Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 45
Menning 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 ÁHEIMASÍÐU sinni er Dr.Gunni nánast hissa á því aðLux Interior, fyrrverandi söngspíra költsveitarinnar The Cramps, hafi gefið upp öndina síð- astliðinn miðvikudag. Hann hafi einfaldlega verið of kúl til að deyja.    Doktorinn er síst einn um þessaskoðun, en The Cramps var algerlega einstök sveit, þreifst í skjóli pönksins til að byrja með en var þó alla tíð sólkerfi út af fyrir sig. Hrátt rokkabillí lá til grund- vallar tónlist sveitarinnar en Cramps fór að sjálfsögðu ekki var- hluta af byltingu pönksins og þegar áhrif þess fléttuðust inn í rokk- abillíið varð til ný stefna sem eign- uð er sveitinni, svokallað sýrubillí eða „psycho-billy“. Þetta form náði kirfilegri fótfestu í Bretlandi upp úr 1980 (Meteors, Guana Batz), náði ströndum Íslands (Oxzmá) og má heyra í dag hjá sveitum eins og The Horrors. Hvað svalleika varðar voru Lux og kona hans, Poison Ivy, gítarleik- ari Cramps, ósnertanleg. Ofur stíl- iserað útlitið sem sótti m.a. í tísku sjöunda áratugarins og dufl við b- myndir og hrollvekjur gerði að verkum að parið virtist ekki af þessum heimi; þau voru nánast eins og lifandi teiknmyndafígúrur.    Þessi sterka áhersla á útlit ogímynd þýðir þó ekki að Lux og co hafi fyrst og fremst verið yf- irborðslegar tískudrósir. Allt var þetta órofa partur af heildarmynd sem náði dýpra en svo að þetta væri „bara rokk og ról“. Lux greindi ekki á milli lífs og listar og tilþrif hans á sviði voru ótrúleg þar sem hann hentist um sviðið í kven- mannsnærbuxum einum fata (stundum nakinn) í hamslausri inn- lifun. Til hliðar stóð Poison Ivy keik; hamraði á gítarinn en brá varla svip á meðan. Það þarf vart að taka fram að Cramps og hjónin ómótstæðilegu njóta mikillar költ- hylli en litlir, harðsnúnir aðdáenda- hópar leynast í öllum heimshornum og þegar netið er skannað er ljóst að missirinn að Lux er mikill.    Goðsagan segir að Lux (ErickPurkhiser) hafi pikkað verð- andi konu sína, Poison Ivy (Kristy Wallace), upp í bílinn sinn sem puttaferðalang. Þetta átti sér stað í Sacramento, Kaliforníu, árið 1972 og voru þau bæði í listnámi við há- skólann þar. Ást þeirra á gömlu (og skringilegu) rokki, göldrum og b- myndum rak þau svo til New York þremur árum síðar. Hið forboðna; hvort heldur í trú, kynlífi eða tón- list höfðaði sterkt til parsins og var rusl- og afgangamenning Ameríku þeim mikill innblástur. Segja má að Cramps hafi fundið fegurðina í ógeðinu og ömurðinni. Það var Alex Chilton, leiðtogi annarrar költsveitar, Big Star, sem tók upp fyrstu plötur Cramps en upptökurnar voru gerðar í Memp- his, fæðingarstað rokksins, og komu fyrstu lögin út á tveimur sjö tommum árið 1978. Fyrsta breið- skífan, Songs The Lord Taught Us, kom út 1980 og er jafnan nefnd sem tónlistarlegur hápunktur sveit- arinnar.    Mikið rennerí hefur verið ámeðlimum sveitarinnar og voru hjónakornin einu föstu með- limirnir. Þegar önnur plata sveit- arinnar, Psychedelic Jungle, kom út árið 1981 var sveitin komin aftur til Kaliforníu og Kid Congo Powers úr hinni merku sveit Gun Club genginn til liðs við sveitina. Plötur komu út reglubundið allt fram á þennan dag, með mislöngu millibili. Sama má segja um tónleika sem voru mikil helgistund í augum og eyrum hinna heittrúuðu sem lögðu óhikað á sig ferðalög um fjöll og firnindi til að berja goðin augun, og á meðal þeirra nokkrir Íslendingar.    Framtíð The Cramps er óvissubundin eftir fráfall Lux. Hann var 62 ára er hann sneri sínum of- ursvölu tám í loft upp en leit út fyr- ir að vera tíu árum yngri, hið minnsta. Hvíli hann í friði en von- andi verður arfleifð hans til þess að stuðla að styrkjandi ófriði á rokk- sviðum heimsins. Ástríða Lux var mjög svo tilfinnanleg, á tónleikum Cramps fundu áhorfendur sig sem hluta af gjörningnum, sveitin hrærði í fólki og það var heilnæm hætta í loftinu. Af slíku er aldrei nóg. Tjaldið ýkta fallið AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen »Hið forboðna; hvortheldur í trú, kynlífi eða tónlist höfðaði sterkt til parsins og var rusl- og afgangamenn- ing Ameríku þeim mikill innblástur. Segja má að Cramps hafi fundið feg- urðina í ógeðinu og öm- urðinni. Magnþrota Lux liggur á sviðinu. Þessi ótrúlega mynd minnir óneitanlega á málverk eftir ítölsku meistarana. Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL sun. 7/2 örfá sæti laus Sýningum lýkur í mars Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning sun. 8/2 örfá sæti laus sun. 15/2 örfá sæti laus, síðasta sýning Kardemommu- bærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Heiður Joanna Murray-Smith Drepur girndin ástina? JVJ, DV lau. 7/2 örfá sæti laus lau. 14/2 örfá sæti laus Sýningum lýkur 28/2 Skoppa og Skrítla snúa aftur í febrúar! Minnum á Samstöðukortin Fim 12/2 kl. 20:00 aukas. Lau 14/2 kl. 19:00 Fös 20/2 kl. 19.00 Lau 7/3 kl. 19:00 Fös 13/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið: Sýningum lýkur í febrúar! Lau 7/2 kl. 20.00 6. kort Fim 12/2 kl. 20.00 Fös 13/2 kl. 20.00 Lau 14/2 kl. 20.00 Fim 26/2 kl. 20.00 Fös 27/2 kl. 20.00 Lau 28/2 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Aðeins sýnt í febrúar og mars. . Fös 13/2 kl. 22:00 aukas. Lau 14/2. kl. 19:00 aukas. Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort Lau 21/2 kl. 22:00 aukas. Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort Mið 25/2 kl. 20:00 10. kort Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 19:00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. Ást Fedru - 10. febrúar. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr. Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Lau 7/2 kl. 19:00 Lau 7/2 kl. 22:00 Fös 13/2 kl. 19:00 aukas. Fös 13/2 kl. 22:00 Lau 21/2 kl. 19:00 Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn.Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 7/3 kl. 20.00 Sun 8/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Lau 14/3 kl. 20.00 Fös 20/2 kl. 22.00 aukas Lau 7/2 kl. 19:00 2. kort Lau 7/2 kl. 22:00 aukas Sun 8/2 kl. 20:00 3. kort Mið 11/2 kl. 20:00 4. kort Fim 12/2 kl. 20:00 5. kort Fös 13/2 kl. 19:00 6. kort Lau 14/2 kl. 22:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 aukas. Fös 20/2 kl. 19:00 7. kort Fös 20/2 kl. 22:00 Mið 18/2 kl. 20:00aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 aukas. Fös 27/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 22.00 Sun 1/3 kl. 20.00 HEIMILDARMYND eftir Alan G. Parker sem rannsakar dauða Nancy Spungen, fyrrver- andi unnustu Sid Vicious, var frumsýnd í gær í Bretlandi. Kallast hún Who Killed Nancy? og byggist á bók Parker, Sid Vicious: No One is Innocent, frá því í haust.Vicious var sem kunnugt er bassaleikari Sex Pistols og ein helsta táknmynd „pönkarans“ í samtíma- menningu. Hann var handtekinn árið 1978, grunaður um að hafa myrt Spungen og ári síðar lést hann úr of stórum skammti af eit- urlyfjum, aðeins 21 árs að aldri. Í myndinni leitast leikstjórinn við að hreinsa nafn Vicious með góðri hjálp frá fyrrverandi um- boðsmanni Sex Pistols, hinum litríka Malcolm McLaren. Sá síðarnefndi er sannfærður um sakleysi Vicious og segir Spungen hafa látist eftir átök við innbrots- þjóf. Sid drap ekki Nancy Nancy Spungen KEFLVÍSKA rokksveitin Deep Jimi and the Zep Creams reis úr öskustó árið 2005 og hef- ur svipt upp sveittum rokktónleikum með nokkuð reglubundnum hætti síðan. Jafnan stilla þeir félagar magnarana á ellefu og ætl- ar sveitin að leggja undir sig Grand Rokk í kvöld en á dagskrá verða lög eftir Jimi Hend- rix, Led Zeppelin, Deep Purple og Cream. Eðlilega. Inn í þá blöndu verður svo fléttað frumsömdu efni en fjórða breiðskífa sveit- arinnar er í vinnslu nú um stundir og er áætl- að að hún komi út seinna á þessu ári. Síðast kom út plata 2005, samnefnd þess- ari eðlu sveit. Hljómsveitin er skipuð sem fyrr þeim Birni Árnasyni, bassa- og hljóðmborðsleikara, Júlíusi Frey Guðmundssyni trymbli, Sigurði Eyberg Jóhannessyni, söngvara með meiru, og Þór Sigurðssyni gítarleikara. Deep Jimi á Grand Rokk Júlíus Freyr Guðmundson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.