Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 52

Morgunblaðið - 07.02.2009, Page 52
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2009 4)  ,5&) / + , 67889:; &<=:8;>?&@A>6 B9>96967889:; 6C>&BB:D>9 >7:&BB:D>9 &E>&BB:D>9 &3;&&>!F:9>B; G9@9>&B<G=> &6: =3:9 .=H98?=>?;-3;H&B;@<937?I:C>? J  J  J%  J J  J J%  J% %J% ?)$  $ !)/    J J   J%  J J J %J   J . B#2 &  J  J  J J  J%  J% »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ingimundur baðst lausnar  Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabankans, hefur beðist lausnar frá embætti frá og með næsta mánudegi. Eiríkur Guðnason baðst ekki lausnar og Dav- íð Oddsson hefur ekki svarað. »2 Settur í gæsluvarðhald  Ekki hafði verið brotist inn um dyr dúfnakofans þar sem lík konu á fer- tugsaldri fannst. Sambýlismaður hennar hefur verið handtekinn vegna gruns um aðild að andlátinu. »2 Kæra íbúðakaup í Köben  Hópur íslenskra kaupenda hót- elíbúða í Kaupmannahöfn hefur stefnt eigendum og starfsmönnum fasteignasölunnar Stórhúsa. »15 Fleiri fara í Bláa lónið  Innlendum gestum Bláa lónsins fjölgaði um 29% milli janúarmánaða. Erlendum gestum fjölgaði einnig og voru gestir alls 17.092 í janúar. Fleiri fara einnig í sund í Laugardalslaug- inni. 20 þúsundum fleiri voru þar í janúar í ár en í fyrra. »4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Ekkert væl! Forystugreinar: Margfalt meira mál | Trúnaðarmenn ráðherra Pistill: Lýðræðið þitt eða vald sér- fræðinganna? Staksteinar: Indriði er hress UMRÆÐAN» Ekki eða heldur og Stjórnarskráin og „góð verk“ Þor- gerðar Ofbeldi og valdníðsla Börn: Sköpunarkraftur í Kramhúsinu Lærum að vera jákvæð Lesbók: Með Messíasi við kassann Litróf lækningarinnar BÖRN | LESBÓK» Heitast 0° C | Kaldast -12° C Suðaustan 8-15 m/s og él s- og v-lands en annars hægara og bjart með köflum. Kaldast inn til landsins. » 10 Kammersveit Reykjavíkur verður með tónleika á Myrkrum mús- íkdögum annað kvöld. »42 MENNING» Íslenskt og tékkneskt FÓLK» Aðalbjörg Ósk og Vaka höfðu betur. »43 Arnar Eggert Thor- oddsen fjallar um söngvara The Cramps, Lux Int- erior, er lést á dög- unum. »45 TÓNLIST» Allt um Lux Interior FÓLK» Christian Bale biðst af- sökunar. »51 FÓLK» Fjölnir segir Mel B vera með Alzheimer. »44 Menning VEÐUR» 1. Handtekinn vegna mannsláts 2. Ætlaði ekki að trúa þessu 3. Styrking getur komið sér illa 4. Var sambýlismaður hinnar látnu Íslenska krónan styrktist um 0,69% »MEST LESIÐ Á mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Fjallayndi Það var fagurt í Bláfjöllum í gær í ljósaskiptunum. Í baksýn er byrjenda- eða barnabrekkan. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞAÐ er rosalegt fjör í sölunni, ég hef aldrei upplifað annað eins,“ seg- ir Guðmundur Gunnlaugsson, eig- andi verslunarinnar Íslensku alp- anna, um eftirspurnina eftir skíðabúnaði. Mikil örtröð hefur ver- ið í skíðaverslunum undanfarna daga og eru vörur víðast hvar upp- seldar eða á góðri leið með að verða það. Undir orð Guðmundar taka flestir kollegar hans í skíðaverslununum. „Það er alveg vitlaust að gera,“ seg- ir Birna Hermannsdóttir, versl- unarstjóri í Everest. „Við skárum niður pantanirnar um 30% frá í fyrra því við bjuggumst við minni verslun en það hefði þurft að bæta við,“ segir Viðar Freyr Viðarsson hjá Skíðaþjónustunni á Akureyri. Tómar hillur í skíðabúðum eru þó fleiru að kenna en spám um sam- drátt á þessu sviði. „Þegar til stóð að taka vörurnar inn í haust var ástandið hvað verst, evran var í 190 krónum og engar bankaábyrgðir fengust,“ segir Rúnar Theodórsson, verslunarstjóri í Markinu. „Þá bið- um við aðeins enda fyrirséð að verð- ið yrði 100% hærra en í fyrra. Þegar gengið hafði skánað stóð til að taka þetta inn en þá voru birgjarnir bún- ir að selja öðrum okkar pantanir.“ Svipaða sögu hefur Gísli Páll Hannesson hjá Útilífi að segja. „Í haust fengum við skammtaða ákveðna upphæð í evrum til að kaupa fyrir. Reyndar skárum við líka niður pantanirnar því við héld- um að það væri kreppa. En und- anfarnar vikur er búið að vera eins og um páska.“ Notaðar græjur eru einnig vin- sælar, eins og Viðar hjá Skíðaþjón- ustunni staðfestir. „Það er mjög mikið spurt um notað.“ Undir þetta tekur Birna í Everest sem er byrjuð að höndla með notaðar skíðavörur. „Skíði stoppa hér í svona kortér til hálftíma og þá eru þau farin.“ Skíða- fólk getur þó huggað sig við að búð- irnar eiga flestar von á nýjum send- ingum á næstu dögum og vikum. Menn eru sammála um að snjór og gott veður undanfarið valdi þess- ari miklu eftirspurn. „Ég held að stóran hluta megi líka skýra með því að fólk er hætt að fara til útlanda í skíðaferðir og skíðar frekar heima,“ segir Rúnar í Markinu. Guðmundur í Íslensku ölpunum telur breytt hug- arfar hafa sitt að segja. „Ég held að fólk hafi dregið mikið úr lífsgæða- kapphlaupinu og sé farið að líta sér nær. Enda þegar foreldrarnir hafa minni vinnu en áður hafa þeir meiri tíma fyrir börnin sín.“ Skíðabúnaður rýkur út  Margar vörutegundir nánast uppseldar í verslunum  Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir notuðum búnaði Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Alfreð Flóki Mikill bóhem og afar sérstæður sem listamaður. ALFREÐ Flóki var ein af barn- fóstrum Helga Hjörvars alþing- ismanns í Kaupmannahöfn en þeir Úlfur, faðir Helga, voru vinir. „Einu sinni fóru pabbi og mamma í ferð til Póllands og ég var skilinn eftir hjá Flóka. Þegar þau komu heim var sagt að á öllum búllunum á leiðinni frá dagmömmunni og heim til Flóka hefðu menn þekkt fimm ára gamlan strákinn með for- nafni og vitað hvernig hann vildi fá appelsínið sitt!“ Þessi saga Helga Hjörvar af myndlistarmanninum Alfreð Flóka er meðal annarra í Lesbók í dag þar sem fjallað er um sýningu er opnuð var á Kjarvalsstöðum í vikunni. Lesbók | 6-7 Í fóstri hjá Flóka Ákveðið var í vikunni að lengja þann tíma sem opið er í Bláfjöllum og Skálafelli um klukkustund á virkum dögum. Að sögn Einars Bjarnason- ar, rekstrarstjóra í Bláfjöllum, var ákvörðunin tekin vegna „gríð- arlegrar aðsóknar“ í fjöllin. „Við höfum verið að fá 2-3 þúsund manns hér á virkum dögum og 5-7 þúsund um helgar,“ segir hann og bætir því við að árskortasalan hafi í ár farið fram úr öllum vonum. „Ég held að við höfum aldrei séð annað eins.“ Einar er ekki í vafa um skýr- ingarnar á aukinni aðsókn. Nú skíði fólk heima fyrir í stað þess að eyða háum fúlgum í skíðaferðir til út- landa. „Þetta er eins fyrir norðan og alls staðar erlendis þar sem komið er eitthvert krepputal. Í Finn- landi hefur t.d. aðsókn í fjöl- skyldugarða og annað slíkt á heimaslóðum aukist til muna. Þannig að við erum ánægðir með kreppuna og viljum bara hafa hana áfram,“ segir hann hlæjandi. „Erum ánægðir með kreppuna“ KLETTASALAT telst varla til grunnfæðu. Grænmetið er samt sem áður lykilatriði í flatbökugerð á heimili Aurateljara. Verðskyn er ekki helsta náðargáfa karlmanna á fimmtugs- aldri, en í ljósi „ytri að- stæðna“ í ís- lensku sam- félagi vöktu mismunandi umbúðir um klettasal- atið í Krónunni athygli. Lambhagi býður fram sitt klettasalat í 150 g pakkningu og sá skammtur kostaði 539 kr. Pakkningin fá Náttúru veg- ur 75 g og í gær kostaði varan 498 kr. Umtalsverður munur, eða 85%. Bílrúðurnar verða óhreinar í því veðurfari sem nú ríkir. Verð á bíl- rúðuhreinsi er eflaust afar mismun- andi. Í Olís kostar 1 ltr. 216 kr. og þolir sá vökvi allt að 18 gráða frost. Það var ekki 18 gráða frost í gær og afar sjaldgæft að slíkt frost sé ríkjandi á Íslandi. Aurateljari þynnti því rúðu- hreinsinn með 1 ltr. af ókeypis vatni og það dugði ágætlega. seth@mbl.is Auratal 85% munur Kletta- salat er kalkríkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.