Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Bankahruniðhefur haftafgerandi
áhrif á fjárhag Ís-
lendinga og nú
bendir ýmislegt til
þess að afleiðingarnar gætu
einnig orðið heilsufarslegar. Í
Morgunblaðinu í gær og í
fyrradag hefur verið fjallað
um dæmi þess að fólk afpanti
rannsóknir og aðgerðir lækna.
Ástæðurnar eru peninga-
skortur, atvinnuleysi og óör-
uggt ástand á vinnumarkaði.
Stefán E. Matthíasson, sem
situr í nefnd sjálfstætt starf-
andi lækna, sem hefur með
höndum samninga við Sjúkra-
tryggingar, sagði í samtali við
Morgunblaðið á þriðjudag
ljóst væri að fólk drægi að
fara í aðgerðir, sem mætti
fresta: „Maður heyrir út und-
an sér að fólk hefur ekki pen-
inga á milli handanna. Sumir
eru atvinnulausir og aðrir eru
hræddir við að taka sér frí frá
vinnu.“ Stefán tekur dæmi frá
Svíþjóð þar sem það sama
gerðist eftir hrun og nú er að
gerast hér.
Matthías Halldórsson land-
læknir sagði í samtali við
Morgunblaðið á sama stað að
sérstaklega væri fylgst með
komum til lækna og yrði sam-
dráttur viðvarandi þyrfti að
grípa til ráðstafana.
Ingibjörg S. Benedikts-
dóttir, formaður Tannlækna-
félags Íslands, sagði í Morg-
unblaðinu í gær að
tölur hjá Sjúkra-
tryggingum sýndu
að komur barna,
öryrkja og aldr-
aðra til tann-
læknis hefðu verið færri í jan-
úar á þessu ári en í janúar í
fyrra.
Heilsa fólks er mikilvæg og
það er ömurlegt til þess að
hugsa að kreppan verði til
þess að fólk neyðist til að láta
hana sitja á hakanum. Ef
ástandið bitnar sérstaklega á
þeim sem lítið hafa milli hand-
anna og minnst mega sín í
þjóðfélaginu er afleiðingin
beinlínis á skjön við fyrir-
heitið um jafnan aðgang allra
að heilbrigðisþjónustu óháð
efnum og aðstæðum, en um
það grundvallaratriði má
segja að ríkt hafi nokkurs
konar þjóðarsáttmáli á Ís-
landi.
Ekki er hægt að bjóða borg-
urum landsins upp á slíkar
vanefndir auk þess sem það
mun á endanum verða heil-
brigðiskerfinu dýrkeyptara
síðar meir þegar tilfellin, sem
nú má fresta, breytast í bráða-
tilfelli. Niðurskurðar er þörf í
heilbrigðiskerfinu, en hann
verður að leiða til raunveru-
legs sparnaðar, ekki mismun-
unar. Það er því full þörf á því
að grannt sé fylgst með
ástandinu og gera verður
kröfu um það að brugðist
verði við ef stefnir í óefni.
Tilfellin sem nú má
fresta gætu síðar
orðið bráðatilfelli }
Bankahrun og heilsa
Alvarlegastifylgifiskur
bankahrunsins á
Íslandi var hrap
íslensku krón-
unnar, sem gerði það að verk-
um að skuldir við útlönd blésu
út, verðbólga fór úr böndum
og verðtryggingin skall af
fullum þunga á einstakling-
um, sem tekið höfðu lán miðað
við allt aðrar forsendur. Færa
má rök að því að þetta hefði
ekki gerst hefðu Íslendingar
verið búnir að taka upp evru.
Ástandið í nýmarkaðs-
ríkjum Austur-Evrópu minn-
ir um margt á Asíukreppuna
1998. Erfiðleikar Evrópusam-
bandsríkjanna í austri sem
ekki eru með evru eru um-
fjöllunarefni á forsíðu dag-
blaðsins International Herald
Tribune í gær. Aðeins tvö
ríki, Slóvakía og Slóvenía, af
tíu nýjum aðildarríkjum ESB
eru meðal ríkjanna 16 á evru-
svæðinu. Seðlabanki Evrópu
fer með málefni evrunnar og
setur peninga í kerfið með því
að lána gegn veði. Þessi starf-
semi hefur færst mjög í vöxt
eftir að samdrátt-
urinn hófst. Evru-
ríkin hafa haft
forgang, en fleiri
hafa komist að og
hafa til dæmis seðlabankar
Póllands og Ungverjalands
fengið lán. Seðlabanki Evr-
ópu hefur hins vegar ekki
boðið nýju aðildarríkjunum,
sem ekki eru á evrusvæðinu,
upp á gjaldeyrisskiptasamn-
inga líkt og Bandaríkjamenn
gerðu við Brasilíu, Mexíkó,
Singapore og Suður-Kóreu í
október.
Þá vill Seðlabanki Evrópu
ekki veð í ríkisskuldabréfum,
sem gefin eru út í mynt Aust-
ur-Evrópuríkjanna. Fyrir
vikið hafa gjaldmiðlar þess-
ara ríkja hrapað meira en ella
og þótt það ætti að koma sér
vel fyrir fyrirtæki í útflutn-
ingi kemur á móti að þau
þurfa að flytja inn vörur til að
halda áfram framleiðslu og
hafa jafnvel tekið lán í er-
lendri mynt til að fjármagna
sig.
Hljómar eitthvað af þessu
kunnuglega?
Verulega þrengir að
í Austur-Evrópu }Erfitt líf án evru
V
ið erum hrædd og ringluð, leitum
að útgönguleið, sumir segja að
lausnin sé að ganga í Evrópusam-
bandið. Þá komumst við í skjól.
Það verði auðveldara hjá okkur að
takast á við harðan heim ef við njótum stuðn-
ings þessa volduga bandalags sem vill verða
risaveldi. Kannski er þetta rétt en mér finnst
að allt of lítið hafi verið gert af því að spyrja Olli
Rehn og aðra Brussel-menn hvað valdi því að
ESB vilji endilega fá okkur inn. Hvað er svona
spennandi við Ísland og Íslendinga?
Ég trúi því alveg að margir Norður-
landabúar vilji okkur inn af einskærri um-
hyggju fyrir okkur. En varla er manngæskan
orðin svo mikil hjá öðrum aðildarþjóðum að
þær vilji ekki neitt í staðinn, ekki einu sinni í
kreppu þar sem valdhafar hugsa mest um eigin
kjósendur, reiða og örvæntingarfulla. ESB-leiðtogar eru
auðvitað engar skepnur (allavega flestir) en þeir hljóta að
taka ákvarðanir sem þeir telja að gagnist eigin þjóðum og
sambandinu í heild, í þessari röð. Þeir eru í stjórnmálum.
Góður samningur er alltaf þannig að báðir aðilar hagn-
ast. Ef þetta er svona frábært fyrir okkur vil ég að einhver
sanni fyrir mér að þetta sé líka frábært fyrir ESB, annars
verður þetta vondur og ótraustur aðildarsamningur sem
þeir í Brussel munu sjá eftir. Ekki viljum við að það gerist.
Athyglisvert er að fylgjast með umræðum þeirra sem
velta fyrir sér viðbrögðum í ESB ef aðildarríki standa
frammi fyrir því að fara bókstaflega á hausinn. Seðlabank-
inn okkar gat eðlilega ekki bjargað bankakerfi sem var
a.m.k. 10 sinnum stærra en árleg þjóðarfram-
leiðsla. Það fór á hliðina. Ekkert bendir til að
íslenskir bankamenn hefðu hagað sér skyn-
samlegar ef við hefðum verið í ESB. Kannski
hefðu þeir orðið enn stórtækari, hugsað með
sér að ef illa færi myndi stóri bróðir, Evrópski
seðlabankinn, bjarga í horn. Litla Ísland yrði
ekki skilið eftir á köldum klaka.
Ráðamenn á Írlandi voru stórhuga og
kannski nokkuð óvarkárir í haust þegar þeir
settu lög um að ríkið myndi ábyrgjast allar
innistæður, án undantekninga, í öllum írskum
bönkum. Þeir sitja nú uppi með að sam-
anlagðar ábyrgðir ríkisins eru orðnar miklu
hærri hlutfallslega en hjá okkur. Niðurstaða:
skuldatryggingaálag Írlands hefur snarhækk-
að og rætt um að ríkið gæti orðið gjaldþrota.
Engin hætta, ESB bjargar málunum. Eða
er það svo? Maastricht-sáttmálinn frá 1992 er enn undir-
staðan í samstarfinu. Þar er í grein 104 kveðið á um tak-
mörk skuldbindinga sem sambandið hafi gagnvart aðild-
arríki, greinin er oft kölluð á ensku „The no-bailout
clause“, þ.e. greinin bannar að ráðherraráðið skeri eitt að-
ildarríkjanna úr snörunni vegna alvarlegs fjármálavanda.
Stundum er sagt að grein 104 sé ekki trúverðug, ríki í
myntsamstarfinu, EMU, ábyrgist í reynd skuldir aðild-
arríkjanna þótt orðanna hljóðan sé önnur. Vonandi heldur
Írland velli. Vonandi reynir ekki á samstöðuna á löngum
næturfundum í Brussel þar sem allir óttast innst inni að
skapað verði stórhættulegt fordæmi með því að bjarga
litlu aðildarríki úr klóm gjaldþrots. kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Okkur langar svo í öruggt skjól
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
lestir sem skilað hafa
viðskiptanefnd umsögn-
um við seðlabankafrum-
varpið gera athuga-
semdir við það skilyrði
að seðlabankastjórinn, sem forsætis-
ráðherra á að skipa að undangenginni
auglýsingu, skuli hafa lokið meistara-
prófi í hagfræði. Þetta er talið allt of
þröngt skilyrði.
Álfheiður Ingadóttir, formaður við-
skiptanefndar, svaraði því játandi er
hún var spurð í gær hvort nefndin
mundi leggja til að þetta yrði rýmkað.
„Af hálfu ríkisstjórnarflokkanna
stendur ekki til að gera breytingar á
tveimur meginatriðum frumvarpsins,
að fækka bankastjórum úr þremur í
einn og að setja upp formlega pen-
ingastefnunefnd með aðkomu utanað-
komandi aðila. Hitt er allt til skoðun-
ar og með það að markmiði að gera
Seðlabankann enn betri.“
Viðskiptanefnd hefur fengið á
þriðja tug umsagna um frumvarpið og
fjöldi gesta hefur komið á fund henn-
ar. Farið var yfir ábendingar og at-
hugasemdir við frumvarpið á fundi
viðskiptanefndar í gær. Álfheiður
vonar að frumvarpið verði afgreitt úr
nefndinni fyrir helgi.
Þröngar og óljósar kröfur
Þeir Davíð Oddsson, formaður
bankastjórnar Seðlabankans, og Ei-
ríkur Guðnason seðlabankastjóri
setja fram hvassa gagnrýni á frum-
varpið í umsögn sinni. Kröfur sem
gerðar eru til seðlabankastjóra í
frumvarpinu séu of þröngar og óljós-
ar til að geta þjónað markmiðum um
að tryggja farsæla yfirstjórn þeirra
verkefna sem honum eru falin í lög-
um. Vísa þeir líka til þess að skilyrðið
um meistarapróf stangist á við at-
hugasemdir Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins (AGS), sem hafi tekið sérstaklega
fram að embættispróf í lögfræði
ásamt víðtækri reynslu af efnahags-
málum sé fullnægjandi skilyrði til að
geta gegnt embætti seðlabankastjóra.
Í athugasemdum AGS er því m.a.
haldið fram að lög um yfirbankastjóra
seðlabanka í öðrum löndum kveði al-
mennt ekki á um hvaða menntun
hann eigi að hafa, heldur sé almennt
gerð krafa um viðurkennda þekkingu
og reynslu. Í öðrum löndum séu yfir-
leitt einn eða tveir aðstoðarbanka-
stjórar og samskonar skilyrði eigi að
gera um hæfi þeirra og hvernig þeir
eru valdir til starfans og til seðla-
bankastjóra.
Davíð og Eiríkur benda að í gild-
andi skipulagi bankans sé einn aðal-
bankastjóri og tveir bankastjórnar-
menn með honum. „Í raun er verið að
gera þá breytingu að í stað þriggja
manna nefndar kemur fjölmennari
nefnd, og störf tveggja bankastjóra,
sem hvorugur er aðalbankastjóri, eru
lögð niður. Starf aðalbankastjóra/
formanns bankastjórnar er hins veg-
ar enn til staðar, og þó að framvegis
muni hann taka ákvarðanir um beit-
ingu stjórntækja í peningamálum
með fjórum öðrum en ekki tveimur
eins og nú, og að niður séu lögð störf
þeirra tveggja bankastjóra sem nú
deila með honum völdum, gefur sam-
þykkt fyrirliggjandi frumvarps ekk-
ert tilefni til nýrrar auglýsingar
starfs aðalbankastjóra, enda er starf
hans ekki lagt niður með frumvarp-
inu.“
Samtök atvinnulífsins hafa gagn-
rýnt Seðlabankann harðlega og sagt
hann trausti rúinn. SA telur þó í um-
sögn sinni að mikið skorti á vandaðan
undirbúning við gerð frumvarpsins.
Aðalatriði óbreytt en
kröfurnar rýmkaðar
Morgunblaðið/Kristinn
Ósætti Stjórnin segir breytingar forsendu þess að Seðlabankinn ávinni sér
traust. Bankastjórarnir vara við illa grunduðum breytingum og óskilvirkni.
Þingmenn Samfylkingarinnar
lögðu fram tillögu á sínum tíma,
þegar núgildandi lög um Seðla-
bankann voru sett, um að
bankastjóri við bankann yrði
einn og ákvarðanir um beitingu
stjórntækja bankans í peninga-
málum yrðu teknar af peninga-
stefnunefnd.
Þetta náði ekki fram að
ganga en á þinginu 2003/04
lögðu Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir
og Lúðvík Bergvinsson fram
frumvarp til „að tryggja, eins og
kostur er, að fagleg sjónarmið
ráði við skipan í embætti seðla-
bankastjóra og að ráðherra geti
ekki komið sér undan því að
rökstyðja ráðninguna,“ sagði í
greinargerð.
Lögðu þau til að forsætisráð-
herra skipaði formann banka-
stjórnar og aðra bankastjóra til
sjö ára í senn, líkt og gert er ráð
fyrir í frumvarpinu sem nú ligg-
ur fyrir þinginu. Einnig að skylt
yrði að auglýsa eftir umsóknum
og aðeins yrði heimilt að skipa
sama mann bankastjóra tvisvar
sinnum eins og nú er lagt til í
seðlabankafrumvarpinu.
Tillögur ganga aftur