Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HENDUR sjávarútvegsráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, eru bundnar af verkum forvera hans í embætti, svo hann getur ekki snúið ákvörðuninni um að heimila hvalveiðar í at- vinnuskyni. Ákvörðunin er bæði gild, þótt hún byggist á veikum grunni að mati Steingríms, og ívilnandi. Því þarf nýjar forsendur til að snúa henni. Hvalveiðar fara þess vegna fram á þessu ári en ráðherrann tekur skýrt fram að ekki megi ganga að því sem vísu að ákvörðunin standi næstu fjögur árin eins og fyrrverandi ráðherra ætlaði henni. Þetta tilkynnti Steingrímur í sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær og leyndi ekki vonbrigðum sínum yfir niðurstöðunni. Hann sagðist reikna með mótmælum vegna hennar á næstunni. Ver réttinn til sjálfbærrar nýtingar Hann myndi vitanlega verja ákvörðunina þegar og ef mótmælin kæmu upp og verja rétt Íslendinga til sjálfbærrar nýtingar á hvölum. Hins vegar teldi hann að ákvörðunin gæti ver- ið skaðleg fyrir íslenska hagsmuni og að með henni væri farið yfir ákveðna línu. Íslendingar þyrftu nú einfaldlega að bíða og sjá hvaða af- leiðingar það hefði. Steingrímur hafði þó alla fyrirvara á. Verði breytingar á forsendum veiðanna áskilja stjórnvöld sér rétt til að grípa inn í. Slíkur for- sendubrestur gæti til dæmis verið að markaðir reynist óaðgengilegir eða lokaðir fyrir afurð- irnar, eða að ríkir almannahagsmunir kalli á nýja ákvörðun. Vertíð þessa árs gæti því verið óvissu háð, rétt eins og þær síðari, þegar virki- lega á reynir. Þá á að kanna grundvöll veiðanna upp á nýtt og ljúka því starfi áður en undirbúningur veiða á árinu 2010 hefst. Þetta endurmat mun fyrst og fremst felast í því að kanna þjóðhagslega þýðingu hvalveiða. Ráðherra vill fá Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands til verksins. Lögin og stjórnsýslan tekin í gegn Hvalveiðilögin frá árinu 1949 verða líka tek- in til gagngerrar endurskoðunar í nýrri þriggja manna nefnd, undir forystu Jóns B. Jónassonar. Fyrst á hún þó að endurskoða meðferð hrefnuveiðileyfa, til að tryggja jafn- ræði við úthlutun þeirra. Síðast en ekki síst verður Hafrannsókna- stofnuninni fengið það verkefni að afmarka til- tekin svæði til hvalaskoðunar, þar sem veiðar verði bannaðar, út frá þeim höfnum sem hvala- skoðunarfyrirtæki gera skip sín. Bundnar hendur í hvalamálinu Morgunblaðið//Kristinn Til ráðgjafar Nýr ráðherra varpar nýju ljósi á sjávarútvegsmálin. Hér varpar hann hins vegar skugga yfir forstjóra Hafró, bókstaflega.  Ráðherra getur ekki snúið gildri og ívilnandi ákvörðun forvera síns um hvalveiðar í atvinnuskyni  Boðar endurskoðun lagaumhverfis og úthlutunar veiðileyfa og mun grípa inn í ef forsendur breytast FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SPÁR um að fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu lækki skarplega á þessu ári í ljósi mikillar niðursveiflu á fasteignamarkaði og almennt í efnahagslífinu virðast ætla að ganga eftir ef marka má nýjustu upplýs- ingar Fasteignamats ríkisins. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu lækkað um 3,2 prósent síðustu þrjá mánuði en hún var 337,6 í lok janúar. Ef framheldur sem horfir verður vísitalan 295 í lok árs sem er sambærilegt við stöðuna sem var á fasteignamarkaði í byrjun árs 2006. Veltan minnkar mikið Allt frá því á haustmánuðum 2007 hefur velta á fasteignamarkaði farið minnkandi. Í fyrstu orsakaðist breytingin af því að bankarnir fóru nánast alveg út af fasteignalána- markaði. Það hafði þau áhrif að kaupsamningum fækkaði mikið. Hæst fór vísitala íbúðaverðs í 357,3 stig í lok september 2007. Frá þeim tíma hefur verðið lækkað hægt og bítandi. Mesta vikuvelta á fast- eignamarkaði var vikuna 6. til 12. júlí 2007 en þá var hún 9,4 milljarðar króna. Undir lok ársins fór að halla undan fæti samfara miklu verðfalli á hlutabréfum í Kauphöll Íslands og minnkandi útlánum bankanna. Með- altals tólf vikna velta á markaðnum var búin að minnka um meira en 50 prósent frá því hún var mest, þegar árinu lauk. Eykst smám saman Allt síðasta ár var velta á fast- eignamarkaði lítil miðað við árin tvö á undan. Eftir bankahrunið í byrjun október hefur velta á fasteigna- markaði minnkað mikið. Í aðeins tveimur vikum á þessu ári hefur veltan verið meiri en milljarður sem er með allra minnsta móti sé horft til síðasta árs. Veltan hefur þó verið að aukast í smáum skrefum á þessu ári. Sé horft til síðustu tólf mánaða hefur hús- næðisverðið lækkað um 5,5 prósent að nafnvirði. Lækkun nemur hins vegar um 20 prósentum að raunvirði þar sem verðbólga hefur verið mikil, einkum vegna gengisfalls krón- unnar. Seðlabanki Íslands spáir því að verð á fasteignum lækki um 47 prósent, miðað við verðið sem var á haustmánuðum í fyrra, að raunvirði fram til ársins 2011. Einkum skiptir þar miklu máli að framboð af hús- næði á höfuðborgarsvæðinu er miklu meira en sem nemur eftirspurn á markaði. Í umfjöllun Greiningar Glitnis um fasteignamarkaðinn í gær kemur fram að framboðið á fast- eignum hafi „vaxið langt umfram það sem telst vera eðlileg íbúða- þörf“. Greiningin segir að árleg íbúðaþörf sé í kringum 1.800 til 2.000 íbúðir á ári en frá árinu 2005 hafa meira en 3.000 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Verð lækkar og lækkar  Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er farið að lækka hraðar en áður  Mikið framboð af húsnæði á meðan eftirspurn er lítil hraðar verðlækkunarþróun Fáir fasteignamarkaðir í heiminum tóku jafnmiklum stakkaskiptum á árunum 2004 til 2008 og sá ís- lenski. Einkum var uppsveiflan bundin við höfuðborgarsvæðið þar sem innreið bankanna á húsnæð- islánamarkað, haustið 2004, hafði afgerandi áhrif. Vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði úr 200 á haustmánuðum 2004 í 273 um sjö mánuðum síðar, eða sem nemur 27 prósentum. Árin á eftir hélt vísital- an, sem sýnir vegið meðaltal fer- metraverðs, áfram að hækka og fór í 320 stig í mars 2006 og síðan 357 í júlí 2007. Erfið skilyrði á fjármálamörk- uðum um allan heim fóru þá að hafa afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf eftir það. Verðið hefur þó lækkað mun hægar en það hækkaði á sínum tíma. Ljóst er að mikill vandi getur skapast hjá heimilum í landinu ef fasteignaverð lækkar eins mikið og spáð er þar sem verðtryggð húsnæðislán fólks eru í mörgum tilfellum mun hærri en sem nemur virði fasteignanna. Sársaukafull aðlögun frá uppsveiflutímum UNNIÐ er að því í dóms- málaráðuneytinu að breyta kosn- ingalögunum í þá veru að Ís- lendingar bú- settir í útlöndum getið kosið í al- þingiskosning- unum 25. apríl nk. Stefnt er að því að málið verði lagt fyrir Alþingi á allra næstu dögum enda málið brýnt, að sögn Hjalta Zóphónías- sonar, skrifstofustjóra í ráðuneyt- inu. Borist hafði áskorun frá Íslend- ingum erlendis, þar sem sagði m.a: „Venjulega hafa Íslendingar bú- settir erlendis vitað af kosningum með dágóðum fyrirvara og haft nægan tíma til að tryggja það að þeir séu á kjörskrá fyrir tilsettan tíma, sem er 1. desember ár hvert. Það er ljóst að í þetta skipti er ekki mögulegt að virða þau tíma- mörk, ekki var ljóst í nóvember að boðað yrði til kosninga í ár. Þess- ar kosningar eru mjög mikilvægar því óumdeilanlega eru miklir um- brotatímar á Íslandi einmitt núna.“ sisi@mbl.is Íslendingar í útlöndum fá að kjósa Viðbrögð hvalveiðimanna og annarra hags- munaðila komu fljótt fram í gær. Þar skildu vitanlega himinn og haf á milli eftir því hvar fólk stóð, en hvalveiðimenn sögðu að gríð- arlegu fargi væri af þeim létt við tíðindin. „Þetta verða að teljast afar jákvæð tíðindi og ljóst að með þessari ákvörðun mun störfum hér á Vesturlandi fjölga töluvert og ekki veitir af í þeim hremmingum sem atvinnulífið á við að etja þessa dagana,“ sagði Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Ljóst væri að hin harða barátta hagsmunaaðila að undanförnu hefði skilað árangri. „Ég er í skýjunum. Þetta er búin að vera leiðindabið,“ sagði Gunnar Bergmann Jóns- son, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Hvalveiðimenn hefðu verið búnir undir hvað sem var. „Nú setjum við allt á fullt þann- ig að við getum hafið veiðar í maí. Það þarf að ganga frá bátamálum, vopnakaupum frá Nor- egi, þ.e. kaupum á sprengjum og skutlum, og síðast en ekki síst þarf að ganga frá húsnæð- ismálum á Akranesi,“ sagði Gunnar. Íslendingar enn í fortíðinni Grænfriðungar lýstu yfir miklum vonbrigðum með hvalveiðarnar sem þeir sögðu tilheyra fortíðinni. Enginn markaður væri fyrir hval- kjöt. Frekar ætti að byggja upp ferðaþjónustu og hvalaskoðun. Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, sagði að sorglegt væri að fyrsti sjávarútvegsráðherra sem væri bæði til vinstri og væri grænn, tæki þessa ákvörðun. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, lýsti vonbrigðum sínum. „Alþjóðasamfélagið mun örugglega sýna okkur hörð viðbrögð.“ Þegar væri farið að afbóka ferðir og „einhverjar ferðaskrifstofur hafa sagst ætla að taka okk- ur út ef þetta yrði lendingin“. Fargi létt af hvalveiðimönnum, vonbrigði fyrir Grænfriðunga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.