Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Nýttu þér framúrskarandi þekkingu
og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta
varahlutalager landsins fyrir allar
tegundir bíla.
Gerðu vel við bílinn þinn!
100.000
vörunúmer.
1 símanúmer.
N1.ISN1 440 1000
Á B Y R G Ð
V A R A H L U T I R
3 ÁRA
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ALLS óvíst er hvenær unnt verður
að koma Endurreisnarsjóði atvinnu-
lífsins á laggirnar. Boðað var á sein-
asta ári að fjárfestingarsjóðurinn yrði
stofnaður til að greiða fyrir endur-
lífgun fyrirtækja í efnahagskrepp-
unni. Ástæðan er sú að ágreiningur
lífeyrissjóða og skilanefnda gömlu
bankanna um uppgjör á framvirkum
gjldmiðlaskiptasamningum, er enn
óleystur. Rætt var m.a. um þessa
stöðu á fundi forsvarsmanna lífeyr-
issjóðanna með fjármálaráðherra og
viðskiptaráðherra síðastliðinn mánu-
dag. Gert er ráð fyrir öðrum fundi í
næstu viku.
Frumkvæði að stofnun sjóðsins
kom frá ASÍ, SA, Viðskiptaráði og líf-
eyrissjóðum, sem munu gegna lykil-
hlutverki við fjármögnun sjóðsins.
Hugmyndir um stofnun Endurreisn-
arsjóðsins ganga út á að sjóðurinn
verði myndaður á þremur árum.
Hann hefði á þeim tíma yfir að ráða
75 milljörðum króna. Innborgun á
þessu ári yrði 25 milljarðar og sjóð-
urinn kæmi að fjárfestingum í fyr-
irtækjum, sem voru starfshæf fyrir
bankahrunið, með það að markmiði
að efla starfsemi þeirra og endurreisa
þau á nýjan leik eftir hamfarirnar í
fjármálalífinu.
„Ef þetta mál leysist ekki, stefnir í
einhvers konar málarekstur af hálfu
skilanefndanna á hendur lífeyr-
issjóðum, sjávarútvegsfyrirtækjum
og iðnfyrirtækjum,“ segir Arnar Sig-
urmundsson, formaður stjórnar
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Arnar segir stjórnvöld gera sér vel
grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir geti
ekki komið að stofnun sjóðsins á
sama tíma og þeir standa í þessum
deilum við skilanefndirnar, sem stað-
ið hafa í 4 mánuði. „Mér finnst óskilj-
anlegt að ekki sé búið að leysa úr
því,“ segir Arnar.
Finnur Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, segir meg-
inatriði að sjóðurinn verði að veru-
leika og að til verði fjármagn sem
fleyti fyrirtækjum yfir erfiðan hjalla
þannig að þau nái að rétta sig af og
skapi verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Stofnun og fjármögnun Endurreisn-
arsjóðsins sé í biðstöðu þar til lífeyr-
issjóðirnir og skilanefndirnar nái
samkomulagi um uppgjör gjaldmiðla-
skiptasamninganna.
Spurður hvort það þurfi pólitísk af-
skipti svo höggvið verði á hnútinn og
gengið frá uppgjöri við bankana segir
Arnar að skilanefndir bankanna verði
að taka af skarið. Við fall bankanna
urðu þeir ófærir um að sinna sínu
hlutverki gagnvart þessum samn-
ingum og áhöld séu um hvort þeir séu
ekki í reynd ógildir. Bankarnir hafi
tekið af skarið í mörgum öðrum mál-
um en ekki tekist að gera það í þessu.
„Við bindum enn vonir við að þeir
geri það upp við sig að það verður að
ljúka þessu máli. Það styttist í árs-
fundi lífeyrissjóðanna.“
75 milljarðar í bið
Uppgjörsdeila skilanefnda og lífeyrissjóða hefur staðið í 4
mánuði og tefur stofnun fjárfestingarsjóðs atvinnulífsins
HUGMYNDIN um stofnun Endurreisnarsjóðs atvinnulífsins var kynnt í lok
nóvember. Sjóðurinn samanstæði af framlögum frá lífeyrissjóðunum,
bönkum og innlendum og erlendum fjárfestum til aðstoðar fyrirtækjum,
sem ættu möguleika á að ganga, s.s. með lánsfé og hlutafjárkaupum. Rík-
isstjórnin samþykkti að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að taka þátt í slík-
um fjárfestingum.
Á sama tíma kynnti Straumur Burðarás áform um stofnun fjárfesting-
arsjóðs til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Sjóðurinn myndi einbeita
sér að fyrirtækjum í matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og trygginga-
starfsemi. Forstjóri bankans sagði á þeim tíma hugsanlegt að framlög í
sjóðinn yrðu jafnvirði 90 milljarða króna. Ekki hafa borist fregnir af því
hvernig undirbúningur að stofnun hans gengur.
Sjóðir blási lífi í fyrirtæki
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fyrirtækin bíða Samtök vinnumarkaðarins og Viðskiptaráð mótuðu hugmyndir að stofnun sjóðsins, sem hefur
gengið undir vinnuheitinu Fjárfestingarsjóður Íslands. Framkvæmdin var síðan sett í hendur lífeyrissjóða.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SAMKVÆMT reglum Dómstóla-
ráðs frá árinu 2006 skal afmá úr
dómum og úrskurðum atriði sem
eðlilegt er að fari leynt með tilliti til
almanna- og einkahagsmuna. „Áður
en dómari sendir dóm eða úrskurð til
birtingar metur hann hvort afmá
beri atriði úr úrlausninni og ber
ábyrgð á því að hún fari fram í sam-
ræmi við áðurnefnd ákvæði,“ segir
m.a. í reglunum sem nálgast má á vef
héraðsdómstólanna, domstolar.is
Athygli vakti í gær þegar Björn
Jörundur Friðbjörnsson, tónlistar-
maður og dómari í þættinum Idol-
stjörnuleit á Stöð 2, var nafngreind-
ur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir manni sem sakfelldur var og
hlaut fimmtán mánaða dóm fyrir
fíkniefnalagabrot, líkamsárásir, um-
ferðarlagabrot og vopnalagabrot.
Í dómnum mátti lesa endurrit af
fjórum símtölum Björns Jörundar
við brotamanninn, sem hlerað var af
lögreglunni fyrir tæpu ári og talið er
hafa snúist um fíkniefnasölu þó að
talað væri undir rós. Eftir að Vísir.is
skrifaði um dóminn og nafngreindi
Björn Jörund á vef sínum var dóm-
urinn um tíma í gær fjarlægður af
vef Héraðsdóms Reykjavíkur og
birtist á ný síðdegis í gær en þá
höfðu nöfn þeirra, sem hinn dæmdi
ræddi við, verið fjarlægð.
Idol-dómari miður sín
Í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Ásgeir Magnússon, hér-
aðsdómari sem kvað upp dóminn, að
eftir að dómurinn hafi verið birtur á
vefnum hafi hann í samráði við
Helga I. Jónsson, dómstjóra, tekið
þá ákvörðun að fjarlægja skyldi
nöfnin. Sagði hann ekki einsdæmi að
meintir viðskiptavinir fíkniefnasala
væru nafngreindir í birtum dómum.
Nafnbirting
í ákvörðunar-
valdi dómara
Nöfn meintra viðskiptavina fjarlægð
Morgunblaðið/Þorkell
Spurður hvort sú ákvörðun að taka
nöfnin út í gær myndi verða fordæm-
isgefandi útilokaði Ásgeir það ekki.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var
Björn Jörundur spurður út í um-
rædd viðskipti. „Það er augljóst hvað
um er verið að ræða þarna,“ sagði
Björn Jörundur, en í fyrrgreindum
símtölum var m.a. talað um „ás“ og
„tvíburabróður“ en samkvæmt því
sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 þá
þýðir „ás“ kókaín í fíkniefnaheimin-
um og „tvíburabróðir“ amfetamín.
Sagði Björn Jörundur málið ársgam-
alt og ekki eiga við í dag.
„Ég er náttúrlega bara miður mín
yfir því að þetta skuli hafa komið upp
og á þennan hátt. Núna er ég allt í
einu orðinn þekktur af einhverju allt
öðru en ég ætti að vera þekktur af,“
sagði Björn Jörundur við Stöð 2.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali
af honum við vinnslu fréttarinnar
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Pálmi Guðmundsson, sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2, vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað. Liv
Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri
Nova, sem notar Björn Jörund sem
andlit fyrirtækisins, sendi í gær frá
sér fréttatilkynningu þar sem hún
harmaði að Björn Jörundur hefði
flækst inn í mál og sagðist styðja
hann í því að feta rétta braut í lífinu.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
MIKLAR líkur eru taldar á því að
framkvæmdir við tónlistarhúsið
hefjist að nýju á næstu dögum en
þær hafa legið niðri síðan fyrir jól.
Borgarráð tekur málið fyrir í dag en
að sögn Stefáns Hermannssonar,
framkvæmdastjóra Austurhafnar,
liggja fyrir drög að samkomulagi
um að Austurhöfn taki yfir félagið
Portus sem átti að byggja og reka
húsið. Með í kaupunum fylgja syst-
urfélögin Totus og Situs. Totus er
fasteignafélag um byggingu hússins
en hið síðarnefnda á lóðar- og bygg-
ingarréttindi á svæðinu.
Gert er ráð fyrir fjármögnun frá
Nýja Landsbankanum en kostnaður
við þann hluta hússins sem eftir er
er áætlaður 13-14 milljarðar króna.
Um helmingur af því gæti fallið til á
þessu ári. Fjármögnunarþættinum
er hins vegar ekki lokið og óljóst
hver framkvæmdahraðinn verður.
Félagið Austurhöfn er að meiri-
hluta í eigu ríkisins, eða 54%.
Reykjavíkurborg á 46% hlut. Að
sögn Stefáns verður samið við Ís-
lenska aðalverktaka á grundvelli
fyrri samninga. „Við förum í
ákveðnar sparnaðaraðgerðir en ætl-
um ekki að kúvenda neinu,“ segir
Stefán.
Hærra hlutfall Íslendinga
Starfsmenn við byggingu tónlist-
arhússins voru hátt í 500 þegar
mest lét á síðasta ári og stór hluti
kom erlendis frá. Margir þeirra eru
farnir af landi brott og reiknar Stef-
án með að hærra hlutfalli Íslend-
inga starfi við framhald verksins en
áður.
„Við vonum að hamarshöggin fari
að dynja á ný strax í næstu viku,“
segir Stefán að endingu.
Framkvæmdir á ný
Líklegt að bygging Tónlistarhússins hefjist að nýju fljótlega
Morgunblaðið/Júlíus
Tafir Framkvæmdir við tónlistar-
húsið hafa legið niðri í tvo mánuði.
„ÉG lít þannig á að það standi fyrir dyrum verulegar
breytingar í flokknum og vil gjarnan taka þátt í þeim,“
segir Jón Magnússon þingmaður, sem í gær tilkynnti að
hann hefði gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Átján ár eru síðan
Jón sagði sig úr flokknum eftir áratuga starf innan hans.
Fyrir sex árum gekk hann svo til liðs við Nýtt afl og leiddi
þann flokk en fór þaðan yfir í Frjálslynda flokkinn haustið
2006, sem hann sagði sig nýverið úr. Jón segir aðspurður
að á sig sé skorað að bjóða sig fram í prófkjörum fyrir
kosningarnar í vor. Hann muni taka ákvörðun þar um eft-
ir fund með stuðningsmönnum sínum í dag. ben@mbl.is
Í Sjálfstæðisflokkinn á ný
Jón Magnússon