Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 9
HARALDUR Björnsson fæddist í Ánanaustum í Reykjavík 2. október 1924. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Landakoti 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Anna Pálsdóttir húsmóðir og Björn Jóns- son skipstjóri. Haraldur var ellefti í hópi 13 systkina, sem ólust upp hjá foreldrum sínum í Ánanaustum. Systkinin eru nú öll látin. Haraldur stundaði nám við Verzlunarskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi árið 1942. Hann hóf störf hjá S. Árnason & Co. umboðs- og heildverslun haustið 1942. Hann tók þar fljótlega við starfi framkvæmdastjóra og varð síðar eig- andi fyrirtækisins ásamt Gunnari Guðjónssyni. Árið 1984 festi S. Árna- son & Co. kaup á Ólafi Þorsteinssyni ehf. Haraldur rak fyrirtækin ásamt fjölskyldu sinni til dauðadags. Árið 1965 var Haraldur skipaður ræðismaður Finnlands í Reykjavík og frá 1968 til 2001 gegndi hann starfi aðalræðismanns Finnlands á Íslandi. Fyrir störf hans sæmdi forseti Finn- lands hann stórriddarakrossi hinnar hvítu rósar. Haraldur var virkur í fé- lagsstörfum íþróttafélagsins KR ár- um saman og æfði og keppti með því félagi um árabil. Haraldur kvæntist 9. júní 1951 Þóru Stefánsdóttur. Eignuðust þau þrjú börn. Þóra lést 26. janúar 2006. Andlát Haraldur Björnsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Verðhrun 50-80% afsl. af öllum vörum • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Bæjarlind 6 sími 554 7030 Opið í Bæjarlind laugardag 10-16 Síðustu dagar útsölunnar 50-80% afsláttur PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSALA ÚTSALA enn meiri afsláttur Lagersölu Lín Design lýkur á Akureyri í dag. Opið kl. 10-14 í Sunnuhlíð. Lagersalan er á Sauðárkróki á morgun, sunnudag, kl. 10-14 í Ljósheimum. LAGERSALA Lín Design á Akureyri og Sauðárkrókiallt að 80% afslætti Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru með Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÚ LJÚKUM VIÐ ÚTSÖLUNNI 50-70% AFSLÁTTUR Á FRÁBÆRUM VETRARFATNAÐI • Jakkar • Úlpur • Ullarkápur • Dúnkápur • Hattar • Húfur Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-17 Opið á sunnudögum frá kl. 12-17 Útsala 10-50% afsláttur Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is BAUGUR Group og tengd félög skulda 133 milljörðum króna meira en eignir félaganna eru metnar á. Morgunblaðið hefur fengið stað- fest hjá forsvarsmönnum Baugs að skuldirnar nemi á milli 1,2 og 1,4 milljörðum punda. Heildarupphæðin sveiflist eftir gengi krónunnar því hluti skuldarinnar sé í íslenskum krónum. Umreiknað í krónur nema skuldirnar um 200 milljörðum króna. Í breska blaðinu Telegraph hefur komið fram að eignir Baugs og tengdra félaga séu verðmetnar á um 400 milljónir punda. Það eru tæpar 67 milljarðar króna. Þessi tala er ekki rengd af forsvarsmönnum Baugs og kröfuhöfum félagsins. Mismunurinn á skuldum og verð- mæti eigna félagsins er því rúmlega 133 milljarðar króna. Breskur dómstóll samþykkti í gær- morgun að setja dótturfélag Baugs, BG Holding, í greiðslustöðvun. Það þýðir að Landsbankinn ræður yfir helstu félögum Baugs í Bretlandi. Misstu tökin á Magasin Straumur hefur einnig gengið að veðum í M Holding, sem heldur með- al annars utan um 75% hlut Baugs í dönsku verslununum Magasin Du Nord og Illum. Óttar Pálsson, fram- kvæmdastjóri hjá Straumi, er nú for- maður stjórnar M Holding. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs Group í Bretlandi, ræður því ekki lengur yfir þessum fé- lögum. Stjórnendur Baugs Group fóru fram á það í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær að félagið og nokkur dótt- urfélög færu í greiðslustöðvun. Þá hefðu þeir getað skipað tilsjónar- mann og unnið áfram úr erfiðri stöðu. Arngrímur Ísberg dómari sagði að upplýsingum, sem fylgdu beiðninni, væri mjög ábótavant, svo sem um eignastöðu Baugs og verðmat þeirra, skuldastöðu félagsins og lánar- drottna. Tölur í gögnunum væru allar frá því í haust og miklar breytingar hefðu orðið síðan þá. Benti hann á að orðalag væri almennt og raunhæfari hugmyndir um aðgerðir þyrftu að liggja fyrir. Var málinu því frestað fram á þriðjudag. Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, sagði að þessar upplýsingar lægju fyrir og ekki ætti að vera vandamál að bæta úr. Eignir Baugs duga fyrir þriðjungi skulda Ráða ekki lengur yfir Magasin og Illum í Danmörku Morgunblaðið/RAX Dómsalur Ragnar H. Hall, lögmaður stjórnar Baugs, og Stefán Hilmarsson fjármálastjóri verða að upplýsa betur um stöðu Baugs Group.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.