Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 SAMTÖK heilsuræktarstöðva og Alþýðusamband Íslands gerðu í gær samning þess efnis að styrkja einstaklinga í atvinnuleit til að stunda heilsurækt. Stéttarfélög innan Alþýðu- sambandsins sem gerast aðilar að þessum samningi styrkja fé- lagsmenn sína sem hafa misst vinn- una og eru atvinnulausir um 2.000 kr. að lágmarki á mánuði til að stunda heilsurækt. Heilsurækt- arstöðvar innan SHS veita þessum viðskiptavinum að lágmarki 50% af- slátt af mánaðarkortum stöðvanna. Samningurinn gildir til 31. desem- ber nk. „Atvinnuleysi hefur stóraukist undanfarið vegna erfiðs efnahagsástands. Að mati Alþýðu- sambands Ís- lands og Sam- taka heilsu- ræktarstöðva eru það ótvíræð- ir hagsmunir ein- staklinganna og þjóðfélagsins alls að atvinnuleit- endum sé gefinn kostur á að rækta líkamlegt og andlegt atgervi. Færðar hafa verið sönnur á að regluleg hreyfing sé mikilvæg und- irstaða heilbrigðis,“ segir í tilkynn- ingu. ASÍ og Samtök heilsuræktarstöðva styrkja atvinnulausa til heilsuræktar Á MORGUN, sunnudag, bjóða Öryrkjabandalag Íslands og Laug- arneskirkja til málþings í safn- aðarheimili Laugarneskirkju kl. 12:30-14:30. Framsögumennn verða dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur og Harpa Njáls fé- lagsfræðingur sem ræða munu um réttlæti til handa öryrkjum. Að erindunum loknum verður boðið upp á kaffiveitingar undir umræðum þar sem málshefjendur sitja fyrir svörum ásamt Aðal- björgu Traustadóttur, fram- kvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis sem þekkir vel til málsins. Halldór Sævar Guðbergsson, for- maður ÖBÍ, og prestarnir Hildur Eir Bolladóttir og Bjarni Karlsson stjórna umræðum. Málþing um rétt- læti fyrir öryrkja GISTINÆTUR á hótelum í desem- ber sl. voru 58.800 og fjölgaði þeim um 10% frá desember 2007 þegar þær voru 53.600. Gistinóttum fjölg- aði hlutfallslega mest á Austurlandi eða um 32% og á höfuðborgarsvæð- inu um 13% miðað við desember 2007. Gistinóttum á Austurlandi fjölgaði úr rúmlega 400 í tæplega 600 og á höfuðborgarsvæðinu úr 44.400 í 50.100. Á Suðurlandi, Suð- urnesjum, Vesturlandi og Vest- fjörðum var fjöldi gistinátta svip- aður og í desember 2007. Gistinóttum fjölgar JAFNRÉTTISRÁÐ skorar á rík- isstjórnina að verja atvinnu kvenna og koma í veg fyrir að niðurskurður opinberra útgjalda leiði til aukinna byrða kvenna á vettvangi fjölskyldunnar. „Við þann niðurskurð er hætta á að konur tapi atvinnu sinni við hvers kyns velferðarþjónustu þar sem þær starfa í ríkari mæli en karlar og oft á lágum launum.“ Verja vinnu kvenna Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LANDSVIRKJUN og Vegagerðin hafa gert samkomulag um gerð nýrrar brúar yfir Þjórsá, vegna fyr- irhugaðra virkjana í neðri hluta ár- innar, og tilheyrandi vegarlagn- ingar. Samkomulagið er háð samþykki stjórnar Landsvirkjunar og yfirvalda samgöngumála. Sveit- arfélögin beggja vegna Þjórsár binda vonir við að Þjórsárvegur muni styrkja byggðirnar með auk- inni ferðaþjónustu og samvinnu sveitarfélaganna. Ný tenging yfir Þjórsá hefur lengi verið til umræðu en aldrei komist til framkvæmda. Lands- virkjun er að undirbúa fjórar nýjar virkjanir í Þjórsá og segir Helgi Bjarnason, verkefnastjóri virkj- ananna, að mikilvægt sé að fá teng- ingu yfir ána vegna byggingar og rekstrar Hvamms- og Holtavirkj- ana. Landsvirkjun hefur gert sam- komulag við Vegagerðina um fram- kvæmdina. Reiknað er með að Landsvirkjun kosti framkvæmdina í upphafi en fái kostnaðinn end- urgreiddan þegar vegurinn kemst á vegaáætlun. Fyrirhuguð brú yfir Þjórsá er rétt fyrir ofan Búðafoss, miðja vegu milli fyrirhugaðra Holts- og Hvammsvirkjana. Þetta er mikið mannvirki, 160-180 metrar á lengd, væntanlega í þremur höfum. Unnið er að hönnun brúar og vega. Veg- urinn að brúnni liggur frá Landvegi í Rangárþingi ytra hjá bænum Minnivöllum og að Þjórsá við bæinn Vindás. Vegurinn kemur síðan upp á Þjórsárdalsveg rétt norðan við fé- lagsheimilið Árnes. Lagður er nýr vegur á um 7,7 km kafla. Vegagerð hefjist í vor Helgi segir stefnt að því að vinna við vegina að brúnum hefjist í vor eða sumar og að gerð brúarinnar verði boðin út í vor þannig að fram- kvæmdir geti hafist í haust. Segir hann betra að vinna slíkt verk að vetri, þegar lítið er í ánni. Miðað er við að vegurinn verði tilbúinn á næsta ári. „Það er hagur okkar að brúin verði tilbúin áður en framkvæmdir hefjast við virkjanirnar. Þá mun hún nýtast okkur best,“ segir Helgi. Vegagerðin mun einnig færa Þjórsárdalsveg hjá bænum Haga og byggja nýja brú á Þverá í stað einbreiðrar brúar sem þar er nú. Vegurinn er færður vegna virkj- anaframkvæmdanna og kostar Landsvirkjun færsluna en Vega- gerðin gerir brúna. Áætlaður kostnaður við brúna yfir Þjórsá og tilheyrandi vegaframkvæmdir þar og í Þjórsárdal er áætlaður hátt í 900 milljónir kr. Ferðaþjónusta og samskipti Örn Þórðarson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, segir að ný brú yfir Þjórsá muni auka umferð og möguleika á ferðaþjónustu í sveit- arfélaginu. Örn segir að með þess- ari tengingu við uppsveitir Árnes- sýslu geti svokallaður uppsveita- hringur stækkað og umferð aukist. „Þetta hefur ekki síður áhrif á samskipti íbúanna og getur skapað möguleika á auknu samstarfi,“ seg- ir Örn. Nefnir hann að styttra yrði fyrir börn úr Landsveit í skóla í Ár- nesi, en í núverandi skóla, og mætti hugsanlega semja um það. Þá mætti útvíkka það samstarf sem nú er milli sveitarfélaganna í Rang- árvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu um félagsþjónustu og barna- verndarmál og láta það ná vestur yfir Þjórsá. „Þetta er alveg ný vídd fyrir okkur,“ segir Örn. Þjórsársveitir vinna saman Örn taldi of snemmt að ræða um sameiningu sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár, sagði að það yrðu íbúarnir að lokum að ákveða, en vekur athygli á nánu samstarfi sem fjögur sveitarfélög við Þjórsá hafa tekið upp um atvinnuuppbygg- ingu, undir heitinu Þjórsársveitir. Markmiðið er að ná til þessa svæðis orkufrekum iðnaði og nýta til þess orku Þjórsár. Framkvæmdanefnd með fulltrúum Rangárþings ytra, Ásahrepps, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hittist reglu- lega til að fara yfir málin. Örn segir að hingað til hafi að- allega verið rætt um möguleikana á gagnaveri. „Við höfum verið að koma okkur betur fyrir í sam- keppninni um staðarval slíks iðn- aðar,“ segir Örn en viðurkennir að erfitt hafi verið að vinna að þeim málum í vetur. „Við viljum nýta orkuna sem hér verður til en erum líka opin fyrir öðrum möguleikum. Það væri okkur að meinalausu ef samkomulag næðist við önnur svæði um að þau fengju orkuna en við fengjum í staðinn einhverja aðra starfsemi sem skilar jafn miklu inn í samfélagið,“ segir Örn Þórðarson. Sveitir tengjast  Landsvirkjun og Vegagerðin semja um gerð nýs vegar og brúar yfir Þjórsá  Íbúarnir á bökkum Þjórsár auka samvinnu Í HNOTSKURN »Þjórsárvegur milli Land-vegar og Þjórsárdalsvegar verður tæpir 8 kílómetrar að lengd. Brúin verður 160-180 metrar í þremur höfum. »Stefnt er að því að vega-gerð hefjist í vor og brúar- gerð í haust og Þjórsárvegur verði tilbúinn á næsta ári. »Tengingin eykur ferða-þjónustu í Rangárþingi og eykur möguleika á sam- skiptum íbúanna við Þjórsá.   &'  (&)  *                      !"  !          " #$  # $ %&''% ()*$ %&''% +&,-$./ /01'&%2$ %&''% %$0/#%3,0/45%$ )+, *  +,         -)+&     !"  SJÖ vélar leiguflugfélagsins Loft- leiða Icelandic, dótturfélags Ice- landair, eru allar í verkefnum og seg- ir Guðni Hreinsson, framkvæmdastjóri félagsins, verk- efnastöðuna vera góða miðað við efnahagsástandið almennt í heimin- um. Vélarnar eru flestar í langtíma- leigu, með samningum til 3-5 ára, en tvær vélar losna í vor. Að sögn Guðna eru góðar líkur á að samningar náist um 12 mánaða leigu á þessum tveimur vélum þar sem undirritaðar viljayfirlýsingar liggja fyrir við viðkomandi samn- ingsaðila. Í báðum tilvikum yrðu þær vélar mannaðar íslenskri áhöfn en áhafnir eru ýmist erlendar eða inn- lendar í leiguverkefnum Loftleiða. „Við höfum lagt áherslu á að herja á nýja markaði utan Evrópu og Norður-Ameríku. Við berum okkur vel og erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Guðni en vélar Loftleiða eru m.a. í verkefnum í Suður-Ameríku, Jakútíu í Rússlandi og Papúa Nýju- Gíneu í Eyjaálfu. Þar á meðal eru þrjár vélar í Rússlandi með erlend- um áhöfnum en viðhaldsþjónustu frá Íslendingum. bjb@mbl.is Allar vélar Loft- leiða í verkefnum Aukin áhersla á S-Ameríku og Rússland Í HNOTSKURN »Á síðasta ársfjórðungi2008 gengu Loftleiðir Ice- landic frá samningum við fjóra samstarfsaðila í jafn- mörgum heimsálfum. »Heildarverðmæti samn-inganna nam um 125 millj- ónum dollara, eða 14 millj- örðum króna á núvirði. Á þeim tíma voru sex vélar leigðar. KRISTJÁN L. Möller sam- gönguráðherra hefur skipað þrjár konur í úr- skurðarnefnd fjarskipta- og póstmála til næstu fjögurra ára. Þetta eru þær Jóna Björk Helgadóttir hér- aðsdómslögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Brynja I. Hafsteins- dóttir lögfræðingur og Kirstín Flyg- enring hagfræðingur. Nefndin er skipuð á grundvelli breytinga á lögum um Póst- og fjar- skiptastofnun og nýrrar reglugerðar sem sett var í framhaldi af gildistöku laganna. Fram kemur m.a. á vef sam- gönguráðuneytisins að með nýrri reglugerð séu starfi nefndarinnar sett skýrari mörk. bjb@mbl.is Skipaði þrjár konur í nefnd Kristján L. Möller Innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2009-2010 stendur yfir hjá Tónlistarskóla FÍH til 1. mars nk. Sótt er um skólavist á heimasíðu skólans www.fih.is/sk og á rvk.is (Rafræn Reykjavík) Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann. Umsækjendur fá bréf um tíma fyrir inntökupróf en þau fara fram dagana 9., 10. og 11. mars nk. Umsækjendur fá svar um skólavist fyrir 1. apríl nk. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi. Skólinn býður nemendum sínum gott námsumhverfi og fjölbreytt námsframboð. Um leið eru gerðar kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Lifandi tónlist – Lifandi fólk Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2009-2010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.