Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 ári og ástandið í sumum héruðum, t.d. í Guangdong, þar sem um 30% útflutningsfyrirtækjanna eru, verð- ur æ erfiðara. Þar og víðar hefur þúsundum fyrirtækja, aðallega smáfyrirtækja, verið lokað og upp- sagnir standa fyrir dyrum hjá öðr- um. Er ástæðan fyrst og fremst hrun í útflutningi á alls kyns neysluvarningi til Bandaríkjanna og annarra iðnríkja. Ekki er vitað með vissu hvert at- vinnuleysið er í Kína enda engar áreiðanlegar, opinberar tölur til um það. Upplýsingar frá einstökum héruðum og miðstjórninni í Peking stangast á og farandverkamennirn- ir eru ekki einu sinni taldir með. Opinberlega eru þeir um 130 millj- ónir og a.m.k. 20 milljónir þeirra hafa misst vinnuna samkvæmt upp- lýsingum frá landbúnaðarráðuneyt- inu. Nýútskrifaðir háskólastúdent- ar eru heldur ekki taldir með en þeir voru 4,5 millj. á síðasta ári og 1,5 millj. þeirra eru atvinnulausar. Sumir telja, að atvinnuleysið sé um FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is KREPPAN er hörð í Kína og at- vinnuleysið vex hröðum skrefum. Talið er, að 20 milljónir farand- verkamanna að minnsta kosti hafi misst vinnuna en yfirvöld hafa ekki mestar áhyggjur af þeim. Þeir snúa aftur heim í fátæktina á lands- byggðinni en atvinnulaust fólk í borgunum, einkum ungir karlmenn, er ekkert á förum. Þeir eru eins og tifandi tímasprengja, sem yfirvöld óttast meira en nokkuð annað. Í Kína, þessu landi kommúnismans, er nefnilega ekki um að ræða neitt samræmt velferðarnet. Áður en ráðist var í efnahags- umbætur í Kína um miðjan níunda áratuginn var allt vinnuaflið skipu- lagt í einingum og öllum var tryggt húsnæði, læknishjálp, menntun og ævilöng atvinna. Útkoman var stór- kostleg ofmönnun í öllum fyrir- tækjum og rekstur þeirra var allur í skötulíki. „Hrísgrjónaskálin“, hinn daglegi hrísgrjónaskammtur, sem öllum var tryggður, var tákn- ræn fyrir gamla kerfið en þegar ráðist var í að breyta því var samt ekkert hugað að öryggisneti fyrir borgarana. Nú er fyrirkomulagið það, að langflestir eru með tíma- bundinn ráðningarsamning. Mikill hagvöxtur en samt ekki nægur Hagvöxtur í Kína var 9% á síð- asta ári, sá minnsti í sex ár. Þetta er mikill vöxtur á mælikvarða ann- arra ríkja en hann má þó ekki minni vera ef unnt á að vera að taka við þeim milljónum manna, sem koma inn á vinnumarkaðinn á hverju ári. Ljóst er, að hann verður miklu minni á þessu ári. Útflutn- ingur frá Kína var 17,5% minni í janúar sl. en í sama mánuði fyrir 9% eða meira en víst er, að það er mjög vaxandi. Réttlætingin fyrir völdum kommúnistaflokksins að veði Þótt miklar breytingar hafi orðið í kínverskum efnahags- og sam- félagsmálum sl. 30 ár er það eftir sem áður kommúnistaflokkurinn, sem öllu ræður. Réttlætir hann ekki síst völdin með því, að hann sé tryggingin fyrir framförum og efnalegri velferð landsmanna. Mik- ið atvinnuleysi og sú ókyrrð, sem því fylgir, er því bein ógnun við flokkinn. Eins og fyrr segir stafar ekki mikil ógn af farandverkamönnun- um. Þeir snúa aftur heim í fátækt- arbaslið í sveitinni. Öðru máli gegn- ir um atvinnulaust fólk í borgunum, einkum unga karlmenn. Þar kemur líka annað til, sem er mannfjölg- unarstefna kínverskra stjórnvalda. Hún hefur verið við lýði frá því seint á sjöunda áratug síðustu ald- ar og tilgangurinn sá að halda aftur af fólksfjölguninni. Er hjónum al- mennt bannað að eignast nema eitt barn og hefur því verið fylgt nokk- uð fast eftir í borgunum en síður úti á landsbyggðinni. Afleiðingin er alvarlegur kynjahalli vegna þess, að fólk kýs heldur dreng en stúlku til að geta átt hjá honum skjól í ell- inni. Þetta er raunar vaxandi vandamál í allri Suðaustur-Asíu þar sem hefðir samfélagsins eru sam- bærilegar við þær, sem ríkja í Kína. Sprengiefnið: Ungir, ókvæntir og atvinnulausir menn Fjöldi ungra, ókvæntra manna í Kína er af þessum sökum miklu meiri en vera myndi við eðlilegar aðstæður. Þegar þessir ungu menn missa síðan atvinnuna að auki, þá kemur upp ástand, sem væri að sjálfsögðu stórhættulegt í hvaða samfélagi sem er. Kínversk yfir- völd hafa ærna ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni á næstu misserum. Óttast vaxandi ókyrrð í Kína  Atvinnuleysið líklega um 9% eða meira og fer vaxandi  Ekki er um að ræða neitt samræmt velferðarnet á borð við atvinnuleysistryggingar í landinu Í atvinnuleit Milljónir manna hafa misst vinnuna í Kína á síðustu mánuðum en engar áreiðanlegar tölur eru til um atvinnuleysið í landinu. Eru jafnan þúsundir manna um hvert laust starf sem boðið er á vinnumiðlunarskrifstofum. Kynjahallinn í Kína og víðar í Suðaustur-Asíu er vandamál, sem fræðimenn þar eystra og á Vesturlöndum fjalla æ meira um. Má í því sambandi nefna grein eftir þær Valerie M. Hud- son, prófessor í stjórnmála- fræði við Brigham Young- háskólann í Utah, og Andreu M. Den Boer, fyrirlesara í alþjóð- legum samskiptum við háskól- ann í Kent á Englandi. Grein sína nefna þær „Berar greinar og afleiðingar kynjahallans á ör- yggismál í Asíu“ en frá fornu fari hafa ungir, fátækir menn í Kína, sem ekki hafa möguleika á að stofna fjölskyldu, verið nefndir þessu nafni: Berar greinar. Fram kemur, að eðlilegt sé, að 105-107 drengir fæðist fyrir hverjar 100 stúlkur en á Indlandi fæðast nú 113 drengir á móti 100 stúlkum og á sumum svæðum 156 eða meira. Í Kína er sagt opinberlega, að drengja- hlutfallið sé 119 en margir telja víst, að það sé hærra og á sum- um svæðum allt að 135. Þær Hudson og Den Boer segja, að rannsóknir sýni, að samfélög þar sem skortur er á konum á giftingaraldri séu höll undir einræði og þar sé ofbeldi gegn konum algengt. Hafa þær skoðað söguna, t.d. á Taívan, Indlandi og Portúgal, og telja, að „berar greinar“ hafi átt veru- lega þátt í Nien-byltingunni á 19. öld og boxarauppreisninni um aldamótin 1900. Ungir, ókvæntir og atvinnu- lausir menn eru ógn við innra öryggi ríkisins og afleiðingin er oft sú, að stjórnvöld efna til hernaðarátaka til að finna ungu mönnunum eitthvert verkefni og draga þannig úr spennunni innanlands. Í greininni, sem hef- ur raunar bæði verið lofuð og löstuð, segja þær stöllur, að á næstu áratugum muni stjórn- völd í Kína og á Indlandi og raunar víðar þurfa að glíma við þann óstöðugleika, sem vaxandi fjöldi „berra greina“ hefur í för með sér og hætt sé við, að það muni leiða til vaxandi einræðis og innbyrðis átaka. Kynjahallinn og afleiðingar hans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.