Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is H inn 4. febrúar sl. voru liðin fimm ár síðan annars árs nemi í Harvard setti á lagg- irnar samskiptasíðu til að auðvelda samnemendum sínum að kynnast og hafa samskipti sín á milli. Síðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og hefur Facebook verið á allra vörum síðustu misseri og ekki að undra. Í heiminum öllum eru komnir yfir 150 milljónir notenda og nýjustu tölur hérlendis sýna að tæp 96% allra Íslendinga á þrítugsaldri hafa opnað aðgang á síðunni. Í heildina hefur tæpur helmingur þjóðarinnar skráð sig sem notendur og fer þeim fjölg- andi með hverjum deginum sem ákveða að láta slag standa og komast að því um hvað fárið snýst. Í grófum dráttum býður Facebook fólki að dusta rykið af gömlum vina- böndum eða styrkja þau sem fyrir eru traust. Hafa margir skemmt sér konunglega við að hafa upp á gömlum skóla- eða vinnufélögum, nágrönnum af æskustöðvunum, besta vininum í leikskólanum nú eða æskuástinni og rifja upp gömul kynni. Þá nota aðrir síðuna til að fylgjast með vinum og ættingjum, innanlands eða utan. Fa- cebook er orðin vinsælasti samskipta- og ljósmyndavefur í heimi. Lævís tímaþjófur Eftir því sem fleiri hafa skráð sig inn á Facebook og reynsla komist á síðuna hefur notkunin þróast. Stóru og öflugu tengslaneti fylgja tækifæri og fréttir hafa borist af fólki sem hef- ur aflað sér viðskipta gegnum síðuna. Enn algengara er þó að heyra af fólki sem notar Facebook gagngert til að leita eftir kynnum við hitt kynið. Hver svo sem tilgangur fólks er hefur það runnið upp fyrir mörgum að síð- an getur reynst mikill tímaþjófur. Í fréttaveitunni fær fólk upplýs- ingar um það sem vinirnir eru að gera og getur tíminn auðveldlega hlaupið frá fólki vilji það skoða gaumgæfilega fréttirnar og myndirnar í veitunni, fylgjast með viðburðum, skrá sig sem aðdáanda persóna, kvikmynda eða at- hafna nú eða skrá sig í hópa sem berj- ast fyrir misalvarlegum málstað. Er svo komið að sumir skólar og vinnu- staðir hafa séð sig tilneydda til að loka fyrir aðgang að síðunni. Við þetta kannast Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri SAFT. Hann segir gallann við Facebook vera aukaefnið og viðbæturnar sem fólki stendur til boða að nota. „Öll þessi aukaleiktæki sem fólk getur bætt við síðuna sína geta orðið mjög tímafrek. Einnig ef menn fara fram úr hófi að bæta við vinum sem eru ekki raun- verulegir vinir þá getur ansi mikið magn upplýsinga farið í gegnum síðu fólks á hverjum degi. Ef það ætlar að fylgja því öllu eftir held ég að það verði lítið úr námi og vinnu þann dag- inn,“ segir hann og bætir við að til séu raunveruleg dæmi frá öðrum Evr- ópuþjóðum um fólk sem hafi misst vinnuna vegna tímans sem það eyddi á Facebook. Notendum í yngri og eldri aldurs- hópum fer einnig fjölgandi á Face- book. Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, segist vera farin að sjá æ fleiri á sex- tugsaldri á Facebook en hún hafi lengi vel verið ein af mjög fáum í sín- um aldurshópi. Notkun þeirra sé hinsvegar ólík þeirra sem yngri eru, hinir eldri noti síðuna á markvissari hátt og passi sig á þeim upplýsingum sem þeir setja inn. Ungmenni eru mjög virkir not- endur á samskiptasíðum en í þeirra hópi hefur MySpace verið vinsælla. „Það er yngra fólk á MySpace en ég finn að menntaskólaaldurinn er að færa sig meira á Facebook,“ segir Salvör og undir það tekur Guðberg. Hann segir að hingað til hafi síðunum verið skipt í ólíka flokka. „MySpace hefur verið meira fyrir unga fólkið og Facebook fyrir þá sem eru í nostalg- íunni,“ en svo virðist sem skilin milli flokkanna verði æ óljósari. Facebook fór fram úr MySpace í vinsældum í apríl 2008 og er vinsæl- asta samskiptasíðan í flestum ensku- mælandi löndum heims, þ. á m. Kan- ada og Bretlandi. Facebook á hinsvegar ekki jafnmiklum vinsæld- um að fagna í heimalandinu, Banda- ríkjunum, en þar eru helmingi færri skráðir notendur en á samkeppnissíð- unni MySpace. Vinsældir Facebook hafa verið útskýrðar með því að síðan er einfaldari og stílhreinni en MyS- pace, þar eru vírusar sjaldséðir, setja má inn ótakmarkað magn ljósmynda auk þess sem notendum gefst kostur á að hanna eigin aukabúnað, svokall- aðar viðbætur (e. applications). Ekki vinsælasta sam- skiptasíðan í öllum löndum Búið er að þýða viðmót Facebook á hátt í fjörutíu tungumál, þ. á m. ís- lensku, og hefur það aukið á vinsæld- ir síðunnar í löndunum þar sem málin eru töluð. Facebook hefur hinsvegar verið gagnrýnt fyrir að bjóða upp á þennan möguleika heldur seint en í sumum löndum á Facebook í harðri samkeppni við samfélagssíður sem eru aðeins í boði innan viðkomandi lands og eru sérsniðnar að menningu og tungumáli landsins. T.d. er síðan Hyves í Hollandi mun vinsælli en Fa- cebook. Á hana eru skráðar 7 millj- ónir Hollendinga af 16 milljónum íbúa landsins. Á hverjum mánuði fær síð- an u.þ.b. tíu sinnum fleiri heimsóknir stakra notenda en Facebook. Sam- bærilega síðu er að finna á Spáni en hún gengur undir nafninu Tuenti. Tæplega helmingi fleiri Spánverjar taka þá síðu fram yfir Facebook. Stjórnendur Facebook vilja snúa þessari þróun við og reyna nú hvað þeir geta að aðlaga síðuna ólíkum þjóðum til að laða að fleiri notendur. Besta útgáfan af sjálfu sér Gagnrýni fólks á samskiptasíður á borð við Facebook hefur að miklu leyti snúist um að þar gefi fólk ekki raun- verulega mynd af sér heldur leyfi að- eins öðrum að kynnast „bestu útgáf- unni“ af sjálfu sér, með því að velja vandlega hvaða myndir fái að birtast og að aðeins jákvæðar upplýsingar birtist um það sem sýni viðkomandi í sem bestu ljósi. „Fólk fær að búa til ákveðna mynd af sjálfu sér,“ segir Sal- vör. „Facebook-væðingin er eitt þrep- ið í átt að heimi eins og „Second Life“ þar sem þú býrð til persónu, þú býrð til þig, pappírsmynd eins og þú vilt að aðrir sjái þig,“ segir hún. Dr. Zuilma Gabríela Sigurð- ardóttir, dósent í sálfræðideild Há- skóla Íslands sem sérhæfir sig í at- ferlisgreiningu, segir að fólk geti gefið þá mynd sem það vilji af sjálfu sér á Facebook, rétt eins og það geti gert í samskiptum við aðra í venjuleg- um aðstæðum. Til séu félagsfræðileg- ar kenningar sem fjalli um að fólk sé alltaf að setja upp grímur og leika mismunandi hlutverk í mismunandi Allt lífið á einum stað Facebook Íslendingar á öllum aldri heyrast nú segja „ég sá það á Facebook“ enda rúmlega 120 þúsund þeirra skráðir á Facebook, eða Fésbók eins og sumir vilja kalla síðuna á ástkæra ylhýra. GARÐAR (ekki hans rétta nafn) er 26 ára gamall Reykvíkingur sem byrjaði að nota Facebook til að halda sambandi við gamla skólafélaga erlendis en komst svo að því að síðan er einnig góður vettvangur til að komast í sam- band við kvenfólk. Hann segist hafa kynnst mörgum stelpum á þennan veg og sé það mjög auð- velt – reyndar töluvert auðveld- ara en hann bjóst við. Má segja að Facebook sé orðinn viðurkenndur vettvangur til að „höstla“? „Ég get ekki talað fyrir aðra en sjálfan mig en miðað við það sem ég er að heyra, þá alveg klárlega. Tala nú ekki um fyrir fólk sem er jafnvel yngra en ég,“ segir Garðar. Hann er með yfir 500 manns á vinalista og er vel yf- ir helmingurinn kvenkyns. Berist vinabeiðnir frá föngulegu kven- fólki samþykkir hann þær, jafnvel þó hann þekki ekki til þess. Garð- ar segir svo að í miðbænum um helgar sé algengt að fá spurn- inguna „Erum við ekki vinir á Fa- cebook?“ til að brjóta ísinn og við- urkennir að hafa sjálfur fengið að heyra hana nokkrum sinnum. Potað til að sýna áhuga Fjölmargar viðbætur eru til á Facebook og eru sumar búnar gagngert til þess að kynna fólk fyrir hinu kyninu. Sem dæmi má nefna „Are you interested?“ og „Compare hotness“ en þar birtast myndir af öðrum sem hafa virkjað þessar viðbætur og getur viðkom- andi skoðað myndirnar og ef hon- um líst vel á einhvern er einfald- lega hægt að ýta á takka og manneskjan á myndinni fær skila- boð um að viðkomandi hafi áhuga. Aðrar leiðir sem notendur geta farið er að skoða vinalista eða myndir annarra og „pota í“ þá sem vekja áhuga en slíkur val- möguleiki er í boði á síðum fólks. „Potið“ gefur til kynna að áhugi á kynnum sé fyrir hendi og fær við- komandi tilkynningu um að potað hafi verið í hana. Reynist áhuginn gagnkvæmur er hægt að senda vinabeiðni og í kjölfarið nota spjallið sem Facebook býður upp á. Garðar segist sjálfur mest nota „Compare hotness.“ Svo sendi hann vinabeiðnir til stelpnanna og eftir að þær eru samþykktar er allur gangur á því hvort hann tek- ur fyrsta skrefið eða þær. „Svo byrjar fólk bara að spjalla saman og sér hvort blossar kvikna.“ Auðvelt að stofna til kynna við hitt kynið ELÍSABET Sveinsdóttir og Ellert Sigtryggsson kynntust sl. vor á Fa- cebook. „Beta byrjaði að pota í mig,“ segir Ellert en „pot“ er vin- sæl leið á Facebook til að láta vita að maður hafi áhuga. Hún hafði séð myndir af honum á síðu sam- eiginlegs vinar þeirra og leist vel á en þau þekktu ekki hvort annað. Hún ákvað að láta slag standa. „Ég potaði svo til baka,“ segir hann. Þau skiptust á að pota hvort í ann- að í nokkrar vikur þar til Elísabet sendi Ellert vinabeiðni. Þau sendu svo skilaboð á milli sín og þannig þróaðist sambandið smám saman. „Ég var ekki inni á Facebook í þessum tilgangi en svo er maður að heyra í dag að þetta sé orðinn hálfgerður skiptimarkaður, í stað- inn fyrir einkamál.is, en mér finnst þetta stórsniðugt.“ Elísabet og Ellert hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að mála og gera nýja, sameiginlega húsnæðið sitt tilbúið fyrir innflutn- ing um helgina og eru börnin þeirra, á aldrinum 3-21 árs, afar ánægð með ráðahaginn. „Ég var pínu feiminn að segja frá því hvernig við kynntumst en er það ekki í dag,“ segir Ellert en hann segir eldra fólk helst fussa og sveia yfir þessari nýju leið til að kynnast einhverjum í rómantískum hugleiðingum. „Ég á 21 árs dóttur og hún sagði: „Eruð þið Facebook- par? En flott!“ Svo henni fannst þetta bara geggjað.“ Þau hafa bæði verið meðlimir á Facebook í u.þ.b. hálft annað ár. „Mér fannst þetta fyrst ótrúlega lummó en svo voru allir komnir inn á þetta,“ seg- ir Ellert og Elísabet er sammála, langflestir sem þau þekkja eru á Facebook. Pot og daður á Facebook orðið að sambúð Morgunblaðið/Golli Par Elísabet og Ellert kynntust eftir að hún „potaði“ í hann á Facebook fyrir níu mánuðum. Þau munu flytja inn í sína fyrstu íbúð saman nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.