Morgunblaðið - 15.02.2009, Side 49

Morgunblaðið - 15.02.2009, Side 49
Auðlesið efni 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir sögðu frá reynslu sinni af raf-rænu ein-elti á mál-þingi SAFT sem haldið var í síðast-liðinni viku. Guðný sem foreldri og Kristín Rán sem þolandi. Báðar hafa þær fyrir-gefið gerandanum en hann gaf sig fram eftir að til-kynnt var að lög-regla yrði látin rannsaka um-mæli sem færð voru á blogg-síðu Kristínar. Það kom á óvart að sú sem átti færsluna var, að því er Kristín taldi, góð vin-kona hennar. Kristín segir að þó að hún hafi fyrirgefið muni hún aldrei gleyma. Stelpur stunda fremur raf-rænt ein-elti en strákar. Talið er að þær séu mark-vissari, mál-vissari, geti fengið aðra til að gera hlutina fyrir sig og séu laumu-legri við iðju sína. Strákar eru sagðir koma upp um sig og taka frekar þátt í „hefðbundnu“ ein-elti. Þetta er meðal niður-staðna Kristrúnar Birgisdóttur og Heiðu Kristínar Harðardóttur úr eigind-legri rannsókn meðal fag-fólks sem þær gerðu á raf-rænu ein-elti og skrifuðu um í loka-ritgerð sinni í námi í uppeldis- og mennta-fræðum sem var kynnt á mál-þingi á vegum SAFT um rafrænt einelti. Raf-rænt ein-elti Morgunblaðið/Golli Stofnun í eigu Francescu von Habsburg, sem sýnir, kynnir og safnar alþjóð-legri samtíma-myndlist, Ný-lista-safnið og dánar-bú Dieters Roth hafa kynnt hug-myndir um nýja lista- og menningar-miðstöð í Reykjavík. Francesca von Habsburg hefur lýst því yfir að stofnun hennar sé reiðu-búin að leggja fram allt að eina milljón evra, um 150 milljónir króna, til að hrinda verkefninu í fram-kvæmd. Ný lista- og menningar- stofnun Francesca von Habsburg Dalai Lama, and-legur og verald-legur leið-togi Tíbeta, er væntan-legur í sína fyrstu heim-sókn til Íslands 1. til 3. júní næstkomandi. Dalai Lama, sem hlotið hefur friðar-verðlaun Nóbels, mun halda fyrir-lestur í Laugar-dals-höll 2. júní um lífs-gildi, við-horf og leiðir til lífs-hamingju, ásamt því að svara fyrir-spurnum gesta. Félagið Dalai Lama á Íslandi stendur fyrir heim-sókninni og hefur annast undir-búning hennar undan-farin ár. Dalai Lama kemur til Íslands Ísland vann öruggan sigur á Liechten-stein, 2:0, í vináttu-landsleik í knatt-spyrnu karla sem fram fór á La Manga á Spáni. Íslenska liðið hafði leikinn í hendi sér nánast frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og leik-menn Liechten-stein náðu aðeins að hitta einu sinni á mark Íslands allan tímann, strax á 7. mínútu. Arnór Smárason kom Íslandi yfir á 28. mínútu og Eiður Smári Guðjohnsen bætti öðru marki við á 47. mínútu, beint úr auka-spyrnu. Þrátt fyrir góð færi urðu mörkin ekki fleiri. Þetta er fimmta viðureign þjóðanna og fyrsti vináttu-lands-leikurinn þeirra á milli. Ísland vann Liechtenstein tvisvar í undan-keppni HM árið 1997. Þjóðirnar mættust tvisvar árið 2007, í undan-keppni EM gerðu jafntefli á Laugardals-vellinum en Liechtenstein vann seinni leikinn í Vaduz. Bæði liðin búa sig undir þýðingar-mikla leiki í undan-keppni HM mánaða-mótin mars/apríl. Ísland leikur þá við Skotland í Glasgow og Liechtenstein leikur þá gegn Þýskalandi á úti-velli og Rússlandi á heima-velli. Morgunblaðið/Golli Ísland vann Liechten- stein Í við-tali, sem birtist í tíma-ritinu Condé Nast Portfolio, er haft eftir Dorrit Moussaieff, forseta-frú, að hún hafi lengi varað við því að íslenska fjármála-kerfið kunni að hrynja. „Ég sagði þetta í hvert skipti sem banki var opnaður á undan-förnum árum,“ segir Dorrit. Joshua Hammer, blaða-maður Portfolio, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi ítrekað sagt við konu sína að hún gæti ekki við-haft þessi og ýmis önnur ummæli, sem birtast í við-talinu. Í við-talinu er m.a. fjallað um kvöld-verð, sem blaða-maðurinn átti með forseta-hjónunum á Bessa-stöðum. Þar er haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar muni án efa upp-lifa erfiða tíma á næstu árum og lík-lega muni þúsundir manna missa íbúðir sínar. Þessu er Dorrit ósammála. „Hvernig er hægt að missa hús í landi þar sem það eru tvisvar sinnum fleiri hús en manneskjur og ekki er hægt að selja þessi hús.“ „Dorrit, þú getur ekki sagt þetta,“ segir Ólafur Ragnar. Í blaðinu eru orða-skipti forseta-hjónanna síðan rakin áfram. Forseta-frúin segist hafa varað við fjármála-hruni Forseta-hjónin Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Evrópu-mót lands-liða í badminton stendur nú yfir í Liver-pool á Eng-landi. Í keppninni taka þátt 32 þjóðir, eða um 300 keppendur, þar af sex íslenskir keppendur. Þau eru: Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Karitas Ósk Ólafsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir. Íslendingar hrósuðu sigri á Ung-verjum í fyrstu um-ferð, unnu þrjár viður-eignir en töpuðu tveimur. Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir tryggðu íslenska liðinu sigur þegar þau unnu síðustu viður-eign keppninnar, tvenndar-leik, í tveimur lotum. Þá unnu þau ítalska liðið með þremur vinningum gegn tveimur í A-deild. Ísland datt úr keppni á fimmtu-dag, þegar liðið lá fyrir Úkraínu og endaði í 9. til 16. sæti: Ísland hafnaði í 9. til 16. sæti á EM í badminton Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson tryggðu Íslandi sigur á Ungverjum í tvenndar-leik á EM í badminton. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.