Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 21
Daglegt líf 21ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
DAGSKRÁ RÁSTEFNU
George Bryant, The Brooklyn Brothers - Fyrir hvað stendur Ísland?
Dr. Gunni - Ekki blekkja viðskiptavininn - hann sér í gegnum þig
Sammi og Gunni - Nýttu peningana betur í auglýsingaframleiðslu
Magnús Geir - Skapandi markaðsstarf
Einar Einarsson - Könnun meðal markaðsstjóra á Íslandi
RÁSTEFNA KL. 13-17
FORDRYKKUR OG GLÆSILEGT SMÁRÉTTAHLABOR kl. 17-18
LÚRAPARTÝ - VERLAUNAAFHENDING kl. 18-20
Ráðstefna og lúðrapartý, 10.900 kr. fyrir ÍMARK félaga
Lúðrapartý 2.900
Skráðu þig á imark.is
ÍSLENSKI MARKASDAGURINN
FÖSTUDAGINN 27. FEBRÚAR
Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
Bónus
Gildir 19. febr.-22. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Myllu heimilisbrauð 770 gr. ........ 179 243 232 kr. kg
Kjarna sultur 400 gr. .................. 198 249 495 kr. kg
Vilko bollumix 300 gr. ................ 298 359 993 kr. kg
Bónus bolluglassúr 280 gr.......... 179 0 639 kr. kg
Búrfells lambasaltkjöt ................ 358 404 358 kr. kg
Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1554 1998 1554 kr. kg
Kf beikon .................................. 1079 1618 1079 kr. kg
Kf nýtt kjötfars ........................... 399 499 399 kr. kg
Ali saltaðir grísaskankar ............. 299 0 299 kr. kg
Ali ferskur grísabógur ................. 398 498 398 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 19. febr. - 21. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Nautahakk, pakkað.................... 998 1248 998 kr. kg
1/1 ferskur kjúklingur ................ 699 998 699 kr. kg
Kjúklingakjöt fullsteikt ................ 1334 2224 1334 kr. kg
Kjarnaf. reykt/saltað folaldakj..... 462 771 462 kr. kg
FK saltkjöt blandað pk. .............. 982 1198 982 kr. kg
Ali helgarsteikur......................... 1139 1898 1139 kr. kg
Ali grísahnakki, beinlaus ............ 1079 1798 1079 kr. kg
Ali jurtakryddað lambalæri.......... 1580 2430 1580 kr. kg
FK Vínarpylsur ........................... 558 698 558 kr. kg
Hagkaup
Gildir 19. febr.-22. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Holta, ferskar kjúklingabringur .... 1769 2998 1769 kr. kg
Nautaat, snitsel ......................... 1494 2298 1494 kr. kg
Nautaat, gúllas.......................... 1494 2298 1494 kr. kg
Kjúklingabollur .......................... 903 1389 903 kr. kg
Chicago T. örb. pitsa osta ........... 399 599 399 kr. stk.
Chicago T. örb. pitsa pepperoni... 399 599 399 kr. stk.
Buffalóvængir 800 gr. ................ 399 699 399 kr. pk.
BBQ vængir 800 gr. ................... 399 699 399 kr. pk.
Himneskt spelt finmalað (Sollu) .. 535 669 535 kr. stk.
Egils pepsi max 2 l plast............. 129 172 129 kr. kg
Krónan
Gildir 19. febr.-25. febr verð nú verð
áður
mælie. verð
Lambalæri ................................ 1099 1698 1099 kr. kg
Kindafille .................................. 1997 2698 1997 kr. kg
Grísakótilettur lúxus, beinlausar .. 1299 1998 1299 kr. kg
Ódýrt kjötfars ............................ 399 679 399 kr. kg
Krónu ódýrt saltkjöt.................... 299 398 299 kr. kg
Goða saltkjöt, ódýrt ................... 499 515 499 kr. kg
Krónu saltkjöt, 1 flokkur ............. 889 998 889 kr. kg
Sprite 2 ltr ................................ 119 186 119 kr. stk.
Bravo multivítamín safi í dós....... 55 69 55 kr. stk.
Nóa kropp, risapoki ................... 249 329 249 kr. pk.
Nóatún
Gildir 19. feb - 25. feb verð nú verð
áður
mælie. verð
Nóatúns saltkjöt bl. úr kjötb........ 890 998 890 kr. kg
Nóatúns saltkjöt valið úr kjötb..... 1798 1998 1798 kr. kg
Kjötfars, nýtt.............................. 498 779 498 kr. kg
Kjötfars, saltað .......................... 498 798 498 kr. kg
Ungnautahakk........................... 698 1398 698 kr. kg
Fiskibollur ................................. 698 1098 698 kr. kg
Móa kjúklingafille, magnkaup ..... 1698 2849 1698 kr. kg
Lambagrillsteik í tómat og basil .. 1998 3998 1998 kr. kg
Toppur sítrónu ........................... 99 205 99 kr. stk.
Prins póló 4x52 gr ..................... 299 375 299 kr. pk.
helgartilboðin
Svínakjöt á lækkuðu verði
Morgunblaðið/Ásdís
Kjötvörur Líkt og stundum áður eru stórmarkaðirnar
með lækkað verð á kjötvörum um helgina.
Hver hefði trúað því að óreyndu að
ungur maður geymdi á þriðja tug
gaskúta á heimili sínu? Hvernig ætli
nágrönnunum líði eftir á að hyggja,
að hafa búið við hlið tifandi tíma-
sprengju? Eldsvoði í húsi á Akureyri
í fyrradag er mikill harmleikur og
vonandi verður með einhverjum ráð-
um hægt að fyrirbyggja að svona
nokkuð eigi sér stað aftur.
Skemmtileg verk Tómasar Berg-
mann alþýðulistamanns á Akureyri
eru nú til sýnis í félagsmiðstöðinni.
Hann hefur lengi fengist við listina
en býður verkin nú til sölu í fyrsta
skipti.
Verk Tómasar eru öll mjög smá og
af margvíslegum toga. Sjón er sögu
ríkari.
Daggarlundur er nýjasta gata Ak-
ureyrar. Nafnanefnd lagði til við
skipulagsnefnd að ný gata frá Brá-
lundi hljóti þetta nafn og bæjar-
stjórn samþykkti tillögu skipulags-
nefndar þess efnis á þriðjudaginn.
Tillagan verður reyndar auglýst og
fólk getur þá mótmælt ef það hefur
eitthvað við nafnið að athuga.
Mikið verður um að vera á laugar-
daginn, á degi tónlistarskólanna.
Opið hús verður í Tónlistarskól-
anum á Akureyri frá kl. 10 til 14,
tónleikar og opnar tónsmiðjur þar
sem almenningi gefst kostur á að
taka þátt sér til ánægju og að kostn-
aðarlausu.
Öskudagslið eru sérstaklega boðin
velkomin í Tónlistarskólann, þar
sem þau geta fengið tilsögn í söng
og lagavali – og eru krakkarnir
hvattir til þess að mæta í búningum!
Frábært framtak skólans.
Gestir geta líka fengið að lemja
trommur og gerast gítarhetjur í
tölvuleiknum Guitar Hero svo eitt-
hvað sé nefnt. Nám í skólanum verð-
ur kynnt og foreldrafélagið selur
kaffi.
Nemendur Tónlistarskólans verða
svo með tónleika í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju kl. 14, kl. 15 í Ey-
mundsson við Hafnarstræti og á gít-
artónleikum í Brekkuskóla kl. 16
koma m.a. fram 200 gítarnemendur
af Eyjafjarðarsvæðinu og spila allir
saman eitt lag!
Þröngt gæti orðið á þingi á Græna
hattinum á laugardagskvöldið ef
marka frá fréttatilkynningu frá
Hauki. Þar segir a.m.k. að á staðn-
um verði 200.000 naglbítar … Sveit-
in hefur gert það gott undanfarið
með Lúðrasveit verkalýðsins en
kemur nú til dyranna berstrípuð og
fersk.
Nafn mitt er Steinn Steinarr, skáld.
Ég kvaðst á við fjandann, er yfir-
skrift ljóðadagskrár í menningar-
kjallaranum Populus Tremula í
Listagilinu á laugardagskvöldið kl.
21. Húsið verður opnað kl. 20.30, að-
gangur er ókeypis – og malpokar
leyfðir, eins og jafnan er tekið fram
á þessum bæ.
Notið endurskinsmerki. Það er flott-
ara en að missa limi eða líf í nátt-
myrkrinu, segir Sverrir Páll á
bloggsíðu sinni. Hann segir tvisvar
með stuttu milli hafa munað litlu að
hann keyrði á svartklædda í myrkri
hér í höfuðstað Norðurlands. „Það
eru meira að segja til endurskins-
borðar með blikkandi ljósum í Rúm-
fatalagernum – og kosta skít á
priki.“
Hér með er tekið undir hvatn-
inguna.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
verður umfjöllunarefni Hafdísar
Bjargar Hjálmarsdóttur lektors á
málstofu í viðskiptafræði á Borgum í
hádeginu á morgun. Allir eru vel-
komnir í stofu R311 kl. 12.10.
Í dag verður í HA málstofa í heil-
brigðisvísindum, í stofu L101 á Sól-
borg, þar sem Þorbjörg Jónsdóttir
lektor ræðir um hugtakið heilsu-
tengd lífsgæði. Þangað eru líka allir
velkomnir kl. 12.10.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Margt smátt Tómas Bergmann með olíuskip sem hann bjó til og Íslandsolía
mun nota þegar svartagullið finnst... Á veggnum eru nokkrar stórborgir.
Jón Gissurarson ortikynningarvísur fyrir
sameiginlegt þorrablót fjögurra
hreppa, sem haldið var á
Sauðárkróki um helgina, en þangað
mættu rúmlega þúsund manns.
Við skulum hérna vera saman vinir
góðir.
Veitinganna víst þið njótið.
Velkomin á þorrablótið.
Flutt nú verður fjörugt grín úr fjórum
hreppum.
Allt er satt en ekkert logið,
er þið heyrið hér við trogið.
Súran pung og sviðapressu saman
étið.
Harðfiskinn og hangiketið.
Hákarlinn þó best þið metið.
Síðan verður dansað dátt og duflað
meira.
Drekka sumir munu mikið.
Margir fara yfir strikið.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Þorrablótsvísur frá
Sauðárkróki