Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 30

Morgunblaðið - 07.02.2009, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 ✝ Bára Sigfúsdóttirfæddist á Rauða- vík í Eyjafirði 22. ágúst 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 2. febrúar 2009. Foreldrar hennar voru Guðlaug Ás- mundsdóttir, f. 9.12. 1880, d. 1.10. 1952 og Sigfús Valtýr Þor- steinsson, f. 24.5. 1890, d. 30.10. 1979. Systkini Báru voru: Iðunn, f. 14.10. 1909, d. 23.6. 1992, Þóra, f. 8.8. 1913, d. 28.10. 1984 og Bragi, f. 6.7. 1920, d. 5.3. 1994. Þann 23. sept- ember 1943 giftist Bára Jónasi Heiðdal Árnasyni, f. 29.10. 1917, d. 8.12. 1947. Foreldrar hans voru Árni Sigurðsson og Guðrún Jón- asdóttir. Börn Báru og Jónasar eru: 1) Sigfús Jónasson, f. 28.4. 1943, kvæntur Jantee Sopab, sonur Jan- tee er Sathian. 2) Guðrún Jón- asdóttir, f. 4.6. 1945, giftist Helga Benedikt Aðalsteinssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Jónas, Jón, Sig- fús, Guðlaug, Þórunn og Benedikt. 3) Björg- vin Jónasson, f. 6.9. 1946, kvæntur Gest- ínu Sigríði Gunn- arsdóttur. Börn þeirra eru Þurý Björk, Auðunn Þór og Björgvin. Bára og Jónas bjuggu á Syðra-Kálfskinni í Eyjafirði og þegar Jónas lést, aðeins 30 ára gamall, hélt Bára kyrru fyrir á búinu ásamt fjöl- skyldu sinni. Hún hélt þar mynd- arlegt heimili fyrir börnin sín þrjú, föður sinn og bróður eftir andlát móður sinnar. Árið 1992 fór Bára inn til Akureyrar til að sinna Iðunni systur sinni sem þá lá banaleguna og sneri ekki aftur á Syðra- Kálfskinn. Hún bjó á Gilsbakkavegi þar til hún flutti á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð. Útför Báru verður gerð frá Stærri-Árskógskirkju í dag kl. 14. Hún Bára amma mín sigldi víst ekki lygnan sjó í sínu lífi. Einn dimman dag í desembermánuði, þegar hún var 26 ára gömul, hélt eiginmaður hennar til sjós eins og svo oft áður. Hann hafði kennt sér einhvers meins þá um morguninn en lét það ekki á sig fá og reri út á Eyjafjörðinn við annan mann. Á leið aftur til lands hnígur afi minn niður og andast þar í firðinum fagra. Eftir stóð amma með börnin sín þrjú, það yngsta aðeins ársgam- alt. Amma og afi bjuggu á Syðra- Kálfskinni með foreldrum ömmu og systkinum og hefur það vafalítið verið styrkur til handa ungri ekkju að vera umvafin sínum nánustu. Langamma mín Guðlaug deyr svo fimm árum seinna og systur ömmu, þær Iðunn og Þóra, fluttust til Ak- ureyrar. Börnin hennar þrjú, Sig- fús, Guðrún og Björgvin, héldu einnig eitt af öðru innar í fjörðinn. Amma Bára hélt því heimili með föður sínum og bróður lengst af. Ætli ég hafi ekki verið um 9 ára gömul þegar ég fór að fara fyrst ein míns liðs á Kálfskinn til ömmu. Það voru mikil viðbrigði fyrir litla prins- essu af mölinni að dvelja í sveitinni og vissi ég varla hvað sneri fram og hvað sneri aftur á kúnum. Amma var mikil rólyndiskona og ekki fór mikið fyrir henni, en mikil lifandis ósköp gat hún hlegið að vitleysunni og pjátrinu í borgarbarninu. Ég hélt að hún yrði ekki eldri þegar hún stóð á stigaskörinni og horfði niður í kjallara á mig þar sem ég stóð skjálfandi á beinunum og var þess fullviss að kýrnar, sem voru í fjósi aðliggjandi bænum, væru að reyna að brjóta sér leið í gegnum vegginn. Þá hristist amma gamla og hafði ekki undan að þurrka tárin sem runnu í stríðum straumum nið- ur vanga hennar. „Að þér skuli detta þessi vitleysa í hug, barn. Hvað heldur þú að kýrnar hafi ekki nóg annað um að hugsa en að glápa á þig.“ Hvað það var sem þessar blessuðu kusur voru svona upp- teknar við þarna í litla fjósinu skildi ég þó aldrei, ég sá þær bara jórtr- andi með letilegt augnaráðið. Það var alveg óskaplega gott að dunda sér með ömmu, hún hafði endalausa þolinmæði fyrir hinar og þessar hugdettur hjá mér. Eitt sumarið þóttu vinabönd það allra flottasta og þá var farið í vefn- aðarvöruverslun á Akureyri og strengir og snæri keypt fyrir allan vasapeninginn. Amma sat svo með mér og fléttaði böndin þar til þau voru orðin svo mörg að ég átti erf- itt með að hreyfa olnbogann á mér, og þá hló amma. Eitt af því sem við gerðum oft saman í sveitinni var að lesa ljóðin hans Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi. Mér fannst svo merkilegt að stórskáldið sjálft skyldi hafa búið þarna í sveitinni hennar ömmu. Í hjarta mínu er hátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allir fljúga til þín. Þeir ætla að syngja þér söngva og segja þér, hvað þú ert góð – og eigir sál mína alla og allt mitt hjartablóð. (Davíð Stefánsson.) Ég kveð þig nú, elsku amma mín, en veit að þú munt aldrei verða langt undan og það hlýjar mér um hjartarætur að vita að þú ert komin í fangið á honum afa, manninum sem þú misstir fyrir 61 ári. Kysstu hann frá mér! Þín Þurý Björk Björgvinsdóttir Elsku amma, þá ertu búin að fá hvíldina. Þegar okkur var tilkynnt að þú værir farin voru það trega- fullar tilfinningar sem brutust fram, því það er alltaf sárt að missa ást- vin en í sumum tilfellum er hvíldin góð. Við munum alltaf geyma þig í hjarta okkar og segja börnum okk- ar sögur af þér um ókomna framtíð. Við munum öll eftir jólaboðunum á jóladag í Syðra-Kálfskinni, þú hefur örugglega hugsað með bros á vör að nú væri friðurinn úti þegar hersingin úr Bragholti mætti á svæðið. Við vitum það svona eftir á að við vorum nú kannski ekki róleg- ustu krakkar í heimi þegar sá gáll- inn var á okkur. Háaloftið var vin- sælt og neðri hæðin þar sem Sigfús langafi smíðaði bátana. Amma, þú varst frábær, traust og skemmtilegur félagi, þú hafði lúmskt gaman af prakkarastrikun- um hjá okkur, oftar en ekki glottir þú út í annað yfir þeim en þú lést okkur nú alveg vita af því ef við fór- um yfir strikið. Amma, þá ertu loksins komin til afa. Afi, þá er hún komin til þín, þú ert búinn að bíða eftir henni lengi, ástinni þinni. Hún er gullmoli sem við biðjum þig um að passa. Síðustu 20 árin tóku veikindin þín mikinn toll af þér, þú fórst ekki mikið út úr húsi og síðustu árin var það nú bara sólarferð út á pallinn í Gilsbakkaveginum á góðum sum- ardegi, þar var oft Spánarblíða og þú naust þess að sitja úti og láta sólina sleikja þig. Það sást líka á þér eftir sumarið, súkkulaðibrún og sæl. Amma þú ert hörkutól sem við lítum upp til því þrautseigja þín er öðrum til fyrirmyndar. Þú ert komin til drottins og hvíl- ist þar og við biðjum þig að vaka yfir okkur og láta okkur vita ef við erum að gera eitthvað af okkur og afi hjálpar þér sennilega við það. Er við kveðjum þig, elsku amma, í hinsta sinn minnumst við þín og þökkum þér fyrir það sem þú gafst okkur og þökkum þér fyrir sam- ferðina. Jónas, Jón, Sigfús, Guðlaug, Þórunn, Benedikt og börn. Í dag kveðjum við hana Báru vin- konu okkar frá Syðra-Kálfsskinni. Við systurnar ólumst upp á næsta bæ þar sem stutt var á milli. Það var því auðvelt fyrir okkur að skreppa í heimsókn til hennar Báru. Alltaf var gaman að koma í Syðra-Kálfsskinn og alltaf fengum við eitthvað gott að borða. Í minn- ingu okkar var eldhúsið í Syðra- Kálfsskinni alveg sérstakt með sinni miklu skúffuinnréttingu sem við vorum vissar um að innihéldi mikinn leyndardóm. Seinna átti þessi minning eftir að verða áhrifa- valdur í okkar lífi. Bára hafði gaman af því að spjalla við okkur og var ýmislegt rætt um leið og spáð var í lífsins gagn og nauðsynjar. Ekki var síðra að fá að komast á háaloftið hennar Báru þar sem ýmislegt fróðlegt var að finna. Gömul leikföng barnanna hennar eða aðrir gamlir hlutir vöktu oft forvitni. Þegar á unglings- árin var komið átti Bára mikið safn af tölum og efnisströngum sem henni áskotnaðist eftir að systur hennar hættu með verslun sína á Akureyri. Það var eins og ævintýri fyrir okkur systurnar að fá að skoða safnið og oftar en ekki vorum við leystar út með smá efnisbút eða töluspjaldi. Ekki er ólíklegt að áhugi okkar á saumum hafi vaknað þarna á háaloftinu hennar Báru. Þá eru ótaldar ferðirnar með Báru í berjamó þar sem margt var skrafað. Nú höfum við systurnar keypt Syðra-Kálfsskinn og var það ekki síst eldhúsinnréttingin góða og minningarnar frá æskuárum sem réðu þar ferðinni. Elsku Bára, við munum halda í heiðri minningu þína og fjölskyldu þinnar um ókom- in ár og reyna eftir bestu getu að viðhalda gestrisni þeirri sem ein- kenndi Syðra-Kálfsskinn. Hvíl þú í friði. Við sendum börnum Báru, þeim Guðrúnu, Sigfúsi og Björgvin ásamt fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Erla og Margrét frá Kálfsskinni. Bára Sigfúsdóttir ✝ Systir okkar, mágkona og frænka, MARÍA JÓHANNSDÓTTIR frá Háagerði, Eyjafjarðarsveit, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Benedikt Jóhannsson, Aðalsteinn Jóhannsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Freygerður Geirsdóttir, Örn Hansen. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAGBJARTUR JÓNSSON, Álakvísl 106, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 2. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Ingibjörg Auður Ingvadóttir, Dagrún Dagbjartsdóttir, Halldór Jónsson, Viktoría Dagbjartsdóttir, Júlíus Þór Júlíusson, Inga Hanna Dagbjartsdóttir, Jónas J. Hallsson, Þóra Jóna Dagbjartsdóttir, Hlynur Hjörleifsson, Dagbjartur Vigfús Dagbjartsson, Ellen Arný Barnes, Jeffrey Barnes, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR EINARSSON frá Hvalnesi í Lóni, Ásvallagötu 17, Reykjavík, sem lést á Landspítala, Landakoti fimmtudaginn 29. janúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Guðný Egilsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð og sendu blóm og minningarkort vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS MARINÓS SIGURÐSSONAR, Selási 6, Egilsstöðum. Jafnframt þökkum við starfsfólki Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir alúð og góða umönnun. Ólöf Elín Gísladóttir, Eyþór Ólafsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Sigurður Ólafsson, Kristrún Pálsdóttir, Baldur S. Ólafsson, Þóra Kristín Jónsdóttir, María R. Ólafsdóttir, Þórarinn Þórhallsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ágúst S. Sigurðsson, Einar Ólafsson, Þórunn Guðgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI LEIFS FRIÐRIKSSON, Sunnuhvoli, Akrahreppi, Skagafirði, sem lést þriðjudaginn 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn14. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Bryndís Pétursdóttir, Pétur Bjarnason, Sigrún Bjarnadóttir, Friðrik Bjarnason, Una Bjarnadóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, tengdabörn og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNLAUGUR KARLSSON fv. útgerðarmaður, Sólvallagötu 47, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 5. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmunda Sumarliðadóttir, Jósebína Gunnlaugsdóttir, Sigtryggur Maríusson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hafdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Svavarsson, Karl Hólm Gunnlaugsson, Sigurveig Þorsteinsdóttir, Sævar Gunnlaugsson, Selma Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.