Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 1

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 1
L A U G A R D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 36. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Allt lífið á einum stað „Sem stendur eru meiri tekjur af útflutningi hrossa en hvala,“ segir Kristján B. Jónasson. Hann telur þjóðarhagsmunum og hagsmunum Hvals hf. einnig blandað saman. Lesbók Réttmæti hval- veiða í umræðunni „Ég sjálfur er ekki kúl og töff en ég fer kannski langt á því að hafa kúl og töff umgjörð. Ég gæti jafnvel komist fram fyrir röðina á Boston núna,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Veganesti fyrir mædda þjóð Elías B. Halldórsson hélt því fram að „væri allri list kippt út úr sam- félaginu yrði engin manneskja eftir í heiminum eftir 50 ár. Það [yrðu] allir búnir að drepa hver annan“. Kostir kerfis- heimskunnar H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 08 -0 08 0 NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is VIÐ stofnun Nýja Kaupþings voru 935 millj- arðar króna færðir á afskriftareikning. Fyrir voru 19 milljarðar á afskriftareikningi. Sam- tals er því gert ráð fyrir að 954 milljarðar af lánum sem veitt voru í gamla Kaupþingi fáist ekki endurgreiddir. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Kaupþings í greiðslustöðvun, segir þetta vera bráðabirgðamat unnið af fjár- málaráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman. Fulltrúar Wyman vinna við að meta eignir og skuldir nýju viðskiptabankanna. Í glærukynningu sem kynnt var kröfuhöfum á fundi á Nordica í fyrradag kemur fram að eigið fé Kaupþings er neikvætt um 807 millj- arða. Fyrir rúmu hálfu ári var eigið fé jákvætt um 424 milljarða króna. Þetta eru umskipti upp á 1.230 milljarða króna sem hægt er að túlka sem tap bankans á hálfu ári. Útlánatap skýrir neikvætt eigið fé Ólafur segir að væntanlegt tap á útlánum til viðskiptavina, sem sé bráðabirgðaniðurfærsla þangað til endanlegt mat liggi fyrir, skýri stór- an hluta af þessum umskiptum á eiginfjárstöðu bankans. Einnig hafi verið tap á rekstri Kaup- þings á þessu tímabili. Afskrifa tæpa þúsund milljarða  Tap á efnahagsreikningi gamla Kaupþings vegna bankahrunsins nemur um 1.200 milljörðum króna  Gríðarlegt útlánatap fyrirsjáanlegt og 954 milljarðar króna færðir á afskriftareikning til bráðabirgða  Kaupþing tók áhættu | 20 Spurður hvers konar lán þetta séu segir Ólafur að um sé að ræða lán til einstaklinga og fyrirtækja. Bæði sé um innlenda og erlenda að- ila að ræða. „Þegar framkvæmt er bráðabirgðamat milli Nýja og gamla Kaupþings er fundið út mark- aðsvirði þessara eigna,“ segir Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Eign- irnar, eins og lán til viðskiptavina, eru svo færðar á markaðsvirði til nýja bankans. Þarna sé um að ræða lán til stórra og millistórra fé- laga og einstaklinga. Smærri lánin séu þó tryggari en þau stóru. Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir að 954 milljarðarkróna af lánum sem gamla Kaup- þing veitti fáist ekki endurgreiddir. »Tap á efnahagsreikningi gamlaKaupþings frá því um mitt ár 2008 nemur um 1.230 milljörðum króna. »Væntanlegt tap vegna útlána og einstaprekstur á árinu skýrir þetta tap og lækkun á eigin fé bankans. BJART var yfir afmælisgestum á Grand Hóteli í gærkvöldi. Þar fögnuðu menn og konur tíu ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs. Sérstakur heiðursgestur var Kristin Hal- vorsen, fjármálaráðherra Noregs, sem ávarpaði samkomuna. Meðal gesta voru Þuríður Back- man, Katrín Jakobsdóttir, nýr mennta- málaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, nýr um- hverfisráðherra, og Þorleifur Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Kristinn Glatt á hjalla í afmælisboðinu Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar 10 ára afmæli sínu yfir helgina SÁ SEM áður eyddi ríflega 25 þúsund krónum í mat eyðir nú 33 þúsundum. Íbúðalánið hans sem var 10 millj- ónir í fyrra er komið í ríflega 11,5 í ár. Launa- lækkanir og verð- hækkanir hafa áhrif á fjölskyldur á þessum þrengingartímum. Raf- magn, hiti, tryggingar og læknis- þjónusta hækkar í verði. Kjarnafjöl- skylda, sem áður hafði 550 þúsund krónur í laun fyrir skatta átti í fyrra rúmlega 79 þúsund krónur í afgang þegar skuldbindingarnar höfðu verið greiddar. Hana vantar nú tæplega 14 þúsund krónur upp á til að ná end- um saman, eftir að sá launalægri tók á sig 20 prósenta launalækkun. Dæmið er byggt á tölum Hagstof- unnar. „Ég hugsa að þetta dæmi sé ekki óraunhæft,“ segir Henný Hinz, hag- fræðingur hjá hagdeild ASÍ. Margir sjái fram á breytingar og betra sé að taka á vandanum strax. Verðið hækkar og tekjur lækka Fjárhagur heimila undir smásjána Henný Hinz DAGLEGTLÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.