Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 49
Auðlesið efni 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir sögðu frá reynslu sinni af raf-rænu ein-elti á mál-þingi SAFT sem haldið var í síðast-liðinni viku. Guðný sem foreldri og Kristín Rán sem þolandi. Báðar hafa þær fyrir-gefið gerandanum en hann gaf sig fram eftir að til-kynnt var að lög-regla yrði látin rannsaka um-mæli sem færð voru á blogg-síðu Kristínar. Það kom á óvart að sú sem átti færsluna var, að því er Kristín taldi, góð vin-kona hennar. Kristín segir að þó að hún hafi fyrirgefið muni hún aldrei gleyma. Stelpur stunda fremur raf-rænt ein-elti en strákar. Talið er að þær séu mark-vissari, mál-vissari, geti fengið aðra til að gera hlutina fyrir sig og séu laumu-legri við iðju sína. Strákar eru sagðir koma upp um sig og taka frekar þátt í „hefðbundnu“ ein-elti. Þetta er meðal niður-staðna Kristrúnar Birgisdóttur og Heiðu Kristínar Harðardóttur úr eigind-legri rannsókn meðal fag-fólks sem þær gerðu á raf-rænu ein-elti og skrifuðu um í loka-ritgerð sinni í námi í uppeldis- og mennta-fræðum sem var kynnt á mál-þingi á vegum SAFT um rafrænt einelti. Raf-rænt ein-elti Morgunblaðið/Golli Stofnun í eigu Francescu von Habsburg, sem sýnir, kynnir og safnar alþjóð-legri samtíma-myndlist, Ný-lista-safnið og dánar-bú Dieters Roth hafa kynnt hug-myndir um nýja lista- og menningar-miðstöð í Reykjavík. Francesca von Habsburg hefur lýst því yfir að stofnun hennar sé reiðu-búin að leggja fram allt að eina milljón evra, um 150 milljónir króna, til að hrinda verkefninu í fram-kvæmd. Ný lista- og menningar- stofnun Francesca von Habsburg Dalai Lama, and-legur og verald-legur leið-togi Tíbeta, er væntan-legur í sína fyrstu heim-sókn til Íslands 1. til 3. júní næstkomandi. Dalai Lama, sem hlotið hefur friðar-verðlaun Nóbels, mun halda fyrir-lestur í Laugar-dals-höll 2. júní um lífs-gildi, við-horf og leiðir til lífs-hamingju, ásamt því að svara fyrir-spurnum gesta. Félagið Dalai Lama á Íslandi stendur fyrir heim-sókninni og hefur annast undir-búning hennar undan-farin ár. Dalai Lama kemur til Íslands Ísland vann öruggan sigur á Liechten-stein, 2:0, í vináttu-landsleik í knatt-spyrnu karla sem fram fór á La Manga á Spáni. Íslenska liðið hafði leikinn í hendi sér nánast frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og leik-menn Liechten-stein náðu aðeins að hitta einu sinni á mark Íslands allan tímann, strax á 7. mínútu. Arnór Smárason kom Íslandi yfir á 28. mínútu og Eiður Smári Guðjohnsen bætti öðru marki við á 47. mínútu, beint úr auka-spyrnu. Þrátt fyrir góð færi urðu mörkin ekki fleiri. Þetta er fimmta viðureign þjóðanna og fyrsti vináttu-lands-leikurinn þeirra á milli. Ísland vann Liechtenstein tvisvar í undan-keppni HM árið 1997. Þjóðirnar mættust tvisvar árið 2007, í undan-keppni EM gerðu jafntefli á Laugardals-vellinum en Liechtenstein vann seinni leikinn í Vaduz. Bæði liðin búa sig undir þýðingar-mikla leiki í undan-keppni HM mánaða-mótin mars/apríl. Ísland leikur þá við Skotland í Glasgow og Liechtenstein leikur þá gegn Þýskalandi á úti-velli og Rússlandi á heima-velli. Morgunblaðið/Golli Ísland vann Liechten- stein Í við-tali, sem birtist í tíma-ritinu Condé Nast Portfolio, er haft eftir Dorrit Moussaieff, forseta-frú, að hún hafi lengi varað við því að íslenska fjármála-kerfið kunni að hrynja. „Ég sagði þetta í hvert skipti sem banki var opnaður á undan-förnum árum,“ segir Dorrit. Joshua Hammer, blaða-maður Portfolio, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi ítrekað sagt við konu sína að hún gæti ekki við-haft þessi og ýmis önnur ummæli, sem birtast í við-talinu. Í við-talinu er m.a. fjallað um kvöld-verð, sem blaða-maðurinn átti með forseta-hjónunum á Bessa-stöðum. Þar er haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar muni án efa upp-lifa erfiða tíma á næstu árum og lík-lega muni þúsundir manna missa íbúðir sínar. Þessu er Dorrit ósammála. „Hvernig er hægt að missa hús í landi þar sem það eru tvisvar sinnum fleiri hús en manneskjur og ekki er hægt að selja þessi hús.“ „Dorrit, þú getur ekki sagt þetta,“ segir Ólafur Ragnar. Í blaðinu eru orða-skipti forseta-hjónanna síðan rakin áfram. Forseta-frúin segist hafa varað við fjármála-hruni Forseta-hjónin Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Evrópu-mót lands-liða í badminton stendur nú yfir í Liver-pool á Eng-landi. Í keppninni taka þátt 32 þjóðir, eða um 300 keppendur, þar af sex íslenskir keppendur. Þau eru: Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Karitas Ósk Ólafsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir. Íslendingar hrósuðu sigri á Ung-verjum í fyrstu um-ferð, unnu þrjár viður-eignir en töpuðu tveimur. Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir tryggðu íslenska liðinu sigur þegar þau unnu síðustu viður-eign keppninnar, tvenndar-leik, í tveimur lotum. Þá unnu þau ítalska liðið með þremur vinningum gegn tveimur í A-deild. Ísland datt úr keppni á fimmtu-dag, þegar liðið lá fyrir Úkraínu og endaði í 9. til 16. sæti: Ísland hafnaði í 9. til 16. sæti á EM í badminton Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson tryggðu Íslandi sigur á Ungverjum í tvenndar-leik á EM í badminton. Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.