós-
una hún skreytti borðið. Hann skúr-
aði, hún lagaði blómin og gerði fal-
lega lýsingu. Þau fullkomnuðu hvort
annað. Og á síðustu mánuðum mágs
míns hér á jörðinni var konan hans
nærgætin og blíð við hann eins og
móðir með veikt ungbarn.
Helga gladdi föður sinn með að
vera afburðanemandi, í góðum vina-
hópi og óendanlega góð, falleg og
ábyrg, á leið sinni að verða full-
orðin. Björn sagði einhvern tíma
eftir að hann veiktist, ég ætla alla
vega að lifa það lengi að ég sjái
Helgu mína fara í menntaskóla. Það
gerði hann. Hann var ákaflega stolt-
ur af dóttur sinni og naut þess að
heyra hana spila Beethoven á píanó-
ið. Hann barðist hetjulega og af
æðruleysi. Síðast þegar ég sá hann
sagði ég: Böddi minn við stöndum
saman, alltaf. Hann skildi mig, því
hann stóð með sínum, alltaf.
Ég votta Stellu, móður hans, og
systkinum og fjölskyldum þeirra
innilega samúð. Guð blessi Sibbu og
Helgu og styrki þær og styðji á erf-
iðum tíma í lífi þeirra, en eftir lifir
minningin um góðan eiginmann og
föður. Blessuð sé minning Björns.
Sigrún Hv. Magnúsdóttir.
mbl.is/minningar
Björn Eyjólfur Auðunsson
Fleiri minningargreinar um Björn
Eyjólf Auðunsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Anton Breki Sig-urþórsson fæddist
á Landspítalanum í
Reykjavík 9. desem-
ber 2007. Hann lést
föstudaginn 23. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Ester
Inga Alfreðsdóttir, f. í
Reykjavík 1. mars
1984, og Sigurþór
Guðni Sigfússon, f. í
Reykjavík 18. júní
1983. Þau eru búsett í
Reykjanesbæ.
Foreldrar Esterar
Ingu eru Jónína S. Jónsdóttir, f. 12.
mars 1964, og Alfreð
B. Jörgensen, f. 29.
apríl 1960, d. 12. nóv-
ember 1998. For-
eldrar Sigurþórs
Guðna eru Sigfús Sig-
urþórsson, f. 10. maí
1953, og A. Helga Sig-
urjónsdóttir, f. 13.
júní 1955, fósturfaðir
hans er Anton Boga-
son, f. 15. júlí 1946.
Anton Breki verður
jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Elsku Siffi bróðir og Ester. Það er
svo margt sem vildi ég segja en ég
kem því ekki á blað.
Hvað segir maður við þá sem mað-
ur elskar sem hafa misst yndislegan,
fallegan og hraustan son sinn á ein-
hvern óskiljanlegan hátt. Ég man
hvað við hlökkuðum til að hittast um
jólin og þá sérstaklega eftirvænt-
inguna hjá ykkur, stoltum foreldrun-
um, að kynna mig og okkur fyrir
Antoni Breka í eigin persónu, ekki
bara í gegnum síma og myndir.
Að koma beint í eins árs afmæl-
isveisluna hans í desember og geta
tekið hann í fangið, kjassað og knús-
að og loks í alvöru skilið ástæðuna
sem lá að baki ofurmiklu stoltinu (og
montinu) hjá litla bróður og Ester
(systur). Þetta voru yndislegar þrjár
vikur og ekki óraði mig fyrir þegar
ég kvaddi í byrjun janúar að ég kæmi
aftur eftir svo stuttan tíma til að
kveðja engilinn okkar í hinsta sinn.
Góður guð veri með ykkur, vaki yfir
ykkur og styðji í gegnum sorgina.
Ást okkar og hugur allur dvelur
hjá ykkur. Sönn og einstök ást er
endalaus.
Rakel systir, Andy, Karen,
Richi og Robin.
Dimmt er í heimi, depurð í hjarta,
dauðans skuggar nú sál mína þjá.
Horfinn er Anton með brosið sitt
bjarta, bernsku hans lengur ei njóta
ég má. Faðmlaga hans aldrei framar
mun hljóta, né finna munninn hans
kyssa á kinn. Ei lengur ástkærra
augnanna njóta, nú aðeins tómleika í
hjartanu finn. Ég aldrei mun gleyma
ásjónu þinni, ævin þín stutta var dýr-
mætust mér. Bitur sorgin nú bugar
mitt sinni, burtu mig langar að
hverfa með þér. Ég veit þú varst
engill frá alvaldsins heimi, sem okk-
ur var sendur að leggja okkur lið.
Minningar um þig svo margar ég
geymi, í minningunum ég finna mun
frið.
A. Helga Sigurjónsdóttir.
Anton Breki
Sigurþórsson
✝ Anna ÁstaGeorgsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. september 1933.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 23. janúar sl.
Foreldrar Önnu
voru Georg Vil-
hjálmsson bílamálari
og Guðbjörg Mey-
vantsdóttir hús-
móðir. Systur Önnu
eru Hallfríður og
Hrafnhildur
Georgsdætur.
Maki Önnu var Steinþór Guð-
mundsson, verkstjóri
Laugardalshallar, d.
4. maí 2002. Börn
þeirra eru Halldór,
maki Bryndís Krist-
jánsdóttir, Steinþór,
maki Sigríður Erna
Valgeirsdóttir,
Georg, maki Susan
P. Dunning, og Mar-
grét, maki Kristinn
Klementzson.
Ömmu- og lang-
ömmubörn eru 15.
Útför Önnu fer
fram frá Áskirkju í
dag kl. 13.
Nú þegar þú hefur fengið hvíldina,
elsku mamma, og sameinast pabba
langar okkur börnin að fara nokkrum
orðum um þig og æsku okkar. Við
eigum ljúfar og góðar minningar um
áhyggjulausa æsku þar sem þú varst
alltaf til staðar, við minnumst alltaf
jólanna á Otrateignum með allri fjöl-
skyldunni, útilegunum og öllum þeim
notalegu stundum sem við áttum
saman.
Mamma var ákaflega listræn kona
og sáum við það í gegnum árin. Eftir
að gagnfræðaskólaárunum lauk hélt
hún til Kaupmannahafnar og lærði
gluggaútstillingar, fyrst kvenna á Ís-
landi. Vann hún við það, ásamt því að
hugsa um heimilið. Oft höfum við
hugsað til baka og undrast það, því
alltaf var hún heima þegar við kom-
um heim úr skólanum og, eins og þá
tíðkaðist, oftast heitur matur í há-
deginu. Listin náði í gegnum allt sem
hún gerði, mikið lesið, nánast allar
sýningar sóttar og farið í leikhús, þó
var málaralistin henni alltaf efst í
huga og mikið málað, meðal annars
haldnar sýningar. Sú sem okkur er
minnisstæðust var með afa sem köll-
uð var feðgin sýna, eigum við börnin
mörg falleg málverk eftir hana sem
koma til með að lifa lengur en við öll,
með okkur og börnum okkar.
Eftir að við börnin fluttum að
heiman var gamla heimilið okkar á
Otrateignum sá staður sem við hitt-
umst öll og var þá oft glatt á hjalla, og
þrátt fyrir að lífið hafi leitt okkur um
víða veröld var það sá staður sem hélt
okkur saman í gegnum sætt og súrt.
Ásamt okkur fjórum börnunum
eignaðist mamma þrjár tengdadætur
og tengdason, tók hún þeim öllum
sem hennar eigin börn væru og
tengdist þeim nánum böndum, Bryn-
dís, Sigríður, Susan og Kristinn
koma til með að sakna mömmu mikið.
Pabbi og mamma voru mjög sam-
rýmd og gerðu mestallt saman, eitt-
hvað sem við höfum lært af og fram-
fylgt í okkar samböndum. Veikindi
pabba og fráfall hans var mikið áfall
fyrir mömmu, en aldrei missti hún
móðinn, heldur einbeitti sér að sínu
félagsstarfi og fór í sund daglega þar
sem hún kynntist góðum vinahópi.
Hélt hún fjölskyldunni saman á þess-
um erfiðu tímum eins og alltaf þegar
eitthvað bjátaði á, alltaf var farið til
mömmu sem ætíð var kletturinn sem
við gátum sótt til.
Eftir 40 ár á Otrateignum var flutt
á Laugarnesveg 89 en ekki mátti yf-
irgefa Laugarnesið sem henni var
svo kært, síðasta árið dvaldi hún síð-
an á hjúkrunarheimilinu Sóltúni við
frábæra umönnun og erum við fjöl-
skyldan ákaflega þakklát fyrir það.
Við vitum að eftir erfið veikindi
þetta síðasta ár er hún nú hvíldinni
fegin og eru þau pabbi nú saman á
ný.
Viljum við þakka öllum sem
studdu mömmu í veikindunum og er
erfitt að nafngreina alla sem komu
þar að, en þó langar okkur sérstak-
lega til að þakka æskuvinkonu
mömmu til dauðadags Margréti Guð-
mundsdóttur leikkonu allan þann
stuðning sem hún veitti mömmu.
Halldór, Steinþór,
Georg og Margrét.
Við kveðjum kæra vinkonu okkar í
dag. Allaf var hún glöð og gefandi og
sá góðu hliðarnar á tilverunni og öll-
um viðfangsefnum. Thorvaldsens-
félagið var hennar félag og hún var
gjöful á tíma sinn til félagsins. Þar
kynntumst við allar fyrst. Vinátta
okkar óx svo og dafnaði er við áttum
samleið í stjórn Barnauppeldissjóðs
Thorvaldsensfélagsins en hans hlut-
verk er að sjá um útgáfu og sölu jóla-
merkja félagsins, útgáfu og dreifingu
á bókinni um Karíus og Baktus auk
Minningakorta félagsins. Við hitt-
umst um árabil tvisvar í mánuði, köll-
uðum það vinnufundi. Þá tókum við
til bókapantanir, röðuðum jólamerkj-
um og endalaust gátum við tekið til í
kössum og skúffum, endurskipulagt
og undirbúið næstu jólamerkjaút-
gáfu eða jafnvel heilu sýningarnar.
Við nutum þess að vinna saman og að
loknum verkefnum dagsins var sest
að veisluborði sem við skiptumst á að
framreiða og þá áttum við fjörugar
samræður. Umræðuefnið var margs-
konar hvort sem var börnin okkar,
pólitíkin, tískan eða hvað annað.
Anna var fróð, víðsýn og hafði
skoðun á hlutunum. Anna hafði ein-
stakan frásagnarhæfileika og það var
gaman þegar hún sagði frá. Hún
ferðaðist ung til annarra Norður-
landa og síðar settist hún á skóla-
bekk í Danmörku og lærði útstilling-
ar. Það var mikill munur á að ferðast
þá og nú. Það tók nokkra daga að
ferðast til annarra landa og í hennar
frásögn var það mikið ævintýri sem
var gaman að heyra, og margt annað
skemmtilegt sem hún sagði frá. Við
höfum oft talað um hve þessi tími var
okkur gefandi og skemmtilegur og
þar var hún Anna okkar einn af mátt-
arstólpum hópsins. Við söknum
hennar og minnumst með þakklæti
og virðingu.
Blessuð sé minning okkar góðu
vinkonu. Börnum hennar og öðrum
ástvinum vottum við samúð okkar.
Guðlaug, Dagný, Lára,
Kristín og Margrét.
Anna Ásta
Georgsdóttir
Fleiri minningargreinar um Önnu
Ástu Georgsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda lengri
grein.
Minningargreinar