Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 07.02.2009, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GREIÐSLUR úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði hafa vaxið hröðum skrefum undanfarna tvo mánuði í takt við stóraukið atvinnuleysi. Svo kann að fara, að Atvinnuleysis- tryggingasjóður verði orðinn tómur í árslok. Sjóðurinn greiðir 1.600- 1.700 milljónir út í janúar en greiddi að meðaltali 260 milljónir á mánuði í fyrrasumar. Að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar, forstöðumanns rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar, er unnið að því að gera upp stöðu sjóðsins fyrir árið 2008. Sigurður áætlar að um áramótin hafi um 15 milljarðar ver- ið til í sjóðnum. Atvinnuleysi hefur verið lítið um margra ára skeið og því hefur talsverð upphæð safnast þar fyrir. Ráðuneytið spáir 7,8% atvinnuleysi á þessu ári Sigurður reiknar með að tekjur sjóðsins af atvinnutryggingagjaldi verði um 5 milljarðar króna á þessu ári, auk eins milljarðs króna í vaxta- tekjur. Að viðbættum 15 milljörð- unum hefur sjóðurinn því úr að spila 21 milljarði á árinu. Hann segir að sé miðað við að at- vinnuleysi verði 7% á þessu ári muni sjóðurinn geta staðið undir greiðslum atvinnuleysisbóta. Í ný- endurskoðaðri þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins er gert ráð fyrir 7,8% meðalatvinnuleysi árið 2009 en Vinnumálastofnun áætli að það geti orðið meira. Talið er að hvert prósentustig at- vinnuleysis kosti 3,1 milljarð á árinu 2009. Ef atvinnuleysi verður 7,8% á árinu, eins og ráðuneytið spáir, gætu greiðslur á hverjum mánuði numið tveimur milljörðum að með- altali á mánuði og 24 milljörðum á heilu ári. Því sé ljóst, að Atvinnuleys- istryggingasjóður gæti tæmst fyrir lok ársins, kannski í nóvember eða desember. En hvað er þá til ráða? Sigurður segir að til greina komi að hækka atvinnutryggingargjaldið, sem nú nemur 0,65% af tryggingagjaldi. Ókosturinn við þá aðgerð sé sá, að byrðarnar lentu enn frekar á at- vinnulífinu, sem nú standi höllum fæti. Önnur leið sé að kanna mögu- leika á tilfærslum innan trygging- argjaldsins, sem nemur 5,34% af greiddum launum. Þriðji kosturinn sé sá að ríkið leggi sjóðnum til fjár- magn, en Atvinnuleysistrygg- ingasjóður er með ríkisábyrgð. Hjá Vinnumálastofnun voru 13.703 skráðir atvinnulausir í gær. Að sögn Karls Sigurðssonar, for- stöðumanns vinnumálasviðs, má ætla að um 10% af þessum hópi séu í hlutastarfi. Sé gengið út frá því, má ætla að atvinnuleysi í landinu sé nú um 7,1%. Tæmist sjóðurinn í árslok? Morgunblaðið/G.Rúnar Horfnir á braut Talið er að framboð vinnuafls hjá körlum muni minnka á þessu ári því erlendir verkamenn hafa flestir horfið af landi brott. Þeir hafa verið uppistaðan í byggingavinnu og útivinnu hvers konar undanfarin ár.  Atvinnuleysistryggingasjóður hefur 21 milljarð til ráðstöfunar en gæti þurft að greiða 24 milljarða  Sjóðurinn greiddi 1.700-1.800 milljónir út í janúar en 260 milljónir að meðaltali í fyrrasumar 13.703 atvinnulausir í dag NÚ liggur fyrir áætlun fjármálaráðuneytisins um fram- boð vinnuafls á árinu 2009. Til vinnuafls teljast allir einstaklingar á starfsaldri sem taka þátt í vinnumark- aði, annaðhvort í starfi eða atvinnulausir í starfsleit. Ráðuneytið áætlar að framboð vinnuafls aukist um 0,9% og verði að meðaltali 167.800 ársverk. Þar af verða tæplega 95 þúsund karlar og tæplega 73 þús- und konur. Á höfuðborgarsvæðinu verða rúmlega 106 þúsund störf og rúmlega 61 þúsund á landsbyggðinni. Ráðu- neytið tekur fram að þessi spá sé háð mikilli óvissu vegna ástandsins í þjóðfélaginu og spáin verði endur- skoðuð ef ástæða verður talin til. Áætlað er að atvinna dragist saman hjá körlum, að- allega vegna brottflutnings erlendra verkamanna. Spáð er aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Framboð vinnuafls mun aukast á höfuðborgarsvæðinu en drag- ast saman á landsbyggðinni, ekki síst á Austurlandi, þar sem stóriðjuframkvæmdum er lokið þar. Reiknað er með töluverðri aukningu á framboði vinnuafls á Suðurnesjum frá því í fyrra. Samkvæmt því sem fjármálaráðuneytið áætlar verður mest framboð á vinnuafli í desember og júní, eða 174.500 manns. Fæstir eru á vinnumarkaði í janúar, eða 159.399 manns. Vinnumálastofnun notar tölur fjármálaráðuneytisins til að reikna atvinnuleysishlutfall fyrir einstaka lands- hluta og eftir kyni í hverjum mánuði. Áætlað að 167.800 manns verði á vinnumarkaði í þessu ári Hringdu í 569 1317 eða sendu póst á ritstjorn@mbl.is Þekkir þú til Atvinnumálin í brennidepli víða mjög mikið að gera. Þannig að fólk er beðið um að minnka við sig starfshlutfall, en á samt að skila sömu vinnu og er því jafnlengi í vinnunni þó að það fái minna greitt.“ Miðað við ástand mála nú má því gera ráð fyrir að minna framboð verði af sumarvinnu, sem íslenskir nemar hafa jafnan reitt sig mikið á. „Okkar tilfinning er sú að það sé ekki bjart fram undan hjá unga fólkinu með sumarvinnu,“ segir Elísabet. „Við vitum til dæmis að margir sem höfðu vinnu í fyrrasumar og ætluðu sér að ganga að henni vísri sem hlutastarfi um jólin fengu ekki inni.“ hjálp,“ segir Laufey Eydal hjá VR. Hún segir til dæmis of algengt að yngsta fólkið á vinnumarkaði sé ekki látið fá ráðningarsamninga. Þau hvetja krakkana því til þess að sækj- ast eftir samningum, og eins að gefa sér tíma til að fara yfir þá með for- eldrum eða með hjálp VR áður en skrifað er undir. Hún segir starfsfólk VR fá í aukn- um mæli til sín mál þar sem fólk geri sérstaka samninga við vinnuveitend- ur til að halda vinnunni og afsali sér jafnvel réttindum, eins og t.d. upp- sagnarfresti. „Þetta er skrýtinn tími, á meðan verið er að skera niður er Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is LANGSTÆRSTA hlutfall atvinnu- lausra í dag, 37%, er ungt fólk, 29 ára og yngra. Staða ungs fólks á vinnu- markaði hefur því breyst mjög á skömmum tíma og hafa stéttarfélög- in reynt að bregðast við í samræmi við það. Fulltrúar VR héldu í gær erindi fyrir nemendur Háskóla Íslands í fyrirlestraröð Rannsóknarstofu í vinnuvernd og bar hann heitið Ungt fólk og vinnumarkaðurinn. Þar kom fram að þegar upphaflega var leitað til VR um að taka þátt í fyrirlestra- röðinni var ennþá góðæri þegar ekk- ert mál var fyrir ungt fólk að fá vinnu. Annað er uppi á teningnum nú enda er fólk að vakna til vitundar um réttindi sín og leitar í auknum mæli til stéttarfélaganna að sögn Elísa- betar Magnúsdóttur hjá VR. Ungt fólk þekkir ekki réttindin Þar hefur verið lögð rík áhersla á það að kynna starf félagsins fyrir nemendum í grunn- og menntaskól- um svo þeir þekki réttindi sín þegar farið er út á vinnumarkaðinn. „Það er því miður allt of algengt að ungt fólk viti ekki hvert það getur leitað og er jafnvel ekki meðvitað um að það sé verið að troða á því. Svo situr það bara heima í stað þess að fá Ekki bjartar horfur um sumarvinnu ungs fólks Staða ungs fólks á vinnumarkaði er nú gjörbreytt frá fyrri tíð Réttlaus Jón Gnarr gerði myndskeið fyrir VR. „Ég hef starfað sem glæpa- maður síðan ég fór á vinnumarkaðinn“ segir fangi sem á engin réttindi. MEÐALLESTUR á hvert tölublað Morgunblaðsins eykst um 2,4 pró- sentur í nýjustu dagblaðakönnun Capacent, frá síðustu könnun. Hin nýja könnun tekur til tímabilsins nóvember 2008 til janúar 2009 og er meðallestur á hvert tölublað 42,7%. Meðallestur á hvert tölublað Fréttablaðsins stendur svo til í stað, í 63,7% en var 64% í síðustu könnun. Þá segjast um 70% aðspurðra lesa Morgunblaðið í viku hverri og er það einnig aukning frá síðustu könnun. Mjög lítill munur er á kynj- unum hvað þetta varðar en ríflega 69% kvenna lesa blaðið í viku hverri og tæplega 71% karla. Uppsafnaður lestur á Fréttablaðinu yfir vikuna dregst saman um 1,7 prósentur frá því í síðustu könnun og er nú 87%. Lestur á helgarútgáfunni er ekki síður í sókn, en meðallestur á laug- ardagsútgáfu blaðsins eykst úr 34,6% í síðustu könnun í 41,5% í þeirri nýju. Þá eykst meðallestur á sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins úr 40,6% í 43,4%. Notkun á fréttavefnum mbl.is eykst líka. 61,9% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, fóru inn á vefinn á hverjum degi í vikunni sem könn- unin var gerð, en 80% heimsóttu vefinn a.m.k. einu sinni í vikunni. Í samskonar könnun, sem gerð var í október, fóru 58,5% þátttak- enda inn á vefinn daglega og 77,8% a.m.k. einu sinni. Þetta var símakönnun með end- anlegt úrtak 4.046 manns. Fjöldi svarenda var 2.444 og svarhlut- fallið því 60,4%. Karlar voru um 49% svarenda en konur um 51%.                 ! "#   $ "% "   !    !"  " !"   # #$   # Miðlar Árvakurs í sókn hjá lesendum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.