Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 1

Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 48. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is SÖNGLEIKUR BYGGÐUR Á HARRY POTTER ROKKLÖG, SPRENGJ- UR OG LJÓSASÝNING ER HANN EKKI NÓGU SKOTINN? Mynd sem hverfist um eina setningu Auglýsendur eru öruggir um athygli einmitt í Morgunblaðinu og mbl.is 78% þjóðarinnar les Morgunblaðið og mbl.is daglega* *annan hvorn miðilinn eða báða, skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á tímabilinu nóv.‘08 til jan.’09, allir landsmenn 12 til 80 ára Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UMMÆLI sem höfð voru eftir for- seta Íslands í FT-Deutschland 10. febrúar um skuldbindingar á inni- stæðum þýskra sparifjáreigenda á Edge-reikningum Kaupþings, ollu skjálfta í þýska stjórnkerfinu. Forsetinn hefur lýst því yfir að ummæli hans hafi verið rangtúlkuð og á fundi utanríkismálanefndar í gær var lagt fram minnisblað utan- ríkisráðuneytisins um viðbrögð ut- anríkisþjónustunnar. Þar segir að Ólafur Davíðsson, sendiherra í Þýskalandi, hafi gert grein fyrir málinu á fundi í þýska ut- anríkisráðuneytinu 11. febrúar. „Fundinn sátu fulltrúar utanríkis- og fjármálaráðuneytis,“ segir í bréf- inu. „Á fundinum kom fram að bæði fjármála- og utanríkisráðuneyti Þýskalands hefðu fengið fjöldann allan af símhringingum og skeyta- sendingum frá áhyggjufullum við- skiptavinum Kaupthing Edge þar sem þeir kröfðust þess að þýsk stjórnvöld aðhefðust eitthvað í mál- inu. Þá upplýsti fulltrúi fjármálaráðu- neytisins að fjallað hefði verið um málið í fjárlaganefnd þýska þingsins og hafði hann verið kallaður fyrir þingnefndina til þess að gera grein fyrir málinu,“ segir á minnisblaðinu. Þá er því lýst að tafarlaust hafi verið brugðist við með því að koma réttum upplýsingum til þýskra fjöl- miðla og stjórnvalda. Í framhaldinu róaðist fjölmiðlaumræðan.  Afli gagna | 11 Forsetaviðtal olli skjálfta Hringingum og skeytum rigndi yfir utan- ríkis- og fjármálaráðuneyti Þýskalands EINU sinni í viku mæta krakkarnir í yngri bekkjum Laugarnesskóla í kirkjuna. Hlustað er á sögur úr Biblíunni og farið með bænir. En einnig segja börnin sjálf lífsreynslusögur eða skálda eitthvað upp, að sögn Bjarna Karlssonar sóknarprests. Hér er hann í útileik, hlutverk hans er að hlaupa í kringum kirkjuna en þegar börnin sjá prestinn á ný eiga þau að breytast í myndastyttu. Presturinn reynir síðan að túlka listaverkið rétt. Morgunblaðið/Golli Lifandi styttur  VALDÍS Ósk- arsdóttir klipp- ari var fengin til að endurklippa belgísku stór- myndina Mr. No- body nú í nóv- ember. Um gríðarlega stórt verkefni er að ræða, en myndin kostaði 6,6 millj- arða í framleiðslu og skartar Holly- wood-stjörnunni Jared Leto í aðal- hlutverki. Leikstjóri myndarinnar var ekki ánægður með lokaútkom- una og fékk því Valdísi til að laga hana eftir á. »44 Valdís fengin til að laga stórmynd með Jared Leto Valdís Óskarsdóttir  „ÞAÐ stendur sá ásetningur okk- ar að koma þessu máli áfram,“ seg- ir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra um hvort haldið verði áfram með hugmyndir um persónukosningu ef ekki næst sam- staða meðal flokkanna. Ekki fékkst niðurstaða á fundi flokksformanna í gær. Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn leggjast gegn málinu. „Leikurinn er hafinn og ekki er hægt að breyta reglunum eftir á. Það er búið að auglýsa prófkjör og tilkynna hvaða aðferðir eigi að hafa við að stilla upp á listana.“ »16 Vinna áfram að persónu- kjöri þótt ekki náist sátt Eignarhaldsfélögin Fons og Feng- ur, sem eru í eigu Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar, greiddu út samtals um átta millj- arða króna í arð á árinu 2007. VIÐSKIPTI Greiddu sér átta milljarða í arð Baugur rær lífróður og hefur misst tökin á stærstum hluta erlendra eigna. Félagið var drifið áfram af lántökum og því virðist sóknarbolt- inn ætla að verða banabiti veldisins. Óstyrkar stoðir fella Baug Group  KATRÍN Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur svarað bréfi Vilmundar Sigurðssonar, föður fórnarlambs hópárásar á Selfossi, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Í svarbréfi Katrínar segir að ef „skólameistari hefur ekki brugð- ist við á réttan hátt mun mennta- málaráðuneytið að sjálfsögðu grípa til viðeigandi ráðstafana“. Árásin var á sínum kærð til lög- reglu og Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Sel- fossi, segir að rannsókn málsins hafi verið hraðað þar sem yfirheyra þurfi marga vegna málsins. »14 Málið í skoðun hjá ráðherra „Öllum sendiskrifstofum Ís- lands var haldið upplýstum um gang mála þannig að þær væru reiðubúnar að bregðast við um- fjöllun í þeirra umdæmi,“ segir á minnisblaði utanríkisráðu- neytisins til utanríkismála- nefndar. „Auk þess var sendi- ráði Þýskalands í Reykjavík gerð grein fyrir því að afstaða íslenskra stjórnvalda til samn- ingaviðræðna væri óbreytt.“ Öllum gert viðvart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.