Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„ÉG efast um að margir hafi gert sér grein fyrir
því að nái þessi breyting fram að ganga munu
samherjar berjast fram á kjördag,“ sagði virtur
lögmaður þegar Morgunblaðið spurði hann álits á
frumvarpsdrögum um persónukjör, sem rík-
isstjórnarflokkarnir kynntu í þingflokkunum í
gær. Löglærðir menn, sem blaðið ræddi við í gær,
hafa margir hverjir efasemdir um að rétt sé að
gera svona viðamiklar breytingar á kosningalög-
unum á nokkrum dögum. Réttara sé að íhuga mál-
ið betur og ætla sér miklu lengri tíma í það. En
krafan um breytingar er augljóslega sterk í þjóð-
félaginu eftir það sem á undan er gengið.
Valið verður í höndum kjósenda
Eftir sem áður bjóða flokkarnir fram lista í
þingkosningum en þeir geta valið um það hvort
þeir bjóði kjósendum sínum upp á þann möguleika
að raða frambjóðendum á listana í kjörklefanum
með því að skrifa tölustafi fyrir framan nöfn
þeirra. Ef flokkur velur þá leið eru frambjóðend-
urnir ekki aðeins að keppa við aðra flokka sem eru
í framboði heldur eru frambjóðendur hans jafn-
framt að keppa innbyrðis um að ná öruggu þing-
sæti. Þetta er það sem fyrrnefndur lögmaður á við
með orðum sínum.
Það myndi hafa margvísleg önnur áhrif, ef lög
um persónukosningar yrðu samþykkt. Valið verð-
ur alfarið í höndum kjósendanna og það er til
dæmis ekki víst, að jöfnuður næðist milli kynja
eins og ríkur vilji er til. Karlar hafa oftar en ekki
komið sterkir út úr prófkjörum og það gæti ein-
mitt gerst þingkosningunum.
„Það er ljóst að verði þessi breyting gerð á
kosningalögunum verður tvenns konar kosninga-
barátta í gangi. Annars vegar barátta milli flokk-
anna og hins vegar munu einstaklingar á sama
lista keppast um að ná öruggum sætum,“ segir
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands. „Þetta mun væntanlega
breyta kosningabaráttunni frá því sem við höfum
þekkt, en erfitt er að segja hvernig þetta muni
koma út,“ segir Ólafur. Hann segir að sumir sjái
galla á þessu fyrirkomulagi og gott hefði verið að
fá meiri tíma til að stúdera hvernig það hefur
reynst erlendis, t.d. í Finnlandi og Danmörku.
Jafnræði kynjanna í hættu?
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmála-
ráðherra ritaði formönnum stjórnmálaflokkanna
bréf í síðustu viku og beindi þeim tilmælum til
þeirra að flokkarnir leituðu leiða til að tryggja
jafnræði kynjanna við uppröðun á framboðslistum
fyrir komandi kosningar. Búast megi við því að
efnahagsástandið letji konur fremur en karla til
að gefa kost á sér á framboðslista, þar sem rann-
sóknir sýni að þær beri meiri fjölskylduábyrgð en
karla.
En verður þetta nokkuð í höndum flokkanna ef
þeir ákveða að bjóða fram óraðaða lista í kosning-
unum?
„Það verður ekki hægt að tryggja jafnvægi
kynjanna ef flokkarnir bjóða fram óraðaða lista.
Það verður alfarið í valdi kjósendanna að velja
þingmennina, óháð kyni. Ef engar viðbótarreglur
verða settar í kosningalögin um kynjakvóta, geta
flokkarnir engu um þetta ráðið,“ segir Ólafur.
Hann segist ekki viss um að slík regla myndi
standast stjórnarskrána. Ljóst sé, að fyrir flokka,
sem hafi haft þá reglu að karl skipi annað sætið og
kona hitt, geti þetta valdið vandræðum.
Fleiri álitamál hafa komið upp varðandi per-
sónukjörið, sem menn hafa velt fyrir sér. Eitt at-
riðið er hvort flokkarnir standi jafnt að vígi ef
einn velur að bjóða fram raðaðan lista en annar
óraðaðan. Kjósandinn stendur frammi fyrir því að
velja hvort hann kýs lista þar sem hann hefur
meiri áhrif eða minni. Kjósi hann óraðaðan lista
getur hann ráðið röð þingmanna en kjósi hann
hinn listann, hefur hann ekkert um það að segja.
Freistar það kjósandans að hafa meiri áhrif en
minni, þótt hann hafi jafnvel upphaflega ætlað að
kjósa hinn listann?
Sterk krafa um breytingar
Ólafur Þ. Harðarson segir að augljóslega sé
ætlaður stuttur tími til að fjalla um mjög viðamikl-
ar breytingar á kosningalöggjöfinni. Hvort hann
sé of knappur, sé matsatriði. Það sé pólitískt mat
hvort menn vilji gera breytingarnar eða ekki.
Margir alþingismenn meti stöðuna augljóslega
þannig að krafa almennings um breytingar sé svo
sterk, að ekki verði undan því vikist að verða við
þeim kröfum.
„Eins og með allar svona breytingar vildi mað-
ur hafa meiri tíma. Það er auðvitað hætta á því að
menn geri mistök en það ber að hafa í huga að
menn hafa líka gert mistök þótt þeir hafi haft
nægan tíma,“ segir Ólafur.
Munu bræður berjast?
Persónukjör myndi hafa
mikil áhrif á kosninga-
baráttuna í vor
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Það er oft gaman í þinginu. En í vor verður tekist á milli frambjóðenda í kosningabaráttunni.
Hætt er við að kosninganóttin gæti teygst á
langinn ef frumvarpið um persónukjör nær fram
að ganga. Undir það tekur Þórunn Guðmunds-
dóttir, sem var formaður yfikjörstjórnar Reykja-
víkurkjördæmis norður, en hefur nú látið af því
embætti.
„Þegar ég heyrði um frumvarpið hugsaði ég
með mér, guði sé lof að ég er hætt í þessu,“ seg-
ir Þórunn. Hún segist óttast að talning atkvæða
muni dragast von úr viti. Hún segist hafa unnið í
kjörstjórn í nokkrum prófkjörum Sjálfstæð-
isflokksins, þar sem frambjóðendum hefur verið
raðað eins og meiningin er að gera í alþingis-
kosningunum. Þar hafa þurft að handtelja hvern
einasta kjörseðil og það hafi verið mjög tíma-
frekt. Þetta hafi verið óhemju mikil vinna.
Því sé ljóst að talning í alþingiskosningunum
verði að óbreyttu mjög tímafrek og alls óvíst
hvenær úrslit liggi fyrir. Það myndi vissulega
flýta fyrir ef tekin yrði upp rafræn kosning en
það hefur ekki verið heimilt hingað til. Þá sé
hætta á því að vafaatkvæði verði óvenju mörg.
„Kosninganóttin“ gæti orðið löng og ströng
ORÐIÐ persónukjör er notað um
fyrirkomulag kosninga, þar sem
kjósandanum er veitt meiri eða
minni aðkoma að vali á þingmanns-
efnum af framboðslistum í þing-
kosningunum sjálfum, þ.e. í kjör-
klefanum, en ekki aðeins í
prófkjörum af einhverju tagi. Þetta
segir dr. Þorkell Helgason í grein,
sem hann birtir á vefnum lands-
kjor.is. Þorkell samdi hið nýja
frumvarp ásamt Gunnari Helga
Kristinssyni, stjórnmálafræðingi.
Í greininni fer Þorkell yfir það
hvaða aðferðir hafa verið tíðkaðar
við persónukjör í ýmsum löndum.
Fram kemur að flestar aðferðirnar
hafa kosti, en einnig galla. Allt
þetta tíundar Þorkell í grein sinni.
Þorkell segir að gengið sé út frá
því að um listakosningu verði að
ræða í næstu alþingiskosningum,
þ.e. að frambjóð-
endur séu boðnir
fram á að-
skildum fram-
boðslistum, sem
hver um sig til-
heyri einhverjum
stjórnmála-
samtökum, enda
skipti það máli
þegar komið er
að úthlutun jöfnunarsæta.
Þær breytingar sem lagt er til að
gerðar verði á kosningalögunum,
verða að rúmast innan núgildandi
stjórnarskrár. Í stjórnarskránni
segir að þingmenn skuli „kosnir …
hlutbundinni kosningu“. Það merk-
ir að þeir skuli kosnir af framboðs-
listum og telja verði listunum at-
kvæði með einhverjum hætti.
„Í þjóðmálaumræðunni virðist
hugtakið „persónukjör“ einnig not-
að um val á frambjóðendum án þess
að listar komi við sögu. Þá beinist
athöfn kjósandans að því einu að
velja persónur úr hópi frambjóð-
enda, hvort sem þeir tilheyra til-
teknum framboðslistum eða ekki. Í
þessari útvíkkuðu skilgreiningu
eru listum eða flokkum aldrei
reiknuð atkvæði. Þeir fá þá menn á
þing sem kjósendur velja beint úr
hópi frambjóðenda. Sú aðferð
stangast ótvírætt á við fyrrgreind
ákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir
Þorkell.
Valmöguleikarnir auknir
Hann segir að umfram allt verði
reglurnar að vera einfaldar og
gegnsæjar. „Kosningaathöfnin er
einföld þegar listar eru forraðaðir
og óbreytanlegir: Kjósandinn velur
einungis milli lista og þá með einum
krossi. Athöfnin er óneitanlega
flóknari þegar kjósendur þurfa að
taka afstöðu jafnvel til allra fram-
bjóðenda á þeim lista sem þeir
styðja. En varla er þetta frágangs-
sök.“
Frá upphafi listakosninga á Ís-
landi 1915 hefur fyrirkomulag per-
sónukjörs falist í því að listarnir eru
boðnir fram raðaðir en kjósendum
er síðan heimilt að breyta þeim. Ís-
lenskir kjósendur hafa aðeins nýtt
sér þennan möguleika í litlum mæli.
Með gildandi kosningalögum voru
valmöguleikar kjósenda auknir. Í
síðustu kosningum gerðist það t.d.
að röð tveggja þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins breyttist vegna út-
strikana.
Grein Þorkels er að finna í heild
á vefnum www.landskjor.is.
Stjórnarskráin setur breytingum í
átt til persónukjörs skorður
Þorkell Helgason
FINNUR
Friðriksson varði
í desember dokt-
orsritgerð sína
um íslenska nú-
tímamálfræði:
„Language
change vs. stabi-
lity in conserva-
tive language
communities: A
case study of Ice-
landic“ við málvísindadeild Gauta-
borgarháskóla í Svíþjóð. Aðal-
leiðbeinandi hans var Sally Boyd,
prófessor við málvísindadeild Gauta-
borgarháskóla, og aðstoðarleiðbein-
andi Anna Helga Hannesdóttir, dós-
ent við norrænudeild skólans.
Ritgerðin byggist hún á rann-
sóknum Finns á völdum mál-
fræðilegum atriðum íslensks nú-
tímamáls og hversu stöðug þau eru
eða hve hætt þeim er við breyt-
ingum. Byggir hann rannsóknina á
völdu úrtaki fólks á öllum aldri úr
öllum landsfjórðungum og hvort
tveggja úr rituðum textum og dag-
legu tali.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru
meðal annars þær að frávik frá staðli
málsins eru mun sjaldgæfari en al-
mennt er talið, meðal annars virðast
þágufallshneigð og eignarfallsflótti
ekki vaxandi vandamál. Beygingar-
kerfi málsins virðist mjög stöðugt og
frávik þar nokkur en mjög takmörk-
uð. Furðulítill munur er á máli ólíkra
þjóðfélagshópa. Ástæður stöðugleik-
ans telur Finnur liggja m.a. í rótgró-
inni málfarslegri þjóðernishyggju
Íslendinga og íhaldssamri mál-
stefnu. Finnur er kvæntur Kristínu
Sóleyju Björnsdóttur og þau eiga
tvö börn. Hann er lektor við kenn-
aradeild Háskólans á Akureyri.
Doktor í
íslensku
nútímamáli
Finnur
Friðriksson
BJARKI Þór
Haraldsson varði
doktorsritgerð
sína í heilsufræði-
vísindum við Há-
skólann í Kaup-
mannahöfn 4.
desember síðast-
liðinn. Ritgerðin
ber titilinn „Mec-
hanical and
structural pro-
perties of collagen fascicles from the
human patellar tendon - lateral force
transmission and effects of corticos-
teroids“ og fjallar um uppbyggingu
og efnislega eiginleika kollagen sina-
þráða úr hnéskels-sininni, tilfærslu
álags milli sinaþráða og áhrif kort-
isón-stera á efnislega eiginleika
kollagen sinaþráða. Ritgerðin er
byggð á rannsóknum sem voru
framkvæmdar á Íþróttalækninga-
stofnuninni á Bispebjerg-spítala í
Kaupmannahöfn (Institute of Sports
Medicine Copenhagen) á árunum
2004-2008. Leiðbeinendur Bjarka í
doktorsnáminu voru Michael Kjær,
yfirlæknir og prófessor, og Peter
Magnusson prófessor.
Bjarki varð stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti árið
1995 og fluttist til Kaupmannahafn-
ar árið 1997. Hann hóf nám við
Íþróttastofnun Kaupmannahafnar-
háskóla á haustönn 1998 og útskrif-
aðist þaðan árið 2001 með B.Sc.-
gráðu í íþróttafræðum og hóf meist-
aranám í íþrótta- og þjálfunar-
lífeðlisfræði við August Krogh--
stofnunina undir Kaupmanna-
hafnarháskóla sama ár. Bjarki
kennir við Danska lögregluskólann
og starfar einnig sem ráðgjafi hjá
hinu íslenska fyrirtæki Sideline
Sports. Bjarki er búsettur í Kaup-
mannahöfn ásamt konu sinni, Hildi
Elfarsdóttur og þremur börnum
þeirra.
Doktor í
heilsufræði-
vísindum
Bjarki Þór
Haraldsson