Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.02.2009, Qupperneq 39
Morgunblaðið/Heiddi Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn Hjörvar Steinn Grétarsson. ÞORVARÐUR Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson urðu jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu sem lauk fyrir röskri viku. Þeir hlutu báðir 7½ vinn- ing af níu mögulegum en þar sem Þorvarður á ekki lögheimili í Reykjavík er Hjörvar Skákmeistari Reykjavíkur 2009. Það hefði ekki skemmt neitt fyrir þó þeir hefðu háð einvígi um sigur í mótinu en móts- haldarinn, sem er stjórn TR, hefur nýverið gengið frá reglu um keppn- ina sem tekur af öll tvímæli þegar slíkar aðstæður koma upp. Hjörvar Steinn er aðeins 15 ára gamall en þó ekki sá yngsti í sögunni því árið 1986 vann Þröstur Árnason þetta mót aðeins 13 ára gamall. Helstu keppinautar hans þá voru jafnaldri hans Hannes Hlífar Stef- ánsson og Héðinn Steingrímsson sem þá var 11 ára gamall og varð síð- an yngsti Íslandsmeistari sögunnar 15 ára árið 1990. Þorvarður Ólafsson náði sínum besta árangri til þessa. Hann vann Hjörvar Stein í uppgjöri þeirra í 8. umferð. Þorvarður hefur bætt sig mikið á skáksviðinu undanfarin misseri. Niðurstaðan hvað varðar efstu menn varð þessi: 1. – 2. Þorvarður Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 7½ v. (af 9) 3. – 4. Lenka Ptacnikova og Ingv- ar Þór Jóhannesson 6½ v. 5. – 13. Hrannar Baldursson, Atli Freyr Kristjánsson, Halldór Brynjar Hall- dórsson, Sverrir Þorgeirsson, Sigur- björn Björnsson, Kristján Eðvarðs- son, Sverrir Örn Björnsson,. Jóhann Ragnarsson og Sævar Bjarnason 6 v. 14. – 19. Stefán Bergsson, Torfi Leósson, Daði Ómarsson, Páll Sig- urðsson, Patrekur Maron Magnús- son, Birgir Rafn Þráinsson 5½ v. Í uppgjöri formanns TR, Óttars Felix Haukssonar, kom m.a. fram að bestum árangri skákmanna undir 2000 stigum hefði Páll Sigurðsson náð og bestum árangri skákmanna undir 1600 stigum Birgir Rafn Þrá- insson. Mest stigahækkun varð hjá Sigríði Björgu Helgadóttur. Fyrir síðustu umferð var Lenka Ptacnikova í efsta sæti ásamt Þor- varði og Hjörvari. Viðureign hennar við Hjörvar var því hrein úrslita- skák: Skákþing Reykjavíkur; 9. umferð: Lenka Ptacnikova – Hjörvar Steinn Grétarsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O Bb4 9. f3 Re5 10. Rb3 b5 11. De1 Be7 Hvítur hótaði 12. Rxb5. 12. Dg3 d6 Þessi peðsfórn á að duga til jafn- teflis a.m.k. Annar möguleiki er 12. … h5 eða 12. … O-O 13. Dxg7 Rg6 14. Dh6 b4 15. Rb1 Afleitur reitur fyrir riddarann. Eftir 15. Re2 getur svartur einnig leikið 15. … e5 sem gæti leitt til jafn- teflis því ein af hugmyndum svarts er 16. … Rg8 17. Dh5 Rf6 o.s.frv. 15. …. e5 16. Bd2 Hb8 17. De3 a5 18. Bd3 Be6 19. De2 O-O 20. c4 Hfc8 21. Be3 d5! Án þess að hafa ýkja mikið fyrir hlutunum er svartur kominn með myljandi sókn. Hvítur fær nú við ekkert ráðið. 22. exd5 Rxd5 23. Kd2 Rdf4 24. Bxf4 Rxf4 25. De1 Rxd3 26. Kxd3 Dxc4+ 27. Ke3 Bc5+ 28. Rxc5 Dxc5+ 29. Ke2 Bc4+ 30. Hd3 Bxd3+ 31. Kxd3 Dd4+ 32. Ke2 Hc2+ 33. Kf1 Dc4+ – og hvítur gafst upp. Næst kemur 34. … Hc1. Karjakin sigraði í Wijk aan Zee Úkraínski stórmeistarinn Sergei Karjakin sigraði á Corus-mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem lauk um síðustu helgi. Karjakin vann Kúbu- manninn Lenier Dominguez með svörtu í lokaumferðinni og komst við það einn í efsta sætið þar sem enginn af helstu keppinautum hans náði að sigra. Fyrir síðustu umferð deildu sex skákmenn efsta sætinu. Magnús Carlsen var einn þeirra en hann tap- aði sinni úrslitarimmu fyrir Kínverj- anum Yue Wang í lokaumferðinni. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Sergei Karjakan (Úkraínu) 8 v. 2. – 4. Levon Aronjan (Armeníu ), Teimour Radjabov (Aserbadsjan) og Sergei Movsesian (Slóvakíu) 7½ v. 5. – 6. Magnús Carlsen (Noregi), Le- nier Dominguez (Kúbu) 7 v. 7. Gata Kamsky (Bandaríkjunum) 6 ½ v. 8. – 10. Van Wely (Hollandi), Yue Wang (Kína) og Jan Smeets (Hollandi) 6 v. 11. – 14.Vasilí Ivantsjúk ( Úkraínu ), Michael Adams 5½ v. Í B-riðli mótsins virtist Nigel Short eiga sigur vísan þegar langt var liðið á skák hans við Ítalann Fa- biano Caruana. Short átti þvingaða vinningsleið, sem blasti við öllum viðstöddum, og byggðist á því að vekja upp riddara í stað drottningar en hann tók þá skyndilega vitlausa stefnu og tapaði að lokum. Þess má geta að jafntefli hefði einnig dugað honum til að vinna mót- ið. Caruana vann B-flokkinn með þessum óvænta sigri og teflir því í efsta flokki á næsta ári. Hjörvar Steinn Grétarsson Skákmeistari Reykjavíkur Helgi Ólafsson SKÁK TR, Faxafeni Skákþing Reykjavíkur 2009 – Skeljungsmótið 11. – 29. janúar 2009 Sveinn Ragnarss. - Runólfur Guðmss. 1081 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 1070 Ingibj. Guðmundsd. - Sólveig Jakobsd. 1052 Sunnudaginn 1/2 var spilað á 14 borðum. Hæstu skor kvöldsins: Norður/Suður Sveinn Ragnarss. - Runólfur Guðmss. 411 Karólína Sveinsd. - Sigurj. Björgvinsd. 392 Garðar Jónsson - Þorgeir Ingólfss. 366 Austur/Vestur Ingibj. Guðmundsd. - Sólveig Jakobsd. 380 Þorleifur Þórarins. - Haraldur Sverris. 377 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 376 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Bridsfélag Reykjavíkur Lokið er 3 kvölda tvímenningskeppni þar sem 2 bestu kvöldin úrskurðuðu sig- urvegara. Staðan var þessi. 117,4% Jón G. Jónss. - Guðm. Baldurss. 108,7% Sveinn R. Eiríkss. - Guðl. Sveinss. 106,0% Björgv. Kristinss. - Guðm. Snor- ras. En sigurvegarar kvöldsins urðu Soffía Daníelsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir með risaskor, 64,3% Næst er aðaltvímenningur BR. Spilað er 4 kvöld, Fyrirkomulag ræðst af fjölda para. Halldór Gunnarsson og Kristján Mikkelsen Suður- landsmeistarar Suðurlandsmótið í tvímenningi var hald- ið að Heimalandi undir Eyjafjöllum 17. jan- úar sl. Í mótinu tóku 17 pör þátt og voru spiluð 3 spil á milli para, eða alls 51 spil. Mótsstjórn var í höndum Garðars Garð- arssonar og Sigurðar Skagfjörð, og um út- reikning sáu ungir Rangæingar. Efstu pör urðu: Halldór Gunnarss. – Kristján Mikkelsen 67 Össur Friðgeirsson – Karl Björnsson 43 Helgi G. Helgas. – Kristján M. Gunnarss. 40 Garðar Garðarsson – Gunnar Þórðars. 32 Magnús Guðmundsson – Gísli Haukss. 25 Leif Österby – Erlingur Örn Arnarson 8 Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið í Tryggvaskála á Selfossi helgina 21.-22. febrúar nk. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 10 báða dagana. Auk Suð- urlandsmeistaratitilsins, verður spilað um 5 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni í lok mars og einnig vinnur efsta sveitin sem skipuð er Sunnlendingum sér rétt til að keppa fyrir hönd HSK á 26. Landsmóti UMFÍ á Akureyri 9.-12. júlí nk. Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 19. febr. og er hægt að skrá sig á netinu á síðunni bokun.netberg.is/bridgeselfoss eða hjá Ólafi í síma 898 2880 og með tölvupósti í netfangið ost@ms.is eða hjá Garðari í síma 844 5209. Krossgáta 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 LÁRÉTT 2. Maður skapaður úr hráka ása og vana. (6) 5. „Að fljóta sofandi að _____________“ (10) 8. Mikhaíl Ivanovich ____, rússneskt tónskáld sem samdi óperuna Rúslan og Lúdmílu. (6) 9. Slangur yfir eðalvagna. (9) 10. Annað heiti yfir víólu. (8) 12. Frumefni og málmur sem getur valdið ofnæmi (6) 14. Pennanafn François-Marie Arouet. (8) 16. Jökull sem er syðstur íslenskra jökla (13) 18. Ljósálfur sem vængirnir voru klipptir af. (4) 19. Flugvöllur norður af London.. (8) 21. ______ kveður, kætir og gleður frjálst er í fjallasal. (Vorvindar glaðir) (9) 24. Bandarískt tónskáld sem samdi m.a. West Side Story. (7,9) 25. Stórbýli austan Ölfusár í Flóa, þar sem var herstöð með stórum flugvelli á stríðsárunum. (11) 27. Tveggja spora gangur hesta, samtímis stigið í vinstri afturfót og hægri framfót, síðan hægri aft- urfót og vinstri framfót. (5) 29. „_________ ríkisins tók handfylli sína af leir“ Steinn Steinarr: Hallgrímskirkja (líkan) (12) 32. Landlukt ríki í suðurhluta Afríku með landamæri að Suður-Afríku, Namibíu, Sambíu og Simbabve. (8) 33. Efni sem setjast á botninn. (8) 34. Hafið milli Bretlands og Danmerkur. (10) 35. Berfrævingur eða dulfrævingur. (9) 36. Trú sem kennir að allt sem gerist sé fyrirfram ákvarðað og verði ekki breytt. (10) LÓÐRÉTT 1. Spilaþraut fyrir einn mann. (6) 2. Byggingareining kjarnsýru, íslenskt heiti yfir núk- leótíð. (5) 3. Byggð sem var vestar en Bolungarvík en er nú bara sumarbústaðabyggð. (8) 4. Eyðimerkurrefurinn. (6) 5. Gyðingur sem hýsti Óliver Tvist. (5) 6. Bresk fréttastofa sem dreifir fréttum um allan heim. (7) 7. „______ efla alla dáð.“ (8) 11. _____ Depardieu, einn þekktasti leikari Frakk- lands. (6) 13. Kryddjurt af sveipjurtaætt en bragðmikil fræ hennar eru notuð sem krydd. (5) 15. Höfuðborg Eistlands. (7) 17. Blátt afbrigði gimsteinsins kórúnds (5) 20. Latneskt kvæði um móður Krists sem hefst svo í íslenskri þýðingu: „Stóð að krossi sefa sárum sorgum bitin, drifin tárum, móðir þar sem mögur hékk.“ (6,5) 22. Frumefni (tákn Cs), silfurhvítur alkalímálmur. (5) 23. Hemlar í bílum gerðir úr núningsþolnu efni. (12) 24. Einföld íslensk hús þar sem allt var undir einu þaki eldhús, svefnhús og vinnustaður. (7) 26. Arfgeng yfirstétt. (5) 27. Gálgi sem bjargbátur hangir í. (8) 28. Fylki í Sviss. (ft.) (8) 30. „í lágan ____ var lagður hann þó lausnarinn heimsins væri.“ (5) 31. Haf sem að hluta er umlukt meginlöndum. (6)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.