Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Um 70 rannsóknaverkefni verða kynnt
í erindum og veggspjöldum
Föstudagur, 20. febrúar 2009
9 00 – 9 25 Setning og ávarp. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra Steingrímur J. Sigfússon.
9 30 Gestafyrirlestur: Stephen J. Hawkins, prófessor í
sjávarvistfræði við Háskólann í Bangor, UK. Under-
standing climate driven changes in marine biodiver-
sity and ecosystems: the value of long-term studies.
10 40 – 12 00 Atferli og líffræði þorsks
13 00 – 14 50 Sérstæðir ferlar
15 30 – 16 50 Hvalir í vistkerfi íslands
Laugardagur 21. febrúar 2009
9 00 – 10 20 Hafsbotn og djúp
11 00 – 12 40 Firðir og strandsjór
13 40 – 15 00 Vistfræði og tími
15 00– 15 20 Umræður og ráðstefnuslit
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir
Opin ráðstefna Hafrannsóknastofnunarinnar
„Sjór og sjávarlífverur“
20. og 21. febrúar 2009, í bíósal á Hótel Loftleiðum
Sjá nánar á www.hafro.is/
hafradstefna
ATVINNULEYSI í Danmörku
hefur stóraukist á skömmum tíma
og í sumum
greinum, til
dæmis í bygg-
ingariðnaði,
ýmissi þjónustu
og flutninga-
starfsemi, hefur
störfunum fækk-
að um 70-80%.
Ekki eru til
nýrri tölur um
atvinnuleysið en
frá í desember
en þá voru 59.000 manns án at-
vinnu. Vitað er, að það hefur auk-
ist mikið síðan en það mun skýr-
ast með nýjum tölum í næstu viku.
Talið er nú, að fimmta hvert
danskt fyrirtæki sé á gjaldþrots-
brúninni eða nærri 40.000 alls. Þá
hefur gjaldþrotum fjölgað meira í
Danmörku en í öðrum löndum
Evrópusambandsins að Spáni ein-
um undanskildum. Að mati sér-
fræðinga er meginástæðan sú, að í
Danmörku var fasteignabólan
meiri en annars staðar og þess
vegna urðu afleiðingarnar þeim
mun meiri er hún sprakk.
svs@mbl.is
Kreppir að í
Danmörku
Atvinnuleysi vex
Ráðhústorgið
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BARACK Obama, forseti Bandaríkj-
anna, kynnti í gær áform um að verja
75 milljörðum dollara í aðgerðir til að
afstýra því að allt að níu milljónir fjöl-
skyldna missi heimili sín.
Obama skýrði frá áformunum í
Phoenix, höfuðstað Arizonaríkis, eftir
að hafa undirritað lög um aukin rík-
isútgjöld og skattalækkanir til að
örva efnahaginn, en áætlað er að þær
aðgerðir kosti ríkissjóð 787 milljarða
dollara. Talið er að aðgerðirnar beri
ekki tilætlaðan árangur nema hægt
verði að binda enda á kreppuna á hús-
næðismarkaðnum sem varð til þess
að efnahagurinn tók að dragast sam-
an á síðasta ári og um tíma var útlit
fyrir að hún leiddi til þess að banka-
kerfið hryndi.
Veðlánum skuldbreytt
Fasteignaverð hefur lækkað um
23% að meðaltali í Bandaríkjunum
frá því að það var hæst um mitt árið
2006. Milljónir Bandaríkjamanna
standa nú frammi fyrir því að veð-
skuldir þeirra eru orðnar hærri en
gangverð fasteigna þeirra og millj-
ónir til viðbótar hafa misst heimili sín
eða eiga það á hættu vegna hærri
vaxta, lægri tekna eða atvinnuleysis.
Samkvæmt nýrri áætlun Obama er
gert ráð fyrir því að stjórn hans dæli
fé í veðlánafyrirtæki sem lækki vexti
– og þar með mánaðarlegar afborg-
anir – af lánum húseigenda sem geti
ekki staðið í skilum.
Heimildarmaður fréttastofunnar
AP sagði að einnig væri gert ráð fyrir
því að minnka greiðslubyrði húseig-
enda með því að skuldbreyta veð-
lánum ef skuldirnar eru orðnar hærri
en verð fasteignarinnar. Ennfremur
ætti að auka svigrúm dómara til að
skuldbreyta veðlánum.
Um 2,3 milljónir fjölskyldna í
Bandaríkjunum misstu heimili sitt á
síðasta ári, um 81% fleiri en árið áður.
Obama boðar aðgerðir
til að bjarga húseigendum
75 milljörðum dala varið til að afstýra
því að milljónir manna missi heimili sitt
Reuters
Loforð Obama segir frá áætlun
sinni í ræðu í Arizona.
REYNT AÐ ÖRVA EFNAHAGINN
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest lög um aukin útgjöld
og skattalækkanir til að örva efnahag landsins. Aðgerðirnar eru metnar á
787 milljarða dollara.
Færri en 50.000
50.000 - 99.999
100.000 - 199.999
Fleiri en 200.000
Teningur
táknar
1 milljarð $
Allar tölur í
milljörðum $
Aðstoð við ríki
og sveitarfélög
Útgjöld
Annað
Til verndar illa
stæðum fjölskyldum
Menntun og starfsþjálfun
Samgöngur og vísindi
M.a. 27,5 milljarðar í þjóðvegaframkvæmdir
8,4 milljarðar í almenningssamgöngur
9,3 milljarðar í lestasamgöngur, m.a. hraðlestir
7,2 milljarðar til að bæta aðg. að háhraða nettengingu
4,2 milljarðar til að bæta orkunýtingu
Heilbrigðismál
Meðal annars
19 milljarðar til
að endurbæta
tækni
10 milljarðar til
líftæknirannsókna
Orkumál
M.a. 11 milljarðar til að endurbæta rafdreifikerfið
6,3 milljarða styrkir til orkusparnaðarverkefna
6 milljarða lánaábyrgðir vegna vind- og sólarorkuverkefna
Skatta-
lækkanir
499
144
111
81
59
53
43
8
288
787
HVERT FARA PENINGARNIR?
ÁÆTLUÐ ÁHRIF Á ATVINNULÍFIÐ
WA
OR
CA
AK
HI
NM
TX
OK
KS
CO
UT
AZ
NV
ID
MT ND
SD
NE
WI
MN
IA
MO
AR
MS AL
LA
GA
FL
TN
IL IN
MI
NY
PA
KY
WY
OH
VA
WV
VT
ME
NC
SC
DC
NH
MA
RI
CT
NJ
DE
MD
Fjöldi starfa sem búin eru til eða vernduð
Heimild: Recovery.gov
Bandarísku bílafyrirtækin General
Motors og Chrysler hafa beðið
Bandaríkjastjórn um lán að and-
virði 21,6 milljarða dollara til við-
bótar þeim 17,4 milljörðum dollara
sem þau hafa þegar fengið.
General Motors hefur kynnt
áform um að fækka starfsmönnum
fyrirtækisins um 47.000, þar af
26.000 utan Bandaríkjanna, og
loka fimm verksmiðjum í Banda-
ríkjunum. Fyrirtækið stefnir að því
að það verði rekið með hagnaði
eftir tvö ár og að lánið verði end-
urgreitt að fullu fyrir árið 2017.
Chrysler hyggst segja upp
3.000 manns og hætta fram-
leiðslu þriggja bíltegunda.
Bílafyrirtækin þurfa meiri aðstoð
ÍTALSKIR herlögreglumenn við bráðabirgðabúðir fyr-
ir afríska innflytjendur á smáeynni Lampedusa, milli
Sikileyjar og Túnis, í gær. Þeir sem komast til eyjar-
innar verða að bíða í búðunum meðan yfirvöld fara yfir
mál þeirra og ákveða hvort þeir fá leyfi til að setjast að
í landinu og atvinnuleyfi.
Um 100 manns, sem höfðu fengið boð um að þeir
yrðu sendir aftur heim, efndu til mótmæla, kveiktu í
einu af húsunum og reyndu að brjótast út úr búðunum.
Allmargir særðust lítillega og nokkrir fengu með-
höndlun á sjúkrahúsi vegna reykeitrunar.
Ár hvert reynir fjöldi ólöglegra innflytjenda frá Afr-
íku að komast frá Túnis eða Líbíu til Ítalíu með því að
sigla á smábátum til eyjanna milli landsins og Túnis.
Um 31.700 komust til Lampedusa í fyrra og var það
75% fjölgun frá árinu á undan.
Reuters
Örvænting á Lampedusa
STJÓRN Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands, hefur áður lýst vantrú
á þeirri aðferð Breta að hlaupa
undir bagga með illa stöddum
einkabönkum með ríkisábyrgðum.
En nú ætlar hún að setja lög sem
heimila henni að leggja tímabundið
hald á hlutabréf banka sem eiga í
fjárhagsvandræðum. Er ætlunin að
koma þannig í veg fyrir að þeir
hrynji, samkvæmt drögum að
frumvarpinu.
Lögin eiga meðal annars að gera
þýska ríkinu kleift að þjóðnýta
fasteignalánabankann Hypo Real
Estate. Hann á enn í miklum fjár-
hagserfiðleikum þótt hann hafi síð-
an í október fengið alls um 102
milljarða evra ábyrgðir hjá ríkinu
og öðrum bönkum.
kjon@mbl.is
Þjóðnýting?