Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Opið virka daga kl. 9-18 og lau. kl. 10-16 Laugavegi 20 - Sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Póstkassar 15% afsláttur af póstkössum í febrúar Margar gerðir FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is KATRÍN Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur þegar svarað bréfi Vilmundar Sigurðssonar, föður fórnarlambs tilefnislausrar árásar í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir um fjórum vikum, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Vilmundur ritaði henni bréf nú fyrir stuttu þar sem hann bað hana að beita sér í máli sonar síns. „Hún er búin að svara bréfinu og þetta er í form- legum fasa í ráðuneytinu,“ segir Sig- tryggur Magnason, aðstoðarmaður Katrínar. „Það hefur verið haft sam- band við [Örlyg Karlsson] skóla- meistara og beðið um upplýsingar um atvikið og viðbrögð skóla- yfirvalda. Þetta er litið alvarlegum augum, að sjálfsögðu,“ segir Sig- tryggur. „Vekur óhug“ Í svari Katrínar til Vilmundar seg- ir m.a.: „Frásögn þín af þeim atburð- um sem áttu sér stað í Fjölbrauta- skóla Suðurlands og því ofbeldi sem beitt var gagnvart […] syni þínum vekja óhug. […] Ef skólameistari hefur ekki brugðist við á réttan hátt mun menntamálaráðuneytið að sjálf- sögðu grípa til viðeigandi aðgerða.“ „Málið er í rannsókn,“ segir Þor- grímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, um árásarmálið í FSu. Vil- mundur kærði árásina á sínum tíma til lögreglu, en Þorgrímur Óli segir misjafnt hversu langan tíma rann- sóknir taka. Í þessu tilfelli hafi þó verið reynt að hraða ferlinu. „Það þarf að kalla marga til, það eru hátt í 15 aðilar sem þarf að taka hérna í skýrslutöku og þetta er komið lang- leiðina,“ segir Þorgrímur Óli. Áætl- að er að málinu verði lokið innan þriggja vikna og þá verður það sent til saksóknara til frekari ákvörð- unar. Aðspurður hvort árásin sé litin al- varlegum augum svarar hann að svo sé, eins og með allar árásir. „Auðvit- að er það alltaf alvarlegt þegar fleiri en einn ráðast að einum. Þannig að það má segja að við höfum tekið þetta fastari tökum þess vegna, til að geta lokið þessu sem fyrst.“ Þorgrímur Óli kvað ekki hægt að upplýsa um feril árásaraðilanna og gætt væri jafnræðis í rannsókninni. „Hún hefur gengið nokkuð vel og við höfum tekið hana fram yfir aðrar vegna þess hversu stór hópurinn er sem þarf að ná utan um.“ Fram kom í máli lögfræðings FSu í gær að innan skólans væri farið með árásarmál þetta samkvæmt stjórnsýslulögum. Í námsskrá fyrir framhaldsskóla segir: „Veita skal nemanda viðvörun áður en til refs- ingar kemur nema brotið sé þess eðl- is að því verði ekki við komið, svo sem brot á almennum hegning- arlögum …“ Þá segir jafnframt: „Leitast skal við að afgreiða brot á skólareglum með skjótum hætti.“ Andmælaréttur og rannsókn Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að þegar vísað er í stjórnsýslulög með tilliti til þess hvort vísa eigi nem- endum úr skóla sé væntanlega verið að vitna til andmælaréttar og þess að rannsókn fari fram áður en nem- anda sé vísað úr skóla. „Samkvæmt lögum um framhaldsskóla á að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga ef nem- anda er vísað úr skóla í fleiri en einn skóladag eða ef nemanda er meinað að sækja kennslutíma í ákveðnu fagi eða námsgrein um nokkurt skeið. Til þess að taka svona íþyngjandi ákvörðun, eins og að vísa nemanda úr skóla, þarf að rannsaka málið með fullnægjandi hætti samkvæmt 10. grein stjórnsýslulaganna, og eftir at- vikum að veita nemandanum and- mælarétt áður en ákvörðunin er tek- in. Það getur þá þýtt það að ekki sé hægt að vísa nemanda samdægurs úr skólanum heldur þurfi að leggja grundvöll að ákvörðuninni. Svo væri á síðari stigum hægt að vísa honum úr skóla á grundvelli þessara at- vika,“ segir Trausti Fannar. „Án þess að ég þekki þetta einstaka mál er ekkert í stjórnsýslulögum sem bannar beinlínis að nemar séu reknir úr skóla, en nemendur eiga rétt á því að ganga í framhaldsskóla, eins og grunnskóla, og það þarf að horfa til þess líka,“ segir Trausti Fannar. Morgunblaðið/Kristinn Lögreglumál Árás hóps á nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands er nú í rannsókn lögreglunnar á Selfossi. Áætlað er að ljúka málinu innan þriggja vikna. Litið alvarlegum augum  Menntamálaráðherra skoðar mál fórnarlambs tilefnislausrar árásar í FSu  Hefur óskað eftir upplýsingum og gögnum frá skólameistara um málið Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweus- áætlunarinnar á Íslandi, telur að leggja eigi fyrir einelt- iskönnun í framhaldsskólum landsins með það að mark- miði að taka upp áætlunina. „Það fer ekkert á milli mála í mínum huga að framhaldsskólar á landinu ættu að taka upp Olweus-kerfið,“ segir hann. Í skólum á landsbyggð- inni, svokölluðum safnskólum, sé óhjákvæmilegt að hópamyndun verði, sumir komi úr þekktu umhverfi en aðrir komi sem gestir. „Þarna safnast mjög margt fólk saman, þetta er ekki eins og hverfisskólar í Reykjavík þar sem allir fara kannski í sama framhaldsskóla eða geta valið á milli.“ Hann segir engan framhaldsskóla á Íslandi hafa tekið upp áætlunina, en einstaka kennarar hafi tekið upp hluta af henni á fyrsta árinu. Þorlákur upplýsir að hann hafi verið nokkrum sinnum til skrafs og ráðagerða í Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Þau hafa verið að hugsa sinn gang, hvað þau ætla að gera. Ég hef lagt að þeim að leggja fyrir einelt- iskönnunina okkar, sem er mjög ítarleg, og ætti alveg að geta gengið þarna,“ segir hann og bætir við að samsvarandi kannanir hafi verið lagðar fyrir í Svíþjóð og Noregi. Framkvæmi eineltiskönnun FULLTRÚAR Faxaflóahafna og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) takast á vegna gjaldskrár- hækkunar hafnanna. Andrés Magn- ússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að Faxaflóahafnamönnum hafi verið boðið á fund samtakanna í kjölfar yf- irlýsingar sem samtökin sendu frá sér vegna hækkunarinnar en þeir ekki mætt. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir fundartímann sem samtökin stungu upp á ekki hafa hentað. Hann er undrandi á að samtökin telji að hafn- irnar eigi að taka á sig tekjutap þar sem þær hafi skilað hagnaði upp á 725 milljónir króna árið 2007 og gert sé ráð fyrir 200 milljóna hagnaði fyrir árið í fyrra. „Hagnaðurinn fór í upp- byggingu hafnarmannvirkja og er ekki til. Hann liggur í bættri aðstöðu fyrirtækjanna.“ Ekki sé gert ráð fyrir 200 milljóna króna hagnaði árið 2009, eins og samtökin haldi fram, heldur 20. „Þetta þýðir að við erum að reyna að halda sjó. Við rýrum handbært fé, drögum úr framkvæmdum og grípum til ýmissa aðgerða til að hagræða.“ Samtökin telja að hækkanir á vöru- gjöldum fari beint út í verðlag og leiða þannig til meiri verðbólgu. „Það er mjög þungt í mörgum fé- lagsmanna okkar vegna þessa máls,“ segir Andrés. Gísli segir óhætt að fullyrða að þessi fjárhæð inn í verð- lagið sé hverfandi. „Sem dæmi má nefna að áhrif á olíuverð mælist á ein- um til tveimur aurum á lítrann.“ Hafnirnar þurfi að halda úti eðlileg- um rekstri þrátt fyrir samdrátt inn- flutningi. gag@mbl.is Ósáttir við nýtt verð hafnanna Hafna að Faxaflóa- hafnir auki verðbólgu MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands segir að ekki sé boðlegt að á meðan hrikti í grunnstoðum sam- félagsins og fjölskyldum og fyr- irtækjum blæði, horfi þjóðin upp á karp og hráskinnsleik á Alþingi sem engu máli skipti og engu skili. „Slík lítilsvirðing við þjóðina er ekki líkleg til að auka tiltrú hennar á stjórnmálamönnum en trúverðug- leiki þeirra skiptir einmitt sköpum í því endurreisnarstarfi sem fram- undan er,“ segir ASÍ. Í ályktun, sem samþykkt var á miðstjórnarfundi ASÍ í gær, er skor- að á Alþingi og ríkisstjórnina að grípa þegar til markvissra aðgerða til aðstoðar heimilum og fyrir- tækjum í landinu. Lítilsvirðing við þjóðina FULLTRÚAR F-listans í bæjarstjórn Garðs leggja til að gengið verði til samninga við meðeigendur sveitarfélagsins að hjúkrunarheimilinu Garðvangi um að tillögum um endurbyggingu heimilisins verði hrint í framkvæmd. Lagt er til að eigendurnir láni ríkinu framlag þess, til þess að unnt verði að hefjast handa sem fyrst, og að Garður yfirtaki eignarhluta þeirra sem ekki vilja vera með. „Það hefur legið lengi fyrir að rík þörf er fyrir lag- færingar á Garðvangi,“ segir Einar Jón Pálsson, bæj- arfulltrúi F-listans, um forsendur tillögunnar. Hann vonast til að góð samstaða náist um málið í bæjar- stjórninni enda hafi menn verið sammála um mikil- vægi úrbóta. Tillögunni var vísað til bæjarráðs. Lauf- ey Erlendsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að áhugi sé á því að stækka heimilið og hafi hugmyndir um það verið til umfjöllunar á vegum bæjarstjórn- arinnar. Skortur er á hjúkrunarplássi á Suðurnesjum auk þess sem húsakynni Garðvangs fullnægja ekki kröf- um sem gerðar eru í dag, meðal annars um pláss fyr- ir hvern heimilismann. Sveitarfélögin á Suðurnesjum og Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum náðu sam- komulagi 2005 um að ráðist verði í endurbætur á Garðvangi og að byggður verði fyrsti áfangi nýs hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Ekki hefur tekist að koma þessum hugmyndum í fram- kvæmd, meðal annars vegna þess að vantað hefur nauðsynlegar forsendur frá yfirvöldum, að sögn Finn- boga Björnssonar, framkvæmdastjóra DS. Þá eru þessar tvær framkvæmdir háðar hvor annarri. Í til- lögu F-listans er gert ráð fyrir endurbótum á núver- andi húsnæði og viðbyggingu. Kostnaður er áætlaður 550 milljónir kr. Miðað er við að ríkið greiði 80%. Einar Jón segir að núna sé rétti tíminn til að hefja hönnun og ráðast í framkvæmdir. Þetta sé manna- flsfrek framkvæmd sem kæmi sér vel í því mikla at- vinnuleysi sem væri á svæðinu. helgi@mbl.is Bjóðast til að lána fyrir endurbótum á Garðvangi Kostnaður við endurbætur og viðbyggingu 550 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.