Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 44

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er bara mjög jákvætt fyrir hana. En ég vísa þessu annars bara til föðurhúsanna,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson þegar um- mæli fyrrverandi kærustu hans, Kryddpíunnar Mel B, eru borin undir hann. Í frétt sem birt var á mbl.is í gær var haft eftir söngkonunni að hún byggi yfir „meiri kynorku en nokkur sem hún hefur kynnst um ævina.“ Þá sagði hún að eig- inmaður hennar, Stephen Belafonte, væri eini maðurinn sem hún hefði nokkru sinni verið með sem næði að halda í við hana í rúminu. „Já, það er allavega jákvætt að hann geti sinnt henni,“ segir Fjölnir og hlær. Fjölnir og Mel B áttu í ástarsambandi í um eins og hálfs árs skeið frá 1996 til 1997 og vakti sam- band þeirra mikla athygli, hér á landi sem og er- lendis, enda skein stjarna Spice Girls hvað skær- ast á þeim tíma. Kryddpían lét meðal annars hafa eftir sér í fjölmiðlum á sínum tíma að ís- lenskir karlmenn væru þeir bestu sem hún hefði kynnst á öllum sviðum, og því segir Fjölnir nýj- ustu ummæli hennar skjóta svolítið skökku við. „Íslenskir karlmenn eru langbestir og hún ætti bara að fara og láta kíkja á sig, ég hugsa að hún sé nú bara með alzheimer,“ segir Fjölnir í léttum dúr. „Annars er ég nú trúlofaður annarri konu í dag og gamlar kærustur eiga ekki séns í hana,“ segir Fjölnir að lokum. Fjölnir segir Mel B líklega bara með alzheimer Morgunblaðið/Golli Alvöru Fjölnir sýndi af sér mikla karlmennsku þegar hann bjargaði hestum úr Tjörninni í vikunni.  Margir sperrtu eflaust eyrun þegar auglýsingar þess efnis að hljómsveitin Papar hefði breytt nafni sínu í Hrafna fóru að hljóma á Rás 2 nú í vikunni. Málavextir eru þeir að Papar voru lagðir niður fyr- ir tæpum tveimur árum en í kjölfar- ið stofnuðu banjó- og bassaleikari sveitarinnar hljómsveitina Kelta. Stuttu síðar ákváðu þeir félagar að breyta nafni Kelta í Papa, við litla hrifningu þeirra Matthíasar Matt- híassonar og Páls Eyjólfssonar, sem jafnan eru kallaðir Matti Papi og Palli Papi. Hinir nýju Papar ákváðu því að breyta nafni sveit- arinnar í Hrafna. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem tilraun til að taka hljóm- sveitarnafn „ófrjálsri hendi“ er gerð á Íslandi. Þannig er fræg sag- an af Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar sem var á tónleika- ferðalagi um landið seint á níunda áratugnum. Eftir hávaðarifrildi í rútu uppi á miðri heiði rauk einn hljóðfæraleikaranna út úr rútunni, og áður en hann skellti á eftir sér öskraði hann: „Ég er hættur í band- inu. Og ég tek nafnið með!“ Papar, Hrafnar, Keltar og Geirmundur  Hún hefur eflaust vakið athygli allra starfandi tónlistarmanna í landinu, fréttin um að sátt hefði náðst í deilumáli TÍ og FTT er snertir punktafyrirkomulagið svo- kallaða. Poppurum hefur lengi sviðið óréttlætið sem þeir telja sig verða fyrir en fyrirkomulagið gamla sagði til um að alvarlegri verk (lesist: verk tónskálda í TÍ) fengju fleiri punkta og þ.a.l. meira greitt fyrir hverja mínútu í útvarpi en verk af „léttari“ toga (lesist: verk tónskálda í FTT). Nú verður þessu hins vegar breytt ef allt gengur eftir og popparar geta séð fram á betri tíð og stútfull seðla- veski. Eða hvað? Líklega ekki. Um er að ræða litlar upphæðir sem flestir eiga ekki eftir að merkja við næstu úthlutun STEF-gjalda. En réttlætinu hefur í það minnsta verið fullnægt. Réttlætinu loksins fullnægt Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞETTA er ferðasaga en bara í mín- um sjónræna skilningi. Hvert og eitt verk er fyrir mér brot til að virkja ímyndunaraflið hjá áhorfand- anum,“ segir listamaðurinn Sara Riel um sýn- inguna Return Ticket sem verð- ur opnuð í Kling & Bang-galleríi í dag. Sýningin byggist á sýning- unni Made in China sem Sara vann í Xiamen í Kína fyrir ári. Sara segir að verkin sem hún vann í Kína séu aðeins undirstaðan að sýningunni hér heima, hún hafi síðan unnið að því, heim komin, að skilja tímann í Kína utan að frá. „Verkin hafa verið að þróast frá því þau voru síðast sýnd og nýju verkin eru framhald á hugmyndum og minningum þar sem ég velti fyrir mér reynslu frá tímabilinu í Kína frá nýju sjónarhorni. Nýju verkin eru unnin út frá heimkomunni, þessi til- finning að koma til baka, það er far- miðinn heim. Kínaverkin voru unnin út frá þeirri upplifun að vera stödd á nýj- um stað, rekast á nýjar upplifanir og þeirri tilfinningu að vera einangruð í einu fjölmennasta landi heims,“ seg- ir Sara en einangrunin náði yfir fleira en tungumálaörðugleika. „Það töluðu fáir ensku og því var erfitt að skapa persónuleg tengsl til að öðlast dýpri skilning á því hvar maður er í gegnum fólkið. En þegar ég kom í þennan háskólabæ, Xia- men, voru allir í vorfríi og borgin tæmdist þannig að fyrsta mánuðinn var ég mjög ein og var því óneit- anlega þvinguð í þá aðstöðu að þurfa að kryfja sjálfa mig,“ segir Sara og bætir við að áhrifa frá tai chi og kenningum því tengdum gæti líka í verkum sínum. „Ég var í tai chi- kennslu allan tímann og meistarinn minn hafði mikil áhrif á mig, við átt- um alltaf gott spjall áður en við fór- um að æfa.“ Á leið til Grænlands Return Ticket samanstendur af innsetningum, málverkum, ljós- myndum, vídeói, klippimyndum og teikningum. Sýningin stendur til 8. mars en fleira er í deiglunni hjá Söru því hún er listamaður febr- úarmánaðar hjá SÍM og opnar sýn- ingu tengda því á safnanótt, 13. febr- úar. „Ég er svo vonandi að fara til Grænlands til að vinna, er með brjál- aða hugmynd sem tekur mig örugg- lega ár að búa til. Sú sýning mun heita Náttúrufræðingurinn og fyrir hana þarf ég að ferðast og skoða náttúrufræðisöfn og dýragarða.“ Sara er þekkt fyrir flottar graffití- skreytingar sínar víða um Reykjavík og aðrar borgir heimsins. Spurð hvort hún sé að vinna að einhverjum slíkum verður hún leyndardómsfull. „Ég er alltaf að vinna í þeim. En nýj- asta verkið er of stórt og brútal til að segja frá því.“ Return Ticket verður opnuð kl. 17 í dag og á opnuninni munu plötu- snúðarnir KGB & DÖH koma fram. Farmiðinn aftur heim  Sara Riel opnar Return Ticket í Kling & Bang í dag  Veltir fyrir sér dvölinni í Kína og því að snúa aftur heim  Tai chi-áhrifa gætir einnig í verkum hennar Morgunblaðið/Heiddi Return Ticket Myndlistamaðurinn Sara Riel lærði Tai Chi í Kína og gætir áhrifa frá því og kenningum því tengdu í verkum hennar; mikilvægi flæðis og að finna jafnvægi í öllu. Verkin má sjá í Kling & bang galleríi á Hverfisgötu 42. Sara Riel Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is NÝFALLINN dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli STEFs gegn Istorrent og Svavari Lútherssyni, stofnanda þess, hefur vakið tal- verða athygli meðal torrentáhuga- manna hér á landi, ekki síst fyrir það að í dómnum er kveðið skýrt uppúr með það að Istorrent og Svavar beri ábyrgð á hugsanlegum lögbrotum notenda vefsetursins þar sem starfsemin hafi greinilega verið beinlínis til þess að auðvelda mönnum að skiptast á höfund- arréttarvörðu efni. Þetta hefur orðið þeim til um- hugsunar sem reka íslenska tor- rent-vefi og þannig lagði torrent- síðan thevikingbay.org upp laupana í kjölfar dómsins eins og lesa má í tilkynningu á síðunni dómsuppkvaðningardaginn: „Við hjá TheVikingBay höfum ákveðið að aðskilja okkur al- gjörlega frá Torrent heiminum frá og með deginum í dag.“. Ýmsar ástæður eru tíndar til og þar á meðal þessi: „Einnig eftir að dómurinn gegn Torrent.is var kveðinn upp ák- vöddum við að það væri ekki þess virði, gagnvart okkur, að eltast við þann draum um frelsi á netinu, þegar í endann verðum við lokaðir inní litlum klefa seinna meir.“ Enn eru þó reknar íslenskar torrent-síður, til að mynda rTor- rent og Deiling.is, en líklegt verð- ur að telja að STEF, og eins ein- stakir útgefendur og listamenn, muni einnig höfða mál á hendur þeim í framhaldi af dómi Héraðs- dóms. Istorrent-dómur kveikir ótta í brjósti torrentáhugamanna Morgunblaðið/Ómar Barátta Plata Páls Óskars rataði inn á Torrent.is og hann var meðal vitna. The thevikingbay.org leggur upp laupana Sara Riel býr og starfar í Reykja- vík. Hún útskrifaðist úr Kunst- hochschule Berlin-Weissensee 2005 og yfirgaf skólann 2006 eftir að hafa unnið til DAAD- verðlauna og verið sæmd titl- inum Meisterschüler. Strax á námsárunum varð Sara virk í sýningarhaldi, bæði í hvítum kössum sem og á götum ýmissa borga víðsvegar um heiminn, þar sem hún varð frekar áberandi í Urban art-senu Evrópu. Fædd 1980

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.