Morgunblaðið - 30.01.2009, Side 24

Morgunblaðið - 30.01.2009, Side 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009 ✝ Helga Jóhann-esdóttir fæddist í Lækjarbæ, Miðfirði í V- Hún. 5. júlí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Helgu voru Jóhannes Jónsson, f. í Huppahlíð í Miðfirði 1886, d. 1968, og Soffía Jónsdóttir, f. á Geirastöðum í Sveins- staðahreppi í A-Hún. 1885, d. 1973. Systkini Helgu eru Jóhanna, f. 1915, látin, Jón Þor- bergur, f. 1916, látinn, Jósep, f. 1918, látinn, Grétar, f. 1921, látinn, Ingvi Pálmi, f. 1922, Ólafur, f. 1923, Mar- grét, f. 1927, og Anna, f. 1928. Eiginmaður Helgu er Svavar Jó- hannsson, f. 1919. Þau gengu í hjóna- 1958, maki Áslaug Þórðardóttir. Börn Linda Sif, Eva Kristín, Lovísa og Bjarki. Barnabörn Helgu og Svavars eru tólf . Helga flutti suður með foreldrum sínum tíu ára gömul. Hún gekk í Austurbæjarbarnaskólann og vann að honum loknum við ýmis störf. Eftir að Helga giftist Svavari tók hún að sér húsmóðurhlutverkið eins og algengt var í þá daga. Þau bjuggu fyrstu árin hjá foreldrum Svavars á Fjólugötu 25 en fluttu svo í eigið hús í Ferjuvogi 15. Framtíð- aríbúðina á Bugðulæk 1 byggðu þau sjálf og fluttu inn í hana árið 1957. Hún var heimili þeirra næstu fimm- tíu árin. Svavar vann alla sína starfsævi eða í 52 ár hjá Bún- aðarbanka Íslands þar sem hann gegndi lengst af stöðu sparisjóðs- stjóra og síðar skipulagsstjóra bankans. Útför Helgu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. band 1941. Foreldrar hans voru Jóhann Franklín Krist- jánsson frá Litlu- Hámundarstöðum í Árskógshreppi í Eyjafirði, f. 1885, d. 1952, og Mathilde V. Kristjánsson frá Osló, f. 1892, d. 1962. Börn Helgu og Svavars eru: 1) Edda, f. 1941, maki Birgir Hólm Björgvinsson. Börn Helga, Matthildur og Haukur. 2) Jóhannes Óttar, f. 1943, maki Unnur Guðjóns- dóttir. Börn Sólveig, Svavar og Íris Dögg. 3) Gunnar, f. 1951, í sambúð með Önnu Þorsteinsdóttur. Börn Gunnars og Ólafar B. Þorleifsdóttur Valur Þór og Berglind. 4) Bragi, f. Elsku besta amma mín, nú ertu búin að kveðja. Það er erfitt að hugsa sér tilveruna án þín, þú varst og verður alltaf mín fyr- irmynd, konan sem alltaf áttir nóg af kærleik, ást og umhyggju. Því- lík fegurð og friður í kringum þig allt til loka. Því mun ég aldrei gleyma. Ég fyllist lotningu í hvert sinn sem ég hugsa til þín. Ef heim- urinn væri fallegur eins og þú þá þyrfti ekkert himnaríki. Ég fann miða þar sem þú hafðir skrifað niður þessi orð sem eiga svo vel við nú: Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson) Þú varst fallega perlan í okkar fjölskyldu. Allt sem þú snertir í lífi þínu var fallegt, öllum leið vel nálægt þér og ekkert fannst þér skemmtilegra en að fá lítil börn í fangið. Núna horfi ég á myndir af þér þar sem þú heldur á stelpunum mínum, Eddu og Helgu, og horfir svo fal- lega á þær eins og alltaf. Svona man ég þig svo vel, barnavininn mesta. Öllum börnum leið svo vel hjá þér enda sýndir þú þeim virð- ingu og gafst þeim óskipta athygli. Þú vissir hvað skipti máli, ekki peningar eða eignir heldur eig- inmaðurinn og fjölskyldan. Þér fannst þú aldrei gera nóg fyrir aðra og sýndir alltaf svo mikið þakklæti. Sýndir því sem aðrir tóku sér fyrir hendur mikinn áhuga og virðingu. Þú og afi vilduð fá að sjá skólaeinkunnir, myndir sem börnin teiknuðu fengu að prýða heimili ykkar í fjölda ára. Þangað voru líka allir velkomnir. Þér líkaði vel við alla og öllum við þig. Alltaf var til kaffi og með því. Kleinurnar (a la Helga eins og afi segir), pönnukökurnar, sandkakan, rúllutertan og kryddsúkkulaðikak- an, allt jafn gott. Ekki síst brauð- súpan fína. Þú varst mikill ljóðaunnandi, kunnir ljóð utan að frá því þú varst lítil stelpa, 23 erindi með átta línum hvert, ljóðið um Helgu Jarlsdóttur. Ég las upp ljóðið fyrir þig á spítalanum og gat ekki betur séð en að þú brostir þegar ég bætti afa nafni inn í textann. Sam- rýndari hjón en þið afi finnast ekki. Milli ykkar ríkti djúp virðing og ást og er það til eftirbreytni. Elsku besta amma mín, ég mun alltaf elska þig og varðveita minn- ingu um yndislega konu. Ég er þakklát fyrir hversu lengi ég átti þig að en tilveran er tómleg án þín, þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu. Fallegar minn- ingar munu ylja mér um ókomna tíð. Það verður fallegur engill sem tekur á móti okkur þegar við för- um héðan en þangað til vakir þú yfir okkur eins og þú hefur alltaf gert. Góði Guð, viltu taka ömmu mína í faðm þinn og gæta hennar vel og gefa elsku afa og okkur öll- um styrk á þessum erfiða tíma. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Bless elsku amma mín, ég mun alltaf sakna þín óendanlega mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjöskyldu. Hvíldu í friði. Þín Matthildur. Nú hefur yndisleg amma og tengdamóðir kvatt okkur feðga. Við munum sakna hennar sárt. Þótt lítil hafi verið, var Helga mik- ilmenni. Góðmennska hennar var einstök og örlæti hennar og vilji til að bæta líðan fólks í kringum sig var ávallt í forgangi. Alltaf setti hún aðra í fyrsta sætið. Allar okk- ar samverustundir með henni ein- kenndust af hlýleika og gestrisni sem átti sér enga hliðstæðu og heimsóknirnar á Bugðulækinn í gegnum tíðina munu aldrei gleym- ast. Hún tók alltaf á móti okkur með stóru brosi og girnilegum veitingum sem leiddu til kaffivímu föður og sykurvímu sonar, ofan á ofneyslu af heimalöguðum skúffu- kökum, pönnukökum og kleinum. Aldrei höfum við kynnst annarri eins konu og aldrei munum við gera það aftur, því vandaðri og elskulegri manneskju er útilokað að finna. Stanslausar heimsóknir vina og afkomenda á spítalann síð- ustu daga ævi hennar voru aug- ljóst merki þess. Allir vildu fá að kveðja þessa merkilegu konu og verja með henni síðustu stundun- um. Við erum þakklátir fyrir að hafa verið hluti af lífi hennar og erum betri menn vegna þess að hún var stór hluti af lífi okkar. Brosmildi hennar og jákvæðni verður okkur leiðarljós um alla framtíð. Haukur Örn Birgisson og Birgir H. Björgvinsson. Helga Jóhannesdóttir  Fleiri minningargreinar um Helgu Jóhannesdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ágústa Jónsdóttirfæddist á Gunn- laugsstöðum í Stafholtstungum 8. ágúst 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. janúar síðastlið- inn. Hún var þriðja yngst af 16 börnum hjónanna Jóns Þórólfs Jónsonar og Jófríðar Ásmundsdóttur. Ágústa giftist Kjartani Guðnasyni 5. des. 1942, d. 28. ágúst 1943. Dóttir þeirra Erla Katrín, f. 1943, d. 23. des. 2004. Maður hennar var Aðalsteinn Vil- bergsson, f. 1945, þau eiga 3 börn. Ágústa giftist 13. apríl 1950 Sig- urði Ásgrímssyni, f. 30. jan. 1911, d. 19. ágúst 1979. Börn þeirra eru: Kjartan, f. 1946, kona hans er Guð- rún Skarphéðinsdóttir, f. 1945, þau eiga 5 börn. Steingrímur, f. 1947. Kona hans er Þórdís Björg Alfreðs- dóttir, f. 1951, þau eiga 2 börn. Magnús, f. 1949. Kona hans er Svanhildur Skarphéðinsdóttir f. 1952, þau eiga 4 börn. Hulda, f. 1951, sam- býlismaður Þorsteinn Pétursson, f. 1960. Hún á 3 börn. Eygló Anna, f. 1953, sam- býlismaður er Karl Þórðarson. Hún á 3 börn. Barna- barnabörn Ágústu eru 40. Ágústa og Sigurður bjuggu í Selhaga í Stafholtstungum frá 1951 til 1960. Þá bjuggu þau á Jafnaskarði í sömu sveit til ársins 1968. Síðan fluttu þau á Akranes þar sem hún bjó til ævi- loka. Þar vann Ágústa að mestu í fiskvinnslu til 70 ára aldurs og lét hún þá af störfum. Síðustu æviár sín bjó Ágústa á Jaðarsbraut 11. Útför Ágústu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 14. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða.. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku mamma mín. Þetta eru skrítnir dagar sem núna eru að líða. Mikið tómarúm einkennir þessa daga. Það er svo erfitt að geta ekki hringt í þig á morgnana eða komið til þín. Ég sagði þér oft þegar þú varst að kvarta yfir að þurfa að taka lyfin þín þegar við vorum að skammta í lyfjaboxið þitt, sem við þurftum að gera hálfsmánaðarlega, hvað við værum heppin að eiga þig að þar sem við erum öll komin á besta aldur. Mér fannst ég vera svo rík að eiga mömmu og geta gert fyrir þig, mamma mín, hluti sem þú baðst mig um. Elsku mamma, það var svo gam- an að sjá hve sjálfbjarga þú varst, er allt lék í lyndi, og vildir helst gera allt sjálf. Stundum lá við að það þurfti að neyða upp á þig hjálp. Því miður breyttust hlutirnir í desember síð- astliðinn er þú veiktist og fóru þau veikindin illa í þig. Þú sagðir mér einn daginn að þú ætlaðir að fá þér heimilishjálp sem ég mjög ánægð með það en því miður kom ekki til þess því þá gerðist það óhapp sem var þér um megn. Þrátt fyrir alla þá hjálp sem þú fékkst frá frábæru starfsfólki á Sjúkrahúsi Akraness, hjálp sem orð fá ekki lýst, hvað gerðu mikið fyrir fyrir þig og ekki síður okkur fjölskylduna í þess- um erfiðu veikindum. Veikindi sem því miður sigruðu að lokum. Elsku mamma, mikið var erfitt að horfa á þig smátt og smátt verða meira veikburða. Þú sem alltaf varst mjög heilsuhraust og kveinkaðir þér ekki undan neinu. Þrátt fyrir sorg- ina, mamma, og hve erfitt er að þurfa að sætta sig hlutina er gott að vita til þess að er þú sofnaðir svefninum langa hér hjá okkur þá veit ég að er þú vaknar á hinum æðri stöðum þá vaknarðu í faðmi pabba og Erlu syst- ur. Guð geymi þig, mamma mín, sofðu rótt, og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín elskandi dóttir, Hulda. Ágústa Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ágústu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Bjarni B. Ásgeirs-son fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1937. Hann lést 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Bjarnason frá Húsavík, f. 10.6. 1910, d. 13.4. 1978, og Rósa Finnbogadóttir frá Vestmannaeyjum, f. 27.9. 1914, d. 28.10. 1994. Systkini Bjarna eru Sesselja Þórdís, f. 16.1. 1941, Finnbogi Ásgeir, f. 27.2. 1945, d. 8.12. 1997, og óskírður bróðir, f. 10.4. 1949, d. 10.4. 1949. Bjarni kvæntist 9.9. 1959 Elínu Guðmundsdóttur sjúkraliða, f. 19.3. 1939. Foreldrar hennar eru Guðrún Helgadóttir frá Kollsvík, f. 10.10. 1919, og Guðmundur E. Guðmunds- son frá Reykjavík, f. 16.3. 1916. Hann fórst með togaranum Ólafi 2.11. 1938. Stjúpfaðir Helgi Guð- f. 1989, b) Sigurður Stefán, f. 1990, og c) Björn Ásgeir, f. 2003, dætur Kristjáns eru a) Ólöf, f. 1980, unn- usti Pétur Vilhjálmsson, þau eiga eina dóttur, og b) Kristín Rut, f. 1983, sambýlismaður Fredrik Sjø. 4) Regína, f. 13.12. 1973, gift Henry Alexander Henryssyni. Dætur þeirra eru a) Elín Katla, f. 2003, b) Emma Karen, f. 2008. Bjarni ólst upp í Vesturbænum, en hann og Elín bjuggu lengi á Sel- tjarnarnesi þar sem börn þeirra ól- ust upp. Hann lauk prófi frá Verzl- unarskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Bretlandi og Þýskalandi. Hann starfaði lengst af við verslunar- og fyrirtækja- rekstur. Hann var til margra ára einn af eigendum EJS og síðar aðal- eigandi Tölvulistans. Hann gekk ungur til liðs við Oddfellowregluna, var einn af stofnendum Kiwanis- hreyfingarinnar á Íslandi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þeirra þágu, m.a. sem Evrópufor- seti Kiwanis árin 1976-1977. Bjarni verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mundsson frá Pat- reksfirði, f. 1.7. 1912, d. 13.8. 1985. Bjarni og Elín eignuðust fjögur börn: 1) Anna Rósa, f. 3.2. 1960, gift Kristni Héðinssyni. Börn þeirra eru a) Þórdís Elín, f. 1978, gift Eyjólfi Vilhjálms- syni, þau eiga 4 börn, b) Héðinn, f. 1984, og c) Ásgeir, f. 1987, unn- usta Gróa Rán Birg- isdóttir. 2) Ásgeir Guðmundur, f. 16.3. 1961, kvæntur Sigríði Hafberg. Börn hans eru a) Ásta Hrönn, f. 1983, hún á einn son, b) Bjarni Bent, f. 1991, c) Christian Erik, f. 2001, og d) Ísabella Rósa, f. 2003, börn Sig- ríðar eru a) Sigurbjörg, f. 1982, gift Andra Klausen, b) Axel, f. 1991 og c) Nanna, f. 2001. 3) Guðrún Helga, f. 6.4. 1963, gift Kristjáni Björnssyni. Synir þeirra eru a) Bjarni Benedikt, Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjunni hinstu, það er eitthvað svo óraunverulegt að þú skulir nú vera farinn frá okkur. Allan þann tíma sem liðinn er síðan fyrst fór að bera á veikindum þínum hef ég ver- ið að búa mig undir þennan dag. Daginn sem ég sat hjá þér og þú kvaddir þennan heim. Þessa síðustu daga sem ég sat hjá þér og talaði við þig í huganum og rifjaði upp allar stundirnar sem komu upp í hugann, þá gerði ég mér ljóst hversu mikill áhrifavaldur þú hefur verið á líf mitt. Þó að þú hafir verið af þeirri kyn- slóð þar sem maðurinn var hús- bóndinn á heimilinu, vann úti og mamma heima að sinna okkur systkinunum þá breyttist það allt þegar tíminn leið og sýndi okkur hversu sveigjanlegur þú varst í rauninni. Þá má segja að þegar hún Regína systir fæddist og mamma ákvað svo að fara aftur í skóla að þá hafir þú hætt að tilheyra þinni kyn- slóð og komið meira inn í okkar kyn- slóð. Þú byrjaðir að sinna okkur meira, þú fórst að taka þátt í upp- vaskinu og var nú reyndar orðið þannig að þú sást alveg um upp- vaskið, þú gast á þennan hátt nálg- ast okkur og verið hluti af okkur. Þú varðst líka þeirrar gæfu njótandi að ferðast mikið, mennta þig í útlönd- um og styðja mig þegar ég vildi gera slíkt hið sama. Þú varst alveg óendanlega þolinmóður og það er svo margt sem bara ég og þú vitum um hversu mikla þolinmæði þú sýndir mér, bæði á uppvaxtarárun- um og einnig á námsárum mínu og svo þegar ég fór að fóta mig í at- vinnulífinu. Ég gat alltaf komið til þín og sótt styrk, þú varst ekki endi- lega sammála því sem ég vildi gera en þú settir mér ekki stólinn fyrir dyrnar heldur reyndir að leiðbeina mér. Pabbi minn, síðustu árin höfum við verið mjög nánir og þú hefur stutt við bakið á mér í þeim verk- efnum sem ég tók að mér, við höfum farið í gegnum súrt og sætt og það sem stendur upp úr nú þegar ég kveð þig, er að ég er hamingjusam- ur og horfist í augu við framtíðina á tímum mikilla efnahagsvandræða en veit að þú og afi Ásgeir eruð nú saman og fylgist með mér og veitið mér styrk. Pabbi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, það er ekkert sjálfsagt að maður standi á þennan hátt við bakið á börnunum sínum eins og þú hefur gert. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ásgeir Guðmundur Bjarnason. Bjarni B. Ásgeirsson  Fleiri minningargreinar um Bjarna B. Ásgeirsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.